Morgunblaðið - 09.01.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
29
Þórður Þórðar
son - Minning
Fæddur 17. maí 1901
Dáinn 31. desember 1993
Um leið og gamla árið kvaddi
okkur, kvaddi líka aldraður hafn-
firskur heiðursmaður þessa veröld
sem við lifum og hrærumst í. Það
var jafnaðarmaðurinn og mannvin-
urinn Þórður Þórðarson, fyrrverandi
framfærslufulltrúi, verkstjóri og
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hann
andaðist á St. Jósefsspítala á gaml-
ársdag 1993.
Þórður Þórðarson var fæddur í
Ranakoti í Stokkseyrarhreppi 17.
maí 1901. Faðir hans var Þórður
Þorvarðarson, bóndi fyrst í Traðar-
holti og síðar í Ranakoti.
Þórður Þorvarðarson var mesti
atgervismaður, gegndi m.a. störfum
fjallkóngs og var fengsæll formaður,
þegar hann fór að sækja sjóinn.
Þórður Þorvarðarson kvæntist Guð-
ríði Jónsdóttur frá Syðsta-Kekki og
meðal bama þeirra var Valgerður,
sem lengi var húsfreyja á Kolviðar-
hóli, fræg fyrir myndarskap og gest-
risni.
Guðríður Jónsdóttir andaðist þeg-
ar flest barna þeirra Þórðar Þorvarð-
arsonar voru uppkomin. Eftir það
bjó hann nokkur ár í Traðarholti
með ráðskonu, en hún veiktist og
lamaðist og hætti þá Þórður Þor-
varðarson búskap þar.
Aldamótaárið flytur Þórður Þor-
varðarson að Ranakoti til Guðbjarg-
ar Sigurðardóttur. Guðbjörg hafði
verið gift Jóni Filipussyni og búið
með honum í Uppranakoti. En þau
hjónin skildu og fór Jón burt með
eldri soninn, Guðjón, en yngri sonur-
inn, Marsveinn, sem seinna átti
heima í Hafnarfirði, var heima hjá
Guðbjörgu móður sinni. Hann var
þriggja ára, þegar þau Þórður og
Guðbjörg tóku saman og hófu bú-
skap í Ranakoti.
Það var 27 ára aldursmunur á
þeim Þórði og Guðbjörgu, hann
fæddur 24. apríl 1840, hún fædd
12. september 1867. Þórður Þor-
varðarson var því 61 árs þegar Þórð-
ur sonur hans fæddist, en Guðbjörg
33 ára. Síðar -bættust tvær dætur í
hópinn, Amdís og Guðrún.
Guðbjörgu og Þórði, hjónunum í
Ranakoti, kom vel saman þrátt fyrir
aldursmuninn. Hún var forkur dug-
leg, en hann var orðinn slitinn og
heilsan farin að bila. Þórður Þórðar-
son var aðeins fimm ára, þegar hann
missti föður sinn. Það var á sjálfa
jólanóttina 1906. Þessi jólanótt
greyptist í huga hins fimm ára sveins
og mörgum áratugum síðar rifjar
Þórður Þórðarson upp þessa at-
burði. Hann segir svo frá:
„Faðir minn var fremur lasinn á
það var þessi miklá samviskusemi
og iðni, sem einkenndi hana alla tíð.
Hún var ánægð með að vera innan
um fólk og vann í raun miklu lengur
en hún hafði heilsu til.
Hún datt í vinnunni og slasaðist
illa. Braut tvo hryggjarliði og bar í
rauninni aldrei sitt barr eftir það.
Enginn nema sá sem reynir veit
hvað það er að vera sífellt með sárar
kvalir, en þannig var líf Veigu síð-
ustu þrjú árin. Hún léttist um 20 kg
og var í raun skuggi af sjálfri sér.
