Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 13

Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR .9. JANÚAR 1994 13 Stjórn Kvikmynda- sjóðs íslands Sijóm- völd falli frá 17,5% skerðingii FRAMLAG til kvikmyndasjóðs er skorið niður um u.þ.b. nítján milljónir eða 17,5% af framlagi fyrra árs á fjárlögum ársins 1994 að því er segir í ályktun sljórnar Kvikmyndasjóðs íslands. Sljórn- in skorar á ríkisstjórn og alþingi að falla frá skerðingunni og veita þessari ungu listgrein það brautargengi sem hún eigi skilið. í ályktuninni segir að á síðasta ári hafi framlag ríkissjóðs til starf- semi kvikmyndasjóðs verið 111 milljónir króna, þ.e. áætlaður virðisaukaskattur af seldum að- göngumiðum í kvikmyndahúsum eins og lög kveði á um. Jafnframt hafi sjóðnum verið gert að standa undir framlögum til Media Euri- mages, Norræna kvikmyndasjóðs- ins, Scandinavian Films og Film- kontakt Nord. „Nú er framlag ríkissjóðs til kvikmyndasjóðs kr. 101.000.000 eða kr. 10.000.000 lægri í krónu- tölu en var árið 1993 og að auki er sjóðnum gert að standa undir rekstri kvikmyndasafns sem hafði áður sérstakt framlag úr ríkissjóði. Nemur skerðingin nú u.þ.b. nítján milljónum, eða 17,5% af framlögum fyrra árs. Er sú skerðing miklu meiri en í öðrum listgreinum," seg- ir m.a. í tilkynningunni. Mikilvægur vaxtabroddur Minnt er á að kvikmyndalist sé mikilvægur vaxtabroddur íslensks menningarlífs. Almenningur hafi með þátttöku sinni, áhuga og að- sókn að kvikmyndum, hvatt menn til dáða. Þessi unga listgrein hafi þegar vakið heimsathygli. Hún hafí skapað ómældar tekjur, bæði hér heima og erlendis. Þær tekjur megi ekki missa úr landi og öllum þessum mikla árangri megum við ekki við að glutra niður. SANKUDO KAI KARATE Sjúlfsvarnaríþrótt Nómskeið eru að hefjast í Árseli, Árbæ og félagsmiðstöðinni Fellahelli, Breiðholti. Kennt verður. í Árseli: Krakkar 6—12 ára kl. 19.00- 20.00 mánudaga og miðvikudaga og kl. 13.00-14.00 laugardaga. Unglingar og fullorðnir (bæði kynin) kl. 20.00-21.30 mánud. og miðvikud. Kl. 14.00-15.30 laugardaga. í Fellahelli: Krakkar 6—12 ára kl. 18.00-19.00 mónudaga og miðviku- daga. Yfirþjálfari í Sankudo Kai er: Sensei Jean Frenette, 5 Dan, fimm- faldur heimsmeistari. Aðalþjálfari: Vicente Carrasco, 2 Dan. Upplýsingar í síma 673593 eftir kl. 18.00 daglega. KARATEDEILD FYLKIS FÖRÐUN Listförðunarskóli Línu Rutar hefst 24. janúar nk. Um er að ræða 6 vikna - 3 mánaða námskeið í eftirfarandi: ★ Ljósmyndatískuförðun Kennarar: Lína Rut, Hanna Maja, Þórunn Högnadóttir. ★ Kvikmyndaförðun Hanna Maja, Þórunn Högnadóttir, Ásta Hafþórsdóttir. ★ Leikhúsförðun Lína Rut, Þórunn Högnadóttir, Ásta Hafþórsdóttir ásamt gestakennara. Námið býður upp á ýmsa mögleika í starfi að námi loknu, bæði hér heima og erlendis. Kennarar skólans eru allir starfandi við förðun og hafa margra ára reynslu að baki. ★ Förðunar- námskeið fyrir konur á öllum aldri Ein kvöldstund þar sem kennd verður dag- og kvöldförðun. Allir fá förðun. Kennarar: Lína Rut og Þórunn. MAKE UP FOR EVER Allar nánari upplýsingar í Förðunarmeistarnum, sími 677280, Borgarkringlunni, millikl. 