Morgunblaðið - 30.01.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 30.01.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994 17 sjómönnum hlut úr hærra brúttósölu- verði en hún nýtur í raun, til dæmis 81 krónu á fiskmörkuðum, en verð til hennar að frádregnum kvótakaup- unum er aðeins 45 krónur. í hinum tilfellunum kemur sama verð til skipta, til dæmis 48 krónur. Lækkar verðið á kvótanum Aukið framboð á kvóta á almenn- um markaði ætti að leiða til lægra verðs á honum. Ætla má að mun lægra verði boðið í kvóta en áður og verð hans lækki verulega frá því sem nú er. Það ætti í raun ekki að skipta útgerðina í heild máli, þar sem þar er um innbyrðisviðskipti að ræða. I raun ætti það fremur en ella að verða til þess að útgerðin ráði við kvótakaup án þátttöku sjómanna. Hvort verðlækkun á leigukvóta hefur svo aftur áhrif á verð á aflahlutdeild (framtíðarkvóta), kemur svo væntan- lega í ljós síðar, verði þetta þróunin. Breytt útgerð Annar möguleiki er svo, að þær útgerðir, sem nægan kvóta eiga og hugsanlega meira en nægan, setji hann ekki á Kvótaþingið, heldur leiti annarra leiða til að ná honum. Sum- ar útgerðir hafa nýtt sér núverandi lög um framsal til þess að halda skipum sínum að öðrum veiðum, bæði utan og innan lögsögunnar og fengið aðra til að veiða fyrir sig og leggja upp hjá sér. Þannig hafa fýrir- tækin aukið þann afla, sem þau hafa fengið til vinnslu. í slíkum tilfellum kemur tvennt til, að leggja af sókn í aðrar tegundir eða draga úr sókn út fýrir lögsöguna og einbeita sér að því að ná eigin kvóta innan henn- ar, eða kaupa kvótalítil eða kvótalaus skip til að geta haldið lítt breyttu sóknarmynstri og hugsanlega beitt þeim á úthafið. Fari svo að viðskipti með kvóta dragist saman, getur það þýtt að færri sjómenn og útgerðir fá meira að gera, en hinir minna. Útgerð og vinnsla á móti Tillögur Þríhöfða hafa fengið mis- jafnar viðtökur meðal hagsmunaað- ila. Útgerðarmenn og fiskverkendur hafna þeim, en sjómenn telja ekki nógu vel undir lekann sett. Auðvitað sættir enginn síg-við kvótabrask af því tagi, þegar kvóti báts er seldur að miklu leyti á fullu verði, en áhöfn hans síðan fengin til að taka þátt í því að kaupa kvóta á bátinn á ný. Sh'k viðskipti eru hins vegar aðeins brotabrot af heildinni. Viðbrögð hagsmunaaðilanna markast fyrst og fremst af eigin- hagsmunum þeirra og að miklu leyti til skamms tíma lítið. Samtök físk- vinnslustöðva segja að áhrifin af hugsanlegu Kvótaþingi verði minni hagræðing, hærra hráefnisverð og að atvinna skerðist. Þá segir í sam- þykkt þeirra, að tillögurnar gangi þvert á frumvarp sjávarútvegsráð- herra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða þar sem gert er ráð fyrir að fiskvinnslustöðvar geti flutt til sín aflahlutdeild. