Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1994 25 Yfirlæknir smitsjúkdóma- deildar Borgarspítala STJÓRN sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 7. janúar sl. að ráða Harald Briem í stöðu yfirlæknis á smitsjúkdóma- deild Borgarspítalans. Hér er um að ræða nýja stöðu, en smitsjúkdómadeild var stofnuð sem ný deild innan lyflækninga- og endurhæfingasviðs Borgarspítalans þann 1. janúar sl. Stofnun deildar- innar er hluti af nýju stjórnskipu- lagi Borgarspítalans sem samþykkt var á sl. ári og er það grundvöllur styrkrar stjórnunar í stofnuninni. Haraldur Briem, fæddur 9. ágúst 1945, er sonur Maju-Gretu Briem og Eiríks Briem, verkfræðings, fyrrum forstjóra Landsvirkjunar. Haraldur lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1972 og doktorsprófi í lækna- vísindum frá Karolinska institutet í Stokkhólmi 1982. Að loknu kandi- datsári var hann héraðslæknir í Vestmannaeyjum og stundaði síðan framhaldsnám í smitsjúkdómum í Eskilstuna og Stokkhólmi. Hann varð viðurkenndur sérfræðingur í smitsjúkdómum 1980 og hefur starfað sem slíkur á lyflækninga- deild Borgarspítalans frá árinu 1983. Eiginkona Haralds er Snjó- laug Ólafsdóttir lögfræðingur og eiga þau einn son. MaxMara U T S A L A N hefst á morgun ______Mari____________ Hverfisgötu 52 -101 Reykjavík - Simi 91-62 28 62 Kennarar og leibbeinendur í líkamsrækt! Nú gefst ykkur, í fyrsta skipti á íslandi, kostur á aö taka Ameríska réttindaprófiö í líkamsrœkt. American Council on Exercise (ACE) hafa faliö kennara okkar Gillian Sveinsson aö vera próf- fulltrúi fyrir samtökin hér á landi. Kennarar Máttar ásamt Gillian gangast fyrir námskeiöi til undirbúnings prófinu í byrjun maí. Prófiö veröur í nóvember. Þeir sem hafa áhuga á því aö öölast ACE réttindi geta skráö sig nú þegar. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá MÆTTI í síma 689915 eöa Gillian í síma 642242. Prófiö hefur alþjóölega viöurkenningu. Ath! Rétt til þátttöku í prófinu hafa aöeins þeir sem lokiö hafa námskeiöi í skyndihjálp og endurlífgun. FAXAFENI 14, REYKJAVÍK, SÍMI 689915 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi -1 borgarráði frá 1986 og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1990. Bréf til sjálfstœðismanna íReykjavík. Veljum sterkan Iramboðslista Kæri samherji. Sjálfstæðisfólk í Reylgavík hefur sýnt mér þann trúnað að velja mig í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn undanfarin kjörtímabil. Ég var fyrst kjörinn borgarfulltrúi 1982 og tók þá við formennsku í skipulagsnefnd. Ég hef átt sæti í borgarráði frá 1986 og verið varaformaður þess síðustu tvö ár. í eitt etsta sætiD! í störfum mínum sem borgarráðsmaður og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hef ég lagt áherslu á að efla og styrlga sveitarfélögin og færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Þau atriði sem ég tel skipta meginmáli við störf borgarstjórnar á næstunni eru traust Qármálastjórn og markvissar aðgerðir til að efla atvinnulífið í borginni. Það er undirstaða þess að unnt verði að leysa margvísleg velferðarmál borgarbúa á viðunandi hátt. Ég hvet þig eindregið til að Kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það er á valdi kjósenda í prófkjöri, að ákveða röð á listanum. Þar færð þú tækifæri til að velja þann hóp sem þú treystir best til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum. Ég leita eftir stuðningi þínum og góðri kosningu í eitt efsta sœtið á framboðslistanum. Þannigfengi ég best tækifœri til að sinna margvíslegum málefnum í þágu Reykjavíkur á nœsta kjörtímabili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.