Morgunblaðið - 30.01.1994, Page 32

Morgunblaðið - 30.01.1994, Page 32
32 Ævi manna er ekki endilega mæld í árum, heldur hvemig menn lifa og starfa. Með dugnaði sínum og hörku afrekaði Jói margt, en hann fékk líka margt út úr lífinu, vegna þess að hann höndlaði óhikað hamingjuna þegar hún birtist hon- um og hlúði að henni. Hann vann alltaf með skólanum og kom sér upp stóru og fallegu heimili. Þrátt fyrir annríkið, gekk honum vel í viðskiptafræðinni í Háskólanum, áður en veikindin fóru að segja til sín. Þá ber að nefna Guðbjörgu, eig- inkonu hans. Hún hefur sannarlega staðið undir nafni, bjargvættur frá Guði. Jói hefði ekki getað átt neinn betri að í sínum veikindum en Guð- björgu. Hugrekki þeirra og barátta var aðdáunarverð. Hvemig þau tókust á við erfiðleikana er okkur hinum til eftirbreytni. Hún ól hon- um þijú yndisleg böm, Birgi Daða, Agnesi Söm og Rebekku. Þau em lifandi minning hans. Og nú lifir Jói í þeim. Héðan frá Bandaríkjunum sendi ég Guðbjörgu og bömunum og öðmm nánum aðstandendum og vinum mínar inniiegustu samúðar- kveðjur með bæn um blessun Guðs. Magnús Þorkell Bemharðsson. Elsku Jói minn, þú ert farinn frá okkur, við hittumst ekki né tölumst við, en við vitum að þú ert með okkur öllum og að við munum hitt- ast aftur. Þú varst svo hjartahlýr og góð- ur. Ég mun alltaf muna stoltið í augum þínum þegar þú talaðir um Guðbjörgu og bömin ykkar. Og þó að þú hafi verið orðinn þreyttur, þegar við vomm í London, þá vild- irðu ekki hætta búðarápinu fyrr en þú varst búinn að kaupa eitthvað fallegt handa Guðbjörgu og bömun- um. Það var sama hvar þú varst og hvenær, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar, alltaf stutt í hlátur og gamansemi ogþitt fallega bros allt- af til staðar. Eg gleymi því aldrei hvað ég var stolt að kynna þennan góða vin minn fyrir mömmu minni og pabba. Elsku Jói, við munum varðveita allar þær stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig, elsku vinur. Með fráfalli Jóa er stórt skarð höggvið í Qölskyldu hans og vina- hóp, en minningin um góðan dreng mun alltaf lifa. Við biðjum góðan Guð að styrkja Guðbjörgu, Birgi Daða, Agnesi, Rebekku og alla aðra aðstandendur í þessari miklu sorg. Deyrfé, deyja frændur, deyrsjálfuriðsama; enorðstir deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamáium) Margrét og Halldór. Enn og aftur sjáum við á bak góðum vini. Þessi vinahópur, sem haldið hefur saman frá unglingsár- um, þarf nú að horfa á eftir öðrum félaga, fyrst Stebba fyrir tveimur og hálfu ári, og nú Jóa. Fráfall Stebba er okkur í raun ennþá óraunverulegt og óskiljan- legt; nú er Jói líka dáinn. Þessir tveir heiðursmenn voru kjölfesta klíkunnar alla tíð, á tímabili sem spannar meira en helming ævi okk- ar. Jói var óvenju glaðlyndur og naut sín vel í hópi góðra vina, með spaugsyrði og glens á vör. Hann hafði þann eiginleika eða „sjarma“ að geta hreinlega haldið uppi heilu veislunum með skopskyni sínu og geislandi lífsgleði. Þessi eiginleiki hans yljaði okkur vinunum á ótelj- andi samverustundum okkar í .gegnum árin. Jói var drífandi og atorkusamur á öllum sviðum, hvort heldur var í vinnu, námi eða í þvi að rækta fjöl- skyldu sína og vini. Hann var um margt mörgum skrefum á undan okkur, eignaðist og byggði t.d. fjór- ar íbúðir á sinni skömmu ævi, ásamt því að eignast þrjú yndisleg böm með sinni heittelskuðu, Guðbjörgu, MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994 Ragnhildur Oddný Jónsdóttír — Minning Fædd 6. ágúst 1917 Dáin 22. janúar 1994 Elsku amma - bréf til þín. „Um tilgang lífsins lífíð sér, jafn- lengi og einskis spyijum vér.