10-18.30. til förðunar HHLSURÆKT Mörkin 8 v/Suðurlandsbraut, 108 Reykjavík, sími 68 36 OO Verö: 1 „900/dagtímar 2.900/dag- og kvöldtímar Reyndir leiðbeinendur í tækjasal: Finnur Karlsson og Viðar Guðjohnsen. Nýr tækjasalur Fasteignir á Spáni Til sölu vegna breytinga eru eftirtalin raðhús: 1. Raðhús, fullgert, 1 svefnherbergi, bað, eldhús, stofa, lóð, allt innbú. Verð: Kr. 1,8 millj. ísl. (Sérstök staðsetning). 2. Raðhús, fullgert, 1 svefnherbergi, stofa, eldhús, bað, allt innbú. Verð: Kr. 2,2 millj. ísl. (Rúmgott hús). 3. Nýtt raðhús, fullgert, 1 svefnherbergi, stofa, eldhús, bað, án innbús. Verð: 1,7 millj. ísl. (Skuldabréf). (Hús ónotað). Hús þessi eru í glæsilegri byggð, með öllum þægindum í þjónustu, heilsugæslu, bönkum, verslunum, veitinga- stöðum o.fl., o.fl. I N T E R N A T I O N A L umboðið á íslandi, sími 91-44365. yfc 'í T'/. Islcnskt í ■z V: £é tt-skjáfax á tölvuna - já, talrlrf Nú geta allir notað tölvurnar sínar sem faxtæki, bæði til sendinga og móttöku yfir símalínu. Við kynnum nýjan íslenskan hugbúnað fyrir Windows: Létt-skjáfax fyrir ein- menningstölvur (mótald innifalið). Þú gefur sparað þér kaup á sérstöku faxtæki og sent beint af tölvunni. Þú getur unnið á fölvuna þó Létt- skjáfaxið sé að taka á móti sendingu. Kynningarverð á hugbúnaði og mótaldi fyrir 1 notanda kr. 29.900,- og fyrir allt að 5 notendur kr. 59.500,-. Verð er staðgreiðsluverð og með Vsk. Þú getur látið tölvuna um að senda faxbréf á stóra sem smáa hópa. Kynntu þér möguieikana nánar! Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 PRÓFADEILDIR (öldungadeild) GRUNNSKÓLADEILD Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk í grunnskóla. Ætlað þeim, sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja rifja upp frá grunni. Fornám: Samsvarar 10. bekk í grunnskóla. Ætlað þeim, sem ekki hafa náð tilskyldum árangri í 10. bekk. Undirbúningurfyrir nám í framhaldsdeild. Kennslugreinar í grunnnámi og fornámi eru: íslenska, danska, enska og stærðfræði. Kennt er fjögur kvöld í viku og hver grein er kennd tvisvar í viku. Nemendur velja eina grein eða fleiri eftir þörfum. FRAMHALDSDEILD Æskilegur undirbúningur er grunnskólapróf eða fornám Menntakjarni: Fyrstu þrír áfangar kjarnagreina: íslenska, danska, enska og stærðfræði. Auk þess félagsfræði, saga, eðlisfræði, tjáning, þýska, hollenska, (talska, stærðfræði 122 og stærð- fræði 112. Heilsugæslubraut: Sjúkraliðanám í tvo vetur - kjarnagreinar auk sérgreina svo sem: Héilbrigðisfræði, sálfræði, líffærafræði, efnafræði, líffræði, næringarfræði, skyndihjálp, líkamsbeiting og siðfræði. Lokaáfanga til sjúkraliðaprófs sækja nemendur í fjölbraut í Ármúla eða Breiðholti. Viðskiptabraut: Tveggja vetra nám sem lýkur með verslunarprófi. Kjarnagreinar auk sérgreina svo sem: Bókfærsla, vélritun, verslunarreikningur og fleira. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 11. og 12. janúar frá kl. 17.00-19.30. Kennsla hefst 17. janúar. ATH.: Innritun í almenna flokka (frístundanám) fer fram 18. og 19. janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.