Morgunblaðið - 30.01.1994, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994
OLEKKINGUIINHR
BRJÁLSEMISSTJÓRN
góðu lífi bæði' hér I Rúmeníu og
annars staðar. Að sögn þeirra Berd-
eli og Ionescu eru þrír fyrrum yfir-
menn öryggislögreglunnar, sem
ættu að vita allt um fjármunatil-
færslur þessar, enn á lífi.
Sviðsmyndir
En laumuspilið var ekki eingöngu
bundið við Ceausescu því á meðan
einræðisherrann og Securitate
stóðu í baktjaldamakki með fjár-
muni var fjöldi annarra landsmanna
önnum kafinn við að snúa á kerfið.
Ceausescu lét til dæmis jafna heilu
ÞÓ tiltölulega lítið af auðæfum Nicolae Ceausescu, fyrrum leiðtoga
kommúnista í Rúmeníu, og kumpána hans hafi komið í leitirnar frá
því er einræðisherranum og konu hans Elenu var steypt af stóli í
desember 1989, hefur tekist að afla nokkurra upplýsinga um hvernig
fjármunanna var aflað og hvernig þeir voru faldir. Sömuleiðis hefur
ýmislegt komið í ljós um hvernig rúmenska þjóðin sneri á Ceausescu
til dæmis með því að „fela“ kirkjur sem hann hafði fyrirskipað að
jafnaðar væru við jörðu.
Falin kirkja
Ein af kirkjunum sem „faldar“ voru á bakvið íbúðarblokkir í Búkar-
est í stað þess að framfylgt væri skipun Ceausescus um þær yrðu
jafnaðar við jörðu.
Tólfta janúar síðastliðinn rann
upp fyrir mörgum hversu
mikilvægt starf var unnið með því
að varðveita kirkjurnar þegar þing
Rúmeníu viðurkenndi þjóðkirkju
landsmanna opinberlega í fyrsta
skipti frá því fyrir tíð Ceausescu.
Um svipað leyti kom í leitirnar nýj-
asta sönnunargagnið varðandi fjár-
muni einræðisherrans, sem tekinn
var af lífi ásamt eiginkonu sinni á
jóladag 1989. Þetta sönnunargagn
er skjal sem rekur sögu þess hvern-
ig öryggislögregla Rúmeníu, Secu-
ritate, framfylgdi skipun Ceausescu
um öflun gjaldeyris með því að selja
gúmmí til Bandaríkjanna og fela
síðan greiðslumar á bankareikning-
um sem eingöngu Ceausescu og
háttsettir embættismenn innan
Securitate höfðu aðgang að.
Óskorað vald Securitate
í samtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins sögðu núverandi handhaf-
ar skjalsins, þeir Emil Berdeli og
Andrei Ionescu, forsögu málsins
vera þá að á tímum Ceausescu
hefðu öll inn- og útflutningsfyrir-
tæki Rúmeníu verið undir stjórn
Securitate. Tilgangurinn með
rekstri fyrirtækjana var að fram-
fylgja einu meginmarkmiði stjómar
Ceausescu, öflun erlends gjaldeyris
til handa valdhöfum. Sérstaklega
var sóst eftir Bandaríkjadölum,
breskum pundum og svissneskum
frönkum, einu nafn nefnt „valuta
fuerte" á rúmensku.
Þeir Berdeli og Ionescu, eru
Rúmenar eru
smám saman að
fá mynd af
fáránleikanum og
spillingunni sem
einkenndi
stjórnartíð
Nicolae
Ceausescu
blaðamenn hjá Evenimentu Zilei,
víðlesnasta dagblaði Rúmeníu um
þessar mundir. Bróðurpartur vinnu-
tíma þeirra fer í að grafast fyrir
um upplýsingar varðandi valdatíð
Ceausescu, bæði af persónulegum
áhuga auk þess sem slíkar fréttir
eru óhemju vinsælt lesefni hér í
landi.
Að þeirra sögn var sérstakt ráðu-
neyti stofnað með þann tilgang ein-
an fyrir augum að afla erlends
gjaldeyris ekki einu undarlegheit
nímenska kerfisins í tíð Ceausescu.
I aðalbanka landsins var til að
mynda fjöldi reikninga sem starfs-
menn bankans höfðu enga umsjón
með. Að þessum reikningum höfðu
eingöngu Ceausescu, fjölskylda
hans og Securitate aðgang. Þegar
líða tók á valdaferil Ceausescu og
öryggislögreglan tók að efast um
styrk einræðisins tóku að birtast
nýjar tegundir reikninga í banka-
kerfinu sem sjálfur Ceausescu hafði
ekki aðgang að.
