Morgunblaðið - 22.01.1994, Page 23

Morgunblaðið - 22.01.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 Reutcr 20.000 manns heimilislausir í Los Angeles FORELDRAR með tvö börn skoða rústir heimilis síns, sem brann til kaldra kola vegna gassprengingar í landskjáiftanum í Los Angeles á mánudag. 20.000 manns misstu heimili sín í skjálftanum. Kvartað yfír seinagangi Los Angeles. Reuter. ÞÚSUNDIR fórnarlamba landskjálftans í Los Angeles á mánu- dag búa enn í tjöldum i almenningsgörðum í borginni og marg- ir gagnrýndu embættismenn fyrir seinagang og ringulreið í hjálparstarfinu. 55 manns létu lífið í skjálftanum. Árásin á skautakonuna Nancy Kerrigan Lífvörðurimi segir Harding samseka Portland. Reuter. SKAUTAKONAN Tonya Harding hefur lítið næði fengið til æfinga eftir að grunur beindist að lífverði hennar vegna árásinn- ar á keppinaut Harding, Nancy Kerrigan. Fjölmiðlar sitja um heimili hennar dag og nótt og kviðdómur metur nú hvort ástæða sé til að ákæra hana um að hafa lagt á ráðin um árásina. I við- tölum, sem birt voru við lífvörð Harding á fimmtudag, fullyrðir hann að hún eigi þátt í árásinni, enda hafi hún verið gerð til að Harding gæti unnið gullverðlaun á Ólympíuléikunum. Minnsta verðbólga í Danmörku í 35 ár Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT tölum frá dönsku hagstofunni var verð- bólga í Danmörku aðeins 1,2% á liðnu ári. Frá því tekið var upp fast gengi 1982 hefur verðbólgan lækkað jafnt og þétt, þar til að hún sló 35 ára metið. Þar með nálgast Danir verðstöður, þegar verðbólga er engin. Venjulega er verðbólga mest í desember, en í desember síðastliðnum lækkaði verð, í stað þess að hækka. Danir lögðu einnig meira til hliðar á liðnu ári en áður, þrátt fyrir hvatningu stjórnmálamanna um að eyða meiru, til að glæða viðskiptalífið. í vikunni lækkaði danski Seðlabankinn forvexti nið- ur í 5,75%, sem eru þeir lægstu í þrjátíu ár. Embættismennirnir báðu fólkið að sýna þolinmæði og reyndu að finna húsnæði fyrir rúmlega 20.000 manns sem urðu að flýja heimili sín. Þúsundir manna hafa sofið í tjöldum frá því á mánudag í talsverðum kulda. Matvæli og vatn eru af skornum skammti í tjaldbúðunum og læknar óttast að sjúkdómar blossi þar upp. „Hún vissi að þetta var ætlun- in,“ sagði Shawn Eckhardt í sjón- varpsviðtali og átti við Harding, sem staðfastlega hefur neitað að hafa vitað um ráðabruggið. í við- tali við dagblað í Portland, heima- borg Harding, sagði hann hins vegar að hún hefði gerst óþolin- móð er framkvæmd árásarinnar dróst á langinn. Hefði Harding hellt úr skálum reiði sinnar og sagt sér að drífa í málunum. Þá fullyrðir Eckhardt að eigin- maður Harding, Jeff Gillooly, hafi fyrst viljað að Kerrigan yrði drep- in og morðið yrði látið líta út eins og bílslys. Segist Eckhardt hafa reynt að draga úr þessum áætlun- um og að sér hafi tekist að fá Gillooly til að samþykkja að nóg væri að slasa Kerrigan. Tonya Harding varð að æfa í skjóli nætur í vikunni vegna fjöl- miðlaágangs. Hefur hún haldið fram sakleysi sínu og segist reiðu- búin að keppa á Ólympíuleikunum í Lillehammer í næsta mánuði. Bandaríska ólympíunefndin íhug- ar nú hvort meina eigi Harding þátttöku vegna málsins en sér- fræðingar í lögum segja að þar með eigi nefndin yfir höfði sér málsókn, þar sem ekkert hafi sannast á Harding. Sonur Sýrlandsfor- seta