Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C
24. tbl. 82. árg.
" ....1.....
Endurfundir
eftir hálfa öld
BRETINN William Greenhalgh átti ný-
lega innilega endurfundi með konu
sinni, Shúru Alexandrobnu, sem hann
hafði ekki séð í 50 ár. Kynntust þau
þegar hann var á herskipi, sem hafði
aðsetur í Arkangelsk við Hvítahafið, og
höfðu þekkst í eitt ár þegar þau gengu
í hjónaband. Daginn eftir lét skip Green-
halghs úr höfn án þess Alexandrobna
fengi að fara með. Greenhalgh lifði allt-
af í voninni um að hitta konu sína aftur
en Alexandrobna fékk skilnað þegar
henni var hótað Síberíuvist ella. Giftist
hún og átti tvö börn en hjónabandið
entist aðeins í tvö ár. Það voru loks
starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar
Channel 4, sem fundu hana. Buðu þeir
henni til London í síðustu viku og þótti
það hjartnæm stund þegar gömlu elsk-
endurnir hittust aftur eftir hálfa öld.
Allt eða ekkert
ÞÁ, sem ánetjast spilafíkninni, dreymir
alla um stóra vinninginn og þannig var
það líka með Bretann Christopher Boyd.
Hann sýndi hins vegar meiri staðfestu
en títt er um fjárhættuspilara því að
hann sparaði hvern eyri í þtjú ár áður
en hann brá sér í spilavítið Horseshoe
eða Skeifuna í Las Vegas í Bandaríkjun-
um og lagði afraksturinn, nærri átta
milljónir kr., undir á eina tölu. Líkurnar
á, að hann ynni, voru aðeins einn á
móti 35 en hann valdi sér töluna 7.
Rúllettan fór af stað og það mátti heyra
saumnál detta í salnum þótt fjöldi manna
fylgdist með. Þegar svo kúlan datt á
sjöuna stundi fólkið þungan en Boyd
gekk út með nærri 16 milljónir kr.
A
Utþynntar um-
bætur í Japan
Tókýó. Reuter.
JAPANSKA þingið samþykkti í gær út-
þynnt frumvarp Morihiros Hosokawa
forsætisráðherra um umbætur á stjórn-
mála- og kosningakerfinu í Japan. Upp-
haflegt frumvarp hans var fellt í efri
deild þingsins og því neyddist hann til
að semja við sljórnarandstöðuna, Frjáls-
lynda lýðræðisflokkinn, og breyta því
verulega. Hosokawa vildi til dæmis
banna fjárstuðning stórfyrirtækja við
einstaka stjórnmálamenn og flokka en
samkvæmt frumvarpinu, sem var sam-
þykkt í gær, verður hann heimill. Aðrar
breytingar eru helstar, að tekin verða
upp einmenningskjördæmi að nokkru
leyti í stað hlutfallskosninga en reynsla
margra þjóða er, að spilling þrífst betur
í skjóli hlutfallskosningakerfis en ein-
menningskjördæma.
ÞRONG a þingi
SUNNUDAGUR 30. JANÚAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins
. H'J *f
GENGIÐ HEIM Á LEIÐ Sæberg
Líkur á tvísýnum f orsetakosningum í Finnlandi næsta sunnudag
Rehn hefur forystuna
en Ahtisaari vinnur á
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
SÍÐARI umferð forsetakosninganna í Finnlandi verður eftir viku og samkvæmt skoðana-
könnunum eru líkur á, að mjótt geti orðið á mununum milli þeirra Elisabeth Rehn
varnarmálaráðherra og Martti Ahtisaari ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Könn-
un sem síðdegisblaðið Iltalehti gerði í síðustu viku gaf raunar Rehn fylgi 67% lands-
manna en Ahtisaari 32% en samkvæmt könnun, sem dagblaðið Helsingin Sanomat birti
í gær, fengi Rehn 53% atkvæða en Ahtisaari 47%. Það hefur því dregið verulega sam-
an með þeim.
Kosningabarátta þessara tveggja fram-
bjóðenda, sem fengu mest fylgi í fyrri umferð-
inni, hefur verið óvenju hörð eftir því sem
gerist í Finnlandi. Ahtisaari, sem kalla má
fulltrúa stjórnarandstöðunnar, hefur hamrað
á efnahagskreppunni í landinu og hann hefur
sakað Rehn um að bera sina ábyrgð á volæð-
inu með því að sitja í núverandi stjórn. Rehn
svarar þessum ásökunum fullum hálsi en auk
þess hefur hún þurft að eyða efasemdum
þorra landsmanna, sem er finnskumælandi,
um að óhætt sé að kjósa landinu forseta úr
flokki sænskumælandi Finna.
í síðustu viku gekk formaður Suomalaisu-,
uden liitto, flokks sem berst fyrir finnskum
hagsmunum, á fund Ahtisaari og tjáði honum
stuðning sinn vegna þess að „ekki eigi að
auka áhrif sænska minnihlutans“, en Ahtisa-
ari afþakkaði gott boð. Sagði hann að flokkur-
inn ætti að vinna að framgangi finnskrar
menningar en þess í stað berðust forsprakkar
hans aðallega fyrir því að útrýma sænskri
tungu og menningu í Finnlandi.
I utanríkismálum greinir þau Rehn og
Ahtisaari lítt eða ekkert á, styðja bæði aðild
Finna að Evrópubandalaginu, en í innan-
lands- eða efnahagsmálum eru þau ekki alveg
sama sinnis. Ahtisaari vill auka útgjöld hins
opinbera í þeirri von að það dragi atvinnulíf-
ið upp úr kreppudalnum en Rehn situr í ríkis-
stjórn sem hefur beitt aðhaldi og niðurskurði
til að koma böndum á gífurlegar skuldir
fínnsku þjóðarinnar.
------♦---------
Rússar draga
úr álvinnslu
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESK stjórnvöld hafa samþykkt að
minnka álframleiðslu sína um 500.000 tonn
á næstu sex mánuðum.
Kom þetta fram í yfirlýsingu frá Georgíj
Gabúníj a aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra.
„Við höfum sent Evrópubandalaginu staðfest-
ingu þess efnis, að við séum reiðubúnir að
minnka framleiðsluna um 300.000 tonn í febr-
úar, mars og apríl og um 200.000 tonn í
maí, júní og júlí,“ sagði Gabúníja. Búast má
við álverðshækkun gangi þetta eftir.
KVOTAÞING FÆR
DRÆMAR
VIÐTÖKUR 16