Morgunblaðið - 30.01.1994, Side 24

Morgunblaðið - 30.01.1994, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994 KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga gamanmyndina „Mrs. Doubtfire“ með Robin Williams og Sally Field í aöalhlutverkum. Myndin sem kölluð hefur verið sambland af „Tootsie“ og „Mary Poppins“ hlaut nýlega Golden Globe-verðlaunin sem besta gamanmyndin og Robin Williams hlaut verðlaunin sem besti gamanleikarinn. Með allt á hreinu ROBIN Williams í hlutverki sínu í „Mrs Doubtfire" þar sem hann leikur fráskilinn mann sem dulbýst sem kona í barnfóstruhlutverki til þess að geta verið með börnum sínum. Hamskipti spéfuglsins DANIEL Hillard (Robin Williams) er atvinnulaus og leikari sem er til í að gera hvað sem er til að vera með börnum sínum. En það sem börnin hans dá mest í fari hans er hið kærulausa viðhorf hans til lífsins, en það er einmitt það sem kemur í veg fyrir að hann sé hin sanna föðurímynd sem eiginkona hans (Sally Field) krefst af honum. Eftir fjórtán ára hjónaband fer hún því fram á skilnað og yfirráðarétt yfir börnum þeirra. Hann er hins vegar alls ekki sáttur við að Ieika rullu helgarpabba og með smá hugmyndaflugi, frum- kvæði og snert af leiklistarhæfileikum skiptir Daniel um ham til þess að geta verið sem mest með börnum sínum. Bamsskónum slitið CHRIS Columbus leikstjóri „Mrs. Doubtfire" hefur lýst því yfir að með myndinni vilji hann sýna um- heiminum að hann sé búinn að slíta barnsskónum á ferli sínum og sé nú kominn í tölu fullorðinna. Að baki á hann hinar geysivinsælu „Home Alone“- myndir og þrátt fyrir að hann haldi sig enn við grínið lítur hann á nýju myndina sem tímamót í lífi sínu. „Uppistaðan í þessari mynd er mun sam- þjappaðri en í fyrri myndum mínum, og í henni fæst ég við mun flóknari mál en ég hef áður gert. Ég held að ástæðan fyrir því sé sú að ég er orðinn 35 ára gamall og hef orðið ríka þörf fyrir að fást við fullorðinslegri hluti en áður,“ segir leiksljórinn sem á sínum tíma skrifaði handritin að bæði „Gooni- es“ og „Gremlins“. ]\Ærs Doubtfíre" er byggð á bamasögu breska rithöf- undarins Anne Fine, Alias Madame Doubtfire, og í myndinni bætir Robin Willi- ams sextugri skoskri konu í áður fjölskrúðugt hlut- verkasafn sitt. „Mrs Doubt- fire“ er fyrsta myndin sem Blue Wolf Productions gerir, en það fyrirtæki er í eigu Williams og eiginkonu hans, Marsha Garces Williams, sem er stjómarformaður þess og framleiðandi mynd- arinnar. Williams segir að þessi mynd hafi verið valin sem frumraun fyrirtækisins vegna þess að þau hjónin hafi talið að í henni væri á athyglisverðan hátt fjallað um það hvemig farið væri með böm í skilnaðarmálum. „Allt of oft eru bömin eins og litlir gíslar sem kastað er fram og til baka, en í myndinni er grínið og per- sónusköpunin einmitt notað til að skoða þetta mál nán- ar,“ segir hann. Leikstjóri myndarinnar, Cris Columbus, tekur nokk- uð í sama streng, og segir að einn tilgangurinn með gerð myndarinnar hafi verið að sýna fram á að svo lengi sem það ríki ástríki sé hægt að tala um fjölskyldu, og þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða einstætt foreldri með böm sín eða hefð- bundna kjamafjölskyldu. „Við vildum einnig að mynd- in yrði raunsæ þar sem í kjölfar 99% skilnaða upplifa börnin það ekki að sjá for- eldra sína taka saman á ný. í flestum tilfellum haldast foreldramir aðskildir og taka upp nýja lifnaðarhætti og bömin verða einfaldlega að sætta sig við það og læra að lifa lífinu í samræmi við það,“ segir hann. Kjaftagangur Þau hjónin segjast vita að hin nýja staða frúarinnar sem framleiðandi myndar- innar og stjórnarformaður Blue Wolf Productions geti orðið til þess að hún lendi á milli tannanna á fólki í kvik- myndaheiminum, og þá ekki síst ef myndin á eftir að njóta þeirrar miklu vel- gengni sem allt útlit virðist vera fyrir. „Ég hef reyndar orðið fyrir það miklu skít- kasti frá fólki nú þegar að það er