Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994 11 Morgunblaðið/Árni Sæberg GAUMGÆFILEG athugun lagafrumvarpa hvílir fyrst og fremst á herðum nefnda Alþingis. Myndin er tekin af aukafundi ailsherjar- nefndar nú í vikunni en þess má geta að einungis hluti nefndar- manna var á fundinum. Frá vinstri: Elín Biöndal nefndarritari, Jón Helgason, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Sóiveig Pétursdóttir for- maður, Jóhann Ársælsson og Gísli S. Einarsson. er einkum bagalegt þegar um er að ræða viðkvæm deilumál er snerta stjórnarskrá íslands, mann- réttindamál og alþjóðlegar skuld- bindingar og þegar gæta þarf laga- samræmis. Við síðustu endurskoð- un þingskapalaga var rædd sú hug- mynd að setja á stofn sérstaka stjórnlaganefnd, skipaða Alþingis- mönnum. Sú hugmynd hlaut ekki byr að því sinni. Alþingismenn geta leitað ráðgjafar hjá skrifstofu Al- þingis og enn fremur geta þing- flokkarnir leitað sér lögfræðilegrar ráðgjafar hjá starfsmönnum eða annars staðar. Lxjks hafa ráðuneyt- in á sínum snærum lögfræðinga og leita einnig ráðgjafar annars staðar. Þetta er þó ekki nægilegt þegar um viðkvæm og flókin úr- lausnarefni er að ræða. Enginn óháður aðili er til staðar til að fást við slík mál. Að sjálfsögðu eru starfsmenn þingflokka háðir sínum flokkum og starfsmenn ráðuneyta lúta húsbóndavaldi ráðherra sinna. Sama kann að gilda þegar ráðherra velur tiltekna lögfræðinga til að kanna ákveðin mál. Að sjálfsögðu kemur til tortryggni hjá stjórnar- andstöðu varðandi álit frá mönnum ráðherra og þingmenn annarra flokka kunna að rengja niðurstöður frá starfsmönnum þingflokks." Til- Iagan var afgreidd til nefndar. Aðhald í nágrannaríkjunum Það er fróðlegt að huga að því hvernig nágrannalöndin reyna að tryggja gæði löggjafar. Um það er ijallað í danskri skýrslu sem birt er sem fylgiskjal með þingsályktun- artillögu Páls Péturssonar: I Nor- egi, Finnlandi, Bretlandi og Þýska- landi eru stjórnarfrumvörp skoðuð á sérstökum stjórnarskrifstofum, oftast á vegum dómsmálaráðuneyt- isins, áður en þau eru lögð fram með tilliti til þess hvort þau brjóta í bága við stjórnarskrána og hvort þau séu lagatæknilega rétt. í Sví- þjóð, Finnlandi og Frakklandi get- ur, eða á, ríkisstjórnin að kalla eft- ir umsögn ráðs sem er sjálfstætt að einhverju leyti (Lagaráðs, Con- seil d’Etat) áður en frumvarpið er lagt fram. { öllum þessum löndum virðist hvíla sú skylda á þingforseta að sjá til þess að lagafrumvörp, sem lögð eru fram, samræmist stjórnar- skrá. Komi upp vafi meðan frumvarp er til meðferðar á þingi um að það samræmist stjórnarskrá er í Sví- þjóð hægt að leita til Lagaráðsins. I Noregi geta viðkomandi nefndir, með samþykki forsætisnefndar, og í Finnlandi stjórnarskrárnefndin leitað eftir lögfræðiaðstoð og ráð- gjöf um málið utan þingsins. í Frakklandi og Þýskalandi getur stjórnarskrárráð/dómstóll gert endanlega út um málið og þá án þess að um dómsmál í hefðbundn- um skilningi sé að ræða. í Danmörku hafa gæði löggjafar verið mjög til umræðu undanfarin ár. Þar í landi fer lagaskrifstofa dómsmálaráðuneytisins yfir frum- vörp og athugar hvort orðalag sé lagatæknilega tilhlýðilegt, hvort um óhæfilegt valdframsal til fram- kvæmdavaldsins sé að ræða og hvort frumvarpið samrýmist stjórn- arskránni, öðrum lögum og megin- reglum laga. Sú leið hefur þann annmarka að sögn hins virta danska lögfræðings W.E. von Ey- bens sem skrifaði um þetta-efni í Politiken 8. apríl 1992 að það hef- ur reynst erfiðleikum bundið að leggja öll lagafrumvörp fyrir ráðu- neytið einkum þegar liggur á, sem ekki er sjaldan. Upp á síðkastið hefur ráðuneytið einnig fengið á sig nokkurt óorð vegna Tamíla- málsins. Þar hafa lengi