Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994 ARSALIR hf. Fasteiqnasala Sigtúni 9-105 Reykjavík. C 62 43 33 Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteigna- og skipasali Félag Fasteignasala Opið í dag kl. 11-16. Safamýri. Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð m. bílsk. Laus strax. Verð 8,4 millj. Bauganes. Ca 100 fm ágæt íb. á efri hæð í tvíb. ásamt 50 fm bílsk. Verð 8,5 millj. Laus strax. Vitastígur. Mikið endurn. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Verð 5,8 millj. Rekagrandi. Mjög falieg 4ra herb. íb. með bílskýli. Parket og flísar á gólfum. Frábært útsýni. Verð 9,8 millj. Vesturbær - Kóp. 190 fm par- hús ásamt innb. bílsk. Skipti á minni eign koma til greina. Fiskakvísl. Vandað 214 fm enda- raðh. með 38 fm bílsk. V. 15,8 m. Tjarnarmýri. Nýtt mjög vandað 267 fm raðhus m. bílskúr. Verð 17 millj. Grænamýri. Giæsii. nýtt 256 fm einbhús m. bílskúr. Til afh. strax. Vantar allar stærðir fasteigna á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Höfum til sölu eða leigu atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum og gerðum. Verslunarhúsnæði BORNIN OKKAR „Ef vel tekst til á heils- dagsskóli eftir að skila margfalt til baka þeim fjármunum, sem í hann voru lagðir. Heilsdags- skóli barna í Reykjavík er eitt brýnasta verk- efnið á vegum borgar- inar. “ eftir Brynjólf Mogensen Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum. Samt virðist það svo, að við höfum ekki tekið nógu mikið tillit til þarfa þeirra. Við höfum ekki séð fyrir afleiðingar breyttra þjóðfélagshátta og umhverfið er of mikið miðað við þarfir fullorðinna. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að gildismat þjóðarinnar breytist og börnin hafa eignast kröftuga málsvara. Börnin og slysin Slys á börnum eru algengari hér á landi en annars staðar. Ekki er um að kenna neinni sérstakri ástæðu heldur er um samverkandi þætti að ræða. Upplýsingar frá slysadeild Borgarspítalans um háa slysatíðni barna hafa vakið verð- skuldaða athygli. Nauðsynlegt er að samræma og styrkja forvarnar- starf. Borgarspítalinn hefur um árabil verið leiðandi í meðferð á slösuðum börnum, þrátt fyrir að þar sé ekki til staðar barnadeild. Á Borgarspítalanum eru meðhöndluð 18-20 þúsund börn á hveiju ári án þess að stil staðar sé barna- deild. Þörfin fyrir barnadeild er mikil. Ekki verður lengur við unað. Flutningur barnadeildar Landa- kotsspítala á Borgarspítala og sam- eining Landakots og Borgarspítala er nauðsynleg af íjórum ástæðum: 1. Að slösuð og veik börn fái samfellda meðferð sömu aðila allan tímann á Borgarspítala og að ekki þurfi að flytja þau á annað sjúkra- hús þegar þau fara að braggast. 2. Hæfileg samkeppni leiðir til aukinnar hagræðingar. 3. Að foreldar veikra barna eigi í flestum tilfellum val um á hvaða sjúkrahús börnin eru meðhöndluð. 4. Að fullorðnir eigi í flestum til- fellum val um á hvaða sjúkrahúsi þeir eru meðhöndlaðir. Beðið er eftir leyfi frá heilbrigðis- ráðherra fyrir sameiningu Borgar- spítala og Landakots og rekstri barnadeildar á Borgarspítala. Framtíð Borgarspítalans er í hönd- um heilbrigðisráðherra. Börnin og skólinn Við íslendingar eigum því láni að fagna, að búa við eitt besta menntakerfi, sem um getur. Flestir, sem hafa burði til þess, geta stund- að nám við sitt hæfi, þökk sé góðu menntakerfi. I þjóðfélagsþróun síð- ustu áratugar hefur ekki orðið sam- hliða þróun í skólamálum barna fyrr en á allra síðustu árum. Við vinnum langan vinnudag. Urðu börnin okkar útundan í lífsgæða- kapphlaupinu og hvers vegna? Er þetta hluti af skýringu á hárri slysa- tíðni barna og auknu ofbeldi? í skólamálum er orðin á veruleg breyting í Reykjavík. Það er farið að starfrækja heilsdagsskóla. Starf- semin hefur farið vel á stað og verið mjög vel tekið? Ef vel tekst til á heilsdagsskóli eftir að skila margfalt til baka þeim fjármunum, sem í hann voru lagðir. Heilsdags- skóli barna í Reykjavík er eitt brýn- asta verkefnið á vegum borgarinar. I heilsdagsskóla verður meiri tími fyrir foreldra til