Morgunblaðið - 22.01.1994, Síða 12
í2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994
Árangiir heilbrigðisstarfa
ræðst af samhæfingu
eftir Svíinborgu
Egilsdóttur
Mörg vestræn menningar- og
velferðarríki hafa nú tekið til end-
urskoðunar heilbrigðiskerfi sín.
Kemur þar einkum til vaxandi
hlutdeild heilbrigðisútgjalda af
samneyslu og hins vegar aukin
sérhæfing á kostnað samhæfingar
og heildaryfirsýnar stjórnenda.
Þegar endurmat á svo mikilvæg-
um þætti velferðarkerfisins fer
fram er ekki óeðlilegt að einhveij-
ir árekstrar komi upp á yfirborðið.
Ekki verður betur séð en að flest-
ir séu sammála- um að bjóða beri
eins fullkomna heilbrigðisþjónustu
og mögulegt er fyrir eins iítið fé
og kostur er. Þessi tvö sjónarmið
virðast við fyrstu athugun vera
ósættanleg. Tækniþekking vex,
úrræðum fjölgar, framboð heil-
brigðisþjónustu eykst og eftir-
spurn heilbrigðisþjónustu vex í
réttu hlutfalli við framboð. Opin-
berir aðilar hafa brugðist við með
niðurskurði ijárframlaga, hagræð-
ingu innan heilbrigðiskerfisins og
margskonar endurskipulagningu.
En hver er vandi heilbrigðisstétt-
anna sjálfra?
Fjárskortur splundrar
Sparnaður og niðurskurður hins
opinbera hefur ekki einungis bitn-
að á starfsfólki, heldur einnig
sjúklingunum sjálfum. Álag á heil-
brigðisstéttir hefur aukist mikið,
vinnuhraði er oft og tíðum óæski-
lega mikill og krafa um skilvirkni
stofnana og deilda hefur í mörgum
tilvikum gengið of langt. Ef fer
sem horfir splundrast heilbrigðis-
kerfið innan frá innan fárra ára.
Togstreita og samkeppni
Samkeppni milli heilbrigðis-
stétta er staðreynd í hinu íslenska
heilbrigðiskerfi, sem ber að taka
til sérstakrar athugunar. Hver
stétt reynir að halda um sitt svið
og ekki verður betur séð en mörg-
um finnist stigið á tærnar á sér
þegar fram koma hugmyndir um
samhæfingu og samvinnu. Líklega
veldur þar margt, en ekki er ólík-
legt að aukin sérhæfing, sam-
keppni um fjármagn, auknar kröf-
ur almennings um úrræði, aukin
menntun og bætt sjálfsmat ýmissa
heilbrigðisstétta og margt fleira
komi þar til. Því miður einkennist
ástandið á mörgum stofnunum
fremur af samkeppni og togstreitu
í stað skilnings og samvinnu. Við
megum aldrei horfa fram hjá þeirri
staðreynd, að oft er tilhneiging til
einangrunar merki um óöryggi.
Sérhæfing á kostnað
samhæfingar
Aukin sérhæfing innan heil-
brigðiskerfisins hefur orðið til
þess, að samhæfing hefur átt í vök
að veijast. Margir heilbrigðis-
starfsmenn eru orðnir mjög sér-
hæfðir og hafa afmarkað svið.
Sérfræðingurinn hefur tilhneig-
ingu til að einangrast við úr-
vinnslu sérhæfðra verkefna sinna
og missa persónulegt samband við
sjúklinga. Jafnframt hafa mann-
leg samskipti við sjúklinga orðið
að sérfræði. Samhæfing aðgerða
hefur líka orðið að sérfræði. Jafn-
framt þessu hefur aukin tækni-
hyggja rutt í burtu vangaveltum
um siðferðileg málefni og úr-
vinnsla mannlegra vandamála inn-
an heilbrigðiskerfisins á nú í vök
að veijast.
Hvað er til ráða?
Heilbrigðiskerfið er til vegna
fólksins, sem stendur utan við
það, en nýtur þjónustu þess, stuðn-
ings og hjálpar. Ég fullyrði að allt
starfsfólk heilbrigðiskerfisins á sér
þá hugsjón að vinna fyrst og síð-
ast að hag og heill skjólstæðinga
sinna. Heilbrigðisstéttir hafa líka
áhyggjur af miklu vinnuálagi og
oft órökstuddri gagnrýni samfé-
lagsins. Flestar heilbrigðisstéttir
láta sig dreyma um samhæfingu
og samvinnu, minna vinnuálag og
meiri tíma fyrir sjúklinga.
Starfsfólkið — lykillinn að
gæðum
Heilbrigðisstarfsfólkið sjálft er
mikilvægasti þáttur góðs heil-
brigðiskerfis. Gæði þjónustu og
árangur heilbrigðisaðgerða er
fyrst og síðast kominn undir fólki.
