Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 30
> 30 / MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 Minning Séra Jón M. Guðjónsson, fv. prófastur, Akranesi Fæddur 31. maí 1905 Dáinn 18. febrúar 1994 „Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspumar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.“ Þessi orð postulans koma mér í hug, er ég minnist vinar míns og starfsbróður, sr. Jóns M. Guðjóns- sonar, fyrrverandi prófasts, sem borinn er til moldar í dag. Með hon- um er trúr og dyggur Drottins þjónn af heimi horfinn, göfugmenni með bamshjartað blíða og góða, sannur bróðir, sem birtu og blessun gaf á langri og fórnfúsri ævi. Líf hans allt og starf var lofsvert, göfugt, rétt og hreint, elskuvert og gott afspurnar. Trúr köllun sinni gaf hann alla ævi svo mikið af sjálfum sér, af mannúð sinni og kærleika, vináttu og hjartahlýju, trú og bæn. Aliir, sem þekktu hann, vissu það og reyndu, að þar sem hann var, fór sannur vinur Guðs og manna, sem öllum vildi gott gjöra, allra vildi vinur vera, tárin þeirra, sorgir sefa og vonarbirtu glæða og gefa. Sr. Jón M. Guðjónsson var fædd- ur á Efri-Brunnastöðum á Vatns- leysuströnd hinn 31. maí árið 1905. Foreldrar hans vom Guðjón Péturs- son, útvegsbóndi, og kona hans, Margrét Jónsdóttir, ljósmóðir. Vom þau hjón bæði ættuð af Suðumesj- um. Strax í bernsku kynntist séra Jón sjómennsku og kjörum sjómanna. Alla ævi bar hann hag og velferð sjómanna mjög fyrir bijósti og var minnugur hinna mikiivægu og erf- iðu starfa, er þeir vinna fyrir þjóð- ina. Hug sinn til sjómanna sýndi hann meðal annars með því að beita sér fyrir stofnun fjölmargra slysa- vamadeilda vítt og breitt um landið. Séra Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1929 og guðfræðiprófí frá Háskóla íslands 1933. Hinn 16. júlí það ár var hann vígður til að þjóna Garða- prestakalli á Akranesi sem aðstoð- arprestur séra Þorsteins Briems, prófasts, sem þá gegndi ráðherra- embætti í ríkisstjórn Islands. Að því -*«, sinni þjónaði hann Akranesi í eitt ár, en hlaut veitingu fyrir Holts- prestakalli undir Eyjafjöllum árið 1934. Þjónaði hann því prestakalli í tólf ár, en sótti um Garðapresta- kall á Akranesi, en séra Þorsteinn Briem lét af embætti árið 1946. Var hann kosinn þar sóknarprestur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og þjónaði þar upp frá því, uns hann lét af embætti fyrir aldurssakir í árslok 1974. Mér er minnisstæð stundin, er hann flutti kveðjuræðu sína í kirkjunni í gamlársdag 1974. Sú stund var umvafin birtu og hlýju, kærleika, vináttu og trú. A þeirri stundu leyndi sér ekki sú gagn- kvæma vinátta, virðing, traust og þakkarhugur, sem ávallt ríkti milli hans og sóknarbarnanna. Síðustu tvö ár prestsskapar síns var séra Jón prófastur Borgaríjarð- arprófastsdæmis. Okkur prestunum í prófastsdæminu var hann hlýr og föðurlegur félagi og bróðir, ljúfur og einlægur leiðtogi og hollvinur. Séra Jón M. Guðjónsson gegndi prestsþjónustu í kirkju íslands á fimmta tug ára og hafði lengst af með höndum umsvifamikið embætti og mjög krefjandi starf. Prests- og prófastsstörf sín rækti hann af mik- illi alúð og trúmennsku og djúpum og einlægum skilningi á eðli og umfang starfsins, en umfram allt af kærleika og góðvild, ljúf- mennsku, hlýju og vinarþeli til þeirra fjölmörgu, sem þjónustu hans þágu og nutu á ævileið. Hann var sannur sáðmaður kærleika og mannúðar, friðar og vináttu á akri ' Guðs á jörðu. Mikilvægur og stór þáttur í starfi séra Jóns var að bera ljós og blessun, huggun og styrk trúarinnar inn í líf sóknarbamanna og annarra samferðamanna. Samúð hans með mönnum var einlæg, djúp og rík. Hann var gæddur þeim góðu kostum sálusorgarans að bera sí- vakandi umhyggju fyrir öðrum, láta sér annt um heill þeirra og ham- ingju og sýna þeim fórnfýsi og bróð- urþel. Séra Jón lét sér sérstaklega annt um sína