ferst í bílslysi Beirút. Reuter. ELSTI sonur Hafez al-Assads, forseta Sýrlands, fórst í bíislysi í Damascus í gær. Nabin Berri, forseti þings Líban- ons, skýrði frá þessu í Beirút. Helstu leiðtogar Líbanons, Elias Hrawi forseti, Rafik al-Hariri for- sætisráðherra, auk Berris, fóru þegar í stað með bifreið til Dam- ascus. Sonur Assads, Bassel, var 32 ára gamall herforingi, hár, grann- ur og vinsæll meðal alþýðu. Sér- fræðingar í stjórnmálum Miðaust- urlanda sögðu að orðrómur hefði verið á kreiki í Sýrlandi í nokkur ár um að Bassel ætti bráðlega að taka við af föður sínum, en það fékkst aldrei staðfest. „Bassel hélt sig alltaf utan sviðs- ljóssins og sýndi aldrei áhuga á forystustörfum í stjórnmálum," sagði einn sérfræðinganna og kvaðst ekki telja að sonurinn hefði verið myrtur af pólitískum ástæð- um. „Það er líklegra að hér hafi átt sér stað fjölskylduharmleikur." Reuter Bassei al-Assad um breytingum á miðstýringarkerf- inu sovéska sem enn er við lýði í mestöllum þungaiðnaði lands- manna. Talið er að hann ætli að koma á verðstöðvun og fastákveða gengi rúblunnar án tillits til mark- aðsgengis en vegna pólitískrar upp- lausnar og vanþróunar hagkerfisins í landinu er ólíklegt að stjórnvöld hafi nauðsynleg tæki til slíkra að- gerða. Deilt er um það hvort umbóta- sinnarnir róttæku hafi í raun gripið til þeirra efnahagslegu hrossalækn- inga í markaðsátt sem andstæðing- ar þeirra saka þá um. Meira en 40% Rússa starfa að vísu hjá samvinnu- qg einkafyrirtækjum, verðlag hefur að verulegu leyti verið gefið frjálst og vísar að markaðsskipulagi eru að stinga upp kollinum. En verð á orku til stórfyrirtækja er enn langt undir heimsmarkaðsverði og þau halda flest áfram að framleiða lé- legan varning sem fáir vilja kaupa, framleiðslukostnaður er oft óheyri- legur vegna úreltra tækja og vinnu- bragða. Markaðsöflin eru ekki nýtt til þess að gefa fyrirtækjuum vís- Bendingar um hvað beri að bæta. Vofa atvinnuleysisins Tugmilljónir Rússa eru í reynd í eins konar atvinnubótavinnu hjá þessum risasamsteypum sem seðla- bankinn hefur haldið á floti með lánveitingum. Sums staðar hefur þó ekki tekist að greiða laun undan- farnar vikur og víða hefur verið dregið mjög úr framleiðslunni, ýmist vegna skorts á hráefnum eða kaupendum. Ráðamenn í stórfyrirtækjunum beijast að sjálfsögðu fyrir hags- munum fyrirtækjanna og úm leið sínum eigin völdum, þeir hafa ávallt átt volduga talsmenn í röðum and- stæðinga umbótasinna á þingi en ekki síður í ríkisstjórninni. Sérfræð- ingar, aðrir en þeir sem Tsjerno- mýrdín styðst við, telja að mörgum risafyrirtækjunum verði alls ekki bjargað, þau beri að leggja niður og loka verksmiðjunum. Afleiðingin yrði atvinnuleysi sem fljótlega gæti snert tugmilljónir manna, veikburða öryggisnet samfélagsins myndi ekki ráða við verkefnið. Félagslega um- rótið og örvæntingin í kjölfarið gætu kollvarpað, hvaða stjórn sem væri við völdin þá stundina. Það er þessi hryllingsmynd sem Tsjerno- mýrdín vill koma í veg fyrir að breytist í veruleika. Heimildir: T/ie Economist o.fl. nniiiiiBi Tökum pmla bílinn uppí og láoum |iér mismuniun. Eiou siuui Accord, alltaf Accord HONDA Vatnagörðum - Sími 689900 ^ __________________ “ KOSTABOÐ UJ : Á ÖRFÁUM EÐALVÖGNUM. HniiJa Accoid [X, sjóltskiptm ó aitims:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.