Morgunblaðið - 30.01.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAtJUR 30. JANÚAR 1994
39
ATVINNUAUGÍ YSINGAR
Fasteignasala -
sölumaður
Virt fasteignasala óskar að ráða sölumann.
Viðskipta- eða lögfræðimenntun æskileg, en
ekki nauðsynleg. Þarf að hafa bíl til umráða.
Áhugasamir sendi umsókn er greini aldur,
menntun, fyrri störf ofl., til auglýsingadeildar
Mbl. merkta: „A- 10209“, fyrir 1. febrúar nk.
Umboðsaðilar
Innflutningsfyrirtæki óskar eftir umboðsaðil-
um úti á landi til að selja olíu og smurefni,
þéttiefni og olíusíur. Um er að ræða hágæða
efni og eru síurnar þær einu sinnar tegundar
í Evrópu. Leitað er eftir umboðsaðilum í öllum
landshlutum og er það skilyrði að þekking á
vélum sé fyrir hendi.
Þeir sem áhuga kynnu að hafa sendi nafn
og upplýsingar til auglýsingadeilar Mbl.
merkt: „E - 10997“ fyrir 10. febrúar nk.
Vélfræðingur
Stórt deildaskipt þjónustufyrirtæki í borg-
inni óskar að ráða vélfræðing til starfa, sem
fyrst í véla- og viðhaldsdeild fyrirtækisins.
Starfið felst m.a. í almennum viðgerðar- og
smíðastörfum. Leitað er að reglusömum ein-
staklingi á aldrinum 30-40 ára, sem hefur
reynslu sem vélfræðingur og járniðnaðar-
maður.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur er til 6. febr. nk.
CtIJÐNI TÓNSSON
RÁÐCJÖF & RÁÐNI NCARLJÓNLISTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
KÓPAVOGSBÆR
Bókasafnsfræðingur
Laus er nú þegar staða deilbarstjóra flokkun-
ar og skráningar í Bókasafni Kópavogs.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra
menningar- og fræðslusviðs, Fannborg 2,
200 Kópavogi eða Jakobínu Ólafsdóttur,
deildarstjóra, Bókasafni Kópavogs, Fann-
borg 3-5, 200 Kópavogi fyrir 15. febrúar
1994.
Nánari upplýsingar um starfið veitir bæjar-
bókavörður og Jakobína Ólafsdóttir í síma
41577.
Starfskraftur óskast
til að selja bandarískar sjúkrahúsvörur
Bandarískt fyrirtæki m. lækningavörur óskar
eftir starfskrafti á aldrinum 18-35, sem get-
ur kynnt sér markaðssetningu og sölu á vör-
um þess. Ferðir til og frá Bandaríkjunum
greiddar. Þriggja mánaða námstími á laun-
um. Venjuleg laun eftir 3 mánuði. Aðstoð
bæði lagaleg og v. tungumáls til reiðu. Gisti-
aðstaða hjá skandinavískri fjölskyldu í boði.
Umsækjandi þarf „gesta-Visa“.
Hringið og skrifið eða sendið símbréf, með
upplýsingum um starfsferil og Ijósmynd til:
Sharp-Trap Inc. 15777 West Ten Mile Rd.
Suite 100, Southfield, Michigan 48075 USA.
Sími: 90-1-313-443-1505. Tímamunur er 6
stundir. Kl. 14 í USA erkl. 20 á íslandi.
Símbréf: 90-1-313-443-6522.
Hárgreiðsla
Hef stól til leigu á góðri stofu í Reykjavík,
góðir tekjumöguleikar fyrir þá sem vilja vinna
sjálfstætt.
Áhugasamir leggi inn umsóknir á auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 4. febrúar merktar: „X-3200“.
AVON
Avon á íslandi vill ráða sölufólk
Avon, sem er einn af stærstu snyrtivörufram-
leiðendum í heimi, vill ráða sölufólk til starfa
um allt land. Salan fer mest fram á heima-
kynningum. Há sölulaun í boði.
Þeir sem áhuga hafa á frekari upplýsingum
eru beðnir um að hafa samband í síma 91-
672470 milli kl. 9 og 15 næstu daga.
Avon fyrirtækið var stofnaö 1886 í Bandarikjunum og nú eru Avon vörurn-
ar seldar í meira en 80 löndum eingöngu beint til viðskiptavina. Avon var
fyrst af stærri snyrtivöruframleiðendum að hætta notkun á Ózoneyðandi
efnum. Avon notar ekki dýr i tilraunaskyni. Einnig eru allar vörur frá Avon
þróaðar og reyndar samkvæmt nýjustu visindaaðferðum.
Avon umboðið, Fosshálsi27,
pósthólf9160, 129 Reykjavík,
sími 91-672470, fax: 91-671952.