Tækni, vísindaleg þekking og sér-
fræði eru lítils virði án lifandi
fólks. Starfsfólk heilbrigðiskerfis-
ins vill gjarnan fá tækifæri og frið
til að sinna störfum sínum af alúð
og vandvirkni, samfélaginu til
heilla og hagsbóta. Þó að víða sé
pottur brotinn veit heilbrigðis-
starfsfólk það best sjálft, að heil-
brigðiskerfið er starfhæft einungis
vegna þess, að það er samsett
kerfi margra innbyrðis tengdra
starfsþátta. Heilbrigðiskerfið
verður aldrei sterkara en veikasti
hlekkur þess. Þess vegna er það
Svanborg Egilsdóttir.
„Tækni, vísindaleg
þekking og sérfræði
eru lítils virði án lifandi
fólks.“
skylda alls heilbrigðisstarfsfólks
að standa saman um öll þau mál,
er horfa til hagsbóta fyrir skjól-
stæðinga heilbrigðiskerfisins.
Samtök heilbrigðisstétta
Aldrei hefur verið jafnmikil-
vægt og einmitt nú, að heilbrigðis-
stéttir stæðu saman í einum heild-
arsamtökum. Samtök heilbrigðis-
stétta, SHS, þurfa að vinna að
samvinnu og skilningi á meðal
heilbrigðisstétta, auka skilning al-
mennings á heilbrigðisstörfum,
vinna að andlegri og félagslegri
velferð sjúklinga og starfsfólks,
vera mótvægi við einangraða sér-
fræði- og tæknihyggju og vera
vettvangur heildrænnar umræðu
um þróun heilbrigðismála í land-
inu.
Þau 25 ár sem Samtök heil-
brigðisstarfsfólks hafa starfað
hafa þau gegnt mikilvægu hlut-
verki við álitsgjöf um heilbrigðis-
mál og löggjöf þegar eftir slíku
hefur verið leitað og verið mörgum
dýrmætur vettvangur fræðslu og
skoðanaskipta. í samtökunum eru
nú 22 félög heilbrigðisstarfsfólks,
sem í eru alls á níunda þúsund
félagsmenn. Ég hika ekki við að
halda því fram, að Samtök heil-
brigðisstétta séu einn dýrmætasti
vettvangur faglegra og starfslegra
tengsla heilbrigðisstéttanna. Eng-
in önnur samtök innan heilbrigði-
skerfisins hafa jafn gott ráðrúm
til þverfaglegrar fræðslu og um-
ræðu um framfaramál á sviði heil-
brigðismála en einmitt Samtök
heilbrigðisstétta. Virk aðild að
samtökunum gefur tækifæri til að
hafa áhrif á skipulag heilbrigðis-
mála í landinu og stúðla að mann-
úðlegri fagmennsku á sem flestum
sviðum heilbrigðismála.
Margt bendir til þess, að í vest-
rænum samfélögum muni vald-
dreifing taka við af miðstýringu á
næstu árum og lárétt samvinna
víkja lóðréttri ofanstjórn úr sessi.
Ef sú verður raunin mun gildi
þverfaglegra heildarsamtaka eins
og SHS aukast. Samráð heilbrigð-
isstéttanna sjálfra um hagræðingu
og ráðdeildarsemi án þess að
skerða skilvirka heilbrigðisþjón-
ustu er farsælast til raunhæfs
árangurs.
Höfundur er formaður Samtaka
hcilbrigðisstétta og Ijósmóðir við
Sjúkrahús Suðurlands og
Hcilsugæslustöð Sclfoss.
Jóla- og líknar-
merki 1993
Jóla- og líknarmerki 1993.
________Frímerki____________
Jón Aðalsteinn Jónsson
Enn verður haldið þeim sið að
segja örlítið frá þeim jóla- og líkn-
armerkjum, sem út komu fyrir
síðustu jól. Bolli Davíðsson í Frí-
merkjahúsinu hefur sem jafnan
áður sent þættinum þessi merki
og jafnframt upplýsingar um þau.
Færi ég honum beztu þakkir fyrir.
I þætti um jóla- og líknarmerki
í janúar í fyrra var minnzt á
smáathugun, sem ég gerði á notk-
un þessara merkja á jólabréfum
eins viðtakanda fyrir fáum árum.
Kom þá í ljós, að slík merki reynd-
ust örfá. Nú hef ég athugun sama
viðtakanda frá nýliðnum jólum,
og varð hlutfallið jafnvel enn
óhagstæðara en þá kom fram. Áð
þessu sinni urðu jólakveðjumar
58. Einungis jólafrímerki voru á
44 þeirra eða um 76% kveðjanna,
en einhver jólamerki til viðbótar á
þremur eða 5,1%. Önnur frímerki
voru notuð á 9 kveðjum eða 15,5%.
Við þennan hóp má svo bæta
tveimur kveðjum með sérstökum
jólamerkjum eða 3,4%. Á þessum
fímm jólakveðjum reyndust jóla-
merki Thorvaldsensfélagsins vera
á tveimur eða 3,5% allra kveðj-
anna. Við könnunina 1989 var
hlutfallið hins vegar 5%, svo að
hér er um þó nokkra lækkun að
ræða á þessu eina jólamerki.
Ég hef oftar en einu sinni kom-
ið fram með hugsanlega skýringu
á því, af hveiju jólamerkjum virð-
ist fara fækkandi á jólabréfum.