varla nokkur hlutur í þá veru sem gæti komið mér úr jafnvægi," segir hún. Ástæðan fyrir þvi illa um- tali sem Marsha Graces hef- ur hlotið er sú staðreynd að hún var um tveggja ára skeið barnfóstra á heimili Robin Williams og fyrrver- andi eiginkonu hans, og var henni kennt um skilnað þeirra. Það hefur því vakið nokkra furðu að þau hjónin skyldu ráðast í að gera kvik- mynd sem íjallar um barn- fóstru og gefa slúðursögun- um byr undir báða vængi á ný. Það var árið 1988 sem mesta umtalið var í kringum skilnaðinn og meintan þátt barnfóstrunnar í honum, en Robin hefur hins vegar stað- fastlega neitað því að þá hafi nokkuð ástarsamband verið byijað þeirra á milli. Marsha varð síðan aðstoðar- stúlka hans og segir hann að þau hafi ekki byijað að vera saman fyrr en fyrrver- andi eiginkona hans var far- in að búa með öðrum manni. Fimm hlutverk í sömu mynd „Mrs Doubtfire" kemur í kjölfar tveggja jólamynda sem Robin Williams lék í en náðu ekki þeim vinsældum sem til var ætlast af þeim. Það eru myndimar „Hook“ sem Steven Spielberg leik- stýrði og kostaði yfir 100 milljónir dollara og „Toys“ sem Barry Levinson leik- stýrði, en hún híaut oft af- leita dóma og dræma að- sókn. Williams segist hafa leikið í lélegum myndum áður, en hann hafi aldrei haft það á tilfínningunni að „Toys“ væri í þeim flokki, og því hafí móttökurnar sem hún hlaut verið áfall. Hann hefur þegar leikið í nýrri mynd sem kallast „Being Hurnan" sem spannar yfír sex þúsund ár og segir sögu fimm mismunandi persóna sem hann leikur. Myndin er væntanleg á þessu ári en leikstjóri hennar er Bill Forsythe. að er ekki aðeins efni- svalið sem bendir til þess að Columbus sé orðinn sjálfstæðari í vinnubrögð- um heldur sýnir fjarvera fyrrum lærifeðra hans, framleiðendanna og leik- stjóranna Steven Spiel- bergs og John Hughes, einnig að svo sé. „Mér fannst að með „Mrs. Do- ubtfíre" væri kominn tími til þess fyrir mig að standa á eigin fótum, en mér er fullkunnugt um að fram til þessa hef ég einungis verið þátttakandi með þessum tveimur áhrifamiklu fram- leiðendum og leikstjórum. Það var því orðið fyllilega tímabært fyrir mig að öðl- ast sjálfstæði og standa einn og óstuddur," segir hann. Chris Columbus byijaði ungur að árum að gera 8 mm kvikmyndir eftir eigin sögum og að loknu mennta- skólanámi innritaðist hann í leikstjóranám við lista- deild New York-háskóla. Það var hins vegar á sviði handritsgerðar sem hann náði árangri, en á skólaár- unum tókst honum að selja fyrsta handrit sitt sem byggt var að nokkru leyti á eigin lífsreynslu og var í gamansömum tón. Að námi loknu skrifaði Columbus handritið að „Reckless" sem Aidan Quinn og Daryl Hannah léku aðalhlutverk- in í, en frama í Hollywood öðlaðist hann með þremur frumsömdum handritum fyrir Steven Spielberg. Þar var um að ræða „Gremlins" sem gerð var 1984, „The Goonies" sem gerð var ári seinna, og „Young Sherlock Holmes“, sem Barry Levinson leikstýrði. Velgengni hans leiddi fljótlega til þess að hann fékk tækifæri til að spreyta sig sem leikstjóri, og gerði hann þá myndirnar „Ad- ventures in Babysitting“ og „Heartbreak Hotel". Col- umbus hélt þó áfram sam- starfínu við Steven Spiel- berg og var hann meðhöf- undur að handriti „Indiana Jones and the Last Crusade", en eftir það lágu leiðir hans og John Hughes fyrst saman. Það leiddi til þess að honum var falið að leikstýra „Home Alone“, sem er ijórða mest sótta kvikmynd allra tíma, og „Home Alone 2: Lost in New York“, sem einnig hlaut metaðsókn, en í milli- tíðinni leikstýrði hann myndinni „Only the Lon- ely“ sem hann skrifaði jafn- framt handritið að. Ný kynni FYRRVERANDI eiginkonan kynnir barnfóstruna fyrir börnunum sem „hún“ á að gæta. Á framabraut CHRIS Columbus leikstjóri „Mrs. Doubtfire" telur myndina vera þroskaðasta verk sitt til þessa og með henni vill hann hasla sér völl sem leikstjóri fyrir full- orðna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.