Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
framtíð
Islands
eftir Guöna Einarsson
■ LÍFRÆN ræktun og heilsufæði hefur ver-
ið vaxandi þáttur í lífsstíl undanfarinna
^^^^^^ugmyndin um að maðurinn sé það sem
■ _ hann neytir fékk byr undir báða vængi
á 6. og 7. áratugnum. Áhugi á náttúru-
legri fæðu og lífrænni (organic) tengd-
ist afturhvarfi hippa og langþreyttra borgarbúa
til náttúrunnar og einfalds lífernis. Lífræn rækt-
un efldist til mótvægis við sívaxandi notkun tilbú-
ins áburðar og skýföll af skordýraeitri á þrautp-
ínt akurlendi. Framleiðsla landbúnaðarafurða er
orðin mjög tæknivædd á Vesturlöndum. Fram-
leiðslugetan er víða keyrð upp með líftækni og
lyfjagjöf, en afurðimar bera þess merki. Bragð-
gæði tapast, varan endist verr en ella og notkun
vaxtaraukandi hormóna við kjötframleiðslu setur
mark sitt á útlínur neytenda.
Verslanir sem seldu náttúruvörur og heilsu-
fæði spruttu upp. Vöxtur þessarar verslunar-
greinar virtist engan enda ætla að taka í þrjá
áratugi, meðal annars vegna þess að viðskiptin
færðust æ meir úr almennum heilsuvörum yfir
í lífrænt r.æktaðar og vistvænar afurðir. Nú er
svo komið að heilsufæða er vart markaðshæf
nema hún sé framleidd með lífrænum aðferðum.
Eftir 30 ára vaxtarskeið heilsubúða varð
skyndileg stöðnun í upphafi þessa áratugar. Tal-
ið er að þá hafi einfaldlega verið komið að endi-
mörkum vaxtarins, það er að ekki hafi verið til
nýir kaupendur sem vildu leggja á sig auka erf-
iði við að leita uppi heilsubúðir og borga hærra
en almennt markaðsverð fyrir lífrænar vörur.
Sömuleiðis var ljóst að óhagkvæmur rekstur litlu
verslananna stóðst ekki harðnandi samkeppni af
hálfu stórmarkaða. Sala heilsufæðis og náttúru-
fæðu hefur í vaxandi mæli færst inn í stórmark-
aði, sem bjóða upp á þessar vörur í bland við
aðrar. Allar stórmarkaðakeðjur í Bretlandi bjóða
nú upp á matvörur framleiddar með lífrænum
aðferðum, einkum ávexti og grænmeti. Hér á
landi bjóða margar stórverslanir upp á gott úr-
val af vistvænum og jafnvel lífrænum matvörum.
Hærra verð en á almennum matvælum og
óstöðugt framboð lífrænna og vistvænna afurða
eru helstu þröskuldarnir í vegi markaðssetningar
í dag. Það hefur reynst erfitt að bjóða lífrænar
vörur, einkum ferskvörur, allan ársins hring.
íslenskur landbúnaður og lífrænar
vörur
ára. Þrátt fyrir þá ógn sem sumir telja
heilsubylgjunni stafa nú af vaxandi nautna-
hyggju álíta aðrir að miklir vaxtarmögu-
leikar séu í framleiðslu og sölu vistvænna
og lífrænna afurða. ísland er tiltölulega
hreint og ómengað land. Að mati erlends
sérfræðings, Carl Haest, eiga íslensk mat-
væli góða möguleika á mörkuðum lífrænna
og vistvænna matvæla í heiminum.
Samtök íslenskra bænda, landbúnaðarráðu-
neytið og stofnanir landbúnaðarins settu í nóvem-
ber síðastliðnum á fót starfshóp sem falið var
að kanna markaðsmöguleika íslenskra matvæla
erlendis á forsendum hollustu, hreinleika og
gæða. Baldvin Jónsson var ráðinn erindreki
starfshópsins en hann var þá kominn í kynni við
IFOAM, alþjóðleg samtök framleiðenda lífrænna
afurða. Meira en 500 stofnanir, samtök, framleið-
endur, söluaðilar og einstaklingar í 85 löndum
eiga aðild að IFOAM. Hlutverlr samtakanna er
að vera alþjóðlegur vettvangur þeirra sem vinna
að lífrænni ræktun. IFOAM stuðlar að rannsókn-
um, menntun og þjálfun, skoðanaskiptum meðal
félagsmanna og fræðslu fyrir almenning. Loks
vinnur IFOAM að samræmingu alþjóðlegra staðla
um ræktun, framleiðslu og sölu lífrænna afurða.
