Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994
Clinton velur hæfan
eftirmann Aspins
Þykir þó skorta pólitíska reynslu
WILLIAM Perry, sem Clinton Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt
landvarnaráðherra sinn, nýtur virðingar embættismanna í
varnarmálaráðuneytinu Pentagon og fulltrúa á Bandaríkja-
þingi. En þótt lof sé borið á hæfileika hans og þekkingu á
sviði varnarmála draga jafnvel vinir hans í efa að hann hafi
pólitíska reynslu til þess að gegna svo vandasömu starfi að
sögn heimildarmanna Eeufers-fréttastofunnar.
William J. Perry, sem Clinton forseti hefur tilnefnt landvarnaráð-
herra, var hér á landi til að ganga frá samningum við íslensk
stjórnvöld um skipan mála á Keflavíkurflugvelli næstu misserinn
og sést hér í Perlunni ásamt Jóni Baldvin Hanniblassyni, utanríkis-
ráðherra.
„Perry er tæknifræðingur og
hefur fengist við hertækni alla
ævi,“ segir sérfræðingur í vamar-
málum. „Hann er ágætlega hæfur
á sínu sviði, en hefur litla reynslu
haft af hemaðarlegum og pólitísk-
um vandamálum — hvemig taka
eigi á lækkun herútgjalda, sam-
kynhneigð í heraflanum, Bosníu-
deilunni og Sómalíumálinu, sem
neyddi Les Aspin til þess að láta
af starfí landvarnaráðherra í síð-
asta mánuði.“ Háttsettur maður
í heraflanum sagði að Peny „nyti
virðingar innan hans“, en bætti
því við að hann væri „ekki talinn
sannfærandi talsmaður“ stefn-
unnar í hermálum.
Eitt umdeildra verkefna nýs
landvamaráðherra verður að
samræma stefnuna í hermálum
og niðurskurð herútgjalda, sem
hafa mun í för með sér að erfítt
verður og jafnvel ógemingur að
manna heraflann, þjálfa hann og
gera á honum nauðsynlegar end-
urbætur. „Greinar heraflans
munu biðja um meiri peninga,
sem em ekki til,“ sagði varn-
armálasérfræðingurinn. „Það
mun valda uppnámi, sem mun
fyrst og fremst bitna á land-
varnaráðherranum."
Hátæknimaður
Þegar Clinton tilkynnti að
hann hefði valið Perry eftirmann
Aspins sagði forsetinn að hann
væri „fagmaður", sem hefði
„rétta hæfíleika og stjórnunar-
reynslu til þess að gegna starf-
inu“. Perry er 66 ára gamall fyrr-
verandi prófessor í stærðfræði
og sérfróður um hvernig herafl-
inn hannar hergögn sín og kaup-
ir. Hann var annar valdamesti
maður landvarnaráðuneytisins
þegar hann hlaut tilnefninguna
þar sem Bobby Ray Inman fyrr-
verandi flotaforingi ákvað að
draga sig í hlé í síðustu viku.
Perry gegndi starfi varaland-
varnaráðherra þegar Jimmy
Carter var forseti og fór með
rannsóknamál og verkfræðistarf-
semi í þágu heraflans. Áður hafði
hann verið forstöðumaður her-
gagnafyrirtækis og stjómað raf-
einda-rannsóknarstofum fyrir-
tækisins GTE-Sylvania. Sérfræð-
ingur, sem fylgdist með störfum
Perrys á Carter-árunum, segir
að hann hafi einn síns liðs flýtt
fyrir smíði Tomahawk-stýri-
flaugarinnar og Stealth-orrustu-
flugvélarinnar, sem beitt var í
Persaflóastríðinu 1991. „Hann
er mjög rólegur, en þó harður í
horn að taka,“ segir þessi heim-
ildarmaður.
Rétti maðurinn?
Talið er að auðvelt verði að fá
tilnefningu Perrys staðfesta.
„Hann er snjall, íhugull og nýtur
virðingar í báðum þingflokkum
[demókrata og repúblikana],“
segir heimildarmaður Reuters á
Bandaríkjaþingi. Raunar hefur
Clinton verið legið á hálsi fyrir
að velja sér þróttlitla ráðunauta
í utanríkismálum og talið var að
Aspin hefði verið neyddur til þess
að segja af sér með það fyrir
augum að forsetinn kæmi sér upp
liði skipuðu áhrifameiri mönnum
á þessu sviði. Með hliðsjón af
þessu hefur kunnur, fyrrverandi
starfsmaður landvarnaráðu-
neytisins, Lawrence Korb, dregið
í efa að skipun Perrys muni
treysta stöðu forsetans.