“ Mín fyrsta minning var í fangi þínu sem lítill drengur í Heiðargerð- inu. Hlýja þín, ástúð, gleði og birta er það sem hefur átt stærstan þátt í að móta von mína, og bjartsýni og þrá. Þrautsegja þín, þolinmæði og styrkur hafa mótað sjálfstæði mitt og innri styrk og þú kenndir mér ungum að trúa á sjálfan mig. Er ég hugsa til baka, þá kemur margt upp í hugann. Dagamir í Heiðagerðinu í stóra húsinu ykkar afa. Þegar afi sagði mér af því er hann hjólaði með þig frá Skeijafirði upp í Heiðagerði til að grafa gmnn að heimili ykkar, þá skildi ég betur þann munað og allsnægtir sem núverandi kynslóð býr við í dag, eitthvað sem er að gleymast og er að steypa mannkyninu í glötun. Dagamir í Heiðagerðinu, ærsla- gangur í garðinum, sólbað þér við hlið, hjólað eftir brauðum, og jólin þegar allir vom saman komnir, allt er ógleymanlegt. Fyrstu sporin í vinnu í þvottahúsinu þar sem ég var næstum dottinn ofan í þvotta- vélarnar, þolinmæði þín að svara endalausum spurningum mínum og oft ekki svo einföldum. Ferðalögin um landið, stundir í sumarbústaðnum svo að fátt sé upptalið. Þegar eitthvað bjátaði á, styrktir þú mig og leyfðir mér ekki að komast upp með grát heldur bentir mér á að halda áfram. Ferðin til London fyrir nokkmm ámm var minnisstæð fyrir það eitt að ég áttaði mig ekki á því fyrr en löngu seinna að þú sagðir ekki orð um þreytu þó allir væm uppgefnir eftir göngu allan daginn. Ungur átti ég draum um ævin- týri og heimurinn heillaði mig. Allt- af hlustaðir þú á mig. Undirbúning- ur minn fyrir nám mitt í Bandaríkj- unum var mikíll og átti hug minn allan. Það var ekki fyrr en ég kvaddi á flugveliinum að ég skynjaði að án fjölskyldu væri ég ekki þar staddur. Ég skynjaði kvíða þinn fyrir brottför minni, en gladdist að sjá þig stuttu síðar og fullvissa þig að allt væri í lagi. Að loknu námi kom ég heim þó ég héldi áfram áformum mínum erlendis um framtíðina, svolítið sem ég sagði þér frá og þú reyndir að skilja og styrkja trú mína í að tak- ast á við. Þeir dagar sem ég hef átt með þér undanfarin ár eru mér ómetanlegir. Ég átti þá ósk að festa mitt ráð og stofna til fjölskyldu að þér við- staddri, en þú minntir mig ávallt á orð mín sem unglings um að ég ætlaði að koma undir mig fótunum fyrst og það væri nægur tími. Núna var ég um það bil tilbúinn og það gleður mig að þú hafðir kynnst Heidi og að ég skyldi segja þér frá nafni bams okkar í október fyrst. Þú veist að ég er í góðum höndum. Er við ræddum um tilgang lífs- ins, allrar orkunnar í alheimi, þá var samkomulag okkar um eilíft líf. Það styrkir trúna og iéttir þá hugsun að þú ert farinn í nýtt umhverfi þar til við sameinumst öll aftur að eilífu. Þú mátt vera stolt af lífi þínu - þú átt góða fjölskyldu og allir hugsa til þín. Síðustu stundir okkar saman um jólin - lögin sem þér fannst svo falleg. Blundur þinn við hlið vöggu ófædds bams okkar Heidi, samtal okkar um hálfan hnöttinn í síma. Svo langt í burtu, en samt svo stutt. Þú varst svo falleg og hamingju- söm. Pála Margrét Sigurð- ardóttir — Minning jafnframt vinnu og viðskiptafræði- námi. Geri aðrir betur á svo skammri ævi. Hann var