Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
SVONA
EROPH)
, m
ARAMOTIN
Hótel Loftleiðir
Hótel Esja
28. des.
til 5. jan.
Opið
Lokað
HÓTEL ESJA HÓTEL LOFTLEIBIR
Eftirlýst kort nr.:
4543 3718 0006 3233
4546 3912 3256 0090
4842 0308 1995 3028
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4506 43** 4507 46**
4543 17** 4560 08**
4560 09** 4920 07**
4938 06** 4988 31**
4506 21**
kort úr umlerð og sendið VISA íslandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og visa á vágest.
W54
'MMMM
Höföabakka 9 • 112 Reykjavik
Slmi 91-671700
Hótel Esja, S: 91-81 22 00
Hótel Loftkiðir, S: 91- 22 3 22
F lugleiðahótelin
óska landsmönnum árs og friðar.
TOL^U^MÐLAR
TÓNLIST
Gullplötur til KK
EK Band er meðal þeirra sem selt hafa vel fyrir þessi jól og
haft gullplötu upp úr krafsinu því til staðfestingar. Á mynd-
inni sést KK ræða við nokkra unga aðdáendur sína.
Hefur málað postulínsþorp
Morgunblaðið/Sverrir
Það liggja ótrúlega mörg handverk í jólaþorpinu.
Guðlaug Wium hefur alla tíð
verið mikið jólabam og haft
gaman af að undirbúa jólin. Á und-
anförnum sex árum hefur hún með-
al annars komið sér upp heilu jóla-
þorpi úr postulíni. Þarna má sjá hús
af ýmsum gerðum, spiladósir, jóla-
sveina í nýjum og gömlum útgáfum,
kirkjur, jólatré og meira að segja
ljósastaura.
„Hluta jólalandsins kalla ég leik-
fangalandið og þar er konungshöll-
in. I henni búa kóngurinn og drottn-
ingin og ég raða þessu upp þannig
að allt jóladótið kemur frá leik-
fangalandinu eins og maður sér í
ævintýrunum," segir Guðlaug. Orð-
um sínum til áréttingar bendir hún
á járnbrautarlest sem er á leiðinni
frá höllinni inn í þorpið. Hún setur
olíu í einn vagninn og síðan stendur
kveikur upp úr þannig að fólk fái
tilfinningu fyrir því að þarna sé líf.
Þorpið er óneitanlega svolítið mann-
legt, því fjölbreytnin er mikil og
má jafnvel sjá jólasveina, sem virð-
ast úrvinda eftir mikið puð.
Málar jólavörur svo
til allt árið
Guðlaug fór á fýrsta postulíns-
námskeiðið árið 1985 og er enn að.
„Ég er í námi hjá mæðgunum Ebbu
Amgrímsdóttur og Hönnu Ebenes-
ardóttur í Garðabæ. Til þeirra fer
ég tvisvar í viku allan veturinn. Við
sem erum á námskeiðinu málum
jólavörur allt árið, það er að segja
ef við erum að vinna erfið verkefni
getur verið gott að grípa í léttari
verk inn á milli. Þá velur maður
gjaman jóladótið."
Snýr öllu við innanstokks
Þegar Guðlaug er spurð hvort
hún hafi í upphafí hugsað sér jóla-
sveinaland eða hvort það hafi orðið
til fyrir tilviljun svarar hún að það
sé blanda af hvoru tveggja. „Ég
byijaði á fýrsta húsinu 1985, en
síðan bættist hitt smám saman við.
Það er svo ótrúlega gaman að mála
postulínið, sjá það breytast og öðl-
ast líf.
Ég hef alltaf verið mikið jólabam
og strax í nóvember byija ég að
baka, sný öllu við innanstokks, tek
mikið af munum niður og set allt
rautt upp í staðinn. Þegar ég tek
jóladótið niður á þrettándanum
verður að vísu allt grátt aftur."
Guðlaug Wium segist snúa öllu heimilinu við á aðventunni og fylla
húsið af jólamunum.