að sinna börnunum. Það er a.m.k. reynsla undirritaðs, erlendis frá. Ég tel líklegt að slysa- tíðni barna muni lækka og ofbeldi minnka, því í góðum heilsdagsskóla Brynjólfur Mogensen muni aðgæsla, sjálfsvirðingogsam- kennd nemenda aukast. Heilsdags- skóli skilar sér í betra þjóðfélagi heldur en við búum við í dag. Niðurlag Það er vel, að börnin okkar hljóti verðskuldaða athygli og að þjóðfé- lagið sinni þeim betur en áður. Til þess að búa börnunum betur í hag- inn þurfum við að vera meðvituð um þarfir þeirra. Heilsdagsskóli barna í Reykjavík varð til af þörf og á eftir að skila þjóðfélaginu mjög miklu. Barnadeild á Borgar- spítala er augljós þörf. Höfundur er yfirlæknir slydsadeildar Borgarspítala. Kjördæmaþing reyk- vískra sjálfstæðismanna Til sölu eða leigu ca 450 fm glæsilegt verslunarhúsn. við Grensásveg ásamt 127 fm lager á jarðhæð. Góð greiðslukjör og hagst. verð. Rauðarárstígur. 290 fm mjög gott verslunarhúsnæði, til sölu eða leigu. Laust strax. 624333 xZterkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík heldur kjör- dæmaþing í Reykjavík laugar- daginn 22. janúar nk. Þingið er haldið á Hótel Sögu, Átthagasal, og hefst það kl. 10 árdegis. í fréttatilkynningur segir að til umræðu verði bæði lands- og borg- armál. Rætt verður hvort Reykjavík eigi að vera fleiri en eitt kjördæmi. Fulltrúar nokkurra sjálfstæðisfé- laga í Reykjavík fjalla um það hver séu brýnustu viðfangsefnin á sviði borgarmála og landsmála. Og fram- bjóðendur í prófkjöri til borgar- stjórnar flytja stutt ávörp og taka þátt í almennum borgarmálaum- ræðum. Þingið er opið öUum reyk- vískum sjálfstæðismönnum. Síðdegis verður aðalfundur Full- trúaráðsins haldinn. Um kvöldið gangast sjálfstæðisfélögin í Reykja- vík fyrir þorrablóti. 011 Kfl 01 07fl L^RUS Þ’ VALDIMARSS0N framkvæmdastjori . C I I Vv'b I 0 / W KRISTINNSIGURJ0NSS0N, HRL.löggilturfasteignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Á góðu verði við Álfheima Sólrík 3ja herb. íbúð tæpir 90 fm á 1. hæð við Álfheima. Þvegið á rúmgóðu baði. Sólsvalir. Ágæt nýstandsett sameign. Vélaþvhús á jarð- hæð. Nýtt timburhús - hagkvæm skipti Glæsilegt einbýlishús á útsýnisstað við Fannafold á tveimur hæðum um 165 fm. Bílskúr - verkstæði tæpir 40 fm. Húsnæðislán til 40 ára kr. 3 millj. Á kyrrlátum stað í Skerjafirði Nýlega stækkað og endurbyggt mjög gott timburhús á einni hæð rúm- ir 150 fm. Ný sólstofa. Ræktuð eignarlóð 816 fm með gróðurhúsi. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. í vesturborginni eða nágrenni. Kirkjuteigur - gott lán - gott verð Sólrík 3ja herb. kjíb. í reisulegu þríbhúsi. Sérhiti. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Vinsæll staður. Neðra Breiðholt - endaíbúð - gott lán Mjög góð 3ja herb. ib. á 3. hæð. Parket. Góðir skápar. Ágæt sam- eign. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Nýlegt steinhús - eignaskipti Einbýlishús á útsýnisstað við Jöldugróf 132 fm með 5-6 herb. íbúð. Kjallari 132 fm íbúðar- og/eða vinnuhúsnæði. Sérbyggður bílskúr 49 fm. Tilboð óskast. Á söluskrá óskast: Eignir í gamla bænum, mega þarfnast endurbóta. Ennfremur góðar íbúðir með bílskúrum, sérhæðir, einbýlishús og raðhús. Margskonar eignaskipti. • • • Opiðídag kl. 11-14. Margskonar eignaskipti. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 728. þáttur Örnólfur Thorlacius heldur áfram að fræða okkur með sín- um hætti, og umsjónarmaður birtir með þökkum: „Kæri Gísli! Margra alda hefð er fyrir því að þýða evangelium sem guð- spjíill. Samstofna orð í ensku og sömu merkingar er gospel. Því nefni ég þetta að nú er að ryðja sér til rúms trúarleg tónlist sem kölluð er gospel-tónlist. Hvað er því til fyrirstöðu að kalla hana einfaldlega guðspjallatónlist'? Oft sést og heyrist orðalag eins og „sænski forsætisráðherr- ann“ eða „þýski sendiherrann“. Betur kann ég við að ræða um forsætisráðherra Svía eða sendi- herra Þýskalands. Sjálfsagt er þetta orðhengilsháttur eða sér- viska en þetta þarf þó ekki allt- af að fara saman. Árið 1949 hlutuðust Rússar til um það að generáll í Rauða hernum og hetja frá Stalíngrad, Konstantín Konstantínóvítsj Rokossovskí, varð yfirmaður pólska hersins og varnarmálaráðherra Pól- lands. Tæplega hefur hann verið „pólskur varnarmálaráðherra". Og Grímur Thomsen sat um skeið í sendiráðum Danakon- ungs í Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi. Hefði þá átt að kalla hann „danska sendifulltrúann“? Warum einfach wenn es auch kompliziert geht? eða „hví ein- falt ef hægt er að hafa það flók- ið?