allt í senn, hafði tíma fyrir alla, sannur vinur vina sinna, ástríkur eiginmaður, elskandi faðir, duglegur námsmað- ur og lagði sig allan fram í hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur. Verslunarmannahelgin ’92 markaði upphaf þeirrar baráttu Guðbjargar og Jóa, sem nú er lok- ið. Sú helgi skildi Jóa eftir með höfuðverk, sem við á næstu dögum göntuðumst með sem „mestu timb- urmenn sögunnar". Þremur vikum seinna, degi eftir fæðingu Styrs, sonar okkar, kom svo reiðarslagið: Jói greindist með æxli við heilann. í kjölfarið fylgdi hetjuleg barátta Jóa og Guðbjargar, þar sem þau sýndu ótrúlegt þrek og styrk. Þar endurspeglaðist ást þeirra í óbilandi bjartsýni og von. Samhugur þeirra og kjarkur bægðu óttanum frá, sem þau réðust í byggingu draumahúss- ins, jafnframt því að eignast sitt þriðja barn. Baráttuvilji þeirra beggja var aðdáunarverður og óbil- aður allt til enda. Spumingin „af hveiju?" leitar aftur og aftur á okkur en svarið lætur standa á sér. Minningar um yndislegan vin standa eftir, sem og það hlutskipti að sætta sig við þá staðreynd, að Jói er farinn. Örlítil huggun harmi gegn er þó í þeirri tilhugsun að Jói og Stebbi séu nú saman á ný. Elsku Guðbjörg, megi styrkur þinn, minningar um ástkæran eigin- mann, og sú gleði sem böm þín veita þér, gefa þér kraft til að sigr- ast á sorg þinni. Aðstandendum vottum við dýpstu samúð okkar. Júlíus og Linda. Elsku Jói. Okkur langar að kveðja þig með nokkmm línum. Orð eru bara svo fátækleg á svona stundu. Tregi og harmur fylla hjörtu okk- ar, og það er skrýtið til þess að hugsa að þú komir ekki í heimsókn til okkar, brosandi og léttur í lund, þrátt fyrir alla þína erfiðleika/ Alltaf var hægt að leita til þín með verkefni, hvers eðlis 'sem þau voru, þú varst útsjónarsamur í lausn vandamála, og meira að segja þeg- ar þú þurftir að vera heima vegna veikinda, fékkstu þér bara tölvu til að geta sinnt verkefnum heima. Nærvera þín gaf okkur mikið og fyrirtækið hefur misst duglegan og hæfíleikamikinn starfskraft, sem sinnti sínu starfí af natni og áhuga. Baráttu er lokið í þessu lífi en vissan um að þú hafir mikilvægu starfi að gegna á vegi eilífðarinnar, er okkur ljós í myrkrinu. Við biðjum almættið um að vemda og styrkja fjölskyldu þína um alla framtíð. Elsku Guðbjörg, Birgir Daði, Agnes og Rebekka. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Samstarfsfólk hjá Skandia. Fregnin um lát Jóa var mikið áfall fyrir okkur öll. Við vissum um hin erfíðu veikindi hans en einhvem veginn trúðum við aldrei að þetta myndi gerast. Jóa kynntumst við þegar hann og Guðbjörg vinkona okkar fóm að vera saman. Milli þeirra var mikil ást frá upphafi og var það greini- legt frá fyrstu kynnum að þau vom sköpuð hvort fyrir annað. Þau stofnuðu fljótt fjölskyldu og draum- ur þeirra um að eiga stóra fjöl- skyldu varð að vemleika. Mikil hamingja ríkti á heimiii þeirra og fundum við fyrir henni í hvert skipti sem við komum til Jóa og Guðbjarg- ar. Það var ávallt létt yfir Jóa þegar við hittumst, alltaf var hann hress og kátur. Þegar við vinkonumar komum í saumaklúbb tíl Guðbjargar tók Jói alltaf þátt í samræðunum og skemmti okkur _með sínum ein- stöku bröndurum. í þau fáu skipti sem við hittum Jóa eftir að hann veiktist var hann hress að vanda. Jói hafði lokið þremur ámm í viðskiptafræði og gekk honum námið mjög vel þegar hann