Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 VIÐSKIPTIAIVINNULÍF Þjóðhagsstofnun Spáð 2% hagvexti á ári 1995—1998 Enginn hagvöxtur hefur verið síðustu sjö ár REIKNA má með að hagvöxtur aukist um 2% á ári að jafnaði á árunum 1995-98 samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar sem fram kem- ur í nýrri þjóðhagsspá sem birt er í ritinu Þjóðarbúskapurinn. Þetta er þó háð því að ekki verði dregið meira úr þorskveiðum en gert hefur verið og að efnahagslíf í heiminum nái sér á strik á næstu misserum. Fram kemur að nánast enginn hagvöxtur hafí verið á íslandi siðustu sjö ár og það og aukið atvinnuleysi séu brýnustu verkefnin í efnahagsstjórnuninni. Þá segir að í aðalatriðum virðist þjóðarbúskapurinn í góðu horfí um þessar mundir. Verðlag sé stöð- ugt, viðskiptajöfnuður hagstæður, viðunandi jafnvægi sé í peninga- og gengismálum, eriendar skuldir fari Iækkandi og flest bendi til þess að þróunin verði áfram með þessum hætti. Stöðugleiki í verð- lagsmálum virðist hafa fest sig í sessi og verðbólga sem verið hafi svipuð og í nágrannalöndunum síð- ustu þrjú ár virðist ekki ætla að verða nema um 2% á nýbyrjuðu ári. Viðskiptajöfnuður hagstæður Einnig kemur fram að viðskipti við útlönd hafí verið hagstæð á síðasta ári í fyrsta skipti frá árinu 1986. Það skýrist annars vegar af því að innflutningur hafí dregist saman um 8,6% í fyrra og útflutn- ingur hafí aukist um 6,1%. Vöru- viðskiptin hafí þannig verið hag- stæð um 12,3 milljarða króna en á móti hafí vegið halli á vaxtajöfn- uði. Reiknað er með að viðskipta- jöfnuðurinn í ár verði ívið óhag- stæðari en í fyrra. Verðstöðugleik- inn og hagstæð þróun utanríkisvið- skipta hafí gert það að verkum að mögulegt hafí verið að stuðla að lækkun raunvaxta sem hafí á síð- ustu mánuðum lækkað um tvö prósentustig. Raunvextir gætu lækkað enn meira á þessu ári verði lánsfjárþörf ríkisins haldið í skefj- um. Þá kemur fram að gert er ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna minnki um 2% vegna minni atvinnu, aukinnar skattbyrði og hækkunar verðlags. Atvinnuhorfur séu dökkar og gera megi ráð fyrir 5,5% atvinnuleysi að meðaitali á árinu samanborið við 4,3% at- vinnuleysi að meðaltali í fyrra. —i Þjóðarbúskaðurinn Ný þjódhagsspá Magnbreytingar frá fyrra ári %' Bráðab. Spá 1991 1992 1993 1994 Einkaneysla 5,1 -4,7 -4,5 -0,6 Samneysla 3,2 -1,0 2,0 -0,8 Fjárfesting 2,1 -11,2 -11,6 -1,9 Neysla og fjárfesting alls 4,1 -5,2 -4,4 -0,8 Birgðabreytingar2 0,8 -0,3 0,3 -0,3 Þjóðarútgjöld alls 5,0 -5,5 -4,2 -1,1 Útflutningur vöru og þjónustu -5,7 -1,7 6,1 0,8 Innflutningur vöru og þjónustu 5,6 -7,8 -8,6 1,1 Verg landsframleiðsla (VLF) 1,0 -3,4 0,8 -1.1 Verg þjóðarframleiðsla 0,8 -3,5 0,7 -0,7 Viðskiptakjaraáhrif3 1,6 -0,8 -1,6 -0,7 Vergar þjóðartekjur 2,4 -4,2 -0,9 -1.3 Viðskiptajöfnuður sem % af VLF -4,7 -3,1 0,1 -0,2 1) Magnbreytingareru reiknaðar á föstu verðlagi ársins 1990. 2) Hlutfallstölumar sýna vöxt eóa samdratt i biigðabteytingu milli ára sem hlutföll af landsframleiðslu fyrra árs, teiknað á föstu verðlagi. 