Rúmensku blaðamennirnir segja
að mest af því ljámiagni sem lagt
var inn á bankareikninga erlendis
hafi farið í gegnum Vín þar sem
bróðir Ceausescu gegndi starfi
sendiherra. Sá góði maður er hins
vegar ekki til frásagnar varðandi
reikningana þar sem hann fannst
hengdur stuttu eftir rúmensku bylt-
inguna við það sem sagðar voru
„undarlegar aðstæður" til að gefa
í skyn að ekki hefði verið um sjálfs-
morð að ræða. Hins vegar lifa
margir yfirmenn Securitate ennþá
borgarhlutana í Búkarest við jörðu
til að geta byggt þar eigin hugar-
fóstur. Skipti þá engu máli hvort
sögufræg hús, kirkjur, söfn og
heimili urðu að víkja. Síðan fyrir-
skipaði hann til að mynda að byggð
yrði stærsta höll Evrópu, risavaxið
náttúrufræðisafn og fjölbýlishúsa-
hverfi. Höllin er svo stór að enginn
hefur enn sem komið er getað látið
sér detta í hug til hvers nýta megi
hana og ekki hefur reynst mögulegt
að ljúka við byggingu náttúrufræði-
safnsins sökum fjárskorts. Þar að
auki þykir húsnæðið sérlega óhent-
ugt fyrir safn og eru uppi hugmynd-
ir um að nýta það sem útvarpshús.
íbúðarblokkirnar voru í tíð Ceau-
j sescu og eru enn frekar óhentugar
sökum vat.nsskorts. I Búkarest er
vatnsþrýstingurinn ekki nægilegur
nema í örfáar klukkustundir á sólar-
hring til að hægt sé að láta vatn
renna á efri hæðunum. Þar við
bætist að lyftur eru mjög frumstæð-
ar og sökum fjárskorts er allt við-
hald lélegt. Hins vegar hefur nú
verið upplýst að þessar blokkir
gegndu öðru og ef til vill mikilvæg-
ara hlutverki en að auka framboð
á íbúðarhúsnæði. Með þeim var
unnt að fela byggingar sem þóttu
of mikilvægar eða dýrmætar til að
þær mætti eyðileggja.
Fyrir Ceausescu skipti það eitt
máli að gæluverkefni hans litu út
fyrir að vera tilbúin. Þannig fyrir-
skipaði hann að lokið væri algerlega
við framhlið náttúrufræðisafnsins
um leið og húsið var orðið fokhelt.
í þeim tilgangi að geta farið í skrúð-
göngu og látið taka af sér myndir
fyrir framan þetta tilkomumikla
safn sem byggt hafði verið undir
hans stjórn. Sömu sögu var að segja
um fjölbýlishúsin, framhliðin var
það eina sem skipti máli. Svo lengi
sem blokkirnar litu út fyrir að vera
tilbúnar og Ceausescu gat ekið
framhjá og glaðst yfir að sjá eigin
hugarsmíð orðna að veruleika var
honum sama um aðrar hliðar
málsins. Með þessa vitneskju í
huga tóku sumir af arkitektunum
og verkfræðingunum sem unnu
fyrir Ceausescu sig til og breyttu
framkvæmdinni lítillega. Breyt-
ingarnar fólust í því að í staðinn
fyrir að jafna allt gamalt við
jörðu voru mikilvægar bygging-
ar eins og kirkjur í mörgum til-
vikum látnar standa óhreyfðar
og blokkirnar síðan byggðar í
kring. Við breiðgötur er því ekk-
ert að sjá nema nýtískulegar
íbúðarblokkir en viti viðkomandi
hvar á að leita má oft finna litl-
ar, gamlar kirkjur á bakvið
steinkumbaldana.
Svik og prettir á báða bóga var
því nokkuð sem einkenndi rúmenskt
þjóðlíf í tugi ára. Því fer fjarri að
flett hafi verið ofan af öllu því sem
gerðist í valdatíð Nicolae Ceausescu
en vegna þolinmæði manna á borð
við þá Emil Berdeli og Andrei Io-
nescu bætist smám saman við
púsluspilið þar til að ljóst verður
nákvæmlega hvað fram fór á þess-
um myrku dögum í sögu rúmensku
þjóðarinnar.
Texti og mynd:
Jóhanna Kristín Birnir
Ráðherra umböta
og afturhalds
VIKTOR Stepanovitsj Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands,
hefur öll spilin á hendi sér eftir kosningarnar í desember. Með
næmi hins slynga stjórnmálamanns hóf Tsjernomyrdín sig yfir
kosningabaráttuna með því að fara í frí og gangast undir
læknismeðferð á sama tímá og andstæðingar hans streittust við að
sannfæra kjósendur. Niðurstaða kosninganna, þar sem enginn einn
flokkur náði meirihluta, var eins og best varð á kosið fyrir
Tsjernomyrdín. Hann hélt forsætisráðherrastólnum enda stóð hann
ekki fyrir neinn einn flokk, heldur örlítið brot af hverjum.
ustu. Menn önduðu
léttar er Tsjerno-
myrdín lét í ljósi
stuðning sinn við
Jeltsín, eftir langa
þögn en ljóst varð að
hann var ekki lengur
neinum háður.
