Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 37

Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIVIA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 37 ATVINNUA UGL YSINGA R Ferðamálafulltrúi Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja aug- lýsir starf ferðamálafulltrúa á Suðurnesjum laust til umsóknar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist stjórn Ferðamálasamtaka Suð- urnesja, Hafnargötu 12, 230 Keflavík, fyrir 24. janúar nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu samtakanna í síma 92-15575, hjá Krist- birni Albertssyni, formanni, sími 92-12934 og Jónínu Guðmundsdóttur, sími 92-12806. Lögfræðingur Lögfræðingur óskar eftir starfi strax. Margt kemur til greina. Hef reynslu af innheimtu og uppgjörsmálum. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „L - 14762, fyrir 18. janúar. „Au-pair“/ráðskona í Connecticut, USA MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880 Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mónudaga kl. 12-15 og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15. Á DAGSKRÁ mánudaginn lO.janúarkl. 13.00: Opið hús i upphafi árs. Kynning á starfi Miðstöðvarfólks í atvinnuleit. Allir atvinnulausir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um atvinnuleysi og möguleika til útbóta. Kaffiveitingar. Fundarstaður: Breiðholtskirkja, Mjódd, jarðhæð. Endurskoðun Viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði eða maður vanur uppgjörs- og skattamálum ósk- ast hið fyrsta til starfa á endurskoðunarstofu. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 15. janúar 1994, merktar: „E - 8287“. Námsráðgjafi Námsráðgjafa vantar í forföll til 1. maí í heilt starf við Breiðagerðis-, Fossvogs- og Réttarholtsskóla. Upplýsingar gefur Haraldur Finnsson, skóla- stjóri Réttarholtsskóla, í síma 32770 eða í heimasíma 685771. „Au pair“ í Munchen Einhleyp, ung, þýsk kona með eitt barn ósk- ar eftir „au pair“ stúlku sem fyrst (helst í gær). Þarf að vera 19 ára eða eldri. Einhver þýskukunnátta æskileg, þó ekki skilyrði. Upplýsingar í síma 98-11049 eftir kl. 19.00. Barnagæsla Óskum að ráða barngóða manneskju, sem reykir ekki, til að gæta tveggja barna í Vestur- bænum. Vinnutími breytilegur og æskilegt að viðkomandi hafi bíl til umráða. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. janúar merktar: „Börn - 12867“. Stúlka, 21 árs eða eldri, óskast til þess að sjá um tvö 12 og 13 ára gömul börn og vinna almenn heimilisstörf. Verður að vera góður bílstjóri, reglusöm og má ekki reykja. Töluvert af íslendingum í nágenninu. Banda- rískt vegabréf eða „grænt kort“ æskilegt. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Connecticut." Skrifstofustjóri Grafískur hönnuður - umbrot Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða grafískan hönnuð, vanan umbroti á Macintosh eða PC-tölvum. Eingöngu vanur maður kemur til greina. Upplýsingar gefur Jón í síma 678844. Sjónvarpshandbókin. Traust fyrirtæki, með 100 millj. kr. ársveltu, leitar eftir skrifstofustjóra og stjórnanda tölvubókhaldskerfis. Starfið er fólgið í stjórn skrifstofudeildar, færslu fjárhags- og launabókhalds, auk þess að aðstoða framkvæmdastjóra fyrirtækisins við daglegan rekstur. Skilyrði er að umsækjendur séu með mennt- un í viðskiptafræðum og/eða reynslu, sem meta má sambærilega og hafi mikinn áhuga á fjármálastjórn og viðskiptalífi. Leitað er eftir framtakssömum og heiðarleg- um starfsmanni, sem hefur hreint sakavott- orð og er tilbúinn að vinna á reyklausum vinnustað. Umsóknum, með upplýsingum um fjölskyldu- hagi, launaóskir, menntun og fyrri störf, sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. janúar í