Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
Guðrún Emarsdóttir
frá Hemru - Minning
Fædd 17. júní 1914
Dáin 31. desember 1993
í sama mund og kirkjuklukkurn-
ar hringdu út gamla árið barst
fregnin um að æviskeið Guðrúnar
Einarsdóttur væri á enda runnið. Á
nýjársnóttina reikaði hugurinn víða
og ýmsar myndir og minningar frá
samfýlgd okkar í nær 40 ár komu
fram í hugann. Við vorum tengdar
fjölskylduböndum, hún gift elsta
bróðurnum, ég þeim yngsta. Ég
man vel hvenær ég hitti hana fyrst,
“*■ það var á skemmtun hjá lögreglu-
mönnum, vaktaball minnir mig að
þeir lögreglubræður hafí kallað það.
Mikið var konan hans Ólafs fín,
falleg og myndarleg. Frá og með
þessu kvöldi hófst vinfengi okkar,
sem aldrei bar skugga á.
Gott var að koma á Bergþórugöt-
una, setjast í eldhúskrókinn og
spjalla. Alltaf var mér tekið sem
sérstökum aufúsugesti og ekki bara
mér, öllum var tekið þannig. Þegar
ég kom þarna fyrst var Jóhanna
móðir Guðrúnar á heimilinu og syn-
imir tveir á unglingsaldri. Fólkið
stórt og íbúðin lítil en gjömýtt. Þar
var samt sjálfsagður gististaður
v fyrir ættingjana utan af landi í
Reykjavíkurferðum. Þar sem er
hjartarúm, þar er líka húsrúm. Það
átti við um þau hjón bæði, þau
voru höfðingjar heima að sækja,
hjálpsöm og greiðvikin hver sem í
hlut átti.
Guðrún fæddist 17. júní 1914 í
Hemru í Skaftártungu. Foreldrar
hennar voru hjónin Jóhanna Jóns-
dóttir frá Hemru og Einar Bergsson
bóndi á Mýrum í Álftaveri. Hann
var mikill dugnaðarmaður. Einar
drukknaði í Kúðafljóti 1918 aðeins
rúmlega þrítugur. Þau hjónin eign-
uðust son, Bjama, sem var ári yngri
en Guðrún systir hans og ólst hann
upp með móður sinni. Hann lést
einnig á besta aldri, var skipvetji á
togaranum Sviða sem fórst 1941.
Guðrún ólst upp í Hemru hjá afa
sínum og ömmu, þeim Hildi Vigfús-
dóttur og Jóni Einarssyni hrepp-
stjóra. Hún minntist þeirra oft og
með ástúð og hlýju sem og Hemru
og heimilisfólksins þar. Hún giftist
1939 Ólafi Guðmundssyni, sem
lengi var lögregluþjónn hér í borg
og margir þekkja. Seinna vann
hann hjá Sjónvarpinu um árabil og
var landvörður í Skaftafelli fyrstu
árin eftir opnun þjóðgarðsins þar.
Guðrún var þar líka og féll dvölin
þar vel. Hún var félagslynd og
þama hitti hún marga kunnuga og
eignaðist góða vini.
Eldri sonur þeirra hjóna er Bjarni
Einar flugvirki. Kona hans er Guð-
rún G. Árnadóttir. Elsta dóttir
þeirra, Þorbjörg, er gift Óskari
Syeinssyni. Þau eiga soninn Bjama.
Næst í röðinni er Hildur, sem átti
sérstakt rúm í hjarta ömmu sinnar,
og yngst er Elín. Yngri sonurinn,
Guðmundur, verslunarmaður, er
alnafni afa síns, Guðmundar Ólafs-
sonar frá Sörlastöðum, fyrrv. kenn-
ara á Laugarvatni og víðar. Kona
hans er María Ólafsdóttir. Böm
þeirra eru Ólafur, Sigrún, gift Sig-
þóri Einarssyni, og Björg.
Ekki er ofmælt að segja að fjöl-
skyldan var Guðrúnu eitt og allt.
Ekkert skyldi til sparað sem stuðlað
gæti að heill og hamingju fólksins
hennar. Hún hafði mikinn metnað
fyrir þeirra hönd, gladdist með þeim
á góðum stundum og þjáðist með
þeim er á móti blés.
