Morgunblaðið - 30.01.1994, Page 6

Morgunblaðið - 30.01.1994, Page 6
6 FRETTIR/INNUENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994 Júlíus Hafstein um ummæli Þráins Bertelssonar Vel þeginn næturakstur Morgunblaðið/Júlíus Næturakstur Strætisvagna Reykjavíkur hf. sem hófst aðfaranótt laugardagsins var greinilega vel þeginn hjá farþegum, samkvæmt upplýsingum frá SVR hf. í gærmorgun. Ekki lá þá fyrir hve margir farþegar hefðu nýtt sér þjónustuna, en farnar voru tvær ferðir í úthverfin, annars vegar kl. 2 og hins vegar kl. 3 um nóttina. Aksturinn gekk í alla staði mjög vel utan þess að færð var nokkuð þung í úthverfunum, og var umgengni um vagnanna til fyrirmyndar. Honum til vansa að ráðast að mér persónulega „ÉG ER búinn að skýra málið nákvæmlega í Morgunblaðinu og hef engu við það að bæta. Mér þykir miður að formaður Rithöfundasam- bandsins sem jafnframt er fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans skuli ráðast að mér persónulega út af þessu og er það honum aðeins til vansa,“ sagði Júlíus Hafstein, formaður lýðveldishátíðarnefndar Reykjavíkur, þegar borin voru undir hann ummæli Þráins Bertelssonar, formanns Rithöfundasambandsins, um Júlíus vegna þeirrar ákvörðunar að fá Indr- iða G. Þorsteinsson til að senya verk til flutnings við opnun ljósmynda- sýningar í Ráðhúsinu í stað verks sem Ömólfur Árnason hafði samið. Júlíus sagðist hafa ákveðið að fara aðrar leiðir en umsjór.armaður dagskrárinnar, talið málið betur komið í höndum Indriða G. fyrst hann á annað borð fékkst til að taka það að sér og hann hefði talið málið úr sögunni eftir að búið var að gera upp við Ömólf. „Frá mínum bæjar- dyrum séð eru þetta bæði persónu- legar og pólitískar árásir á mig sem ég vona að sjálfstæðismenn sjái í gegnum," sagði Júlíus. Hann bætti því við að sér þætti miður hvernig Borgarstjóri segir að tilkynna eigi breytingar á brunabótamati Tryggft verður að upplýs- ingar berist húseigenda TVÍMÆLALAUST á að tilkynna um breytingar á brunabótamati með öðrum hætti en gert var iyá húseiganda þeim sem sagt var frá í Morgunblaðinu, segir Markús Orn Antonsson, borgarstjóri. Greint var frá því að Húsatryggingar Reykjavíkurborgar lækk- uðu brunabótamat húseignar í borginni um áramót án þess að tilkynna húseiganda að þessi breyting væri fyrirhuguð. Lækkað brunabótmat húseignar lækkar veðhæfni hennar, vegna lána- reglna Húsnæðismálastofnunar ríkisins og fleiri lánastofnana. Úr Kerlingarfjöllum, mynd Ásgríms Jónssonar frá 1921. Sýning á vatnslitamynd- um Asgríms Jónssonar SÝNING á úrvali vatnslitamynda Ásgríms Jónssonar í eigu Lista- safns Islands og Safns Ásgrims Jónssonar hefur verið opnuð í Listasafni íslands. Safn Ásgríms Jónssonar var sameinað Listasafninu, sam- kvæmt ákvæðum í erfðaskrá hans, þegar það flutti í eigið hús- næði árið 1988. Listasafnið vill minna á þessa fyrstu stórgjöf listamanns til safnsins, þegar það hefur 110. starfsár sitt á fimmtíu ára afmæii lýðveldisins. Ásgrímur Jónsson hóf snemma að mála með vatnslitum og mál- aði allan sinn starfsferil jöfnum höndum með þeim og olíulitum. Hann náði undraverðum tökum á þessum vandmeðfama miðli og er talinn fremsti vatnslitamálari þjóðarinnar. Á sýningunni verða myndir frá ýmsum skeiðum á starfsferli Ás- gríms; allt frá fyrstu námsárum hans hér heima, m.a. úr ferðum hans í Skaftafellssýslur 1910—12, til síðustu áranna er hann málaði m.a. á Þingvöllum og Húsafelli. Sýningin stendur til 13. mars og verður opin daglega nema mánudaga frá kl. 12-18. Kaffi- stofa safnsins er opin á sama tíma. Sýningin er afar fræðandi og er hægt að panta leiðsögn um hana fyrir hópa hjá safnkennara. „í þessu tiltekna tilviki var brunabótamatið framkvæmt fyrir áramót og eftir að nýju stjómsýslu- lögin tóku gildi um áramót verður þess gætt að þetta endurtaki sig ekki. Þar sem matið var framkvæmt fyrir gildistöku laganna efast ég um að það nái að stangast á við þau, en séð verður til þess að upp- lýsingamar berist með öðmm hætti en með álagningarseðli í upphafi árs eins og þarna gerðist," segir Markús. Bmnabótamat er miðað við efnis- legt verðmæti hússins ef til bmna kemur og er tekið tillit til kostnað- ar og efnislegrar rýmunar vegna aldurs og notkunar og ástands við mat. Ekki er tekið tillit til t.d. stað- setningar húss sem gefur jafnan vísbendingar um markaðsverð. Húsnæðistofnun ríkisins og fleiri lánastofnanir miða við að lán þeirra séu að hámarki 65% af brunabóta- mati húseigna, sé það lægra en markaðsverð. Bmnabótamat sýnir hámarks efnisleg verðmæti hús- eignar og endurspeglar því sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins afar sjaldan útborgaðar trygg- ingabætur við bmna né markaðs- verð, þó að áðumefndar lánastofn- anir miði lánveitingar sínar við brunabótamat fasteignar. „Eðli- legra væri að lánastofnanir myndu framkvæma í hverju tilviki veðmat sem sýndi raunvemlegt verðmæti eignar, bæði gagnvart trygginga- fyrirtækjum og bankastofnunum sem miða lán sín við brunabóta- mat,“ segir Gunnar S. Bjömsson, dómkvaddur matsmaður bmna- bótamats í Reykjavík. Aðeins markaðsverð sýnir raunvirði Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, kveðst ekki þekkja dæmi þess að brunabóta- mat, hvort sem það er hækkað eða lækkað, hafi bein áhrif á markaðs- verð. Það sé hins vegar ekki óal- gengur misskilningur hjá húseig- endum að markaðsverð taki mið af bmnabótamati eða fasteignamati. „Ég held að aðeins eitt mat geti endurspeglað raunvirði eigna og það er áætiað markaðsmat, en í slíku mati er gert ráð fyrir vissum frávikum. Ég fæ ekki séð að annað mat endurspegli raunvirði. Líti lánastofnanir blindandi á bruna- bótamat eða fasteignamat geta ver- ið mikil frávik frá þeim og raun- vemlegu markaðsverði, sem ég veit ýmis tilvik um, þannig að mjög vafasamt væri að lána út á eign án þessa að skoða hana sérstak- lega,“ segir Sverrir. Við sölu fasteignar ber fasteigna- sölum skylda til að hafa bæði bruna- bótamat og fasteignamat við hend- ina. Sverrir segir að við fasteigna- sölu þurfi í sumum tilvikum að óska eftir hærra brunabótamati vegna lánaregla lánastofnana og í þeim tilvikum hafí Húsatryggingar Reykjavíkurborgar tekið skynsam- lega á málum. Rithöfundasambandið sendi. Indriða G. Þorsteinssyni, einhveijum besta og farsælasta rithöfundi þjóðarinn- ar, tóninn með þeim hætti sem