varð frá að hverfa vegna veikindanna. Mikill styrkur Guðbjargar kom greinilega í ljós þegar hún gekk í gegnum veikindin við hlið Jóa. Miss- ir hennar og bamanna er mikill, meiri en maður gæti nokkra sinni ímyndað sér. Elsku Guðbjörg, Birgir Daði, Agnes, Rebekka og aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð veita ykkur styrk til að takast á við þenn- an mikla missi. Selma, Elín, Páll, Hugrún og Ottó. Til hvers er ætlast af okkur í líf- inu? Hver er sannleikur lífsins? Er hann jafn óljós og logi frá einmana kerti sem langar að lýsa upp allan heiminn? Færa öllum birtu og yl. Hví er þraut sumra meiri en ann- arra? Hvers vegna þjáumst við ekki öll og deilum sorginni? Hví fáum við ekki öll að halda í hendur bama okkar og leiða þau í gegnum lífið? Upplifa einlægnina í augum þeirra, sakleysið, kátínuna, forvitnina í fingurgómunum. Fyrsta brosið, fyrstu skrefin. Hvert er réttlætið í þessum heimi sem er jafn miskunn- arlaus og hann er fagur? Hvers vegna ná fótspor sumra aðeins upp í fjallsrætur á meðan aðrir njóta útsýnis, angans náttúmnnar og fá að líta um öxl á tindinum? Líf Jóa var umlukt ljósi og nú tindrar það í smáum augum bams hans. Sorgin er mikil og svörin fá en Jói hvílir nú í örmum móður sinn- ar og Stebba, vinar síns, og hlýðir á sannleika lífsins. Þjáningunum er lokið og söknuður hans er ekki síðri en þeirra sem eftir lifa. Okkur lang- ar að leggja við hlustir, skilja til- gang lífsins en sálir okkar þarfnast meiri þroska og skilnings. Lífið eft- ir lífið er sumum lokuð bók en Jói skilur. Þótt ævi Jóa meðal okkar hafi verið stutt var hamingjuljómi yfir lífi hans. Hann upplifði fegurð ást- arinnar með Guðbjörgu og ávextir þess em sólargeislamir Birgir Daði, Agnes og Rebekka. Þau skynja frá- fall fóður á ólíkan hátt en þær til- finningar sem hann kveikti í hjört- um þeirra og sú ást sem hann veitti þeim munu dafna og þroskast á lífs- ins vegi. Jói var góður og eftir- minnilegur drengur, nærgætinn og áhugasamur um hagi annarra. Þrátt fyrir erfiða baráttu hafði hann jákvæðnina að leiðarljósi og var annt um að öðmm vegnaði vel. Þegar sorgin knýr dyra skiptir lífið um lit. Það er ekkert sjálfsagt í lífinu nema sólarapprás og sólset- ur — og þó varla það. Allt hefur tilgang og hvert skref er leið til ákveðins þroska. Það em forréttindi að vera heilbrigður og eiga þess kost að ala upp böm. Hvert andar- tak í lífinu er dýrmætara en marg- ur heldur. Við sjálf ráðum mestu um framtíð okkar og forlög en Skaparinn ætlar okkur samt ákveð- ið hlutverk. Leitin að sannleikanum er löng og ströng en hún hefst þegar mað- ur lítur í eigin barm og skimar eft- ir Ijósinu. Það býr í bijósti okkar allra og þegar leitin hefst, meðvitað eða ómeðvitað, nærist sálin. Þrosk- inn felst í hveiju andartaki. Hveiju skrefi. Hverri fallegri hugsun. Elsku Guðbjörg, á þínar herðar em lagðar byrðar sem myndu buga marga. Söknuðurinn er mikill en í lífi þínu era mörg ljós. Njóttu þess sem Guð hefur gefið ykkur og minn- ingin um yndislegan eiginmann mun lýsa þér veginn. Fallegar hugs- anir og bænir hefja Jóa nær Ljósinu sanna en þar mun hann vaka yfir augasteinunum ykkar, brosa með ykkur og umvefja ykkur þeirri ást sem honum var gefin. Þrátt fyrir allt er lífíð fagurt og það skynjarðu best þegar krílin ykkar þijú skríða í kjöltu þína. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefiir. Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Þorgrímur og Ragnhildur. Á morgun verður Pála Margrét Sigurðardóttir kvödd hinstu kveðju. Pála var Vopnfirðingur að ætt. Hún fæddist 14. janúar árið 1921 og var því rétt orðin sjötíu og þriggja ára þegar hún lést. Hún var elsta bam hjónanna Ingibjargar Pálsdóttur, sem var ljósmóðir í Vopnafírði í Ijömtíu ár, og Sigurðar Sveinssonar símamanns. Seint á sama ári eign- uðust þau aðra dóttur, Svövu. Kært var með þeim systram og Svava studdi systur sína eins og hún gat í veikindum hennar síðustu árin þótt þær byggju hvor í sínum lands- hluta og hún var hjá Pálu þegar hún lést á heimili sínu í Reykjavík að kvöldi 21. þessa mánaðar. Ingi- björg og Sigurður eignuðust líka þijá syni, tvíburana Svein og Aðal- stein, og Guðna Þórarin sem er yngstur systkinanna. Bræðurnir búa allir á Vopnafirði, en Svava er búsett á Reyðarfirði. Á þeim ámm sem Pála var að alast upp var fátítt að ungar stúlk- ur stunduðu langskólanám og skólavist hennar var ekki löng eftir að hún lauk við barnaskólann. Tvo vetur var hún þó í héraðsskólanum á Laugarvatni en fór síðan að vinna við hvaða störf sem féllu til eins og þá tíðkaðist. Árið 1940 kynntist Pála ungum Norðfirðingi, Ásmundi Jakobssyni. Faðir hans, Jakob Jak- obsson, hafði þá ákveðið að gera skip sitt, Auðbjörgu, út á sumar- vertíð frá Vopnafirði á stríðsámn- um þar sem fiskveiðar sunnar út af Áustfjörðum þóttu honum of hættulegar vegna tundurdufla. Pála vann við beitingu hjá Jakobi og kynntist ekki aðeins Ásmundi held- ur allri fjölskyldunni. I fjölskyldu Jakobs Jakobssonar og Sólveigar Ásmundsdóttur konu hans ríkti ein- stök samheldni og ástríki. Auðbjörg var sannkallað fjölskylduskip, öll Qölskyldan vann saman að útgerð- inni og reyndar líka að búskapnum heima á Strönd á Norðfírði. í þessari fjölskyldu var Pálu tek- ið opnum örmum. Þau Ásmundur gengu í hjónaband árið 1942 en þá hafði hann tekið við skipstjóm á Auðbjörgu. Þau reistu sér hús á Vopnafírði, Hátún, efst í túni for- eldra Pálu, og þar fæddust böm þeirra, Díana f. 10. ágúst 1942 og Ingi Sigurður f. 5. jan. 1944. Ingi lagði stund á tækninám og er tæknifræðingur í Reykjavík. Díana giftist Einari Sigurbrandssyni frá Barðaströnd og gerðist þar bónda- kona. Hún lést fyrir rúmum þremur ámm. Böm Díönu og Einars urðu fimm; Ása Gréta, búsett í Reykja- vík, Olafía og Hjálmar Ingi, búsett á Norðfirði og Jakob og Auðbjörg Jóhanna sem enn em í föðurhúsum á Ytri-Múla. Bamabamaböm Pálu eru orðin fimm. Pála og Ásmundur dvöldust ekki lengi á Vopnafirði. Ásmundur var skipgtjóri á Auðbjörgu í fimmtán ár og stundaði þá vetrarvertíð frá Homafirði en var mörg sumur við síldarmerkingar og einnig var hann skipstjóri á síldarskipum. Heimilis- lífíð var ekki samfellt hjá þeim frek- ar en hjá mörgurrujðram sjómanna- fjölskyldum. Um miðjan sjötta áratuginn flutt- ust Ásmundur og Pála til Reykja- víkur og næstu ár á eftir var Ás- mundur skipstjóri á skipum sem gerð vom út frá Keflavík á vetrar- vertíð en á sumrin vann hann við síldarmerkingar. Þá fór Pála oft á sjóinn með honum og var kokkur um borð. Síðustu fimm árin sem hann lifði var hann skipstjóri á Hafrannsóknaskipinu Árna Frið- rikssyni. Ásmundur lést langt um aldur fram í nóvember árið 1974. Pála var því ekkja í næstum tuttugu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.