“ er haft eftir Þjóðverjum. Á þessum síðustu og verstu tímum atvinnuleysis er stundum talað um atvinnutækifærí. Þegar ný- verið var í ríkisútvarpinu rætt um slík tækifæri - eða hörgul á þeim - benti kona mín á það að þetta hefðu til skamms tíma verið kölluð störf. Nýyrði eru stundum skemmti- leg. Þegar Guðmundur G. Þórar- insson verkfræðingur kenndi vetrarlangt stjömufræði í Hamrahlíð lagði orðhagur sam- kennari okkar til að fyrirbæri sem á fræðimáli er kallað pré- cession yrði á íslensku nefnt framsókn. (Þess má geta að í Almanaki Þjóðvinafélagsins frá því um aldamót er grein um framsóknarkenningu Darwins. Það eru því fleiri en marxistar og fijálshyggjumenn sem geta sótt vísindalega kjölfestu til er- lendra fræðimanna.) Sjálfur fékkst ég í háskóla við eldi frumdýra. Það voru ánægju- ieg húsdýr og ekki háð bú- marki, enda sá ekki högg á vatni þótt bóndinn missti milljón í vaskinn. Sum tylla þessi smásæju kvikindi sér á vatns- botn eða vatnaplöntur með sepa sem á engilsaxnesku kallast hoidfast. Sama heiti er haft um þá parta frumdýra sem þau hanga saman á meðan þau eðla sig. Þetta hef ég kallað íhald og hefur það fram yfir íhaldið sem afabróðir minn Jónas frá Hriflu varaði við að til er af því fleir- tala, íhöld. Hér á ég líklega að taka til mín viðvörun frá öðrum og eldri Jónasi sem líka var frændi minn: „Hættu nú, herra, hér mun koma verra!““ ^ Hvenær sem straumar stefna að strönd, þeir er vinna grand, enn munu öldur brotna utan við Sand, og-þá mun hinn þungi ómur, þjóðlegi, sterki rómur aðvara lýð og land. (Steingrímur Baldvinsson í Nesi í minningarljóði um Guðmund á Sandi.) ★ Og þá er annar hluti af þulu Jóns Helgasonar, sjá síðasta þátt: Flakkari er víðförull, framgjam og stundum svörull. Bundinn við klakk var böggull, bræddur oft tólgarkögguli. Hugdeigur talinn heigull. Harður í jörðu deigull. Villuráfandi vingull, vingsar í klukku dingull. Hvimleiður reynist hvikull, hálfu þó verri svikull. Þungur er dreginn drösull. Dettinn má teljast hrösull. Nóg kryddar matinn negull. Næmur við járn er seguil. Heimskauta miilum möndull. Margvafinn strangi göndull. Stór er í hafi stökkull, stendur und húsi sökkull. ★ Ævafornt er það fyrirbæri, að systkin væru látin heita nöfn- um sem eitthvað áttu sameigin- legt. Landnámsmaður einn átti alimörg börn, og voru nöfn þeirra allra með Vé að fyrra lið, Védís, Végeir o.s.frv. Torfhildur Þorsteinsdóttir (Hólm), f. 1845, var fyrst síns nafns hérlendis, svo að ég viti. Afi hennar hét Torfi, en eldri systir Ragnhildur. Ein íslensk kona ber nafnið Bekkhildur, fædd í Eyjafirði 1902. Systir hennar hét Berg- hildur. Bekkhildur mun ekki tengjast nafninu Kvíabekkur, eins og dæmi eru til um ættar- nafnið Beck. Lárus Zophonías- son amtsbókavörður hefur hins vegar sýnt mér að skömmu áður en mærin var skírð, andaðist þar í sveit í blóma aldurs síns kona að nafni Rebekka. Tilgátan um uppruna nafnsins í Nöfnum ís- lendinga virðist því vera lauk- rétt. Þess hefur áður verið getið, að Þingeyingar voru harðsnúnir á 19. öld að búa til ný nöfn sem hófust á Sigur, svo sem Sigur- björn, Sigurgeir og Sigurjón. Þeir virðast einnig hafa fundið upp nafnið Sigurvin. Einn mað- ur hét svo á landi hér 1855, eins árs, Sigurvin Sigurðsson, Þing- eyingur. Bróðir hans hét Bald- vin. ★ Hann litli Jón skaut Gunnu systur sína á sextán skrefa færi og tókst að hitta; þá sagði móðir hans, hún stóra Stína: „Sá stutti verður einhverntíma skytta!" (Úr Ljóðum handa bctra fólki. Helgi Hálfdanarson þýddi.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.