Svo núna síðustu mánuði færðist
hún öll í aukana, fékk aftur áhuga
á ýmsu sem hún hafði aflagt. Heilsan
virtist mun betri, allt var bjartara
framundan. Hún ráðgerði meira að
segja ferðalög.
Þá kom kallið, sem við öll vitum
af, en fæstir búa sig undir. En það
gerði Veiga, henni var vel ljóst, eftir
endurtekin hjartaáföll og króníska
lungnaveiki, að hún gat farið hvenær
sem var. Gekk frá öllum sínum mál-
um á besta veg. Var tilbúin bæði
andlega og veraldlega. Gamla sam-
viskusemin var söm við sig.
Afkomendur Veigu og Einars eru
nú 15. Ég og fjölskylda mín sam-
hryggjumst þeim öllum og óskum
þeim um leið til hamingju með að
eiga aðeins góðar og fallegar minn-
ingar um þau bæði.
Blessuð sé minning þín.
Unnur Konráðs.
aðfangadaginn. Jón hálfbróðir minn
kom — hann bjó í Traðarholti með
Margrétu móður Friðriks Bjarnason-
ar tónskálds og þeirra bræðra. Ekki
man ég til að hann kæmi með neinn
glaðning til okkar bræðranna.
Um kvöldið kom til okkar gamall
maður, sem bjó á næsta bæ fyrir
austan vatnið, Hraunhlöðu, sem hef-
ur ranglega verið skírð Hraukhlaða.
Hann hét Kristján Hreinsson. Við
Marsveinn vorum komnir upp í og
vorum í rúmi fyrir aftan mömmu
rúm, en Dísa systir svaf hjá henni.
Faðir okkar lá í rúmi þar á móti.
Ég hafði verið vanur að sofa hjá
föður mínum, sem hafði hið mesta
dálæti á mér og kallaði mig „litla
félaga". Kristján sat fyrir framan
okkur bræðurna og vaggaði Guð-
rúnu.
Þá segir hann við mömmu: „Ég
sé að hveiju vindur. Þú hleypur aust-
ur eftir, þegar allt er afstaðið." Fað-
ir minn þakkaði honum fyrir.
Við Marsveinn skildum um hvað
var að ræða, fórum að orga og sofn-
uðum út frá því. Við vöknuðum ekki
fyrr en um morguninn og þá segir
Marsveinn: „Nú er pabbi dáinn.“ Við
sáum að það var búið að taka allt
úr rúminu.
Móðir mín hafði setið á rúm-
stokknum hjá föður mínum löngu
eftir að við bömin vomm sofnuð.
Hún hafði hallað sér út af og sofnað
stundarkorn. Þegar hún vaknaði,
virtist henni faðir minn vera með
hressasta móti.
Hún spurði, hvort það væri ekki
rétt að hún færi fram og hitaði kaffi-
sopa. Hann tók létt undir það.
Hún fór og kom aftur með kaffíð.
Rétt á eftir var eins og hann næði
eki andanum og að stundu liðinni
var hann örendur.
Hún bað guð að gæta barnanna,
sem öll sváfu — það elsta nýlega
orðið níu ára, það yngsta mánaðar-
gamalt. Hún hljóp austur að Hraun-
hlöðu, í blindbyl um miðja nótt. Allt
var á hjami og vatnið lagt.
Það er ekki langt austur að
Hraunhlöðu, en það hefur aldrei
getað liðið skemmri tími en hálf
klukkustund þar til hún var komin
aftur og Kristján með henni.
Þau gengu frá öllu eins og þurfti.
En svo fast sváfum við krakkarnir,
að ekkert okkar rumskaði. — Þetta
var jólanótt, sem ekki gleymist."
Þórður Þórðarson fékk því
snemma að kenna á hörðum lífskjör-
um og erfiðri lífsbaráttu. Marsveinn,
níu ára, Þórður, fímm ára og Arn-
dís, tveggja ára, vom áfram hjá
móður sinni og aðstoðuðu hana eftir
megni við búskapinn. En Guðrún
litla fékk skjól hjá Höllu móðursyst-
ur sinni á Stokkseyri.
