Morgunblaðið - 30.01.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 30.01.1994, Síða 15
táÓRGUNBLÁÐIÐ SÍJÍÍNÚtiAGUR 30. JANÚÁR 1304' 15 ir halda um kirkjuna, þá er fólk ekki skotið fyrir að vera á annarri skoðun. Maður reynir að leyfa eins mikinn skoðanamun og mögulegt er án þess að allt fari úr böndunum. Það eru til kaþólikkar sem nota getnaðarvamir, sumir gera það af vanþekkingu, aðrir vegna þess að þeir hafna kenningu kirkjunnar. Sumir vegna áhrifa frá guðfræðing- um sem em þessu • ósammála eða vegna áróðurs almennt talað. Það verður að viðurkennast, án þess að dæma nokkum, að fólk notar getn- aðarvamir vegna þess að þjóðfélag okkar er orðið svo eigingjamt. Við viljum njóta lystisemda án þess að bera ábyrgð á afleiðingum þeirra. Þetta er enn ein afleiðing erfðasynd- arinnar og þeirrar menningar sem leggur svo mikla áherslu á svokölluð „réttindi einstaklingsins" og svo litla áherslu á ábyrgð einstaklings- ins. Ég get fullyrt að það er ekki slíkur kenningaágreiningur innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjun- um, á neinu sviði guðfræðinnar, að hætta sé á að kirkjan sundrist innan frá.“ Kardínálinn líkir kaþólsku kirkj- unni í Bandaríkjunum við líkama og telur að almennt talað sé hann við góða heilsu. „Heilbrigður líkami getur vel staðist veikindi upp að vissu marki. Það er munur á því að í'á kvef með smá hitasótt sem dregur úr þrótti og því að fá krabba- mein sem tortímir líkamanum." Mótmæli og örþrifaráð Fóstureyðingar em mikið hitamál í Bandaríkjunum. Lífsverndarsam- tök hafa í tilvikum gripið til rót- tækra aðgerða gegn fóstureyðinga- stöðvum, jafnvel beitt ofbeldi. Hvað sýnist kaþólsku kirkjunni um slíkar baráttuaðferðir? „Þegar þú segir að lífsverndar- samtök hafí gripið til róttækra að- gerða, þá er rétt að benda á að sumt sem fjölmiðlar hafa blásið upp gerist mjög sjaldan. Þá er öll lífs- verndarhreyfíngin dæmd sem öfga- hreyfíng. Einn læknir hefur verið myrtur. Ég held að enginn dragi í efa að maðurinn sem framdi þann verknað hafí verið tmflaður á geði. Hann var ekki á neinn hátt fulltrúi lífsvemdarsamtaka og lífsverndar- hreyfingin fordæmdi þennan verkn- að með það sama. Ég fordæmdi verknaðinn sjálfur, bæði í ræðu og riti. Talsmenn fóstureyðinga hafa notað sér þetta atvik til að gefa í skyn að allir í hreyfíngunni séu ekki með öllum mjalla." Öflugustu aðgerðimar gegn fóst- ureyðingum hafa verið það sem kallað er Björgunaraðgerð (Operati- on Rescue). Þátttakendur í þeim leggjast niður framan við fóstureyð- ingastofur til að hindra aðgang að þeim. Kardínálinn segir kirkjuna ekki hafa tekið neina formlega af- stöðu til aðgerðanna. „Mannréttindahreyfíngin í Bandaríkjunum, sem naut forystu dr. Martins Luthers Kings, notaði sömu baráttuaðferðir og Björgunar- aðgerð," segir kardínálinn. „í dag er dr. King hetja í Bandaríkjunum, næstum allir blökkumenn og flestir hvítra, ljúka miklu lofsorði á dr. King vegna baráttuaðferðarinnar sem kölluð var andstaða án ofbeld- is. Þegar blökkumönnum var mein- að að matast á veitingastöðum hvítra, þá fóm þeir þar inn og fengu sér sæti. Lögreglan varð að bera þá út. Björgunaraðgerð beitir sömu aðferðum. Þátttakendur beita ekki ofbeldi heldur leggjast niður fyrir framan stöðvamar og lögreglan verður að bera þá á brott. Flestir sem taka þátt í aðgerðum hindra ekki aðgang að fóstureyðingastöðv- um heldur standa og fara með bæn- ir. Aðrir taka tali konur sem em á leið í fóstureyðingu og reyna að telja þeim hughvarf. Það er persónuleg skoðun mín að við séum að fást við mesta hryll- ing sem við höfum nokkm sinni upplifað í Bandaríkjunum. Róttæka tortímingu mannlegs lífs. Dag einn mun heimurinn líta með velþóknun á þá sem reyna að stöðva fóstureyð- ingar. Dag einn mun heimurinn for- dæma þá sem létust ekki sjá vandamálið og höfðust ekkert að.