Á sama tíma og
umbótasinnar leit-
uðust við að nýta það
fylgi sem forsetinn
hlaut í kjölfar atburð-
anna í október, dró
forsætisráðherrann
sig til baka. Honum
tókst þó að koma í
veg fyrir að Viktor
Geratsjenko, seðla-
bankastjóri, yrði rek-
STARF Viktors Tsjernomyrdíns, forsætisráð- *nn Pg' að halda lífi í
herra Rússlands, þykir einkennast af varfærni. stóru iðnfyrirtækjun-
um.
Niðurstöður kosn-
inganna voru umbótasinnum mikið
Varkár
Tsjernomyrdín virtist óham-
ingjusamur og hikandi þegar
hann var útnefndur forsætisráð-
herra í desember 1992. Nú er hann
sjálfs síns herra og í forsæti ríkis-
stjórnar sem er honum mun betur
að skapi en sú sem hann tók við.
Nái Tsjemomyrdín árangri í stjórn
landins, sem margir telja útilokað,
á hann möguleika á forsetastóln-
um. Hann hefur þó engan áhuga
sýnt á stöðunni enda væri siíkt í
hróplegu ósamræmi við persónu
hans.
m-
Ekki undir starfið búinn
Viktor Tsjernomyrdín var einn
af happasælustu framkvæmda-
stjórum ríkisfyrirtækja Sovétríkj-
anna sálugu og stýrði ríkiseinka-
sölu á gasi frá árinu 1985. í maí
1992 ákvað Borís Jeltsín, forseti
landsins, að skipta út nokkrum
ráðherrum úr rótttækri ríkisstjórn
sinni og setja í þeirra stað iðnjöfra
af gamla skólanum. Var Tsjemo-
myrdín þá útefndur aðstoðarfor-
sætisráðherra með orkumál á sinni
könnu.
Þrýstingurinn á umbótasinna,
sér í lagi Jegor Gajdar, starfandi
forsætisráðherra, jókst hins vegar
jafnt og þétt og í desember 1992
varð Jeltsín að láta undan þinginu
og víkja forsætisráðherranum úr
embætti. Tsjernomyrdín þótti koma
helst til greina sem eftirmaður
hans; rómaður fyrir vinnusemi,
ákveðni og það að tilheyra engum
ákveðnum flokki. Hann reyndist
þó ekki undir starfið búinn.
Fyrsta ákvörðunin í embætti var
einkár klaufaleg. Tsjernomyrdín
boðaði að hresst yrði upp á þunga-
iðnaðinn og virtist mönnum sem
að í tilskipun hans fælist að ríkið
stýrði verðlagi að hluta til að nýju.
Mánuði eftir að hann var skipaður
í embætti, hélt Tsjernomyrdín ræðu
á alþjóðaráðstefnu, sem byggðist á
hugmyndafræði umbótasinna.
Allt síðasta ár einkenndist af
baráttu Jeltsíns og þingsins en af-
staða Tsjernomyrdíns einkenndist
af varfærni. Er ljóst var að Jeltsín
hafði haft betur sýndi Tsjerno-
myrdín forsetanum áberandi holl-
áfall en Tsjernomyrdín hélt ró sinni
og hóf þegar viðræður við fulltrúa
allra flokka á nýja þinginu. í við-
tali við miðjublaðið Trud lofaði
hann því að láta af efnahagslegum
hrossalækningum og hóf að þreifa
fyrir sér með nýja ríkisstjórn.
Skrikar Tsj'ernomyrdín fótur?
Nú bíður sigurvegarans Tsjerno-
myrdíns að taka ákvörðun um
framtíð rússnesks efnahags. Hann
verður hvorki sakaður um að vera
afturhaldssamur né umbótasinni
og hefur ekkert Iátið uppi um
hvernig hann muni afgreiða helstu
baráttumál umbótasinna; um-
fangsmikla einkavæðingu og
Viktor
Tsjernomyrdín,
forsætisrádherra
Rússlands, þykir
varfærinn og
vandlesinn
stjórnmálamaður
stranga útlánastefnu. Líklegast er
að hann muni ráðast til atlögu við
verðbólguófreskjuna og reyna að
temja hana. Hann mun þó einnig
verða að mæta kröfum iðnfyr-
irtækjanna, sem gæti gert honum
ókleift að feta hinn þrönga veg
milli óðaverðbólgu og hruns iðnað-
arins.
Sá vegur verður æ vandrataðri;
fall rúblunnar sýndi að markaður-
inn óttast brottför þeirra manna
sem hafa streist við að halda aftur
af lánastarfseminni og að markað-
urinn hefur ekki mikla trú á að
Tsjernomyrdín eða Geratsjenko
muni halda þeirri baráttu áfram.
Þá þykja ákvarðanir á borð við
þá að sameina hagkerfí Rússlands
og Hvíta-Rússlands og að eyða um
500 milljónum Bandaríkjadala í
nýtt þinghús vera merki kæruleysis
í peningamálum. Líklegt verður að
teljast að Tsjernomyrdín neyðist
að lokum til að koma á verð-, launa-
og áætlanastýringu. Hans bíður
erfitt starf og býsna Iíklegt er að
honum skriki fótur á þeim þrönga
vegi sem hann verður að feta.
Byggt á Finnncinl Times.