Guðrún var vel greind kona og
mikil húsmóðir, snillingur í höndum
og vandvirk í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur. En hún var heilsuveil
lengst af ævinni og háði það henni
mjög. Stuttu áður en þau Ólafur
giftu sig veiktist hún mjög hastar-
lega og þótti ganga kraftaverki
næst að henni skyldi batna. Að
hennar mati upphófst heilsuleysið
þama. Það ágerðist svo með árun-
um og segja má að síðsutu árin
hafi verið samfelld þrautaganga.
Æ sjaldnar prýddi hún fjöl-
skyldusamverurnar okkar. En þeg-
ar hún var með virtist hún ótrúlega
hress, alltaf vel klædd, andlitið svo
slétt og fallegt. Ég hafði oft orð á
því hvað hún liti vel út eins lasin
og hún væri og hún svaraði jafnan
að ef hún treysti sér ekki til að
vera eins og manneskja þá færi hún
hvergi. Já, það er margs að minn-
ast og ekki tök á því að tala um
nema fátt eitt. En ég verð aðeins
að nefna 17. júní. Þá var afmælis-
dagur Guðrúnar og fastur liður í
hátíðarhöldunum hjá okkur hjónum
að setjast að hlöðnu veisluborði hjá
Gunnu og Óla eftir að hafa verið í
bænum.
Lífið er ferðalag þar sem skipt-
ast á skin og skúrir, en allar leiðir
liggja heim. Og nú er Gunna mín
komin heim. Efst í huga er þakk-
læti fyrir samfylgdina og trygga
vináttu og söknuður að samveru-
stundirnar skyldu ekki verða fleiri.
Sé hún kært kvödd. Megi góður
Guð halda verndarhendi yfir fjöl-
skyldunni hennar sem hún bar svo
mjög fyrir bijósti, nú á nýju ári og
um alla framtíð.
Áslaug Eiríksdóttir.
Á nýju ári kveðjum við Guðrúnu
Einarsdóttur, frænku okkar. Hún
lést á Landspítalanum í Reykjavík
á síðasta degi gamla ársins, á áttug-
asta aldursári. Þótt hún væri ekki
bráðung í árum talið, þá var hugur-
inn ungur og minnið óskert. Hún
Guðrún var kona sem við vorum
stoltar af að eiga að frænku og
vinkonu. Hún var frænka sem ekki
bara opnaði dyr sínar og heimili
fyrir okkur, heldur einnig fang sitt
og hjarta.
íbúðin þeirra Gunnu og Óla á
t
Eiginmaður minn og faðir,
JÖRGENSÖLVASON,
lést 25. desember í Kaupmannahöfn.
Jakobína Helgadóttir,
Sölvi Sölvason.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ANNA KRISTJANA KARLSDÓTTIR,
andaðist á heimili sínu 5. janúar sl.
Útför hennar verður gerð frá Kópavogs-
kirkju miðvikudaginn 12. þ.m. kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu,
er bent á heimahlynningu Krabba-
meinsfélagsins.
Werner Rasmusson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR
frá Hemru,
Bergþórugötu 57,
Reykjavík,
er lést 31. desember sl., verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
10. janúar kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
vinsamlegast bent á Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ.
Ólafur Guðmundsson,
Bjarni E. Ólafsson, Guörún G. Arnardóttir,
Guðmundur Ólafsson, María Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Faðir minn, afi og langafi,
MAGNÚS V. FINNBOGASON
mag. art.,
Drápuhlíð 32,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. janúar
kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hans, eru vinsamlegast beðnir að láta
Krabbameinsfélag íslands eða aðrar líknarstofnanir njóta þess.
Hjördís Magnúsdóttir,
Kristín Anna Einarsdóttir, Guðmundur Örn Einarsson,
Helga Einarsdóttir, Helga Hálfdánardóttir
og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fóstur-
faðir, afi og iangafi,
ODDGEIR HJARTARSON,
Hólmgarði 33,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 10. janúar kl. 13.30.
Lilja Margrét Oddgeirsdóttir,
Paul Oddgeirsson, Kristjana Gísela Herbertsdóttir,
Markúsína Guðnadóttir,
Erlingur Reinhold Herbertsson, Sonja Valdimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURLÍNU HÖGNADÓTTUR,
sem andaðist á elliheimilinu Grund 29. desember sl., verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 11. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afbeðnir.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á elliheimilið Grund
eða Slysavarnafélag íslands.
