Morgunblaðið - 22.01.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
37
SAMKEPPNI
Hver er líkust
Marilyn Monroe?
Leikarinn Jason Priestley, sem
leikur Brandon í sjónvarps-
þáttunum Beverly Hills 90210 fékk
það erfiða hlutverk fyrir skömmu
að vera dómari í samkeppni um
hvaða kvenmaður væri líkastur leik-
konunni frægu Marilyn Monroe.
Ekki fylgir fréttinni hvaða kven-
maður sigraði, en eins og sjá má á
eru stúlkurnar á öllum aldri.
Jason Priestley með kvenfólkinu í hæfileikakeppninni.
toJEmNG
Siggi Sveins
íþróttamaður Selfoss
Sigurður Vaiur Sveinsson
handknattleiksmaður var
valinn íþróttamaður Selfoss
1993 í sérstöku hófi bæjar-
stjórnar Selfoss sl. miðviku-
dag. Hann var einnig út-
nefndur mestur afreksmaður
Umf. Selfoss fyrir nokkru.
Auk þessarar tilnefningar
voru veittar viðurkenningar
til efnilegra unglinga og
styrkir afhentir til íþróttafé-
laganna. Næstur Sigurði
Sveinssyni að tilnefningum
var Einar Öder Magnússon
kunnur hestamaður. Hlut-
gengt til kjörs er íþróttafólk
úr öllum íþróttagreinum sem
stundaðar eru á Selfossi.
Um leið og Sigurður
Sveinsson tók við heiðursbik-
arnum gengu félagar hans
úr handboltaliði Selfoss í sal-
inn og fögnuðu útnefning-
unni með viðstöddum.
Einn þeirra sem fékk við-
urkenningu sem efnilegur
unglingur var nafni Sigurðar, Sig-
urður Sveinsson körfuknattleiks-
IÞROTTIR
Liselotte Karlsson lifir nú góðu
lífi.
HEILSA
Elsta
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Tvær „Sigga-hetjur". Sigurður Valur
Sveinsson ásamt nafna sínum, Sigurði
Sveinssyni, efnilegnm körfuboltamanni.
maður, en körfuknattleikurinn á
vaxandi fylgi að fagna á Selfossi.
Connie Selecca og John Tresh.
Sigurður Jónsson
íþróttamaður Akraness
„hjartabam“
Norðurlanda
Rúm tuttugu og fþnm ár eru liðin
síðan hin norska Liselotte
Karlsson gekkst undir hjartaaðgerð.
A þeim árum var ekki hefð fyrir því
að gera slíkar aðgerðir á börnum,
heldur einungis á unglingum og full-
orðnum.
Hjartagallinn uppgötvaðist við
fæðingu, en ekki var lagt út í aðgerð
fyrr en Liselotte var orðin Qögurra
ára. Þá hafði yngra barn en tíu ára
ekki gengist undir slíka aðgerð, sam-
kvæmt tímaritinu Se og Hör.
Svo vel tókst til að Liselotte hefur
getað lifað svo tii eðlilegu lífi síðan.
Foreldrarnir gættu þess að ofvernda
hana ekki og fékk hún því að leika
sér og hamast líkt og önnur börn.
Hún segist gera sér grein fyrir að
henni séu takmörk sett, en í staðinn
reynir hún að velja sér tómstundir
og starf eftir getu. Nú starfar hún
hjá samtökum fyrir hjartaveik börn
og nýtur sín vel þar.
LEIKARAR
Ofætt barnið
á að kynnast
röddinni
Leikkonan Connie Selecca og eig-
inmaður hennar John Tesh, sem
þekktur er úr þáttunum „Entertain-
ment Tonight“ eiga von á fyrsta barni
sínu í sumar. Fyrir á Connie 12 ára
son Gib frá fyrra hjónabandi, en hún
var gift leikaranum Gil Gerard.
Selecca, sem er 38 ára, kveðst hafa
viljað bíða í fímm ár enn með að eign-
ast barn, en þrýstingur hafi komið
bæði frá Gib og John. Væntingarnar
eru að vonum miklar hjá John, sem
er orðinn fertugur og á ekkert barn
fyrir. Segir Connie að hann sé þegar
farinn að tala við barnið 1 gegnum
bumbuna, svo að það þekki rödd hans
þegar það komi í heiminn. Spenning-
urinn er ekki minni hjá Gib, sem fer
með í allar skoðanir til að heyra hjart-
slátt barnsins. Að sjálfsögðu á að
festa atburðinn á filmu þegar að
fæðingunni kemur eins og var gert
þegar Connie eignaðist Gib.
Knattspyrnu-
kappinn Sigurð-
ur Jónsson var kjör-
inn íþróttamaður
Akraness 1993. Út-
nefning Sigurðar
kemur engum á
óvart svo mjög sem
hann hefur afrekað á
síðasta ári á knatt-
spyrnuvellinum.
Hann varð ásamt fé-
lögum sínum bæði
íslands- og bikar-
meistari og drifijöð-
ur í leik liðsins á leik-
tímabilinu. Hann var
valinn leikmaður Is-
landsmótsins af
Morgunblaðinu svo
og besti leikmaður
íslandsmótsins í kjöri
leikmanna 1. deildar-
manna. Þá var Sig-
urður einnig valinn
knattspyrnumaður
ársins á Akranesi, þá
lenti hann í öðru sæti í vali íþrótta-
manns ársins í kjöri DV og í þriðja
sæti í kjöri íþróttamanns ársins
1993 í vali íþróttafréttamanna á
dögunum. Ferill Sigurðar er einkar
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Sigurður Jónsson með hin glæsilegn sigurlaun
sem fylgja tilnefningunni íþróttamaður Akra-
ness.
glæsilegur þó oft hafi hann þurft
að takast á við erfið meiðsli sem
m.a. bundu enda á atvinnumanns-
feril hans í Englandi.
Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum sem
heiöruöu mig og glöddu meö heimsóknum,
heillaóskum og gjöfum á nírœÖisafmœli mínu
þann 15. janúar síöastliöinn.
Guð blessi ykkur öll.
Guðni Grímsson,
Herjólfsgötu 14,
Vestmannaeyjum.
HJÁ ANDRESI
Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröíuþjónusta.
Vönduð jakkaföt, nýkomin
verð kr. 14.900
Janúartilboð
Jakkaföt áður kr. 9.900,- nú kr. 6.900,-
Stakir jakkar áður kr. 4J9O0,- &
nú kr. 3.900,-
+
HOSTA
HOTEL- OG FERÐAMALASKOLII SVISS
35 ára reynsla - námskeið kennd á ensku.
Viðurkennt ( bandarískum og evrópskum háskólum.
HÓTELREKSTRARNÁMSKEIÐ M/PRÓFSKÍRTEINI
• Almennur rekstur og stjómun - 1 ár.
• Framkvæmdastjómun - 2 ár.
FERÐAMÁLAFRÆÐIM/PRÓFSKÍRTEINI
• Almennt ferðaskrifstofunámskeið - 1 ár.
(innif. viðurkennt IATA/UFTAA námsk. m/prófskírteini)
• Framkvæmdastjórn - 1 ár.
Fáið upplýsingar hjá:
HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL, 1854 D LEYSIN,
SVISS, Sími 90 41-25-342611, fax. 90 41-25-341821.
UTSALA 10 - 60% AFSLATTUR
Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur,
íþróttaskór, íþróttagallar o.fl.
OPIÐ
laugardag
1(1.10 16
fthummel^1
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Simi 813555 og 813655