Ég held reynslan sýni það ótví-
rætt, að flestir telji sjálf jólafrí-
merki póststjórnarinnar nægja til
þess að minna á jólin. Ég tel raun-
ar, að önnur skýring komi til álita,
en að henni var vikið fyrir ári.
Hér á ég við verðlagningu jóla-
og líknarmerkja. Ég álít mjög
hæpið að selja þess konar merki
á allt að 80% af þeirri ijárhæð,
sem kostar undir almennt bréf.
Það skal játað, að mér er ekki
kunnugt um söluverð allra líknar-
merkja, en hin gamalkunnu Thor-
valdsensmerki, sem ein hafa feng-
izt á pósthúsum landsins, kosta
25 kr. hvert, en jólafrímerkið inn-
anlands 30 krónur. Sama verð
mun vera á jólamerkjum Framtíð-
arinnar á Akureyri. Vitaskuld
kaupa margir þessi merki til þess
að styðja góð málefni, og það er
vel. Þó verður hér sem annars
staðar að gæta hófs og þá ekki
síður á samdráttartímum í þjóðfé-
lagi okkar. En nú skulu nefnd þau
jóla- og líknarmerki, sem út komu
að þessu sinni.
Bolli Davíðsson segir mér, að
út hafi komið sjö jóla- og líknar-
merki frá jafnmörgum samtökum
og stofnunum árið 1993. Reyndar
verður að telja þau átta, því að
ein samtökin hafa sitt merki bæði
takkað og ótakkað. Ekki hefur
þessi aðferð þótt til fyrirmyndar
í frímerkjaheiminum, en slíkt
þekktist t. d. meðal sumra Austan-
tjaldslandanna sálugu. Fylgja hér
myndir af þessum merkjum.
Að venju verður þá fyrst fyrir
jólamerki Thorvaldsensfélagsins,
en á liðnu ári voru 80 ár frá því
er fyrsta jólamerki félagsins kom
út. Kemur þetta einnig fram á
sjálfu merkinu, en það er teiknað
af Selmu Jónsdóttur auglýsinga-
teiknara. Hún teiknaði einnig
merki félagsins 1992. Næst í röð-
inni er svo merki Kvenfélagsins
Framtíðarinnar á Akureyri, en það
teiknaði Halla Haraldsdóttir, gler-
listarkona í Reykjavík. Sú hin
sama teiknaði enn fremur Tóla-
merki Akureyringanna 1992tóT>á
er merki Rotaryklúbbs Hafnar-
fjarðar. Líknarsjóður Lionsklúbbs-
ins Þórs gefur út merki til ágóða
fyrir Tjaldanesheimilið. Er það
sem áður með mynd af Dómkirkj-
unni í Reykjavík, en með nokkurri
breytingu í litasamsetningu og svo
méð ártalinu 1993. Ungmennafé-
lag Dalamanna og Norður-Breið-
firðinga gefur að þessu sinni út
jólamerki með mynd af Flateyjar-
kirkju, sem reist var 1926. Ka-
þólski söfnuðurinn gefur út jóla-
merki í fjórða skiptið. Er það ná-
kvæmlega eins og fyrri merkin
nema með breyttu ártali. Loks er
svo jólamerki frá Ungmennasam-
bandi Borgaríjarðar, og mun það
vera hið sjötta í röðinni frá Borg-
firðingum. Á merkinu er mynd af
kirkjunni í Stafholti, sem reist var
1875. Þetta merki er gefið út
bæði takkað og ótakkað, en það
tel ég hæpna söluaðferð, svo sem
þegar hefur verið minnzt á.
Að þessu sinni hafði ég sam-
band við konur úr Thorvaldsensfé-
laginu í Reykjavík og eins Kvenfé-
lagi Framtíðarinnar á Akureyri.
Sennilega hefur sala jólamerkja
þessara félaga fyrir nýliðin jól
verið svipuð og á liðnum árum.
Þó mun mega merkja einhvern
samdrátt miðað við fyrri ár. Um
verðlagningu er það að segja, að
bæði hönnunar- og prentunar-
kostnaður merkjanna er töluverð-
ur, og við hann verður að sjálf-
sögðu að miða söluverð merkj-
anna. Því má svo ekki heldur
gleyma, að þeir, sem kaupa þessi
jóla- og líknarmerki, styðja góð
og göfug málefni. Þá mun nokkuð
almennt, að fyrirtæki kaupi jóla-
merki til nota á póst sinn til við-
skiptavina sinna, ekki sízt erlend-
is. Sama mun gilda um ýmsa ein-
staklinga hér á landi. Loks er sótzt
eftir þessum merkjum af erlendum
söfnurum, en þeir munu vera
margir víða um lönd. Þrátt fyrir
allt þetta er ég enn þeirrar skoðun-
ar, að útgáfa póststjórna, bæði
hérlendis sem erlendis, hafi valdið
samdrætti í notkun sérstakra jóla-
merkja á venjulegar jólakveðjur
og þá ekki sízt meðal einstaklinga.