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að þessar tillögur nái ekki utan um þá gagnrýni sem sjómenn hafi haft uppi. Fleira þurfi að koma til til að tryggja umbjóðendur sína. Kvótaþing tæki þó á aðferðum eins og tonn á móti tonni og „leiguliðaútgerð", en taki ekki nógu ákveðið fyrir að sjómenn verði neyddir til þátttöku í kvóta- kaupum. Sama niðurstaða varð af fundi samninganefndar fiskimanna innan Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Stjórn LÍÚ segir Kvótaþing and- stætt hagsmunum útgerðarinnar og vísar á bug tillögum um slíkt þing. Þar á bæ segja menn að Kvótaþing- ið myndi stórlega draga úr framsali aflamarks og þar með draga úr hag- ræðingu í útgerð. Markmið kerfisins haldast Markmið kvótakerfisins hafa með- al annars verið þau, að hafa framsal aflaheimilda sem fijálsast til að auka hagræðingu í sjávarútvegi. Þannig var markmiðið meðal annars að fækka skipum með því móti að þeir, sem vildu hætta, yrðu keyptir út af hinum, sem áfram gerðu út. Jafn- framt var hugsunin sú, að útgerðir gætu selt eða skipzt á aflaheimildum eftir tegundum til að auka hag- kvæmni í sókn. Bæði þessi markmið nást þrátt fyrir hugsanlega tilkomu Bannad er að þvinga sjómenn til kvótakaupa, en er leyf ilegt að standa svona að málum, ef samkomulag verður um það? Ljóst er að svo verður áfram gert, enda setur Kvóta- þing ekki undir þann leka Kvótaþings. Ólíklegt er að það hafí verið markmið laganna að fiskmark- aðir næðu til sín auknum afla til sölu með því að útvega kvóta. Það er líka ólíklegt að markmiðið hafi verið að útgerðir og sjómenn væru leigðir til að veiða fyrir aðra á lægra verði en gengur og gerist í beinum viðskiptum, þó svo að í því felist hagræðing fyrir þá, sem veitt er fyrir. Kvótaþingið getur því að nokkru leyti samræmzt markmiðum kvóta- kerfisins auk þess sem það veitir sjó- mönnum nokkra úrlausn. Þarna er á hinn bóginn um að ræða veigamikla breytingu á kvótakerfmu, sem getur breytt miklu fyrir ýmis fyrirtæki, sem hafa byggt starfsemi sína upp miðað við núverandi heimildir til framsals veiðiheimilda. Þessar hug- myndir um breytingar þarf að vega og meta við endurskoðun á stjórn fiskveiða, því þama er á ferðinni veigamikið og flókið mál. HELGA á erindi Sjö barna móðir sem hefur unnið að mál- efnum fatlaðra í áratugi og hefur fjölþætta reynslu í borgarmálum KraftmiMa konu í 7. sætið STUÐNINGSMENN HELGU JÓHANNSDÓTTUR PHILIPS er einn stærsti framleiðandi myndlampa í heiminum í dag og brautryðjandi tæknilegra framfara á sviði rafeindatækninnar. Myndgæði PHILIPS sjónvarpa eru óumdeild. 25'SKJÁRflðeimkr. Afb.vTiO k 94.DOO.- Góðar myndir verða betri með PHILIPS. Þú nýtur þess betur að horfa. Stór skjár og skörp mynd. Black Matrix FSQ flatur skjár, skapar bestu skerpu sem hægt er að fá. Fullkomið og sérstaklega hraðvirkt íslenskt textavarp. Með skarttengi getur þú tengt videóvélina eða myndbandið beint við tækið og útkoman er 100%mynd og hljóð. Sjónvarpstækið er með sérstökum útgangi fyrir Surround magnara. „Spatial sound“ hljóðgjafi, barnalæsing ofl. 60 stöðvar í minni og sjálfvirkur stöðvaleitari sem skannar inn bestu skilyrði. Þægileg fjarstýring sem stýrir öllum aðgerðum. Kauptu ekki köttinn í sekknum - þú getur treyst PHILIPS. (D MUN. iXlán Greiöslukjör sem allir ráöa viö: Visa-raögrelöslur: Engln útborgun, skipt í allt aö 18 mánuöi. Euro- mögrelöslur: Engin úlborgun, skipt I allt aö 11 mánuöl. Munaián: 25% útborgun, rest allt aö 30 mánuölr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55 Komdu við hjá okkur í Sætúni 8, sjón er sögu ríkari. PHILIPS"j Frábasr myndgæði|| — ✓/ -J,*.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.