Morgunblaðið - 30.01.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 30.01.1994, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994 LIFIÐ ER legum bræðrum okkar og systrum." - En hvað um viðræður ka- þólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum við aðrar kristnar kirkjudeildir? „í Bandaríkjunum er fjölhyggju- þjóðfélag, án þjóðkirlqu, og ekkert trúfélag státar af yfirburðastöðu. Það er áætlað að þar séu 261 teg- und kristinna trúfélaga sem hvert hefur sína trúarsannfæringu. Til er allt frá mjög stórum kirkjudeildum líkt og þeirri kaþólsku, sem er íjöl- mennust, niður í mjög litlar kirkj- ur,“ svarar kardínálinn. „Kaþólska kirkjan hefur fyrst og fremst átt í formlegum viðræðum við lútherskar kirkjur og biskupakirkjuna. Viðræð- urnar við lútherska hófust formlega 1965 og hafa skilað mestum árangri. Til eru samtök rómversk- kaþólskra biskupa og fulltrúa hinna ýmsu lúthersku kirkjudeiida í Bandaríkjunum sem halda þessum viðræðum áfram. Samtökin gefa reglulega út skýrslur sem við hinir lesum og íhugum. Ég bind miklar vonir við þessar samræður." Bandalag gegn afhelgun Kardínálinn segir að versta óvin kirknanna sé ekki að finna á meðal annarra kirkna heldur sé afhelgunin (secularization) helsti óvinurinn. Fólk skelli skolleyrum við kenning- unni og í heiminum séu öfl að verki sem ráðist gegn siðgæðinu. Kaþ- ólskar kirkjur og evangelískar hafa staðið saman að aðgerðum gegn því sem þeim þykir ógna kristilegu vel- sæmi. í bandarísku fréttariti var nýlega rætt um kirkjurnar sem bandamenn í menningarlegu stríði. Á kirkjan í stríði við afhelgunina? „Ég er mjög ákveðið þeirrar skoð- unar. Siðferðileg gildi liggja undir stöðugum árásum. Við getum byrj- að á fóstureyðingum sem eru um það bil 40 milljónir í heiminum á hverju ári. í Bandaríkjunum einum eru þær 1,6 milljónir á ári eða 4.400 á hverjum degi. Ég trúi því að þær hafi leitt til lítilsvirðingar fyrir öllu mannlegu lífi. Ef hjálparvana barn nýtur ekki öryggis í móðurkviði, þá er enginn öruggur. Nú sjáum við, til dæmis í Bandaríkjunum, að lög- gjafarstofnanir í hinum ýmsu fylkj- um eru að skoða möguleika á líknar- drápum og að læknar aðstoði fólk við sjálfsvíg. Þetta er önnur sönnun um lítilsvirðingu fyrir helgi mann- legs lífs.“ Annar siðferðisvandi sem vekur kardínálanum ugg er aukið klám í John O'Connor kardínáli er þekktur ^ITSm.^Sf^efm sem málsvari lifsverndlar og sem tengilidur \ stöðugt undan siðgæðis- kaþólsku kirk junnar vió gyöinga. Kardinálinn ) "‘““hSte S.E! er mikill Islandsvmur og heimsotti landio m aðhyiiist. Það siePPur i lióinni viku. enginn. Þetta er eins og krabbamein sem þrengir sér inn í þjóðarsálina." Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson HEILAGT eftir Guðna Einarsson JOHN O’Connor kardínáli er fæddur 1920 og tók prestsvígslu 1945. Hann gerðist her- prestur 1952 ogþjónaði bandarískum land- gönguliðum og sjóliðum í flotanum á Kyrra- hafi og Atlantshafí, á Okinawa og í Víet Nam. O’Connor hlaut flotaforingjatign fyrir framgöngu sína í hernum og var um tíma biskup innan Bandaríkjahers. Þegar O’Connor var herprestur kom hann oft til íslands. Hann varð biskup 1979, crkibiskup í New York 1984 og útnefndur kardínáli 1985.0’Connor vígði Alfred Jolson biskup kaþólskra á íslandi 1988. Sem fræðimaður hefur John O’Connor