Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 63

Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 63
63 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 ÚRSLIT Knattspyrna England ÚRVALSDEILD 22. desember: Newcastle — Leeds................1:1 (Andy Cole 85.) - (Chris Fairclough 66.). Sunnudagur 26. desember: Manchester United — Blackbum.....1:1 (Ince 88.) - (Gallacher 15.). 44.511. Sheffield United — Liverpool.....0:0 22.932. Wimbledon — Coventry.............1:2 (Holdsworth 38.) - (Ndlovu 26., Williams 71.). 4.739. Mánudagur 27. des.: Everton — Sheff. Wed.............0:2 - (Mark Bright 35., Carlton Palmer 44.) 16.777 Ipswich — West Ham..............1:1 (Linighan 36.) - (Chapman 77.). 21.024. Q.P.R. - Oldham..................2:0 (White 56., Penrice 71.). 13.218. Southampton — Chelsea...........3:1 (Widdrington 29., Dowie 66., Bennett 88.) - (Stein 40.) 14.221. Swindon — Arsenal................0:4 (Campbell 19., 26., 68., Wright 89.). 17.651. Tottenham — Norwich..............1:3 (Barmby 74.) - (Sutton 27., 90., Ekoku 36.). 33.130. Staðan: Man. United ....22 16 5 1 44:18 53 Leeds ....22 11 7 4 37:25 40 Blackbum ....21 11 6 4 29:18 39 Arsenal ....22 10 7 5 24:13 37 Newcastle ....21 10 6 5 38:20 36 Norwich ....20 9 7 4 33:22 34 QPR ....21 10 4 7 36:28 34 Liverpool ....21 9 5 7 33:26 32 Aston Villa ....21 8 7 6 24:23 31 Sheff.Wed ....22 7 9 6 39:29 30 Ipswich ....22 7 9 6 21:25 30 West Ham ....22 8 6 8 19:26 30 Wimbledon ....21 7 7 7 24:28 28 Tottenham ....22 6 9 7 30:27 27 Coventry ....21 6 9 6 23:25 27 Everton ....22 7 4 11 20:28 25 Man. City ....21 4 7 10 19:27 19 Oldham ....22 4 7 11 16:34 19 Sheff. United.... ....22 3 9 10 18:33 18 Southampton... ....22 5 2 15 22:34 17 Chelsea ....20 3 6 11 13:25 15 Swindon ....22 2 8 12 19:47 14 KORFUBOLTI Svali til Vals Svali Björgvinsson var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks Vals í körfuknattleik en eins og við skýrðum frá fyrir skömmu sögðu Valsmenn upp þjálfarahluta samn- ingsins við Franc Booker. Svali þjálfaði Valsmenn í fyrra en áður hafði hann leikið með félag- inu í nokkur ár. í vetur hefur hann leikið með ÍS en hefur ákveðið að þjálfa úrvalsdeildarlið Vals það sem eftir er tímabilsins. Franc Booker hefur einnig ákveðið að leika áfram með Val þó svo hann láti af störfum sem þjálf- ari liðsins. BLAK Blakarar Qölmennir Blak hefur verið ein alvinsælasta íþróttin í heiminum og í nýlegu fréttabréfi Alþjóðablaksambands- ins, FIVB, kemur fram að innan vébanda þess eru 210 landssam- bönd og er FIVB fyrsta sambandið sem hefur fleiri en 200 landssam- bönd innan sinna raða. KNATTSPYRNA Lou MaCari vill fá Þorvald til Cettic LOU MaCari, fyrrum fram- kvæmdastjóri Stoke og nú stjóri hjá Glasgow Celtic, vill fá Þorvald Örlygsson í skipt- um fyrir markvörðinn Gordon Marshall ef marka má fréttir þess efnis í skoskum fjölmiðl- um. West Ham hefur einnig sýnt Þorvaldi áhuga. I arshall markvörður hefur verið í láni frá Celtic síðan Joe Jordan tók við Stoke. Sam- kvæmt reglum í Englandi má leik- maður aðeins vera þijá mánuði á lánssamningi og rennur samningur Marshalls út 3. janúar. Eftir þann tíma verður félagið að gera það upp við sig hvort það kaupi mark- vörðinn eða skili honum aftur til Celtic. Þorvaldur Örlygsson sagðist hafa heyrt af þessu. „Ég veit að þetta hefur komið fram í skoskum fjölmiðlum en það hefur ekkert verið haft samband við mig persónulega. Ég einbeiti mér að því að standa mig vel með Stoke og markmiðið er að leika í úrvals- deildinni ensku. Ég er með tveggja ára samning við Stoke og hver veit nema að liðið nái að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni næsta ár. Ég er því ekkert að hugsa um Skotland eins og staðan er í dag,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur hefur staðið sig vel með liði sínu og leikið alla deildar- leiki félagsins á þessari leiktíð. Á sunnudaginn gerði hann sjötta deildarmark sitt fyrir félagið í 2:1 sigri gegn Birmingham. Stoke er nú í 5. sæti 1. deildar eftir 22 umferðir, sjö stigum á eftir Crystal Palace sem er efst með 43 stig. Stoke spilar gegn Charlton í Lond- on annað kvöld. Reuter Paul Ince og Colin Hendry í baráttu í leik United og Blackburn á Old Trafford á annan í jólum, Becken- bauer tekur f - ** \ vid Bayem Munchen Franz Beckenbauer, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur verið ráðinn þjálfari hjá Bay- em Munchen. Forráðamenn Bayem vom ekki ánægðir með gengi liðsins og því var ákveðið í gær __ að Erich Ribbeck, sem hefur verið með liðið í eitt og hálft ár, yrði látinn hætta en hann var með samn- ing út þetta keppnistímabil. Beckenbauer tekur við störfum í janúar. Beckenbauer er varaforseti hjá Bayern ásamt Karl Heinz Rummenigge, öðram fyrram fyrirliði liðs- ins. Beckenbauer hefur ekki þjálfað síðan hann var hjá franska félaginu Marseille um tíma fyrir tveim- ur árum, eftir að hann stýrði Þjóðveijum til heims- meistaratignar 1990. Heimildamenn í herbúðum Bayem sögðu í gær að Frakkinn Arsené Wenger, þjálfari Mónakó, hefði verið efstur á óskalista forráðamanna Bayern en hann hefði neitað boði félagsins. Það fylgdi hins vegar sögunni að Bayem hefði enn áhuga á að næla í Wenger. Jafnframt var greint frá því að ekki væri víst að Beckenbauer þjálfaði lið Bayem lengur-* en út þetta keppnistímabil. Stuttgart ’nefur einnig gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara í stað Christophs Daums, sem mun þjálfa Besiktas í Tyrklandi. Það er Júrgen Röber sem þjálfaði Essen, sem leikur í 2. deild. Campbell með þrennu Kevin Campbell skoraði þijú mörk fyrir Arsenal, þegar leikmenn liðsins gerðu góða ferð til Swindon í gær, þar sem þeir fögnuðu sigri, 0:4. Ian Wright lagði upp öll mörk Campbell og hann skoraði sjálfur roark af 35 m færi, með því að vippa knettinum yfir Fraser Digby, mark- vörð Swindon. Þar með varð draum- ur Swindon um að komast úr neðsta sæti deildarinnar í fyrsta sinn í vetur að engu orðinn. Manchester United hafði heppnina með sér á annan í jólum, þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Blackbum á Old Trafford. Það var Paul Ince, sem skoraði jöfnunarmark United á 88. mín. Ince kom í veg fyrir að leik- menn United töpuðu sinum öðrum leik í vetur og sínum fyrsta leik á Old Trafford í fjórtán mánuði. Mark- ið kom eftir homspyrnu Lee Sharp, en þá geystust allir leikmenn United inn í vítateig Blackburn og heppnin var með þeim. Það var Kevin Gallac- her sem skoraði mark Blackbum. Bruce Grobbelaar, markvörður Liverpool, bjargaði liði sínum frá tapi gegn Sheffield United, með góðri markvörlsu, 0:0. Hinn ungi og efnilegi Chris Sut- ton, sem gerði tveggja ára samning við Norwieh fyrir skömmu, var ekk- ert að tvínóna við hlutina þegar lið hans sigraði Tottenham 3:1. Sutton gerði tvö mörk en Tottenham hefur aðeins unnið einn leik af síðustu tólf, eða síðan sóknarmaðurinn Teddy Sheringham meiddist. Forsætisráðherra Bretlands, John Major, varð fyrir vonbrigðum þegar hann fór að sjá sitt lið, Chelsea, leika í Southampton. Lundúnarliðið tapaðÞ 3:1 og er í bullandi fallhættu, einu stigi fyrir ofan Swindon. Ipswich gerði 1:1 jafntefli við West Ham og hefur liðið ekki tapað í síðustu átta leikjum og er það met hjá félaginu. Ipswich var aðeins 13 mínútum frá sigri en Lee Chapman skoraði jöfnunarmakið fyrir West Ham. Baggio bestur í Evrópu Roberto Baggio, sem var út- nefndur besti knattspymu- maður heims af FIFA fyrir jólin, fékk aðra rós í hnappagatið á sunnudag er hann var kjörinn besti knattspymumaður Evrópu. Það er franska knattspyrnublaðið France Football sem árlega stendur að kjör- inu. Baggio, sem leikur með Juventus á Ítalíu, hafði mikla yfirburði í kjör- inu eins og vænta mátti og hlaut samtals 142 atkvæði. Hollendingur- inn Dennis Bergkamp hjá Inter Milan kom næstur með 83 atkvæði og Frakkinn Eric Cantona, Manc- hester United, þriðji með 34 at- kvæði. Baggio er fjórði ítalinn sem fær þessa viðurkenningu í þau 38 ár sem útnefningin hefur farið fram. Hinir era Omar Sivori (1961), Gianni Rivera (1969) og Paolo Rossi (1982). En leikmenn með ítölskum liðum hafa oftast fengið þessa við- urkenningu, í ár eru sex af 10 efstu á listanum leikmenn á Ítalíu. Tíu efstu í kjörinu vora þessir: 1. Roberto Baggio (Juventus).......142 2. Dennis Bergkamp (Inter Milan)....83 3. Eric Cantona (Manchester United).34 4. Alen Boksic (Lazio)..............29 5. Michael Laudrup (Barcelona)......27 6. Franco Baresi (AC Milan).........24 7. Paolo Maldini (AC Milan).........19 8. Emil Kostadinov (Porto)..........11 9. Stephane Chapuisat (Dortmund).....9 9. Ryan Giggs (Manchester United)....9 ffflftnr HF. SKÓGARHLÍÐ 10 - SÍMI 20720

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.