„Perry er hæfur og snjall mað-
ur,“ segir Korb. „Hann hefur
staðið sig vel í viðskiptalífinu og
í opinberri þjónustu. En spyrja
má hvort hann sé rétti maðurinn
til þess að fullkomna starfslið
Clintons í þjóðaröryggismálum —
getur hann tekist á við blöðin og
ráðið að öðru leyti við opinbert
hlutverk landvarnaráðherra?"
Kosið verður til Bandaríkja-
þings í haust og ekki er búist við
að utanríkismálin verði ofarlega
á baugi, en hvenær sem er getur
soðið upp úr vegna öngþveitisins
í Rússlandi, meintra tilrauna
Norður-Kóreu til þess að koma
sér upp kjarnorkuvopnum og
þjóðaværinga víða um heim.
„Rökrétt hefði verið að velja
Perry, ef Clinton forseti hefði
haft sterkan utanríkisráðherra,
en sú lýsing á ekki við um Warr-
en Christopher," segir William
Kristol, íhaldssamur repúblikani.
„Ég held að Clinton stofni sér í
pólitísk vandræði með þessari til-
nefningu."
Hins vegar eru þingmenn og
sérfræðingar í varnarmálum í
engum vafa um að Perry verði
starfí sínu vaxinn. „Hann hefur
alla nauðsynlega hæfileika til
þess að bjarga Pentagon úr erfið-
leikum sínum,“ segir Bruce Bla-
ir, starfsmaður Brookings-stofn-
unarinnar. „Hann er hagsýnn,
en miklu framsýnni en fólk gerir
sér grein fyrir.“
Sem staðgengill Aspins hefur
Perry stjórnað daglegum störfum
Pentagons á bak við tjöldin.
Hann hefur átt mikinn þátt í
nýjum reglum um vopnakaup og
endurskoðun sem miðast að nið-
urskurði bandaríska heraflans á
næstu áratugum. Perry er fædd-
ur í Vandergrift í Pennsylvaníu,
hefur meistarapróf í stærðfræði
frá Stanfordháskóla og doktors-
próf í sömu grein frá Penn State
University.
Nýr hægriflokkur veldur
ólgu í þýskum stjómmálum
NÝR þýskur hægriflokkur, sem stofnaður var í síðustu viku,
er talinn mjög líklegur til að ná góðum árangri í kosningum
til Evrópuþingsins, sem fram fara næstkomandi júní. Stofn-
andi flokksins er lögfræðingurinn Manfred Brunner frá
Bæjaralandi, fyrrum aðstoðarmaður Martins Bangemanns,
annars fulltrúa Þjóðverja í framkvæmdastjórn Evrópubanda-
lagsins. Brunner var rekinn frá Brussel árið 1992 eftir að
hann hafði látið í ljós efasemdir opinberlega um Maastricht-
samkomulagið um pólitískan og efnahagslegan samruna
EB-ríkjanna. Var það Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sem
gaf út fyrirskipunina um að Brunner yrði að víkja. Flokk-
stofnunin hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi enda ríkir
mikil óánægja meðal almennings með hina kjörnu fulltrúa
sína og þar að auki fjölmargar kosningar á þessu ári. Brunn-
er hefur í vikunni krafist þess að teknar verði upp meirihluta-
kosningar í Þýskalandi.
Upphaflega var ætlunin að
halda stofnfundinn í borginni
Weimar í austurhluta Þýska-
lands en hann var færður til
Wiesbaden í vesturhlutanum í
kjölfar þess að
yfirvöld í sam-
bandslandinu
Thiiringen
sögðu hættu á
mótmælaað-
gerðum og að
þau treystu sér ekki til að
tryggja öryggi þátttakenda.
Brunner segist hins vegar vera
sannfærður um að pólitískar
ástæður hafí legið að baki fund-
arbanninu.
Hættulegasti
hægriflokkurinn
Franz Schiister, innanríkis-
ráðherra Thuringen, lýsti því
jafnframt yfir að hann teldi
flokk Brunners vera mun hættu-
legra fyrirbrigði en hægriöfga-
flokkar á borð við Repúblikana-
flokkinn og
Þýska þjóðern-
isflokkinn,
vegna þess að
hann væri lík-
legur til að laða
virðulegt fólk
úr millistétt til fylgis við sig.
Stefna flokks Brunners, sem
ber nafnið Fylking frjálsra borg-
ara, byggir á andstöðu við
Evrópusamrunann og velferðar-
ríkið. Nýtur flokkurinn stuðn-
ings Frelsisflokks Jörg Haiders
í Austurríki. Frelsisflokkurinn,
sem undir stjórn Haiders er orð-
inn að þriðja stærsta flokki
BAKSVIÐ
eflir Steingrím Sigurgeirsson
Manfred Brunner.