Ekkjan vildi ekki hætta að búa,
því að þá hefðu börnin farið hvert
í sína áttina. Hún var kjarkmikil og
hamúr dugleg. Fjölskyldan stóð fast
saman og barðist hörðum höndum
fyrir lifibrauði sínu. Hver og einn
gerði það sem hann orkaði og með
samheldni og dugnaði tókst þeim
að vinna fyrir sér, halda heimilinu
saman.
En það segir sig sjálft, að oft var
lífsbaráttan hörð og krafðist ein-
beitni, dugnaðar, lífsvilja og trúar.
Þannig var lífíð sem mótaði Þórð
Þórðarson og gerði úr honum þann
manndómsmann, sem einkenndi
hann alla ævi.
Það var þessi lífsreynsla, lífskjör
og umhverfi, ásamt þeim góðu eigin-
leikum er honum voru gefnir í vögg-
ugjöf, sem mótaði og myndaði skap-
gerð hans og lífsviðhorf, blés honum
mannúð í bijóst, ræktaði réttlætistil-
fínningu hans, lét hann dreyma um
betra þjóðfélag, þar sem heiðarleiki,
manngöfgi og jafnrétti réði ríkjum.
Það var engin tilviljun að hann gerð-
ist jafnaðarmaður, eins og þeir ger-
ast bestir.
Um fermingu er Þórður kominn
til Vestmannaeyja á vertíð, fyrst í
aðgerð, síðan á bát, fyrst sem há-
seti en er orðinn happasæll formaður
áður en mörg ár líða.
Tuttugu og tveggja ára er Þórður
Þórðarson orðinn verkstjóri við
Flóaáveituna og gegndi því starfi
meðan það verk stóð yfír. Þá var
hann vegavinnuverkstjóri um skeið
og vörubílaakstur stundaði hann um
hríð á Stokkseyri.
Hinn 20. júlí 1929 kvæntist Þórð-
ur Arnþrúði Grímsdóttur. Arnþrúður
var fædd 30. maí 1905, dóttir hjón-
anna Helgu Þorsteinsdóttur og
Gríms Bjamasonar, sem bjuggu að
Nýborg á Stokkseyri.
Vorið 1930 fluttu þau hjónin til
Hafnarfjarðar með Sigurð, elsta son
sinn, á fyrsta ári. Og í Hafnarfirði
áttu þau heima allt til æviloka.
Heimili þeirra einkenndist af rausn
og myndarbrag. Þau hjónin studdu
hvort annað í blíðu og stríðu og
önnuðust böm og heimili samhuga
og samhent.
Börnin urðu þtjú talsins, Sigurð-
ur, f. 14. september 1929, Þorgrím-
ur Trausti f. 4. nóvember 1930 og
Guðbjörg Hulda f. 18. febrúar 1933.
Þórður og Arnþrúður áttu barnaláni
að fagna og eiga nú marga afkom-
endur, sem eru hið mesta myndar-
fólk.
Amþrúður Grímsdóttir lést 14.
apríl 1985 og hafði þá átt við veik-
indi að stríða í allmörg ár.
Starfsferill Þórðar Þórðarsonar er
mikill að vöxtum, fjölþættur og
stendur víða. Hann gegndi margvís-
legum verkum fyrir Hafnarfjarð-
arbæ, var þar verkstjóri, fram-
færslufulltrúi, bæjarfulltrúi, auk
þess að starfa í fjölmörgum nefndum
á vegum bæjarfélagsins. Öll þessi
störf annaðist Þórður af nærfærni
og trúmennsku, sem félagar hans
og skjólstæðingar kunnu vel að
meta.
