Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
7
Ferfætlingar
skelfast skotelda
gamlárskvölds
ÞÓTT landsmönnum líki að kveðja gamla árið og þrettándann
með hávaða og látum verður mörgum hundinum og kettinum
um og ó. Helga Finnsdóttir dýralæknir segir að ekki geri allir
dýraeigendur sér grein fyrir því að skjólstæðingar þeirra finni
til ótta á slíkum stundum. Hún segir besta ráðið að byrgja glugga
og reyna að finna dýrunum hljóðlátan og dimman stað eða að
gefa þeim róandi lyf í samráði við dýralækni.
Helga segir að einkum finni
hundar fyrir hræðslu og stöku
kettir. Eru það aðallega ýlið,
leiftrið og hvellirnir sem fylgja
flugeldunum sem dýrin skelfast.
Þau titri og skjálfi, reyni að skríða
undir eða troða sér bakvið innan-
stokksmuni. Einnig leiti þau
nándar við eigandann eða aðra
viðstadda. „Margir halda að gott
sé að fara með hvolp eða ungan
hund út í garð á gamlárskvöld til
að venja hann við en það er mis-
skilningur. Mest er um vert að
varast að hundurinn nái að verða
verulega hræddur í fyrsta sinn
sem hann sér og heyrir í flugeld-
um og það á ekki að fara með
hunda á flugeldasýningar," segir
Helga. Hún segir jafnframt að
hræðslan grípi jafnt litla hunda
sem stóra, unga sem aldna og
best sé að koma þeim fyrir í
gluggalausu rými til að bæta líð-
anina. Einnig segir Helga að
hægt sé að gefa dýrunum róandi
lyf til að koma í veg fyrir að
hræðslan nái að grípa um sig.
„Margir hundaeigendur gera ráð-
stafanir fyrir hver áramót og fá
róandi lyf hjá dýralækni. Þau
slæva skynjun hundsins og hon-
um líður betur meðan mestu drun-
urnar ganga yfir. Einnig má í
þessu samhengi minnast á hesta
sem margir hræðast flugelda og
er gott ráð að byrgja glugga í
hesthúsinu til að útiloka leiftrið,"
segir hún að lokum.
Selt ytra fyrir
160 milljónir
ÍSLENZK fískiskip lönduðu í vikunni rúmum 700 tonnum á uppboðs-
mörkuðum í Bretlandi og Þýzkalandi. Verðmæti aflans varð alls rúm-
lega 100 milljónir króna. Þá voru seld tæplega 370 tonn úr gámum
í Bretlandi fyrir nærri 60 milljónir króna. Yfirleitt fengu skipin gott
verð fyrir aflann, þó það væri heldur lægra en í fyrstu viku síðasta
árs. Meðalverð þeirra, sem lönduðu í Bretlandi fór hæst í 168 krónur
á kíló og 140 í Þýzkalandi. Meðalverð úr gámum var 158 krónur. Þá
vekur athygli að verð á ýsu ytra en nokkru lægra en hér heima.
Engey RE seldi alls 168,2 tonn
að verðmæti 20,2 milljónir króna í
Bremerhaven í Þýzkalandi og reynd-
ist meðalverð 120 krónur, en uppi-
staða aflans var karfi. Sveinn Jóns-
son KE seldi á sama stað 134,3 tonn
fyrir 14,5 milljónir króna og var
meðalverð 108 krónur. Loks seldi
Kambaröst SU í Bremerhaven, alls
119 tonn fyrir 16,7 milljónir króna.
Meðalverð var 140~krónur. Þar af
fengust 153 krónur að meðaltali
fyrir hvert kíló af karfa.
Tvö skip seldu afla sinn í Hull í
vikunni. Kristbjörg VE seldi alls
67,2 tonn fyrir 8,9 milljónir króna
og var meðalverð 132 krónur. Skafti
SK seldi 106,4 tonn fyrir 17,9 millj-
Halini A1 verður dæmdur 19. janúar
„Eg get aðeins verið
hræddur við Allah“
ónir og var meðalverð 168 krónur.
Meðalverð á þorski var 172 krónur
og 167 fyrir ýsuna. Loks seldi Ottó
Wathne NS í Grimsby, en að lokinni
sölu verður hann afhentur nýjum
eigendum í Noregi. Ottó seldi alls
109,2 tonn fyrir 17,8 milljónir króna
og var meðalverð 162 krónur. Meðal-
verð á íslenzkum físki úr gámum í
Hull og Grimsby þessa viku var 158
krónur á kíló.
Verð á þorski fyrstu vikuna í Bret-
jandi í fyrra var svipað og nú, en
verðið á ýsunni var mun lægra nú.
Verðið á karfa og ufsa í Þýzkalandi
var einnig á svipuðu róli nú og í
fyrra.
„EG VEIT ekki hvað verður en ég er ekki hræddur. Ég get aðeins
verið hræddur við Allah. Ef dómarinn vill að ég fari í fangelsi er
ég tilbúinn til þess,“ sagði Halim Al, fyrrum eiginmaður Sophiu
Hansen, þegar rætt var við hann
umgengnisrétti Sophiu við dætur
Halim sagði ekki koma til greina
að dætur þeirra Sophiu færu til ís-
lands þótt hann yrði dæmdur í fang-
elsi. „Ég leyfi stelpunum aldrei að
fara til Islands. Þær vilja það heldur
ekki sjálfar. Á þessum næstum fjór-
um árum hafa þær breyst, þær eru
ekki eins og Sophia man eftir þeim
og þær vilja ekki fara. Þetta eru
. Dæma á vegna 24 brota hans á
þeirra 19. janúar.
dugleg og klár börn,“ sagði Halim.
Aðspurður sagði hann að þeim
Dagbjörtu og Rúnu liði mjög vel.
„Ekkert amar að þeim,“ sagði hann
og svaraði því aðspurður að systurn-
ar gengju í einkaskóla. „Þar læra
þær allt,“ sagði hann. Halim sagði
að feðginin bæðu fimm sinnum á
dag.
ÞEIR SEM ÆTLA
AÐ ÁVAXTA
27 MILIJARÐA
TAKA AUDVITAÐ
ENGA ÁHÆTTU
YFIR 80.000
EIGENDUR KJÖRBÓKA
NUTU
VERDTRYGGINGAR-
UPPBÓTAR
NÚ UM ÁRAMÓTIN
Kjörbókin er enn sem fyrr langstærsta
sparnaðarformið í íslenska bankakerfinu.
Ástæðan er einföld:
Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus
og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun.
Ársávöxtun 1993 var 5,1 -7,1%.
Raunávöxtun á grunnþrepi var því 2,02%,
á 16 mánaða innstæðu var hún 3,92% og á 24 mánaða innstæðu
var raunávöxtunin 4,02%.
Kjörbókin er einn margra kosta sem bjóðast í RS,
Reglubundnum sparnaði Landsbankans.
Vakin er athygli á að samkvæmt reglum Seðlabanka íslands verður
tímabil verðtryggingarviðmiðunar að vera fullir 12 mánuðir.
Breytihg þessi tók gildi nú um áramótin. Verðtryggingartímabil
Kjörbókar verður því frá 1. janúar til 31. desemberár hvert.
Landsbankinn óskar landsmönnum gæfu
og góðs gengis á árinu 1994.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna