Morgunblaðið - 30.01.1994, Side 52

Morgunblaðið - 30.01.1994, Side 52
FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 ffgmiÞliifrife * varða i m Landsbanki íslands &í-M Æ3 Banki allra landsi allra landsmanna MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK StMl 691100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 3040/ AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Júlíus Utan vegar OKUMENN lentu víða í vatidræðum í gærmorgun vegna óveðursins. Bílar festust í sköflum og ökumanni þessa jeppa varð hált á svellinu og velti bílnum á Vesturlandsvegi. Dlviðri um land allt HORFUR eru á ágætisveðri í dag eftir leið- indaveður víðast hvar á landinu í gær, laug- ardag. Um morguninn var veðrið verst sunn- an- og vestanlands og voru um tíma 12 vind- stig á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Veður fór versnandi norðanlands eftir því sem leið á daginn. Lægja átti aðfaranótt sunnudags og með morgninum. Víða var ófært vegna veðurs en ekki var vitað til þess að slys hafi orðið. „Veðrið er snarvitlaust og nánast allt ófært,“ sagði Bjöm Svavarsson, vegaeftirlitsmaður. Fært var um Suðurnes og Þrengsli. Aftur á móti var ófært um Hellisheiði og um Hvalfjörð vegna veðurs. Bjöm sagði að óvíða væri mikill snjór á veg- um. Veðurhæð væri hins vegar veruleg og ófært vegna skafrennings. Hann sagði að lítið annað yrði gert fram á mánudag en að moka helstu leiðir frá Reykjavík ef veður leyfði. Engin slys hafa orðið Ekki var vitað til að slys hafi orðið vegna veðurs upp úr hádegi í gær. Fólk varð þó fyrir ýmis konar óþægindum, t.d. þurftu 10 ökumenn að skilja bíla sína eftir á Keflavíkurveginum aðfaranótt laugardags, þakpappi fauk af hús- þaki í Vestmannaeyjum og aflýsa varð íþrótta- móti á Blönduósi. Að auki dofnaði rafmagn um skeið á Selfossi á tíunda tímanum í gærmorgun og rafmagn fór um tíipa af í Mýrahreppi, Suður- sveit og Öræfum á föstudagskvöld. Eitthvað bar líka á símatruflunum í nágrenni Hafnar. Björgunarsveitir aðstoðuðu fólk vegna ófærð- ar í Mosfellssveit, á Kjalarnesi og í Breiðholti fyrir hádegi á laugardag en um hádegi hafði færð batnað. Á sama hátt aðstoðaði lögregla í Hafnarfírði, Kópavogi, Reykjavík og víða úti á landi vegna þungfærðar. Öllu innanlandsflugi var frestað vegna veðurs í gær. Piltanna leitað áfram í LEIT að piltunum tveim frá Keflavík sem saknað hefur verið frá því á miðvikudag var haldið áfram um hádegisbilið í gær, og stóð þá til að leita fram í myrk- ur. Þátt í leitinni í gær tóku 40-50 björgunarsveitarmenn ásamt lög- reglu og átti að fínkemba þau svæði sem áður hafði verið leitað á. Kallaður var út sérstakur klif- urhópur til að síga niður í kletta við vitann í Keflavík, en þangað höfðu sérþjálfaðir sporhundar m.a. rakið slóð eftir piltana. Að sögn Sigfúsar Magnússonar hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum bárust nokkrar vís- bendingar í gærmorgun um ferðir piltanna frá því þeirra var saknað, en hann sagði þær ekki hafa verið þess eðlis að hægt hafí verið að byggja á þeim. Björgunarsveitar- menn komu saman hjá svæðisstjórn- inni snemma í gærmorgun og sagði l^igfús að þá hefði verið farið yfír allar þær vísbendingar sem borist hefðu fram að því og ákveðið hefði verið að leita á nýjan Ieik á þeim svæðum sem þegar hefði verið leitað á, en leggja átti sérstaka áherslu á leit meðfram ströndinni í nágrenni Keflavíkur. Nýr mótor eyðileggst BEINTENGT eldvarnakerfi Vá- tryggingafélags Islands í Ármúla 3 fór í gang á áttunda tímanum í gærmorgun. Slökkviliðið fór á staðinn og reyndist reykur koma frá mótor í loftræsikerfi i kjallara. Engin eldur kom frá mótomum og tók aðeins hálftíma að reyk- hreinsa húsnæðið. Ekki urðu aðrar skemmdir en að talið er að mótorinn sé ónýtur. Hann var settur upp fyrir viku og eru taldar líkur á að hann hafi