Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 3 Keppni í heppni í 60 Maðurinn hefur löngum keppt í leikjum þar sem reynir á heppni hvers og eins og úrslitin ráðast af til viljun einni. Því má með sanni kalla þátttöku í happ- drætti „keppni í heppni“. Árið 1934 urðu tímamót í sögu Háskóla íslands þegar Happdrætti Háskóla íslands tók til starfa og fékk einkaleyfi til að reka peninga- happdrætti á íslandi. Með þessum sjálfstæða tekjustofni var Háskólanum sjálfum falið að fjármagna allar byggingaframkvæmdir fyrir skólann og einnig að standa straum af kaupum á nauðsynlegum búnaði s.s. tölvum og rann- sóknartækjum. Samkeppnin um fjármuni er ætíð hörð og nýir tímar krefjast nýrra lausna. Til þess að halda sínum hlut hefur Happ- jsát drættið þurft að svara síbreytilegum kröfum þjóðfélagsins um aukna fjölbreytni, meiri hraða og fullkomnari tækni. Starfsemi Happdrættis Háskólans hefur því tekið á sig ýmsar myndir í tímans rás. , i Fyrst kom Flokkahappdrættið til sögunnar og nokkrum áratugum síðar hófu skafmiðarnir í Happaþrennunni innreið sína. Nú býðst fólki að keppa í heppni í Gullnámunni, samtengd- \ um happdrættisvélum sem staðsettar eru á 30 stöðum víðsvegar um landið. Mikið veltur á að þær „keppnisgreinar“ sem Happdrætti Háskólans starfrækir gangi vel fjárhagslega, því þær gegna veigamiklu hlutverki í því starfi sem Háskóla íslands er ætlað að inna af hendi. An þessara fjáröflunarleiða væri Háskóli íslands ekki sú nútíma mennta- stofnun sem hann er og margháttað framlag hans til atvinnulífs og menningar á íslandi yrði svipur hjá sjón. Haföu það í huga næst þegar þú „keppir í heppni“!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.