Þórður Þórðarson var skapríkur
en félagslyndur maður og störf hans
á sviði félagsmála eru hreint ótrúleg
að vöxtum. Hann var afburða hjálp-
samur, velviljaður og vinmargur,
raungóður og réttsýnn, duglegur og
drenglyndur og mátti ekki vamm
sitt í neinu vita.
Það kom því eiginlega af sjálfu
sér, að slíkur maður hlaut að skipa
sér í raðir alþýðuflokksmanna og
verða þar einn af traustustu og ötu-
lustu liðsmönnum í baráttunni fyrir
jafnaðarstefnunni, beita sér fyrir
rétti lítilmagnans og gegn órétti og
forréttindum þeirra sem meira máttu
sín. Þar var hugurinn hiklaus og
hjartað með í verki.
Þórður Þórðarson var formaður
Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar
um langt árabil, var fulltrúi á fjöl-
mörgum Alþýðuflokksþingum og
fáir voru jafningjar hans við að vinna
fólk til fylgis við Alþýðuflokkinn og
jafnaðarstefnuna, ekki síst þegar
kosningar fóru í hönd. Það munaði
um hann í kosningabaráttunni. Það
var því vel við hæfí, þegar hann var
gerður að heiðursfélaga í Alþýðu-
flokknum.
Þórður var félagi í Verkamanna-
félaginu Hlíf, gegndi þar ýmsum
trúnaðarstörfum, var m.a. formaður
félagsins árin 1935, 1936 og 1938.
Hann þekkti örbirgð og réttleysi
verkafólksins á þeim árum. Hann
vildi leggja hönd á plóginn og ryðja
brautina fyrir afkomuöryggi og rétt-
indum hins vinnandi manns. Hann
lá ekki á liði sínu í þeirri baráttu.
Félagar hans í verkalýðshreyfing-
unni vottuðu honum virðingu sína
og traust með því að gera hann að
heiðursfélaga í Hlíf.
Verkstjórafélagið naut krafta
Þórðar og var hann formaður þar í
nokkur ár. Og þar sem annars stað-
ar kunnu menn að meta Þórð og
störf hans. Hann var gerður að heið-
ursfélaga þess félags.
Þórður Þórðarson var mikill dýra-
vinur og sýndi það bæði með orðum
og athöfnum. Hann fylgdist grannt
með því að húsdýrahald í Hafnar-
firði væri með þeim hætti að sómi
væri að, bæði hvað snerti aðbúnað
og fóður. Og fuglarnir á læknum
voru góðvinir Þórðar og þáðu frá
honum margan brauðbitann. Þetta
kunni Dýraverndunarfélag Hafnfírð-
inga að meta, þegar það gerði hann
að heiðursfélaga sínum, en hann var
forseti þess félagsskapar frá árinu
1953 og allt til dauðadags.
Samvinnumaður var Þórður og
átti sæti í stjórn Kaupfélags Hafn-
fírðinga í mörg ár. Hann gegndi
forystu og stjórnarstörfum í Bygg-
ingarfélagi alþýðu og hann tók þátt
í starfí Krabbameinsfélagsins í
Hafnarfirði og var þar í stjórn um
árabil, svo að eitthvað sé nefnt.
Þórður Þórðarson var einlægur
trúmaður og gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum á vegum kirkjunnar.
Hann var í stjórn kirkjugarðanna,
var kirkjuvörður og meðhjálpari.
Margir munu lengi minnast Þórðar
í kirkjunni við meðhjálparastörfín,
virðulegur, hátíðlegur og hjartahlýr
öldungur.
Við, alþýðuflokksmenn og aðrir
samferðamenn Þórðar Þórðarsonar,
eigum honum margt að þakka. Vin-
áttuna, baráttugleðina, hjartahlýj-
una, æðruleysið, áhugann á að ryðja
góðum málefnum brautina, en allt
var þetta svo einkennandi fyrir Þórð
Þórðarson.