Heiðraður fyrir að
bjarga íslensku stöfunum
Hjálmar W. Hannes-
son, sendiherra ís-
lands í Þýskalandi af-
henti fyrir skömmu Wil-
helm Friedrich Bohn
riddarakross hinnar ís-
lensku fálkaorðu. Fór
afhendingin fram á
heimili ræðismanns Is-
lands í Stuttgart en ridd-
arakrossinn fékk Bohn
fyrir að semja og kynna
tillögu um alþjóðlegan
stafatöflustaðal í upp-
lýsingatækni þar sem
fullt tillit er tekið til ís-
lenska stafrófsins.
Eftir að sendiherra
íslands hafði flutt ávarp
hélt Bohn smá tölu og
bað um að þakklæti sínu
yrði komið á framfæri
við forseta íslands.
Einnig tók til máls aðstoðarrektor
Tækniháskólans í Stuttgart.
Bohn starfaði um langt skeið sem
kerfisfræðingur hjá IBM í Þýska-
landi og sérhæfði sig fljótlega í gerð
stafataflna. Prentarar og tölvuskjáir
geta einmitt birt takmarkað magn
tölvutákna og hafa því verið hannað-
ar staðlaðar stafatöflur. Hefur Bohn
unnið að samræmingu stafataflna
jafnt fyrir IBM sem og hjá alþjóða-
samtökum.
Afhending Riddarakrossins vakti nokkra at-
hygli blaða og hér má sjá frétt Sindelfingen
Zeitung um málið.
Bjargvætturinn hefur komið
oft til Islands
Bohn hefur nokkrum sinnum
komið til íslands og þekkti því vel
til stafanna ð,þ og ý, sem ekki eru
notaðir annars staðar í Vestur-Evr-
ópu. Sá hann til þess að þessir staf-
ir fengu sæti í stafatöflu þeirri, sem
hann lagði til og fékk samþykkta
og gengur undir nafninu „Bohn-
Code“. Hefur þessi stafatafla náð
fótfestu í tölvuiðnaðinum og er
grunnstafróf í öllum Unix-stýrikerf-
um og flestum einmenningstölvum
og prenturum. Alþjóðlegur staðall,
sem samþykktur var á þessu ári,
grundvallast einnig á Bohn-Code.
Var sá staðall töluvert í fréttum á
sínum tíma vegna óvissu um hvort
íslensku stafirnir yrðu þar með.
28. 12. 1993 Nr 363
VÁKORT
|
AUGLÝSING
Jafnréttisnefnd Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til sam-
keppni um gerð stuttmyndar.
Fyrirhugað er að senda verðlaunamyndina á NORDISK
FORUM Abo í Finnlandi í byrjun ágúst 1994 sem framlag á
stuttmyndahátíð, er þar verður.
Efni handrits verði Reykjavíkursaga.
Lengd stuttmyndar 15 til 25 mínútur.
Fyrir þrjú bestu handritin verða veitt verðlaun:
1. verðlaun 150 þúsund kr.
2. verólaun 30 þúsund kr.
3. verðlaun 20 þúsund kr.
Framleiðslustyrkur til verðlaunahafa mun nema allt að 700
þús. kr. Styrkþegi skuldbindur sig til að skila myndinni til
sýningar á NORDISK FORUM í Ábo í Finnlandi næsta sum-
ar. Stuttmyndin skal vera fullgerð til sýningar eigi síðar en
I. júlí 1994.
Handrit og fjármögnunaráætlun skal skila vel innpökkuðu,
merkt kennitölu (fimm tölustöfum), ásamt umslagi, merktu
sömu kennitölu, þar sem getið er höfundar, framleiðsluað-
ila og stjórnanda, til Olafs Jónssonar, fulltrúa, Ráðhúsi
Reykjavíkur, fyrir kl. 16.00 24. janúar 1994.
félk f
fréttum
HEIMILI
Vkterkur og
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!