Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 2 Reykingar bannaðar hjá Pósti ogsíma REYKINGAR verða ekki hehnil- ar í húsnæði Pósts og sima frá og með 21. apríl næstkomandi. Bannið tekur til um 2.500 starfs- manna á 160 vinnustöðum, auk bifreiða fyrirtækisins. Halldóra Bjarnadóttir formaður tóbaks- varnanefndar segir að á þessu ári hafi tvö fiskvinnslufyrirtæki einnig riðið á vaðið og bannað reykingar á hús og lóð, eins og það er nefnt. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur upplýsingafulltrúa Pósts og síma hefur núverandi fyrirkomulag vegna reykinga starfsmanna ekki gefið nógu góða raun. „Reykurinn virðir engin landamæri og okkur þótti brýnt að tryggja þeim sem ekki reykja hreint loft,“ segir Hrefna. Hún segir að til greina hafi komið að útbúa sérstaka að- stöðu hjá fyrirtækinu fyrir þá sem reykja en þegar litið sé til þess að vinnustaðir hjá fyrirtækinu séu 160 og gera hefði þurft breytingar á hverjum einasta stað hafi það verið talið of kostnaðarsamt. Ákvörðunin um reykingabannið var tekin um áramót í samráði við fulltrúa starfs- mannafélaganna og segir Hrefna að þeim sem vilja hætta að reykja verði boðin aðstoð og hafi fyrsta reykinganámskeiðið hafist í gær- kvöldi. Reyklaust í físki Halldóra Bjamadóttir formaður tóbaksvamanefndar segir að 1. janúar hafi fiskvinnslufyrirtæki í Ólafsfirði bannað reykingar á vinnusvæði og 7. janúar hafi fisk- vinnslufyrirtæki í Hrísey gert slíkt hið sama. Að sögn Halldóru tekur bannið til húss og lóðar sem þýðir að starfsmenn geta ekki reykt utan- dyra á lóð fyrirtækisins. Haiidóra segir loks að þar sem um matvæla- fyriistæki sé að ræða þyki ekki við hæfi að sýna gestum, til dæmis útlendingum, sem koma til að skoða hreinan og fallegan fisk, sígarettu- stubbana við kerin i fyrirtækjunum. Hún bætir við að vonandi verði þetta til þess að fleiri fiskvinnslufyr- irtæki geri slíkt hið sama. Fundur um ínnflutningshindranir Frakka í sameiginlegri EES-nefnd Stj órn Evrópusambands- ins skoðar málið rækilega Á fólksbíl út að Galtarvita Boiuogarvík REIMAR Vilmundarson, ungur maður frá Bolungarvík, for um síðustu helgi á bíl sínum sem er venjulegur Subaru Justy árg. 1990 frá Bolungarvík og að Galtarvita. jeppa. Ekið var sem leið lá upp Tungudal og yfir Grárófuheiði og síðan út eftir fjallinu og niður Norðurdal sem liggur niður í Keflavík þar sem Galtarviti stendur. Að Galtarvita liggur enginn vegur, og fór Reimar á fólksbfln- um þá leið sem venjulegast er farin á snjósleðum á þessum árstíma. í samfloti með Reimari var Elvar Sigurgeirsson á Willis- Leið þessi er um 20 km og tók það þá félaga rúman klukkutíma að fara hvora leið. Vitavarðarhjónin á Galtarvita tóku vel á móti ferðalöngum enda ekki á hveijum degi sem fólksbfl er ekið þar í hlað. Gunnar fullum stuðningi við yfirlýsingu EFTA-ríkjanna. Hann skýrði frá því að aðgerðir Frakka hefðu leitt til þess að útflutningur sjávaraf- urða frá Noregi til Frakklands hefði dregist saman um 20% síð- ustu daga. Þá hafa ufsaveiðar við vesturströnd Noregs stöðvast vegna aðgerðanna. Elvar Signrgeirsson í hlaðinu á Galtarvita ÞAÐ voru hlýjar móttökur sem biðu ferðalang- anna á Galtarvita eftir að þeir renndu í hlað. Þeir óku lengst af á hjarni. FUNDUR í sameiginlegri nefnd EFTA og Evrópusambandsins um framkvæmd EES-samningsins var haldinn í Brussel í gær að ósk íslands. TUgangur fundarins var að ræða þær viðskipta- hindranir sem frönsk stjórnvöld beita við innflutning á físki frá EFTA-ríkjunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins^ mun taka málið til rækilegrar athugunar en EFTA-ríkin áskilja sér engu að síður rétt til að boða til sérstaks ráðherrafundar um það ef ekki verður látið af innfíutningshindrunum einhvern allra næstu daga. