Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 40

Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 María Albertsdóttir og Kristinn Jóel Magn- ússon - Aldarminning María Fædd 9. nóvember 1893 Dáin 29. maí 1979 Kristinn Fæddur 25. febrúar 1893 Dáinn 28. desember 1981 Ég hvorki get né vil láta þetta ár líða án þess að minnast með nokkrum orðum tengdaforeldra minna Maríu og Kristins sem bæði hefðu átt 100 ára afmæli á árinu ef lifað hefðu. Ég minnist þeirra beggja með þakklæti og virðingu svo samtengd sem þau voru lífs- hamingju minni. Þau reyndust mér ætíð sem bestu foreldrar þó að Kristni hafi að vísu þótt dóttirin of ung. María var fædd á Seyðisfirði, dóttir hjónanna Helgu Jónsdóttur og Alberts Sigurðssonar. Hún var elst fjögurra systra en þrír bræður dóu í bernsku. María fluttist ung með foreldrum sínum til Hafnar- fjarðar. Mig langar að vitna í af- mælisgrein sem Jóhann Tómasson skrifaði um Maríu sextuga: „Allur tepruháttur og hispurssemi var því Moshvolsfólki fjarri skapi, nefndi það hlutina sínum réttu nöfnum, án þess að nota neina tæpitungu. Var það og talið geðríkt nokkuð en óádeilið við aðra, lét ekki á sér troða, ef því var að skipta, en greið- vikið, velviljað og hjálpfúst var það talið, skyldurækið og trygglynt mjög.“ Þessi orð lýsa Maríu nokkuð vel. Hún lét ekki á sér troða og sagði fólki meiningu sína. Þeir sem EGLA -RÖÐ OG REGIA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. ekki þekktu hana héldu því gjarnan að þar færi kaldlynd kona, en því fór víðsijarri. María var hjartahlý kona og vildi hjálpa þeim sem minna máttu sín og hún lét það ekki nægja að vilja vel, hún fram- kvæmdi það líka. Það var ógleym- anlegt að sjá hana á Skálatúns- heimilinu, en þangað fór hún oft, því að hún var í Skálatúnsnefnd á vegum stúkunnar. Hún ljómaði þegar börnin þustu á móti henni og föðmuðu hana að sér eins og um nákominn ættingja væri að ræða. Ég gæti sagt margar sögur um Maríu þar sem hún lét gott af sér leiða, en ég veit að hún hefði ekki kært sig um það. Það var ekki hennar stíll. Hún vann sín góðverk í kyrrþey. — María var umtöluð fyrir dugnað og hreinlæti, enda þurfti hún ung að árum að vinna hörðum höndum eins og svo margir þurftu á þeim tímum. Jóhann sagði í sömu grein og ég fyrr vitnaði í að fólk sem unnið hafði méð Maríu, hafi talað um að öll verk hefðu leikið í hönd- um hennar og að hún hafi verið óvenju afkastamikil. Kristinn var fæddur í Narfakoti í Innri-Njarðvík. Hann var sonur hjónanna Steinunnar Olafsdóttur og Magnúsar Pálssonar, sem löng- um voru kennd við Garðabæ. Hann var elstur fjögurra systkina, en einn bróðirinn fórst með vélbát sem faðir þeirra hafði nýlega keypt hlut í. Kristinn var 23 ára þegar hann fluttist til Hafnarfjarðar 1916 og 4. nóv. sama ár kvæntist hann Maríu. Þau munu hafa gengið hina svokölluðu kirkjuleið til Garða- kirkju, þar sem hjónavígslan fór fram. Þau eignuðust sjö böm, sem öll eru á lífí nema elsti sonurinn Magnús. Elsta barnabarnið af 29 manna hópi, alnafni Kristins, er einnig látinn langt um aldur fram, svo og móðir hans Marta sem var fyrsta tengdadóttir þeirra Kristins og Maríu. María og Kristinn byggðu sér hús á Urðarstíg 3 og þar var lengst af þeirra heimili og þar fæddist yngsta dóttir þeirra og mörg