sérhæft sig í sið- fræði, klíniskri sálarfræði og stjórnmálaguð- fræði. Hann er nú kardínáli og erkibiskup í New York. í erkibiskupsdæmi hans eru meira en 2,2 milljónir safnaðarbarna. Rómversk kaþólska kirkjan rek- ur sögu sína allt aftur til frumkristninnar og er í dag lang- stærst kristinna kirkjudeilda með um 980 milljónir meðlima. Það er ekki aðeins að kaþólskir séu fleiri en tilheyrendur allra annarra krist- inna kirkjudeilda samanlagt, heldur eru kaþólskir einnig fleiri en allir múslimar, hindúar eða búddistar. Rómversk-kaþólska kirkjan lýtur páfanum í Róm. Páfastóll er elsti valdastóll í heimi og hundruð millj- óna manna líta til hans heilagleika sem léiðtoga í andlegum og siðferði- legum efnum. Páfí útnefnir kardínála og ganga þeir honum næstir að völdum og virðingu. Kardínálar í kaþólsku kirkjunni eru nú 107 talsins og sit- ur tæpur helmingur þeirra í Róm. Á síðari árum hefur hópurinn orðið fjölþjóðlegri en áður og endurspegl- ar betur alþjóðlegt yfírbragð kirkj- unnar. Nýr páfi er valinn á lokuðum fundi allra kardínála yngri en 80 ára, þeir fara og með æðsta vald þegar páfa nýtur ekki við. Leitað skilnings og sátta Um árabil hefur John O’Connor kardínáli tekið virkan þátt í viðræð- um kaþólskra bæði við mótmæl- endakirkjur og eins gyðinga. í þess- um viðræðum er skipst á skoðunum og skilgreint hvað það er sem sundr- ar og sameinar. Viðræðumar við gyðinga eru kardínálanum einkar hugleiknar. Hann segir að ákvörðun Páfagarðs um að taka upp stjórn- málasamskipti við ísrael hinn 30. desember síðastliðinn hafi skipt sköpum í samskiptum kristinna og gyðinga. „Ég er fulltrúi rómversk-kaþ- ólskra biskupa í Bandaríkjunum í viðræðunum við gyðingasamfélagið. Þær viðræður hafa verið mjög hlý- legar og vinsamlegar en liðu fyrir það að engin formleg stjómmála- samskipti voru milli ísraels og Róm- ar. Nú þegar samkomulag hefur verið undirritað þá trúi ég að þær viðræður fari á mikinn skrið. Það búa hvergi fleiri gyðingar á einum stað í heiminum en í New York. Ég vinn því mjög náið með gyðing- Enginn skotinn fyrir skoðanamun Rómversk kaþólska kirkjan hefur tekið stranga afstöðu gegn getnað- arvömum. Svo virðist af fréttum sem ekki séu allir sammála innan kaþólsku kirkjunnar varðandi bann- ið gegn getnaðarvörnum. Hvað seg- ir kardínálinn um það? „Það hafa verið deildar meiningar innan kaþólsku kirkjunnar allt frá dögum postulanna. Það verður alltaf sundurþykkja í kenningarlegum efnum vegna frumsyndarinnar. Við getum öll misst áttanna, eða tekið mismunandi afstöðu. Sumar hinna deildu meininga eiga rót að rekja til mjög einlægra guðfræðilegra vangaveltna. En við trúum því að sumar af kenningiim kaþólsku kirkjunnar megi ekki draga í efa ef maður ætlar að vera kaþólskur. Um grundvallarspurningar má ekki ríkja nein sundurþykkja, til dæmis um fóstureyðingar sem eru illur verknaður í sjálfu sér. Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum eyða lífi saklausrar mannveru. Kenningin um getnaðarvarnir hefuc verið samkvæm sjálfri sér í kirkjunni, einkum eftir útgáfu um- burðarbréfs Páls páfa VI. um mann- legt líf. Það hafa verið deildar mein- ingar um um þetta bróf og getnað- arvarnir almennt talað. Þær eru enn ekki leyfðar samkvæmt kenningu kirkjunar. Þrátt fyrir það sem ýms-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.