“ Náttúruleg tímgun og tækni Undanfarin ár hafa orðið stór- stígar framfarir í líffræði og læknis- fræði varðandi glasafijóvganir. Hvað fínnst kirkjunni um þá tækni? „Ratzinger kardínáli í Róm, sem álíta má hinn opinbera guðfræðing kirkjunnar, gaf út ritsmíð fyrir nokkrum ámm um tækni og mann- legt líf. Hann fordæmdi aðgerðir á borð við glasafijóvganir og sér- hveija aðra aðferð sem byggir á meðvitaðri íhlutun í náttúmlegar aðferðir tímgunar. Þessi íhlutun, í hina náttúrulegu aðferð æxlunar sem Guð ákvað, er ástæða fordæm- ingarinnar. Kirkjan kennir ekki að hjón verði að eignast eins mörg börn og þau mögulega geta. Kenn- ing kirkjunnar er að hjónum beri sú ábyrgð að sjá fyrir þeim börnum sem þau eignast. Það em aðeins hjónin sem geta ákveðið hvenær þau vilja eignast böm, hversu mörg. Én þau verða að koma til með náttúrulegum aðferðum, en ekki stýrt með getnaðarvörnum eða tæknífijóvgun." Kardínálinn nefnir fóstur- tilraunir til dæmis um alvar- legt vandamál .þessu tengt. segir að Guð einn viti hversu mörg- um fijóvguðum eggjum hafí verið fómað fyrir þau sem skilað hafí árangri. „Það sem kirkjan óttaðist er að gerast eins og sjá má í tilraunum með fósturvef. Sýnt hefur verið fram á að mögulega má nota fóstur- vefí með árangri til að hjálpa fólki með Parkinsonveiki. Þar með verður fósturvefur að verslunarvöru. Sú hætta er fyrir hendi að konur verði barnshafandi í viðskiptalegum til- gangi og ófæddu baminu eytt til að hægt sé að færa fósturvefinn í heila Parkinsonsjúklinga. Þá er mannlegt líf orðið verelunarvara." Kardínálinn dregur ekki dul á að margar þessara tæknilegu uppgöt- vana eru gerðar í góðum tilgangi. Það að geta hjálpað barnlausum hjónum að eignast bam með glasa- frjóvgun hljómi mjög vel og læknar og aðrir geri þetta í góðum til- gangi. En það verði að skoða þessi mál í breiðara sam- hengi og taka til- lit til grandvallar- atriða. Mannræktun í hernaðartilgangi „Nú er rætt um einræktun (clon- ing), það er ógnvekjandi hujrtak. Er eitthvað gott við hana? Já, vissu- lega. Segjum að við séum með ein- stakling með afburðahæfíleika sem gæti unnið heiminum mikið gagn. Með því að einrækta þennan ein- stakling gætum við fengið tvo ein- staklinga, eða 10 eða 20, sem gætu gert heiminum enn meira gagn. Það búa oft góðar ætlanir að baki og þær geta leitt gott af sér, en manni óar við að hugsa um hið illa sem fylgir í kjölfarið. Einu sinni hélt ég fýrirlestur um hvernig hemaðarvopn gætu mögu- lega litið út á 21. öldinni og las mér mikið til um erfðaverkfræði og einræktun. Menn hafa skrifað af fullri alvöm um að skapa mannver- ur með mismunandi líkamlega eig- inleika, sem yrðu hæfar til að fara út í heiminn og gegna þar störfum sem venjulegir menn eru ekki færir um. Það eru til bækur skrifaðar af fullri alvöru um að breyta mönnum erfðafræðilega í hernaðarlegum til- gangi. Ég er ekki að gefa í skyn að virðulegir vísindamenn í banda- ríkjaher eða annars staðar séu að framkvæma þetta núna. En innan vísindaheimsins veltu menn þessu fyrir sér i fullri alvöm. Það er ógn- vekjandi að hugsa sér að mannlegar verur verði notaðar á þennan hátt.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.