minnstu bræður og systur og þá, sem sorgir og von- brigði höfðu reynt. Hann bar þá alla á bænarörmum og varpaði birtu trúar og vonar á veginn þeirra. Séra Jón M. Guðjónsson var góð- ur maður, greindur vel og göfug- lyndur, listamaður að upplagi og gáfum, ijúfmannlegur og hlýr í við- móti, auðmjúkur, hógvær og um- burðarlyndur. Hann var gæddur drenglyndi, réttsýni og einlægu bróðurþeli. Hann var bænarmaður, sannur trúmaður, bróðir og vinur í Kristi og góður þjónn Guðs og manna. Vissulega hafa margir prestar verið fyrirferðar- og áhrifameiri en séra Jón, bæði í ræðu og riti og innan kirkju sem utan. Enginn var hann málskrafsmaður og hélt sér lítt fram á fundum presta, tók sjald- an til máls á prestastefnum og lét þar ekki mikið til sín taka. En um eitt bar hann af stéttarsystkinum sínum og það er, hversu frábærlega vel og smekklega hann færði allar embættisbækur og skýrslur presta- kalls síns og prófastsdæmis. Kom þar til óvenjulegt listfengi hans, fegurðarskyn og snyrtimennska. Hann hafði afar næmt auga fyrir fegurð og smekkvísi. Settu þeir góðu hæfileikar svipmót á kirkju- lega þjónustu hans, ekki síst ferm- ingarathafnir, sem fórust honum sérstaklega vel úr hendi. Þá hafði þann á sínum tíma frumkvæði og forystu um það, að fermingarkyrtl- arnir voru teknir upp. Vegna mikilla listrænna hæfi- leika og brennandi áhuga á þjóð- legri menningu og menningararfi vann séra Jón að því um langt skeið að koma upp einu merkasta og smekklegasta byggðasafni hér á landi, byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Byggðasafninu fórnaði hann ómældri vinnu og miklu af starfsorku sinni. Fyrir það mikla menningarstarf og svo ótal margt annað eiga Akurnesingar og við íbúar í syðri hluta Borgarfjarðar- sýslu honum mikla þakkarskuld að gjalda. Séra Jón var félagslyndur og gegndi mörgum störfum á sviði fé- lags-, menningar- og líknarmála. Verður nokkurra félagsmálastarfa hans getið hér. Er hann var sóknar- prestur undir Eyjafjöllum átti hann meðal annars sæti í sýslunefnd Rangárvallasýslu og stjóm Skóg- ræktarfélags Rangæinga. Hann hafði mikinn áhuga á skógrækt og vildi leggja sitt af mörkum til að fegra og prýða landið. Á Akranesi átti hann sæti í fræðsluráði og menningarráði og gegndi þar ýms- um öðram félagsmálastörfum. Hann var einn af stofnendum Stúdentafé- lagsins á Akranesi og lífið og sálin í því félagi um langt skeið. Á vett- vangi þess beitti hann sér meðal annars fyrir stofnun Listvinafélags- ins á Akranesi, sem hefur að markmiði að koma upp listasafni í Görðum. Öll sín þjónustuár á Akranesi starfaði séra Jón í Hallgrímsdeild Prestafélags íslands. Hann var rit- ari deildarinnar í tíu ár, og bera fundargerðir frá þeim tíma vitni um fagra og listræna rithönd hans. Séra Jón var heiðursfélagi Hall- grímsdeildar og fleiri félaga. Um langt skeið var séra Jón stundakennar' við Gagnfræðaskól- ann á Akranesi og gegndi prófdóm- arastörfum bæði við barnaskóla og gagnfræðaskólann þar. 01 sín störf á sviði félags- og menningarmála leysti séra Jón af hendi af einstakri alúð og góðvild. Hann var góður og fórnfús félags- málamaður og góður félagi, traust- ur, réttsýnn og tillögugóður, ljúfur og hlýr og ríkur af manngöfgi og mannást. Vissulega átti séra Jón sínar erf- iðu stundir i lífínu eins og aðrir menn. Á lengri vegferð lífsins mættu honum ýmsir erfíðleikar og vonbrigði, sem hann yfirvann fyrir mátt trúar sinnar, bænrækni og göfuglyndis. Alla ævi var hann fá- tækur af veraldlegum gæðum, eign- aðist aldrei íbúð og átti sjaldnast bifreið. En um slíka hluti fékkst hann ekki. Auðlegð hjartans, góð- vildin og fórnin, mannúðin og trúin skiptu hann mestu máli. Og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og fátækt, þá var ævisaga séra Jóns hamingju- saga, auðug af gleði, birtu og bless- un. Stærsta gjöf og mesta gæfa og hamingja séra Jóns var eiginkona