for- maður þess gerði með ummælum sínum. ♦ ♦ ♦------- Lífeyrisgreiðslur Tvískött- un verði afnumin ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um að skattalögum verði breytt þannig að lífeyrisgreiðslur verði ekki tvískattaðar og hætt verði að skattleggja ávöxtun þess fjár sem launþegar greiða í lífeyr- issjóði. Segja þingmennirnir að um sé að ræða óþolandi mismunun. Guðmundur Hallvarðsson, Sólveig Pétursdóttir og Vilhjálmur Egilsson bera ályktunina fram og er rökstuðn- ingur þeirra sá að þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp hafi lífeyris- greiðslur um leið verið tvískattaðar en þær hafi áður verið undanþegnar tekjuskatti. Nú sé tekjuskattur lagð- ar á þær tekjur sem launþegi greiði sem iðgjald í lífeyrissjóð og síðan sé lífeyririnn skattlagður á nýjan leik þegar hann er greiddur út. Eins hafi komið upp skattaleg mismunun hvað varðar ávöxtun launþegahluta lífeyr- isiðgjaldsins, þar sem tekinn sé tekju- skattur af lífeyrisgreiðslunum á sama tíma og ávöxtun annars spari- fjár sé skattfrjáls. Athugasemd Félags- vísindastofnunar HÍ VEGNA villandi ummæla Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, um Félagsvísindastofnun háskólans, sem hann lætur falla í grein í Morg- unblaðinu laugardaginn 29. janúar, óskar undiritaður að upplýsa eftirfarandi: um könnunarinnar, viðtal við Svan Kristjánsson dósent í félagsvísinda- deild háskólans, þar sem hann túlk- aði niðurstöðurnar og var að sönnu með nokkra pólitíska áeggjan til vinstri manna. Þetta allt er Félags- vísindastofnun hins vegar algerlega óviðkomandi. Svanur Kristjánsson er ekki talsmaður Félagsvísinda- stofnunar, frekar en aðrir starfs- menn Háskóla íslands. Forstöðu- maður stofnunarinnar einn er tals- maður hennar, ásamt stjórnar- mönnum stofnunarinnar (dr. Jón Torfí Jónasson og dr. Friðrik H. Jónsson). Félagsvísindastofnun ber því enga ábyrgð á ályktunum sem menn í stjórnmálum kunna að draga af niðurstöðum kannana. Stofnunin ber heldur ekki ábyrgð á pólitísku starfi einstakra starfsmanna há- skólans. F.h. sljórnar Félagsvísinda- stofnunar, Stefán Ólafsson, prófessor forstöðumaður Fé- lagsvísindastofnunar. Félagsvísindastofnun er sjálf- stæð stofnun innan háskólans sem m.a. framkvæmdir kannanir fyrir aðila í þjóðfélaginu sem um það biðja og fyrir það greiða. Stofnunin ábyrgist hlutleysi og fagleg vinnu- brögð við slíka þjónustu. Allir stærri stjómmálaflokkar og fjölmiðlar landsins hafa notað sér þessa þjón- ustu stofnunarinnar. Sú könnun sem forsætisráðherra vitnar til sýndi að hugsanlegt sam- eiginlegt framboð stjómarand- stöðuflokkanna í borgarstjórn myndi að óbreyttu fá meira fylgi en þeir fengju í heild ef þeir fæm fram sér á báti. Fleiri könnunaraðil- ar hafa fengið þá útkomu síðan. Davíð Oddsson segir í grein sinni eftirfarandi: „Skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar og frýjunar- og prédikun- arorð talsmanns hennar var meira en málpípur þessara flokka og flokksbrota gátu staðist...“ Þama vitnar Davíð Oddsson til þess að Ríkissjónvarpið hafði, í framhaldi af frétt þess af niðurstöð- < 4 4 4 í 4 4 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.