Austurríkis, ætlar að taka þátt
í kosningabaráttu Fylkingarinn-
ar í komandi þing- og Evrópu-
þingskosningum. Er þetta í
fyrsta skipti frá því fyrir stríð
að þýskur og austurrískur
stjórnmálaflokkar taka upp sam-
starf af þessu tagi.
Meðal þeirra sem standa á bak
við Fylkinguna eru m.a. fyrrum
sendiherra Þýskalands í Kína,
nokkrir þekktir háskólapró-
fessorar, lögreglustjóri og for-
maður samtaka þýskra tann-
lækna.
Margir þýskir stjórnmála-
menn óttast að Fylking fijálsra
borgara kunni að slá í gegn
meðal kjósenda og eru harðar
árásir Edmunds Stoibers, leið-
toga Kristilega sósíalsambands-
ins (CSU) í Bæjaralandi á stefnu
EB í nóvember í fyrra taldar til
marks um það. Upphlaup Stoi-
bers, sem olli mikilli ólgu meðal
ráðamanna í Bonn, kom í kjölfar
þess að mistekist hafði að fá
Brunner, sem lengi starfaði fyrir
Fijálsa demókrata (FDP) og var
formaður þess flokks í Bæjara-
landi um árabil til að ganga í
CSU, sem er systurflokkur CDU,
flokks Kohls.
Brunner segist sjálfur telja
líklegt að hann fái 35% atkvæða
í Evrópuþingskosningunum og
að það eina sem geti komið í veg
fyrir það sé stefnubreyting CSU.
Aðspurður um hvernig hann
geti verið svo sigurviss bendir
hann á skoðanakannanir þar
sem kemur fram að 85% Þjóð-
veija séu andvígir peningalegum
samruna. Á sama tíma styðji
allir helstu stjórnmálaflokkarnir
slíkan samruna.
Stjórnmálamenn úr öðrum
flokkum segjast ekki síst óttast
að Brunner muni takast að flytja
harða hægristefnu út úr bjór-
stofunum og inn á venjuleg
heimili. En þó að jafnt Brunner
og Haider fylgi stefnu sem er
blanda af þjóðernisstefnu og
fijálsri markaðsstefnu gangast
þeir hvorugur við því að vera
leiðtogar hægriflokka.
Haider hefur verið gagnrýndur
fyrir aðdáun sína á vinnumála-
stefnu þriðja ríkisins en Brunner
er varkár þegar hann er spurður
um það mál. „Sagnfræðingar
benda á að vinnumálastefna
þriðja ríkisins hafí vissulega verið
árangursrík. Að taka það upp í
pólitísku samhengi er hins vegar
rangt. Það væri svipað og að
segja að fjöldamorðingi væri góð-
ur bílstjóri." Hann ver hins vegar
Haider og segir hann ekki vera
öfgamann heldur einungis stjórn-
málamann sem neiti að fara eftir
leikreglum vinstrisinnaðs samfé-
lags. Hann segir Fylkingu fijálsra
borgara fylgja svipaðri stefnu og
Frelsisflokkur Haiders og sé ekki
hægriflokkur heldur „markaðs-
sinnaður, fijálslyndur, íhaldssam-
ur umbótaflokkur“. Brunner tek-
ur raunar fram að hann hafi fyrst
kynnst Haider er hann starfaði
innan FDP og að hann ætli ekki
að láta þvinga sig til að taka
afstöðu gegn honum.
Hugsjón Haiders
Jörg Haider gaf nýlega út bók
„Frelsið sem ég á við“ þar sem
hann hvetur til baráttu til varn-
ar þjóðríkinu gegn hinu nýja
„Einingarríki" sem hann telur
hálf kommúníska hugmynd frá
Brussel. Sér hann fyrir sér
myndun nýs stjórnmálaafls sem
myndi standa vörð um borgara-
legt frelsi, beint lýðræði og göm-
ul gildi. Meðal þeirra „umbótas-
innuðu" afla, sem hann telur
eiga heima í slíkri hreyfingu eru
ítalska Norðursambandið,
fijálslynd öfl innan CSU og FDP
í Þýskalandi, hinn Lýðræðislegi
borgaraflokkur Vaclavs Klaus í
Tékkneska lýðveldinu, Frakkinn
Jacques Chirac og Margaret
Thatcher, fyrrum forsætisráð-
herra Bretlands.