Hann hefur nú kvatt að loknu
góðu dagsverki. Minningin um hann
er okkur jafnaðarmönnum í Hafnar-
fírði góð fyrirmynd. Mennimir deyja
en verkin lifa. Vinir drúpa höfði í
virðingu og þökk.
Ástvinum Þórðar Þórðarsonar,
afkomendum hans, tengdafólki og
vinum sendi ég samúðarkveðjur. Guð
blessi góðan dreng. Guð blessi minn-
ingu Þórðar Þórðarsonar.
Hörður Zóphaníasson.
Fallinn er frá Þórður Þórðarson
fyrrverandi framfærslufulltrúi og
verkstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ.
Þórður lifði tímana tvenna — var
fæddur rétt eftir aldamótin og því
92 ára gamall þegar kallið kom á
gamlársdag. Hann kom því að ís-
lensku samfélagi með margvísleg-
um hætti frá einum tíma til annars
á þessari öld. Og var oft mótandi
um gerð umhverfisins — samfélags-
ins — í störfum sínum að stjórnmál-
um og félagsmálum.
Það er óhætt að fullyrða að með
Þórði er genginn einn traustasti
liðsmaður Alþýðuflokksins í Hafn-
arfírði. Um áratugaskeið var Þórður
vakandi og sofandi í baráttunni
fyrir betra samfélagi, auknum jöfn-
uði og réttlæti. Og taldi alla tíð að
kraftmikill og sterkur Alþýðuflokk-
ur væri nauðsynlegur til að koma
þessum háleitu markmiðum áfram.
Þórður Þórðarson gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir Al-
þýðuflokkinn. Hann var bæjarfull-
trúi og sat í ýmsum nefndum og
ráðum fyrir flokkinn frá einum tíma
til annars. Og þótt árin færðust
yfir hann breyttist ekki hinn mikli
áhugi Þórðar á framgangi jafnaðar-
stefnunnar og hann var ævinlega
boðinn og búinn til að veita Alþýðu-
flokknum lið. í síðustu bæjarstjórn-
arkosningum í Hafnarfirði sat Þórð-
ur í heiðurssæti á lista flokksins,
þá 89 ára gamall.
Alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði
og víðar sjá nú á bak traustum og
góðum forystumanni. Það er svo
margt að þakka að leiðarlokum.
Og svo margs að minnast. Þórður
var málafylgjumaður og gaf sig
ekki í orðræðum. Var fastur fyrir
og trúr sínum hugsjónum. Hann
kallaði hlutina sínum réttu nöfnum.
Andstæðingar í pólitík hrukku oft
undan beittum brandi hans — hin-
um kynngimagnaða málflutningi. Á
hinn bóginn var hann svo ljúfur og
mildur í umgengni og hvers manns
hugljúfi. Stuðningur hans við þá
sem minna mega sín í samfélaginu
segir þá sögu alla. Ekki síður for-
ysta hans í Dýraverndunarfélagi
Hafnarfjarðar, þar sem hann
gegndi formennsku um langt árabil.
Eg sendi eftirlifandi ættingjum
og vinum Þórðar Þórðarsonar hug-
heilar samúðarkveðjur að leiðarlok-
um. Við Hafnarfjarðarkratar mun-
um minnast Þórðar Þórðarsonar og
merkra starfa hans fyrir Alþýðu-
flokkinn og Hafnarfjörð.
Hvíli hann ífriði.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Fallinn er frá sæmdarmaðurinn
Þórður Þórðarsson, fyrrum bæjar-
fulltrúi hér í Hafnarfirði.
Þórður gegndi fjölmörgum trún-
aðarstörfum fyrir Hafnarfjarðarbæ.
Hann var bæjarfulltrúi 1962-66, en
hafði áður setið í bæjarstjóminni
sem varabæjarfulltrúi 1959-1962.