Morgunblaðið/RAX
Haldnar eru vísindaráðstefnur annað hvert ár,
til skiptis í ólíkum heimshlutum. IFOAM gegnir
ráðgjafahlutverki fyrir Sameinuðu þjóðirnar,
FAO, WHO, EB og fleiri alþjóðastofnanir.
Enn sem komið er á Baldvin Jónsson einn
íslendinga beina aðild að IFOAM. Hann sótti
ráðstefnu samtakanna, sem haldin var í Balti-
more í haust, og hitti þar marga áhrifamenn í
framleiðslu og markaðssetningu lífrænna og vist-
vænna afurða.
Fulltrúar samtakanna komu hingað í ’septem-
ber síðastliðnum og áttu fund um lífræna ræktun
með Mýrdælingum. Sú heimsókn þótti mjög
gagnleg og varð upphaf að nánari samvinnu við
IFOAM. í framhaldi af því var ákveðið að bjóða
Carl Haest hingað til lands og er þetta er önnur
heimsókn hans til landsins. Haest dvaldi hér í
liðinni viku og heimsótti ýmsa framleiðendur
landbúnaðarvara og stofnanir landbúnaðarins
ásamt Baldvin Jónssyni og Arnaldi Bjarnasyni
formanni starfshópsins.
Carl Haest er í forystusveit þeirra sem vinna
að aukinni framleiðslu og markaðssetningu líf-
rænna matvara í heiminum. Haest er Hollending-
ur en hefur búið lengi í Belgíu. Sjálfur neytir
hann náttúrulegrar fæðu og er mikill áhugamað-
ur um vistvæn og lífræn málefni. Hann hefur
veitt forstöðu fyrirtækjum sem bæði framleiða
og selja vistvænar og lífrænar afurðir. Þá hefur
hann verið forseti samtaka belgískra framleið-
enda og dreifenda slíkra vara og gjaldkeri IFO-
AM. Nú um stundir er mestum tíma hans varið
við ráðgjafarstörf meðal annars fyrir stórmarkað-
akeðjurnar DELHAIZE í Belgíu og Tengelmann
í Þýskalandi auk viðskipta- og landbúnaðarráðu-
neytis Argentínu.
Fjallalömb og grænmeti
Áætlað er að lífrænar afurðir nemi nú einung-
is um 1% af matvörumarkaði Evrópu en velta
samt yfir 300 milljörðum íslenskra króna á ári.
Haest telur raunhæft að ætla að lífræn fram-
leiðsla verði að jafnaði um 5% af alþjóðlegum
matvælamarkaði á næstu 5 árum. I einstökum
vörutegundum, til dæmis grænmeti á borð við
kartöflur, gulrætur og rófur, er markaðshlutdeild
í stórmörkuðum nokkurra nágrannalanda okkar
nú þegar um 10%. Lífrænar mjólkurvörur hafa
jafnvel hærri markaðshlutdeild.
Carl Haest var búinn að heimsækja nokkur
íslensk matvælafyrirtæki þegar blaðamaður hitti
hann og Baldvin Jónsson. Hvernig leist gestinum
á það sem hann hafði séð? „Ég hef fengið stað-
festingu á því sem ég hafði gert mér í hugar-
Iund,“ sagði Carl Haest. „Framleiðslukerfi mat-
vælaiðnaðarins eru mjög fullkomin og afköstin
ekki á kostnað gæðanna. Islendingar bera skyn-
bragð á gæði eins og hér má sjá á öllum sviðum,
ekki bara þeim sem lúta að matvælum. Þið haf-
ið gott hráefni, sem er grundvöllur góðrar fram-
leiðslu. Það er ekki þar með sagt að þið fáið
umsvifalaust vottorð um að afurðirnar teljist líf-
rænar. Ýmsu þarf að breyta til að svo geti orð-
ið, þó mismiklu eftir framleiðslugreinum."