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisraðherra hefur lagt til við frönsk stjórnvöld að efnt verði til embættismannavið- ræðna um þessi mál svo öllum mögulegum misskilningi verði eytt. Á fundi í fastanefnd EFTA sem haldinn var í. gærmorgun var ákveðið að EFTA-ríkin legðu fram sameiginlega yfirlýsingu um málið á fundi sameiginlegu nefndarinn- ar. Hannes Hafstein sendiherra veitti EFTA forystu í Qarveru Finna á fundinum. í yfírlýsingunni lýstu EFTA-löndin m.a. áhyggjum sínum vegna þeirra aðgerða sem Frakkar hafa beitt undanfarið og segja þær brot á ákvæðum og anda EES-samningsins. Þá segir að áhrifin séu alvarleg, sérstak- lega fyrir íslendinga og Norð- menn. Sem dæmi var greint frá því að 10% af útflutningi íslend- inga fari til Frakklands og séu þau nær eingöngu sjávarafurðir. EFTA-ríkin segjast ekki vefengja rétt Frakka til að viðhafa landa- mæraeftirlit og heilbrigðisskoðun samkvæmt lögum Evrópusam- bandsins. Hins vegar séu þær að- gerðir sem beitt hafi verið ekki í neinu samræmi við það sem nauð- synlegt sé fyrir heilsu manna. EFTA-löndin segja helstu áhyggj- ur sínar vera þær að aðgerðir Frakka séu augljóslega af pólitísk- um toga, hafi yfir sér blæ vemda- raðgerða og hindri viðskipti milli aðildarríkja EES. Ráðherrafundar krafist EFTA-ríkin kreflast þess að tafarlaust verði bragðist við þess- ari alvarlegu stöðu sem málið sé í og áskilja sér rétt til að fara fram á sérstakan ráðherrafund í EES- ráðinu ef ekki yrði látið af inn- flutningshindranum einhvem allra næstu daga. Formaður Evrópusambandsins sagði að framkvæmdastjómin myndi taka málið til rækilegrar athugunar og kanna hvort aðgerð- ir Frakka brytu í bága við lög Evrópusambandsins. Hannes Haf- stein áréttaði að einnig þyrfti að meta þær út frá EES-samningn- um. Þá lagði hann á það áherslu að ekki væri rétt að fara út í umræðu um tæknileg atriði á þess- um ftmdi þar sem aðgerðir Frakka væra af pólitískum toga. Fullur stuðningur Norðmanna Fulltrúar EFTA sögðust ekki hafa haft tíma til að fara ítarlega yfir þau gögn sem lögð vora fram á fundi nefndarinnar 16. febrúar sl. vegna viðræðna um aðild fjög- urra EFTA-ríkja að Evrópusam- bandinu. Þá lægi endanleg niður- staða bandalagsins varðandi laga- legan þátt máHns ekki fyrir. Fulltrúi Norðmanna lýsti yfír ídag Líffæraflutningar____________ Líffærí úr átta íslendingum hafa verið gefín frá því samningur var undirritaður milli Norðurlandanna 7 Gyltur frá Noregi ___________ Fimm gyltur með fangi koma til Hríseyjar í dag frá Noregi 18 Basil fursti ___________ Höfundur bókanna um Basil fursta er kominn í leitimar en hann reynd- ist vera Dani 27 Leiðari______________________ Landbúnaður í breyttu efnahags- umhverfí 22 Úr verinu ^ Ársverkum í fískvinnslu fækk- að um 2.700 á 6 árum - Nokkrir bátar kvótalausir að veiðum - Bannað að færa björg í bú - Land- að fyrir Marks og Spencer Myndasögur ^ Börnin teikna — Gæludýr vik- unnar er 5 mánaða — Teikni- myndasamkeppni Tanniæknafé- lagsins — Teningaspil sem á að Iita — Fróðleiksmolar Skjöl vegna pen- ingakeðju tekin tNNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins fór í gær í húsakynni fyrirtækis, m hefur rekið eina af svokölluðum peningakeðjum. Lagt var hald á plögg sem viðkoma peningakeðjustarfseminni og forsvarsmenn fyr- ækisins voru yfirheyrðir. Jón H. Snorrason, deildarstjóri hjá RLR, ^ir að allir sem komi að slíkum peningakeðjum megi búast við að rfa að svara til saka. Fjársöfnun með keðjubréfum er óheimil sam- æmt lögum frá 1977. samkvæmt lögum frá 1977 og ailir þeir sem að þessu koma mega búast við að þurfa að svara til saka. Þá má benda á, að hagnaður, sem feng- inn er með ólögmætunfi hætti, er gerður upptækur." Jón segir að rannsóknarlögreglan muni ekki láta hér við sitja, heldur rannsaka fleiri peningakeðjur. Rannsóknarlögreglan fór í hús- eði Landsmálafélagsins við Lauga- :g og Sundaborg í gær, en fyrirtæk- hefur rekið peningakeðju sem kall- it Auðbjörg. „Við lögðum hald á lt það sem tengist peningakeðju- arfsemi og yfirheyrðum þá menn im standa að starfseminni," sagði >n. „Þessi starfsemi er refsiverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.