Þórður var lengi framfærslufulltrúi
bæjarins og sinnti hann því starfi
af einstakri alúð og samviskusemi,
þannig að enn þann dag í dag eru _
menn að minnast starfa hans í þágu
þeirra sem minna máttu sín. Þeim
sem þekktu Þórð kom ekki á óvart
hversu vel hann vann starf sitt sem
framfærslufulltrúi, því Þórður var
einlægur jafnaðarmaður og hafði
óbilandi trú á stefnu jafnaðarmanna.
Til eru margar sögur af því hversu
vel Þórður brást við erindum lítil-
magnans og oft veitti hann fé úr
eigin vasa til að létta undir með
þeim sem á aðstoð þurftu að halda.
Af öðrum trúnaðarstörfum sem
Þórður vann hér í bæ má nefna að
hann sat í stjórn Byggingarfélags
alþýðu í fjölda ára, var formaður
stjórnar verkamannabústaða 1971-
1975. Of langt mál yrði að telja hér
upp öll þau störf er Þórður sinnti,
en hann var einstaklega vinsæll
starfsmaður og kom víða við.
Ég kynntist Þórði persónulega
þegar ég ungur gekk í raðir félags
ungra jafnaðarmanna, en þá var
hann formaður Alþýðuflokksfélags
Hafnarfjarðar og stýrði hann því
félagi af þeirri festu sem honum ein-
um var lagið. Seinna áttum við sam-
an marga stundina í flokksbarátt-
unni og það var gott að hafa Þórð
með sér í kosningaslag, því þar fór
maður sem þekkti flesta bæjarbúa v
og maður sem Hafnfirðingar báru
traust til.
Nú er lokið dagsverki Þórðar
Þórðarsonar og vil ég nota þetta
tækifæri til að þakka honum fyrir
hönd bæjarbúa öll hans störf í þágu
bæjarfélagsins, en þau voru öll unn-
in af alúð og hjartahlýju. Bæjarbúar
minnast mikilshæfs manns með
þökk í hjarta.
Fjölskyldu Þórðar Þórðarsonar
eru hér sendar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Ingvar Viktorsson.
Við systkinin í Háukinn nutum
þeirra forréttinda fram yfir önnur
barnabörn ömmu og afa, þeirra Arn-
þrúðar Grímsdóttur og Þórðar Þórð-
arsonar, að foreldrar okkar byggðu
með þeim íbúðarhús og bjuggu
amma og afi á efri hæðinni og
mamma og pabbi á þeirri neðri.
Þetta varð til þess að við ólumst upp
með ömmu og afa í sama húsi og
var mikill samgangur á milli hæða.
Að leiðarlokum kemur margt upp
í hugann frá æsku okkar. Til dæmis
laumuðumst við oft til að athuga
hvað væri í matinn á efri hæðinni
áður en við settumst að borðum á
þeirri neðri og endaði það stundum
þannig að við borðuðum hjá ömmu
og afa, ef okkur leist betur á matinn
þar. ♦ -
Við munum öll eftir því hvað afi
var duglegur að segja okkur sögur
og lesa fyrir okkur á kvöldin, þegár
við áttum að fara að sofa og alltaf
endaði hann þessar sögustundir með
því að lesa með okkur bænirnar.
Síðar kenndi hann okkur sjálfum að
lesa. Ekki munum við heldur gleyma
þeim mörgu ferðum sem við fengum
að fara með afa upp í kartöflugarð
til þess að hjálpa honum eins og það
var kallað af okkur, þó að hjálpin
hafi mest verið í því fólgin að borða
með honum nestið sem amma hafðL
útbúið til ferðarinnar. Afí var mikili
dýravinur og lagði mikla áherslu á
að við myndum eftir að fóðra fugl-
ana á veturna og hjá honum gátum
við alltaf fengið hvort sem var brauð
handa öndunum eða korn handa
smáfuglunum.
Að lokum viljum við þakka fyrir
að hafa notið handleiðslu og góðrtu
samverustunda með afa.
Guð blessi minningu hans.
Systkinin Háukinn 4.