Unnur Hafdís Einarsdóttir, Sigurður Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Systir okkar og móðursystir,
RANNVEIG JÓNASDÓTTIR
fyrrv. handavinnukennari,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
mánudaginn 10. janúar kl. 13.30.
Guðbjörg Jónasdóttir Birkis,
Ásta Jónasdóttir,
Regína Birkis,
Svanhildur Bjarnadóttir.
Bergþórugötunni er ekki stór, en
hjartarýmið var mikið og gerði það
að verkum að baminu sem þar kom
fannst það stíga inn í stórhýsi. Við-
tökumar vom á þann veg að barn-
ið varð þátttakandi í ævintýri, þar
sem allt gat gerst. Og við vorum
ekki þær einu sem nutu gestrisni
þeirra. Þeir voru margir sem áttu
erindi á Bergþórugötuna og sóttu
gleði og styrk til húsráðenda.
Alúð og áhugi á gestinum var í
fyrirrúmi. Þangað var alltaf svo
hlýlegt og gott að koma, hvort sem
var í gistingu, jólaboð til að spila
púkk eða í kaffisopa og rabb, eftir
þramm um Laugaveginn. Af þeim
fundum fómm við jafnan léttar í
lund, því hlýjan og glaðværðin sem
einkenndu móttökurnar fylgdu okk-
ur áleiðis.
Gunna frænka fylgdist með upp-
vexti okkar og gengi af áhuga frá
fyrstu stundu. Það veitir börnum
og unglingum styrk þegar þeir feta
sig eftir torgengnum götum í átt
til fullorðinsára að finna umhyggju
og ástúð nákominna fylgja sér. Af
sama áhuga spurði hún um börn
okkar allt fram á síðasta dag, því
ósjaídan tókum við upp tólið og
skiptumst á fréttum. Með því móti
héldust tengslin, þótt oft liði of
langur tími á milli heimsókna.
Við systur emm þakklátar fyrir
að hafa átt hana Gunnu okkar að
og kveðjum hana með söknuði. Eft-
ir lifir minningin um glæsilega konu
sem fegraði umhverfi sitt hvar sem
hún kom með reisn sinni og virðu-
leik.
Við og fjölskyldur okkar sendum
Olafí, Bjarna, Guðmundi og fjöl-
skyldum þeirra hugheilar samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að blessa
minningu Guðrúnar Einarsdóttur.
Brynhildur Anna
og Þorgerður.
♦
Á gamlársdag, um það leyti sem
landsmenn bjuggust til þess að
fagna nýju ári, lést í Landspítalan-
um í Reykjavík frænka mín, Guðrún
Einarsdóttir.
Guðrún fæddist í Hemru í Skaft-
ártungu 17. júní 1914. Hún var
dóttir hjónanna Jóhönnu Jónsdóttur
frá Hemm og Einars Bergssonar
frá Kálfafelli í Fljótshverfi er
skömmu áður höfðu hafíð búskap
á heiðarbýlinu Svartanúpi í Skaft-
ártungu.
Eftir tveggja ára búsetu í Svarta-
núpi fluttust foreldrar hennar að
Mýmm í Álftaveri. Fór mikið orð
af búskap þeirra Jóhönnu og Einars
fyrir dugnað og myndarskap. Ekki
varð þeim þó langrar sambúðar
auðið, því að Einar drukknaði í
Kúðafljóti árið 1918 aðeins þijátíu
og þriggja ára að aldri.
Áuk Guðrúnar eignuðust þau
hjónin soninn 'Bjarna er var ári
yngri en hún.
Guðrún ólst upp í skjóli afa síns
og ömmu að Hemm og naut þar
mikils ástríkis, bæði þeirra og síðar
móðursystkina sinna, Guðrúnar og
Valdemars, er þar tóku Við búi eft-
ir foreldra sína.
Jóhanna stóð fyrir búi á Mýrum
um nokkurra ára skeið eftir fráfall
manns síns en fluttist síðan með
Bjarna son sinn út í Rangárvalla-
Blomastofa
FriÖfinns
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Simi 31099
Opíð öll kvöld
til ki. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öil tiiefni.
Gjafavörur.