hans, frú Lilja Pálsdóttir. Þau gengu í hjónaband hinn 18. október árið 1930. Frú Lilja var hinn trausti og fórnfúsi lífsförunautur hans í 50 ár, en hún andaðist hinn 5. september árið 1980, 71 árs að aldri. Öll hin mörgu og erilsömu þjónustuár séra Jóns stóð frú Lilja við hlið hans og studdi hann í háleitu starfi á akri Guðs, sem hún bar ótakmarkaða virðingu fyrir. Yfir starf manns hennar, bæði í sveit og bæ, féll líf hennar eins og lýsandi geisli og fómandi hönd. Ávallt bar hún með sér birtuna, friðinn og fórnina, kær- leikann, vonina og trúna og vildi leggja þeim máium lið, sem horfðu til fegurra og göfugra lífs á jörðu. Hún lét sér mjög annt um starf kirkjunnar og vildi vinna henni og unna. Heimili þeirra hjónanna, frú Lilju og séra Jóns, var óvenju fagurt, list- rænt og hlýtt. Um það fóru þau hjónin sínum listrænu og smekk- vísu, fómfúsu og gefandi höndum. Hið stóra prestshús að Kirkjuhvoli, sem var heimili þeirra í nær þijátíu ár, bar listrænum hæfíleikum, feg- urðarskyni og snyrtimennsku þeirra glöggt vitni. Þar var allt fágað og- prýtt og umvafið fegurð og kær- leika. Og prestssetrið að Kirkju- hvoli var ekki aðeins heimili stórrar fjölskyldu, heldur einnig að vissu marki heimili safnaðarins, þar sem mörg prestsverk fóra fram. Þangað áttu ótal margir leið í gegnum árin, bæði í gleði og sorg, og öllum var tekið þar opnum örmum. Allir fundu þar andblæ trúarinnar, andblæ fórn- fýsi og fegurðar, umhyggju, kær- leika og vináttu. Þau hjónin, frú Lilja og séra Jón, eignuðust ellefu börn. Elsta barnið misstu þau nýfætt, en hin tíu era á lífí. Þau era: 1. Pétur Guðjón, vélvirki í Kópa- vogi, kvæntur Margréti Veturliða- dóttur. 2. Margrét, iðjuþjálfí, búsett í Noregi. 3. Sjöfn Pálfríður, húsfreyja á Akranesi, gift séra Birni Jónssyni, sóknarpresti. _ 4. Olafur Ágúst, vélvirki í Ytri- Njarðvík, kvæntur Svanhildi Jak- obsdóttur. 5. Helga Gyða, húsfreyja, búsett í Bandaríkjunum, gift Ralph Hutch- inson, póstafgreiðslumanni. 6. Guðríður Þórunn, húsfreyja, búsett í Bandaríkjunum, gift David Boatwright, verslunarstjóra. 7. Valdimar Óskar, loftskeyta- maður, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Jónu Margréti Guðmunds- dóttur, skólaritara. 8. Gyða Guðbjörg, myndlistar- kona og húsfreyja, búsett í Eng- landi, gift David Wells, tölvufræð- ingi. 9. Edda Sigríður, húsfreyja, bú- sett í Skagafírði, gift Guðmundi Hermannssyni, kennara. 10. Jóhanna, húsfreyja á Akra- nesi, gift Valdimar Björgvinssyni, deildarstjóra. Afkomendur séra Jóns og frú Lilju eru 75 á lífí og þrír dánir. Séra Jón fylgdist vel með ástvinum sínum. Allur stóri hópurinn átti umhyggju hans, kærleika og fyrir- bæn. Nokkur ár dvaldist séra Jón á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, og síðustu tvö árin lá hann á Sjúkra- húsi Akraness. Þar andaðist hann að kvöldi 18. febrúar, Andlát hans var fagurt og kyrrt, milt og hlýtt eins og líf hans hafði verið. Að leið- arlokum á hann heiður og alúðar- þökk þjóðar og kirkju. Fyrir hönd Borgarfjarðarprófastsdæmis minn- ist ég séra Jóns með mikilli virðingu og einlægri þökk. Persónulega þökkum við hjónin alla hollvináttu hans, góðvild og hlýhug í gegnum árin og vottum ástvinum hans ein- læga samúð. Far þú vel, kæri vinur og bróðir, um eilífð vel. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Lýsi þér sólin til ljósheima. Fylgi þér fararheill til friðarsala. Jón Einarsson, Saurbæ. Nú er komið að kveðjustund. Eft- ir langt og viðburðaríkt dagsverk beið afí minn eftir hvíldinni. Og nú er hún komin og ég veit að afa líð- ur vel núna, hann er kominn heim til ömmu. Þrátt fyrir það hve afi var orðinn gamall og lúinn, brá mér mjög við að frétta af andláti hans. Hann var fastur punktur í lífí mínu, og það að sjá hann ekki aftur hér fannst mér erfíð tilhugsun. En ég veit að hann fylgist með okkur öllum sem hann þekkti, eins og hann hefur alltaf gert. Hann var góður og umhyggju- samur afi og alltaf vildi hann okkur barnabömunum vel. Honum fannst gaman að fylgjast með okkur vaxa úr grasi og stofna okkar eigin fjöl- skyldu. Elsku mamma mín. Ég vil votta þér og systkinum þínum og öðrum ástvinum samúð mína. Minningum um yndislegan föður og afa verður haldið hátt á loft um ókomin ár. Sú minning verður bjartur geisli á þeim vegi sem framundan er. Guð styrki okkur öll í söknuði okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gunnhildur. Er faðir minn hringdi til mín og tilkynnti að hanrt afí hefði látist fyrr um daginn, þá vildi ég ekki trúa því. Ég vonaðist alltaf til þess að fá að sjá hann aftur þegar ég kæmi heim eftir dvöl mína hér í Frakklandi, en þó fann ég það ein- hvem veginn á mér, þegar ég kvaddi hann fyrir fimm mánuðum, að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi hann. Og sú varð raunin. Hann afí minn var mjög sérstak- ur maður. Hann vildi öllum vel og var ávallt að gera eitthvað fyrir aðra. Ég minnist þess, hve það var skemmtilegt að ræða við hann um liðna tíma, því hann vissi og mundi allt. Ég man sérstaklega eftir því er við vorum að ræða um það þegar hann tók stúdentsprófíð úr MR, þá rakti hann heilu stærðfræðidæmin sem hann þurfti að leysa og mundi hveija tölu. Mér fannst það mjög merkilegt að hann skyldi muna allt þetta. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur hitt hann og rabb- að við hann. Hann afí minn hefur látið margt gott af sér leiða og á allan þann heiður skilinn sem honum hefur hlotnast í gegnum árin. Ég mun ávallt vera mjög stolt af honum. Ég veit að honum á örugglega eftir að líða vel hjá henni ömmu minni og hann á eftir að vera hjá okkur öllum í anda. Hann og amma mín munu alltaf eiga vísan stað í hjarta mínu og ég vil þakka þeim fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með þeim. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Ingibjörg Valdimarsdóttir. Að líta mannkyns lausnarann var löngun sálar þinnar. Þú fékkst að lyktum fundið hann á ferli guðrækninnar. Þú fékkst hann tekið faðminn í, friði héðan burtu þvi til guðs sem guðs barn fórstu. (Helgi Hálfdánarson) Afí minn. Það er margt sem kemur upp í huga mér þegar ég lít til baka, en ég vil þakka þér fyrir þær samveru- stundir sem að við áttum og fyrir þá væntumþykju og náungakær- leika í minn garð sem virtist koma úr ótæmandi brunni. Guð blessi þig og verðveiti. Þinn, Jón Már. Með örfáum línum vildi ég þakka honum afa mínum fyrir að vera sá yndislegi maður sem hann var og við, fjölskyldan, þökkum honum þann ómetanlega stuðning og þá óbifanlegu trú sem hann veitti okk- ur með einni lítilli setningu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig. Jón Páll, Asdís og Klara. Elskulegur föðurbróðir minn séra Jón M. Guðjónsson er látinn. Þessa frétt færðu börnin mín mér er ég kom heim úr ferðalagi. Hugur minn fór á reik. Það fyrsta sem kom í huga mér, og ég ætla að þakka mínum góða frænda, var þegar hann tók í fang sér litlu stúlk- una með kramda hjartað og hugg- aði. Og síðan mörg faðmlög og hlý- leg orð. Þó að langt sé um liðið er minningin skýr og hana mun ég geyma. Ég kveð þig, kæri vinur, svo klökk í hinsta sinn og bið að Guð og gæfan greiði veginn þinn. Ástvinum þínum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðlaug Karlsdóttir. í dag er höfðingi til hinstu hvílu borinn. Höfðingi, sem með verkum sínum, mannást og lítillæti ávann sér ást og virðingu allra þeirra, sem til hans þekktu. Með séra Jóni M. Guðjónssyni er genginn einn bestu sona Akraness og á kveðjustundu fylgja honum blessun og þökk bæj- arbúa allra á Akranesi. Séra Jón var fæddur að Efri- Brunnastöðum 31. maí 1905, sonur Margrétar Jónsdóttur ljósmóður og Guðjóns Péturssonar útvegsbónda. Að loknu námi í guðfræði var Jón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.