Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 Lyfjafræðingur Lyfjafræðingur (cand.pharm.) óskast sem fyrst og ekki seinna en í apríl. Fullt starf. Upplýsingar hjá yfirlyfjafræðingi. Lauga vegs Apótek, Laugavegi 16, sími 24045. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkrun- arfræðingi til starfa í vor eða byrjun sumars, vegna sumarafleysinga, á kvöld- og morgun- vaktir. Starfshlutfall samkomulag. Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 95-12329. Aðalfundur Þróunarfélags íslands hf. Aðalfundur Þróunarfélags íslands hf. verður haldinn mánudaginn 14. mars 1994 kl. 12.00 á Hótel Sögu í „Skála", 2. hæð. Dagskrá samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. Stjórnin. Til leigu 125 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í Skútu- vogi 10D. Góð bílastæði. Húsnæðið er í mjög góðu ástandi og er laust til afhendingar strax. Upplýsingar veitir Hálfdan Hannesson, símar 77723 og 685888, og Forval hf., Skútuvogi 10D, sími 687370. Slttá auglýsingar I.O.O.F. 9 = 175328V2 = Bu. □ HELGAFELL 5994030219 VI □ GLITNIR 5994030219III-1 I.O.O.F. 7 = 175328Vz = REGLA MUSTERISRIDDARA RMHekla 2.3. - VS - FL Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNl 6 • SÍMI 682533 Aðalfundur F.í. verður haldinn miðvikudags- kvöldið 9. mars í Sóknarsaln- um, Skipholti 50a, og hefst hann stundvíslega kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Munið vetrarfagnaðinn laugar- dagskvöldið 19. mars í Hótel Selfossi. Möguleiki á gistingu. Pantið tímanlega. Ferðafélag (slands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Kristniboðssamkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður verður Sigursteinn Hersveinsson. Einsöngur: Þórður Búason. ' Head svigmót Víkings Reykjavík- urmeistaramót Svigmót Víkings fer fram bann 12. mars 1994. Keppt verður i karla- og kvennaflokki og í flokki 15-16 ára pilta og stúlkna. Svig mótið gildir til Reykjavíkurmeist- ara. Þátttökutilkynningar berist fyrir kl. 18.00 þann 4. mars 1994 á myndsendi 689456. Mótsstjórn. Miðilsfundir íris Hall verður með einkatíma til 6. mars. Hún tekur einnig fjölskyldufundi. Upplýsingar í síma 811073. Silfurkrossinn. Michael talar Miðla einingunni Michael fimmtudaginn3. narskl. 20.00. Húspláss fyrir 20 manns. Skráning í síma 677323. Verð kr. 500,- Garðar Björgvinsson. Samkomulagið undirritað MARKUS Örn Antonsson borgarstjóri og Sjöfn Ingólfsdóttir undirrita samkomulag um málefni starfs- manna Strætisvagna Reykjavíkur hf. að viðstöddum formanni BSRB og fulltrúum starfsmanna SVR hf. sem einnig undirrituðu samkomulagið. Samkomulag um að starfsfólk SVR hf. verði borgarstarfsfólk Sigur í baráttu fyrir óbreyttum kjörum - segir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar SAMKOMULAG var í gær undirritað um að þeir starfsmenn Strætisvagna Reykjavíkur hf. sem voru í starfi hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur 30. nóvember siðastliðinn og áttu aðild að Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar eða tóku laun sam- kvæmt kjarasamningum þess eigi kost á endurráðningu hjá Reykjavíkurborg. Jafnframt gildi hið sama um þá sem ráðnir hafa verið hjá SVR hf. síðan. Samkomulagið undirrituðu Mark- ús Örn Antonsson borgarstjóri, Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Ogmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og fjórir full- trúar starfsmanna SVR. Borgarráð staðfesti samkomulagið síðdegis í gær. Sjöfn Ingólfsdóttir segir að samkomulagið sé fullnaðarsigur starfsmanna SVR hf. í baráttu þeirra fyrir óbreyttum kjörum eins og þeim hefði á sínum tíma verið lofað. í samkomulaginu segir að um réttindi og kjör þeirra starfsmanna sem óski endurráðningar hjá Reykjavíkurborg fari eftif almenn- um ákvæðum kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar svo og þeim lögum og reglum sem gilda um opinbera starfsmenn borgarinnar og muni greiðslur til lífeyrissjóðs og stéttarfélaga fara fram í samræmi við það. Þá segir að litið verði svo á að um óslitna ráðningu hafi verið að ræða hjá þeim sem óska endurráðningar. Við það er miðað að umræddir starfsmenn Reykjavíkurborgar inni vinnuskyldu sína af hendi hjá SVR hf. sem endurgreiðir síðan borgarsjóði launakostnað eins og vera myndi samkvæmt almennum kjarasamningum. Eru aðilar samningsins sammála um að kom- ið verði á formlegu samstarfi Reykjavíkurborgar, Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar og BSRB, þar sem fjallað verði um breytingu og nýskipan í rekstri stofnana og fyrirtækja á vegum borgarinnar, réttindi og skyldur starfsmanna, félagsaðild o.fl. Tekur af allan vafa um réttarstöðu starfsmanna í greinargerð borgarstjóra með samkomulaginu við Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar, sem lögð var fyrir borgarráð í gær, segir m.a. að með samþykkt borgar- stjórnar 26. ágúst 1993 um breyt- ingu á rekstrarformi Strætisvagna Reykjavíkur sé stefnt að því að skapa skilyrði til að ná aukinni hagkvæmni í rekstri og jafna sam- keppnisaðstöðu við aðila í einka- rekstri. Slitin séu bein tengsl stjórnmálamanna við daglegan rekstur almenningsvagna, en þeir hafi áfram yfirumsjón með leiða- kerfi þeirra, fargjöldum og þjón- ustu við borgarbúa. Ákvörðun borgarstjórnar beinist ekki að því að skerða kjör eða starfsöryggi félagsmanna í St.Rv. sem unnu hjá SVR. Þvert á móti hafi ítrekað verið leitað leiða til að tryggja þeim óbreytt laun og kjör, án þess að fullnægjandi niðurstaða fengist og þá einkum að því er taki til lífeyrisréttinda. Samkomulagið sem gert hafi verið taki hins vegar af allan vafa um réttarstöðu starfsmannanna. Alsæl í sigurvímu „Við erum auðvitað hér í sigur- vímu og alsæl með þetta sam- komulag. Við erum sátt við þessa gjörð og teljum hana fullnaðarsig- ur í baráttu starfsmanna fyrir því að halda óbreyttum kjörum eins og þeim var lofað á sínum tíma,“ sagði Sjöfn Ingólfsdóttir, formað- ur St.Rv., eftir að samkomulagið hafði verið undirritað. Hún sagði að aðdragandi þess hefði hafist í óformlegu samtali við borgar- stjóra, og síðan hafi það verið gert í gærmorgun að hans tillögu. „Við treystum þessu samkomu- lagi og áð þetta sé nú í höfn, en við munum vinna tæknilega vinnu í sambandi við þetta nú á næstu dögum. Ég lýsi fullri virðingu minni fyrir félagsmönnum okkar og sendi þeim hamingjuóskir, en þetta er auðvitað komið í höfn fyrst og fremst vegna þrotlausrar baráttu þeirra og elju,“ sagði Sjöfn. Prófkjör Alþýðuflokksins í Kópavogi Guðmuiidur Odds- son hlaut 514 at- kvæði í fyrsta sæti UPPLÝSINGAR frá skrifstofu Alþýðuflokksins um greidd at- kvæði í prófkjöri flokksins í Kópavogi um síðustu helgi sem Morgunblaðið birti i gær reynd- ust rangar. Beðist er velvirðing- ar á þessu. Birt var tafla í blaðinu í gær sem sýndi heildarfjolda greiddra at- kvæða til hvers frambjóðanda í Kópavogi, en sagt var að hún sýndi atkvæði í hvert sæti. Af þessum sökum birtist hér tafla frá skrif- stofu Alþýðuflokksins í Kópavogi sem sýnir atkvæði í sæti og heildar- atkvæðafjölda. 1. sæti Guðmundur Oddsson 514 atkv. alls 841 næstur Kristján Guðmundsson 309 2. sæti Kristján Guðmundsson 537 atkv. alls 793 næstur Helga E. Jónsdóttir 225 3. sæti Helga E. Jónsdóttir 457 atkv. alls 739 næstur Sigríður Einarsdóttir 293 4. sæti Sigríður Einarsdóttir 416 atkv. alls 579 næstur Ingibjörg Hinriksdóttir 262 5. sæti Ingibjörg Hinriksdóttir 387 atkv. alls 510 næstur Margrét B. Eiríksd. 329 6. sæti Margrét B. Eiríksd. 441 14 ógildir 1 auður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.