Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLADIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 fclk i fréttum mE''v'fcv 1 -: rJ¥... « ’V' W 1 í *.;.<<' 11 | ! ; ** í : ; % „ J| -W'ml. I Starfsvika var í Álftamýrarskóla nýlega og var öllum 5-10 ára nemendum boðið í Regnbogann í lok vikunnar. Fengn bíóferð í stað kennslu Nemendur og kennarar Álfta- mýrarskóla brugðu út af hefðbundinni stundaskrá fyrir skömmu og var kennsla lögð niður í viku. Þess í stað voru bömin lát- in vinna að ýmsum verkefnum varðandi fjölskylduna í tilefni árs fjölskyldunnar 1994. Var nemend- um kennt að strauja, þvo þvott og elda, jafnframt voru þeir látnir gera verkefni og ritgerðir sem tengdust ýmist eigin Qölskyldu eða Qölskyldum almennt. Hjá nemend- um 5-10 ára lauk vikunni í Regn- boganum, þar sem forsvarsmenn þess buðu í bíó. VINSÆLDIR Munkar sláí gegn með tónlist sinni Þeir munkar sem gengið hafa f reglu Benedictine og sest að í klaustri nokkru nálægt bænum Silos á Norður-Spáni hafa undan- farin rúm þúsund ár stundað rann- sóknir á trúarlegum handritum. Nú hafa þeir 36 munkar sem þar búa slegið í gegn meðal ungs fólks í heimalandi sínu og vakið veru- lega athygli á alþjóðavettvangi. Ástæðan er ekki sérstæð uppgötv- un varðandi handritin eins og menn gætu haldið heldur hafa þeir gefið út geisladiska með gregorískum bænasöng sínum. Voru diskarnir hljóðritaðir í klaustrinu og hafa nú þegar selst um 300.000 eintök á Spáni einu saman. Munkurinn Miguel býr sig undir að hitta blaðamenn eftir að plata munkanna skaust upp á topp spænska vinsældalistans. Skaust lagið upp yfir tónlistarmennina Gloriu Estefan, Frank Sinatra og Guns ’n’ Roses, svo dæmi séu tekin. LÍKN Mariah Carey gjafmild Söngfuglinn víðfrægi Mariah Carey siglir nú lygnan sjó á topp helstu vinsældalista heims með plötu sína Music Box og lög af henni, til að mynda lagið Hero. Þó að hún sé þannig á sporbaug um jörðu hefur hún ekki gleymt jarðnesku erfíði. Fyrir skemmstu ánafnaði hún fómarlömbum óðs byssumanns í neðanjarðarlest á ISAFJORÐUR Daníel Jakobsson * Iþróttamaður ársins Iþróttamaður ísafíarðar 1993 var kjörinn í hófi sem bæjar- stjóm efndi til á fímmtudag. Fjórar tilnefningar komu frá íþróttafélögum í bænum en bæjarstjóm kaus svo Daníel Jakobsson skíðagöngumann úr þeirra hópi. Þau sem tilnefnd voru til verðlaunanna em Sigríður Þor- láksdóttir úr kvennaknatt- spymuliði BÍ, Sigurður Samú- lesson golfmaður, Helga Sig- urðardóttir sundkona og Daní- el. Daníel er aðeins 20 ára en er margfaldur íslandsmeistari í göngu. Hann æfir með Asarna ÍK í Svíþjóð þar sem hann stundar jafírframt háskólanám. Frá árinu 1993 liggur eftir hann eftirfarandi afrekalisti: íslandsmeistari í 30 km göngu (rúmum 8 mín. á undan næsta manni), íslandsmeistari í 15 km göngu, íslandsmeistari í tvíkeppni, Bikarmeistari SKÍ og íslandsmeist- ari í boðgöngu ásamt Áma F. Elías- syni og Gísla E. Ámasyni, en það var einmitt Gísli sem tók við verð- laununum fyrir Daníel, en hann er nú á Ólympíuleikunum í Lilleham- mer. Daníel er meðal bestu skíða- göngumanna í Svíþjóð þar sem hann vann 8 göngukeppmr í fyrra og varð í 2. og 6. sæti á sænska Daníel Jakobsson skíðagöngu- maður var staddur á Olympíu- leikunum í LiIIehammer þegar verðlaunin voru afhent. meistaramótinu í flokki 19-20 ára. Að sögn þeirra sem fylgst hafa með ferli Daniels er hann raunsær og yfírvegaður keppnismaður, sem hefur æft af samviskusemi allt frá 8 ára aldri og stefnir á að ná árangri á Ólympíuleikunum 1998, en þá verður hann væntanlega á besta aldri skiðagöngumanna. Morgunblaðið/pþ Nokkrir nemendur á veislukvöldinu í Reykholtsskóla. F.v. Hildur Jónsdóttir, Sunna Simonardótdr, Páll Steinarsson og Dagný Jóhann- esdóttir. SKOLASTARF Mánaðarlegar veisl- ur í Reykholtsskóla IFramhaldsskóIanum í Reykholti eru haldnar veislur einu sinni i mánuði, þar sem nemendur flytja skemmtiatriði og eru með uppá- komur, auk þess sem mikið er borðað af veislumat eins og vera ber. í febrúar sl. var hins vegar brugðið út af venjunni og kennarar sáu um skemmtiatriðin. Bar þar hæst glíma Grettis og Gláms, þar sem leikhljóðin vöktu hvað mesta athygli og skemmtan. í Reykholtsskóla eru starf- ræktir fyrstu tveir bekkirnir á framhaldsskólastigi. Gefst nem- endum kostur á margs konar námsbrautum, m.a. fjölmiðla- braut með fullkomnu myndbands- veri. Til viðbótar er verið að koma á lítilli innanhússhljóðvarpsstöð, þar sem komandi ljósvakavíking- ar geta stigið sín fyrstu skref. Long Island ágóðanum af sölu lagsins. Byssumaðurinn skaut óforvarandis á samferðamenn sína, en þrír viðstaddra brugðust hart við og yfirbuguðu manninn. Mariah sagðist tileinka lagið þess- um þremur hetjum, en eins og áður sagði rennur ágóðinn af sölu lagins, sem verður vísast veruleg- ur, til fíölskyldna þeirra sem féllu í valinn. Mariah Carey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.