Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994. Og fullorðnir fóru aö dæmi unglinga og fengu sér bláa galla. gert. myndirÁrni Sæbergtexti Kristín Marja Baldursdóttir og Guðni Einarsson MIÐAÐ við legu íslands ættu íbúar þess að vera klæddir á vetuma eins og Friðþjófur Nansen þegar hann fór yflr íshafið, en sökum spéhræðslu hafa þeir fram að þessu forðast að dúða sig, jafnvel í brunafrosti og gaddi og beinlínis verið ófáanlegir til að seija upp höfuðföt. Ástandið var til dæmis verulega slæmt á sjöunda áratugnum er ungmeyjar gengu í knallstuttum pilsum við rétt leggjahá leðurstígvél og leyfðu svo ískaldri norðanáttinni að leika óhindraðri um svæðið þar á milli. En nú er öldin önnur. Með aukinni utivist af öllu tagi hafa íslending ar þurft að koma sér upp skjólflíkum og um leið áttað sig á kostum þess að vera hlýlega klæddir. Smám saman hafa þeir farið að klæða sig betur í kuldanum og fyrir nokkrum árum fóru unglingar að taka sér leikskólabömin til fyrirmyndar og klæðast kuldagalla. Og það var ekki að sökum að spyrja, fullorðnir fóru að dæmi unglinga og fengu sér bláa galla. Fyrir síðustu jól mátti svo sjá nýja tfsku í vetrarfatnaði á íslandi þegar götur fylltust af fólki í skíðagöllum. í kuldanum nú í vikunni mátti sjá mikla fjölbreytni í vetrartísku íslendinga og virðast þeir nú loks hafa lært að klæða sig eftir veðri. Áberandi eru kuldagallamir á bömum, unglingum, og fullorðnum karlmönnum, en skíðagallamir eru algengari hjá kvenþjóðinni. Sem betur fer era ekki allir í göllum, það yröi nokkuð tilbreytingarlaust, karlar vora líka í ullarfrökk um, konur í loðkápum og síðum ullarkápum, bæði kyn á öllum aldri í hálfsíðum úlpum með loðskinni á hettunum, og ungar stúlkur í gervipelsum. Unga fólkið heldur sig líka fast við rúskinns- og leðurjakkana, svo maður tali ekki um hinar heittelskuðu gallabuxur, og á það svo til að draga fram lopapeysuna til að bregða sér í innundir. Enn era margir húfulausir í gaddinum, en þó virðast höfuðföt loksins vera að vinna á. Ekki er óalgengt til dæmis að sjá unga menn með svartar húfur og alpahúfumar era greinilega að komast í tísku aftur hjá kvenþjóinni. En af þessu öllu má sjá að landinn er farinn að búa sig betur undir kul- dann en hann hefur áður Langflestir eru þó í úlpum af öllum gerðum. Unglingar uppgötvuöu kuldagallana. Skíðagallarnir, ný vetrartíska á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.