Tölvunarfræðingur
Vegna aukinna verkefna óskum við eftir tölv-
unarfræðingi eða aðila með háskólamenntun
á tölvusviði í fullt starf sem fyrst. Æskilegt
er að viðkomandi hafi þekkingu eða reynslu
á a.m.k. einu af eftirfarandi sviðum: Hlut-
bundinni greiningu og hönnun (OMT að-
ferð), forritunarmálunum C++, C, Awk og
SQL. Unix umhverfi, MS-Windows, MS-DOS.
Nettengingum TCP/IP og X.25.
Farið verður með allar skriflegar umsóknir
sem trúnaðarmál.
Plúsplús hf.,
Laugavegi 13,
101 Reykjavík.
Leikhópur
óskast til starfa í Fjölskyldu- og húsdýra-
garði, sumarið 1994. Leitum að 2-3 manna
samstilltum hóp, sem er fær um að undirbúa
og framkvæma leiksýningar m.a. með þátt-
töku gesta. Hugmyndin er að nýta Garðinn
sem svið. Nánari upplýsingar veitir Ragn-
heiður Kristiansen í síma 684640.
Áhugasamir sendi inn skriflegar hugmyndir
fyrir 1. mars, merkt: „Fjölskyldu- og húsdýra-
garður, c/o Tómas Guðjónsson, Hafrafell
v/Engjaveg, 108 Reykjavík.
Hjúkrunarfræðingar
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.
Heilsustofnun NLFÍ gegnir tvíþættu hlut-
verki; annars vegar sem endurhæfingar-
stofnun og hins vegar sérhæfð heilbrigðis-
og hvíldarstofnun. Mikil áhersla er lögð á
heilbrigðiseflingu og faglega uppbyggingu
fræðslu- og teymisvinnu.
Heilsustofnunin stendur í fögru umhverfi
með ótal möguleikum til heilsuræktar og
útivistar. Möguleiki er á íbúðarhúsnæði á
staðnum.
Nánari upplýsingar um stöðurnar gefur
Gunnhildur Valdimarsdóttir hjúkrunarfor-
stjóri í síma 98-30300.
- NÝTT VERK -
MIKLIR SÖLU- OG TEKJUMÖGULEIKAR
Sölumenn
Getum bætt við okkur nokkrum góðum sölu-
mönnum til þess að bjóða hið vinsæla tíma-
mótaverk.
íslensk orðatiltæki
MERGUR MÁLSINS
Uppruni, saga og notkun.
Bók sem á erindi við alla sem láta sig varða
framtíð íslenskrar tungu.
Allar nánari upplýsingar gefur Guðfinna Þor-
valdsdóttir sölustjóri í síma 813999 næstu
daga.
Bókakúbbur Arnar og Örlygs hf.
Síðumúla 11, 108 Reykjavík.
KÓPAVOGSBÆR
Leikskólastjóri
Kópavogskaupstaður auglýsir lausa stöðu
leikskólastjóra við nýjan leikskóla, Smára-
hvamm, við Lækjarsmára.
Leikskólinn Smárahvammur er fjögurra
deilda leikskóli sem áætlað er að taki til
starfa 1. maí, 1994.
Nauðsynlegt er að leikskólastjóri taki til
starfa í mars.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar.
Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem
liggja frammi í Fannborg 4, Kópavogi.
Fóstrumenntun áskilin.
Upplýsingar gefur leikskólafulltrúi, Sesselja
Hauksdóttir, í síma 45700.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Sérfræðingur
í skurðlækningum
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í
almennum skurðlækningum við handlækn-
ingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri. Umsækjandi þarf að hafa góða reynslu
í þvagfæraskurðlækningum.
Nánari upplýsingar veitir Shree Datye, yfir-
læknir.
Umsóknir sendist á þar til gerðum eyðublöð-
um til framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir
15. mars nk.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-30100.
Umboðsmaður
Við leitum að umboðsmanni
á íslandi fyrir:
Einbýlishús 120 fm á tveimur hæðum.
Timburhús - mjög orkusparandi.
„Warmfiber cellulose“-einangrun, 300 mm,
í þaki, veggjum og gólfum.
Verð á einingapakka: 1.350.000,- ISK.
Flutningskostnaður o.fl. ca 238.000,-
Lager/íþróttahús með límtrésstoðum.
Klæðning með pvc-dúk eða stálplötum, óein-
angrað eða með „Warmfiber cellulose“-ein-
angrun. 6 m - 60 m breið, allar lengdir.
Verð á einingapakka pr. fm, ca 2.800,- ISK
Vinsamlega hafið samband við Finn Staubo,
Skandínavtsk
Farmarteknik AB
Hegdehaugsveien 1,
0352 Oslo, Norger.
Sími904722 60 77 12,
fax. 90 4722 46 05 55.