umslagi, merktu: „Skrifstofustjóri - 4689“. Bókhald - aukavinna Ef þú ert vön/vanur bókhaldi er hér kjörið tækifæri til þess að skapa sér aukatekjur. Við erum fyrirtæki í framleiðslu staðsett í Reykjavík og okkur vantar starfskraft til þess að vinna við bókhald á skrifstofum okkar. Hæfniskröfur: Við gerum engar sérstakar kröfur um mennt- un, en hins vegar er nauðsynlegt að viðkom- andi hafi reynslu í færslu og afstemmingum bókhalds. Við notum Opus-Allt bókhalds- kerfi, en ekki er skilyrði að viðkomandi hafi reynslu í því sérstaklega. Þá þarf viðkomandi að vera áreiðanlegur, sveigjanlegur í samskipt- um og æskilegt er að viðkomandi reyki ekki. Starfið: Starfið felst í útskrift reikninga, færslu og afstemmingum bókhalds. Vinnutfmi: Vinnutími er á laugardögum og eftir atvikum á sunnudögum eða skv. nánara samkomu- lagi. Reiknað er með að viðkomandi vinni að meðaltali 8 klst. á viku. Laun: Eru samkomulagsatriði. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir um að leggja inn umsóknir inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: „B - 8288“, fyrir 15. janúar nk. Vinnslustjóri á frystitogara Öflugt útgerðarfyrirtæki á landsbyggðinni óskar að ráða vinnslustjóra á frystitogara. Starfið: Ábyrgð á skipulagningu og stýringu vinnslu/framleiðslu um borð ásamt almenn- um vinnslustörfum. Hæfniskröfur: Leitað er að aðila með fiskvinnsluskólarétt- indi og reynslu af verkstjórn. Aðeins kemur til greina topp starfsmaður með árangurs- ríkan starfsferii. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir eða Torfi Markússon frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: „Vinnslustjóri", fyrir 19. janúar nk. RÁÐGARÐURhf. ST]ÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688 fBORGARSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar Á deild B-4, sem er öldrunarlækningadeild með lyflækningar og bæklunarskurðlækning- ar sem sérgreinar, eru lausar stöður hjúkrun- arfræðinga nú þegar. Starfshlutfall samkomulagsatriði. Á deild B-5 eru lausar stöður hjúkrunarfræð- inga nú þegar. Starfshlutfall samkomulagsatriði. Á Hvítabandi, öldrunardeild, er laus 60% staða hjúkrunarfræðings á næturvaktir. Sjúkraliðar Á deildum B-4 og B-5 eru lausar stöður sjúkraliða nú þegar. Starfshlutfall samkomu- lagsatriði. Möguleiki er á barnaheimilisplássi. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jens- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696358. Almennt skrifstofustarf Laust er til umsóknar starf hjá þekktu þjón- ustufyrirtæki. Um er að ræða framtíðarstarf sem meðal annars felur í sér símavörslu, tölvuinnslátt, innheimtu og önnur almenn skrifstofustörf. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi gott vald á íslensku og ensku ásamt því að vera drífandi og þjónustulundaður. Æskilegt er að umsækjendur hafi bíl til um- ráða. Umsóknum óskast skilað til auglýsingadeild- ar Mbl. fyrir 17. janúar 1994 merktar: „Starf - 1994“. FRAMKVÆMDASTJÓRI * Oskum að ráöa framkvæmdastjóra til starfa hjá framleiðslufyrirtæki á sviði byggingaiðnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Starfssvið framkvœmdastjóra: 1. Dagleg framkvæmdastjóm fyrirtækisins. 2. Yfírstjóm framleiðslu-, markaðs-, og fjármála. 3. Framkvæmdastjóri annast hagsmuni fyrirtækisins og samningagerð fyrir hönd þess. 4. Framkvæmdastjóri hefur fmmkvæði að stefnumörkun og mótun framtíðarmarkmiða í samvinnu við stjóm og aðra stjómendur fyrirtækisins. Við leitum að manni með verk- eða tæknifræðimenntun og/eða reynslu á sviði byggingaiðnaðar. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Framkvæmdastjóri 010" fyrir 15.janúar n.k. Hagvai ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.