verið gallaður. Neyðarbíll reynist vel Á svipuðum tíma fór nýr neyðar- bíll slökkviliðsins og Landsbjargar í sinn fyrsta sjúkraflutning. Toyota- umboðið gaf bílinn í fyrra og hefur verið unnið að breytingum á honum. Bíllinn er sérstaklega ætlaður til sjúkraflutninga í slæmu færi og œyndist hann afar vel í ferðinni. Sóttur var maður að Skyggni. Viðskiptajöfnuðurinn hefur ekki verið jákvæður í sjö ár, eða frá árinu 1986, og þar áður var hann síðast jákvæður á árinu 1978. Þetta eru mikil umskipti frá síð- ustu tveimur árum en viðskipta- hallinn 1993 vartæpir 12 milljarð- ar og 18 milljarðar króna 1992. Björn Rúnar Guðmundsson, hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir að það sé dálítið snemmt að segja til um hver endanleg útkoma verður varðandi viðskiptajöfnuð- inn þar sem tölur um þjónustujöfn- uð á síðasta ári liggi ekki fyrir. Hins vegar komi vöruskiptajöfnuð- urinn heldur betur út en reiknað hafi verið með í endurskoðaðri þjóðhagsáætlun og þar séu fengn- ir tveir milljarðar af þeim tæpum þremur sem hafi vantað til að við- skiptajöfnuður væri á núllinu. Tekjur af sjávarútvegi meiri Þjónustujöfnuður er vaxtatekjur og gjöld annars vegar og tekjur af ferðamönnum, samgöngum og varnarliði og samsvarandi útgjöld- um hins vegar. Fregnir af fjölda Viöskiptaj öfnuður gæti orðið hagstæður í fyrsta sinii í 7 ár VIÐSKIPTAJÖFNUÐURINN á nýliðnu ári gæti orðið í kringum núllið eða jafnvel hagstæður í fyrsta skipti frá árinu 1986, sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Vöruskiptajöfnuðurinn árið 1993 var hagstæður um 12,1 milljarð króna, tveimur milljörð- um meira en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri þjóðhagsáætlun sem lögð var fram í desember, en þar var spáð að viðskiptahall- inn á árinu yrði tæpir þrír milljarðar króna. ferðamanna á síðasta ársfjórðungi benda til fjölgunar þeirra frá fyrri árum, til dæmis fjölgaði ferða- mönnum um 40% í desember frá fyrra ári. Björn sagði að þjónustu- jöfnuður án vaxta hefði verið já- kvæður um 2,8 milljarða fyrstu níu mánuði ársins og hann mætti því snúast mikið til verri vegar á síðasta ársfjórðunginum til að verða ekki jákvæður. Ástæðumar fyrir þessum árangri væru fyrst og fremst þær að tekjur af sjávar- útvegi hefðu orðið meiri en reiknað hafí verið með. Þar kæmi til meiri afli til dæmis úr Smugunni auk þess sem verð hefði nokkuð hald- ist og heldur sigið upp á við á haustmánuðum. Á hinn bóginn hefði samdrátturinn í innflutningi orðið með þeim hætti sem spáð hafi verið. Verð á sjávarafurðum hefur hækkað um 1,5% í myntein- ingunni SDR frá því í september eftir að hafa farið nánast stöðugt lækkandi fráþví í ársbyijun 1992. Björn sagði að spár stæðu til þess að verðið myndi halda áfram að síga upp á við á árinu. Andvari strandaði í svartabyl við Grímsey Skipverjum tókst að losa skipið RÆKJUSKIPIÐ Andvari VE 100 tók niðri við Grímsey um kl. 10.30 í gærmorgun. Skip- veijunum tókst að losa skipið á 10-15 mínútum og koma í veg fyrir að leki kæmist að því. Jóhann Halldórsson, skipstjóri og eigandi Andvara, sem er 300 tonna rækjuskip, sagði að skipið hefði verið á veiðum í Eyja- fjarðarál þegar ákveðið hefði ver- ið að leita vars við Grímsey vegna veðurs. Þangað hefði verið komið snemma á laugardagsmorgun og um kl. 10.30 hefðu skipveijarnir orðið varir við að skipið hefði tekið niðri. Þeim hefði sjálfum tekist að losa skipið á 10-15 mínútum og enginn leki hefði komið að því. Jóhann treysti sér ekki til að meta hve skemmdir á skipinu væru miklar. Hann sagði að hald- ið yrði til Akureyrar strax og veður leyfði og þær kannaðar. Austan 10 vindstig og svarta- bylur var við Grímsey uppúr há- degi á laugardag. Norðan við eyna lágu þijú skip í vari, Siglu- vík og Drangey auk Andvara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.