verið hug- myndir um að setja á stofn Lagar- áð að sænskri fyrirmynd. Frumvarp um það efni kom fram fyrir nokkr- um árum en hlaut dræmar undir- tektir. Fulltrúar dómstóla lýstu sig mótfallna því að taka þátt í störfum Lagaráðs enda er spurning hvort það samrýmist hugmyndum um aðskilnað dómsvalds og löggjafar- valds. Ríkisstjórn Pouls Nyrups Rasmussens hafði stofnun Lagar- áðs á stefnuskrá sinni. En nú hefur forseti danska þingsins brugðist þannig við að frábiðja sér afskipti framkvæmdavaldsins og segir hann þingið einfært um að sjá til þess að lagasetning sé sómasam- leg. Von Eyben hefur sjálfur lagt til að stutt verði frekar við bakið á nefndarriturunum. Þeir séu undir það miklu álagi að ekki vinnist tími til að fara í saumana á frumvörpum af þeirra hálfu. En eigi gagnrýnin yfirferð frumvarpa að hafa ein- hveija þýðingu þá sé um slítandi starf að ræða sem úrvalsfólk ynni af hendi og geri þá ekkert annað á meðan. Kostar sitt Sigurður Líndal prófessor telur mikið á vanta að löggjafarstarfið sé nógu vandað hérlendis. Það verði að leggja meiri áherslu á lögfræði- lega yfirferð frumvarpa áður en þau eru afgreidd. Og þótt það kosti auðvitað sitt þá megi ekki gleyma kostnaði þjóðfélagsins við öll mála- ferlin sem spinnast út af ófullkomn- um lögum. Um þá gagmýni að þingmenn hafi lítinn áhuga á stefnumótun í löggjöf segir Sólveig Pétursdóttir, formaður allsheijarnefndar, að þar sé um misskilning að ræða. Til dæmis hljóti málefni fjölskyldunnar svo sem varðandi barnalög og rétt- arstöðu fólks mun meiri umfjöllun á Alþingi nú en áður fyrr. „Yfir- leitt er vel staðið að þeim stjórnar- frumvörpum sem koma inn í alls- heijarnefnd. Mörg þeirra hafa verið samin af réttarfarsnefnd eða siija- laganefnd þar sem sérfræðingar á þessu sviði eiga sæti. Almennt tel ég vel staðið að löggjafarstarfinu. Hins vegar væri bót að því að þing- nefndir hefðu greiðari aðgang að sérfræðiaðstoð, en nú er verið að semja ákveðnari reglur þess efnis. Þá þarf að huga sérstaklega að lögskýringargögnum eins og nefndarálitum og framsöguræðum. Þau endurspegla oft þær umræður og athugasemdir sem fram koma við meðferð lagafrumvarpa í þing- nefndum og varpa þannig skýrara ljósi á löggjafarviljann.“ Sólveig segir að það geti þó verið óheppi- legt þegar aðeins gefst takmarkað- ur tími við meðferð mála eins og rétt fyrir þinghlé. Vilhjálmur Egilsson segir mestu hættuna á mistökum fólgna í því þegar menn vinni undir pressu og breytingartillögur komi fram á síð- ustu stundu. Mjög erfitt sé hins vegar að fyrirbyggja slíkt til dæm- is með því að setja skilafrest á breytingartillögur. Vilhjálmur telur ekki að þingið skorti lögfræðiað- stoð. Mesti vandinn sem nú blasi við Alþingi sé að tryggja þátttöku löggjafans í undirbúningi lagasetn- ingar á Evrópska efnahagssvæð- inu. Bæði þurfi að standa vörð um áhrif íslendinga og fyrirbyggja að allt verði í uppnámi þegar fullfrá- gengnar reglur taki að berast Al- þingi til samþykktar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona Kvennalista segir ófor- svaranlegt þegar lagafrumvörp komi fram á síðustu stundu og ætlast sé til þess að þau fari mjög hratt í gegnum nefndir þingsins. „Mér finnst það ganga kraftaverki næst þegar ekki verða mistök við I slíka lagasetningu,“ segir hún. I dag er sunnudagur og prófkjörsdagur. Við kjósum snemma á þessum degi Sterkur listi sjálfstæðismanna sigrar í komandi borgarstjórnarkosningum. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í prófkjörinu og óska eftir stuðningi ykkar í 2. sætið. Ég færi stuðningsmönnum mínum þakkir fyrir fórnfúst starf og mikla hvatningu á undanförnum vikum. Árni Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.