barnabarnanna fæddust í rúmi afa síns. Kristinn hóf sjálfstæða starf- semi sem húsamálari 1920 og eins og þá var títt ávann hann sér meistararéttindi. Hann þótti afar vandvirkur og varð mjög vinsæll málari í Hafnarfírði. Synir hans þrír lærðu málaraiðnina hjá hon- um, einnig bróðir hans Guðni, sem varð vinsæll málari í Keflavík, auk fimm annarra málara. Kristinn hafði sjálfur unnið hjá frænku sinni Astu málara áður en hann fór að vinna sjálfstætt. Hann þótti mjög afkastamikill í félagsmálum. Fegrun bæjarins varð eitt af stóru málunum. Hann var félagsmaður í málfundafélag- inu Magna sem hóf trjárækt í Hellisgerði og var formaður félags- ins 1939-56 eða í 17 ár, formaður garðráðs næstu þijú ár á eftir og eftir það var hann garðvörður um tíma. í Fríkirkjunni var hann í safnaðarráði frá 1932 og með- hjálpari frá 1939 og var það á meðan heilsan leyfði, enda héldu barnabörnin að hann ætti Fríkirkj- una, Hellisgerði og Gúttó. Hann vann mikið starf í stúkunni Daní- elsher og þau bæði hjónin. Þau störfuðu þar af lífi og sál frá árinu 1928. Ólafur Þ. Kristjánsson rakti fer- il Kristins í stúkunni í afmælis- grein um hann sjötugan: „Kristinn var gerður að fjármálaritara stú- kunnar jafnskjótt og hann hafði gengið í hana, og er það skemmst af að segja, að síðan hefur hann jafnan gegnt einhveiju emþætti innan hennar, nú í þriðjung aldar. Hann hefur verið æðsti templar nokkrum sinnum og einnig um- boðsmaður stórtemplars ... / ... Fulltrúi stúku sinnar hefur hann verið á fjölmörgum þingum hinna æðri stiga. Þingtemplar var hann í nokkur ár og átti um skeið sæti í framkvæmdanefnd umdæmisstú- kunnar. Tvívegis hefur hann átt sæti í framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands (1953-55 og 1959-61), bæði skiptin sem stórkapelán.“ Hann hlaut fyrstur stúkufélaga heiðursmerki frá heið- ursmerkjasjóði á sjötugsafmælinu. Kristinn vann að félagsmálum í Iðnaðarmannafélaginu, hann var í barnaverndamefnd og í stjórn sjúkrasamlagsins. Það var með ólíkindum hve miklu hann kom í verk og allir sem þekktu Kristin vissu að hann vann þessum mál- efnum af einhug og dugnaði. Hann var reyndar ekki óstuddur, kona hans var þar sú hjálparhella sem dugði. „Þau hjón eru bæði góðviljuð og hjálpfús, svo af fáum er betra að þiggja greiða." Ég vitna hér aftur í eina afmælisgreinina um þau hjón, því að ég tek undir þessi orð og ég hef kynnst þvi að böm þeirra hjóna hafa erft þessa hjálp- semi og þakka þeim fyrir samveru- stundimar um leið og ég bið Guð að blessa minningu foreldra þeirra. Benedikt Sveinsson. INGA BACKMAN og drengjakórinn Jólatónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju verða haldnir í Laugarneskirkju 28. og 29. desember og hefjast kl. 20.00. Flutt verða sígild verk og jólalög frá ýmsum tímum. Einsöngvari með kórnum verður Inga Backman, sópransöngkona. Undirleik annast Guðrún Birgisdóttir, Kristján Þ. Stephensen, David Knowles og bjöllusveit. Miðar seldir við innganginn og kosta kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir börn. skipta? ENSKU orðabók JVERÐI, kr. 7.980 aðrar, nýjar bækur. er kr. 10.980, svo heilar 3.000 krónur! ISAFOLDAR, AUSTURS 20 dagana milii jóla og nýárs nýárs bjóðum við stórglæsilegu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.