3) Hlutfall af þjóðarframleiðslu fyrra árs, reiknað á föstu verðlagi. Bankamál Sparisjóður Vestmanna- eyja tvöfaldar hagnaðinn HAGNAÐUR Sparisjóðs Vestmannaeyja var alls um 14,3 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári samanborið við 7,6 milljónir árið áður. Heildarinnlán að meðtalinni veðdeiid námu 1.248 milljónum í árslok 1993 en voru 1.037 milljónir í árslok 1992 og jukust um 20% á árinu. A afskriftarreikningi sparisjóðsins voru um áramótin tæp- lega 30 milljónir en afskriftarframlag nam alls 19 milljónum á sl. ári. Eigið fé Sparisjóðs Vestmanna- eyja nam í árslok 142 milljónum og hafði aukist milli ára um tæp 15%, að því er segir í frétt frá sparisjóðnum. Á aðalfundi sjóðsins sem haldinn var sl. föstudag var samþykktum hans breytt til samræmis við ný lög um viðskiptabanka og spari- sjóði. Er Sparisjóður Vestmanna- eyja fyrsta bankastofnunin að frá- töldum hinum nýstofnaða Spari- sjóðabanka íslands til þess að gera slíkar breytingar á sínum sam- þykktum. í stjóm Sparisjóðs Vestmanna- eyja eiga sæti þeir Arnar Sigur- mundsson, formaður, Ragnar Osk- arsson, varaformaður, Gísli G. Guðlaugsson, Skæringur Georgs- son og Þór Vilhjálmsson. Spari- sjóðsstjóri er Benedikt Ragnarsson en starfsmenn eru 12 talsins. AÐALFUND UR OLÍS 1994 Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf, fyrir rekstrarárið 1993, verður haldinn i Súlnasal Hótels Sögu, fostudaginn 18. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá: a) Skv. 13. gr. samþykkta félagsins. b) Tillaga um breytingu á samþykkt- um félagsins. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg LANDBÚNAÐARSÝNING — í gær var opnuð sýning á öllum helstu tegundum búvéla sem Ingvar Helgason hf. hefur um- boð fyrir. Sýningin stendur fram á föstudag og í tengslum við hana munu fulltrúar erlendra framleiðenda bjóða upp á fræðslu um notkun á hinum ýmsu tækjum. Á meðfylgjandi mynd sem tekiner á sýningar- staðnum að Sævarhöfða 2 má sjá frá vinstri Guðmund Ágúst Ingvars- son, Gramham Holyfíeld, Stellan Stark, Jan Anderson, Hans C. Metzg- es, Michael Slinger, Philip Burnet og Júlíus V. Ingvarsson. Bjórinnflutningur Gjald getur stríttgegn samkeppnislögunum Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf. SAMKEPPNISSTOFNUN hefur komist að þeirri niðurstöðu að sérstakt gjald sem lagt er á innfluttan bjór geti strítt gegn mark- miðum samkeppnislaga og brotið í bága við samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn frá Verslunarráði íslands. Spurt var hvort bjórgjald- ið samrýmdist markmiði samkeppnislaga, hvort slík gjaldtaka tor- veldi frjálsa samkeppni og hvort hún standist 16. gr. EES-samnings- ins. Samkeppnisstofnun segir m.a. í bréfí sínu að mismunandi gjaldtaka á innlendan og innfluttan bjór geti torveldað samkeppni á bjórmark- aðnum. Gjaldtakan sé byggð á ákvæðum laga sem ekki sé á valdi samkeppnisyfírvalda að breyta en samkeppnisyfírvöld geti gefíð álit sitt á málinu. Verslunárráð hefur sent fjár- málaráðherra bréf og óskað eftir viðbrögðum hans í ljósi álits Sam- keppnisstofnunar, þess að kvartað var undan gjaldinu á GATT-fundi um ísland og að þýskir bjórfram- leiðendur hyggjast kvarta yfír gjaldinu við viðeigandi stofnanir í Brussel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.