Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 Minning Sigrún Krisijana Stígsdóttir Fædd 28. nóvember 1919 Dáin 19. febrúar 1994 Andlát Sigrúnar Kristjönu Stígs- dóttur fyllir huga allra, sem kynntust henni, sárum söknuði en jafnframt djúpstæðu þakklæti fyrir þau ljúf- mannlegu samskipti, sem hún ávallt átti við venslamenn og vandalausa. Frá því snemma í desembermánuði sl. háði hún átakamikið dauðastríð. Á þeim vikum gekk hún undir hol- skurði með viðeigandi aðgerðum og þjáningum þeim samferða. Samt lék bros á vörum hennar og svipmót hennar ljómaði þær stundir, sem þrautir viku frá. Frómt frá sagt bjó ætíð í skaphöfn hennar hugrekki með stakri hógværð, sem ól sterka lífs- löngun og von um að njóta áfram þess fallega og hamingjusama heim- ilislífs, sem auðnan hafði veitt henni. Sigrún var Homstrendingur að ætt og uppruna. Hún fæddist á Horni í Homvík í N-ísafjarðarsýslu 28. nóv. 1919, og var beinn afkomandi þeirra kunnu Homvíkinga, sem þar höfðu alið manninn frá ómunatíð. Hafi nátt- úruvalið nokkum tíma alið af sér mannkostafólk, mótað í deiglu harðr- ar lífsbaráttu, þá hefur það gerst þar. Ættfeður hennar, sem bára nafnið Stígur mann fram af manni voru mikilsvirtir búhöldar, ráðsnjallir til athafna, félagslyndir og samvinnu- þýðir og hjálpsamir við samferða- menn. Foreldrar hennar voru Jóna Jóhannesdóttir, f. 1892 í Bolungavík á Ströndum, d. 1984, og Stígur Har- aldsson, f. 1892, d. 1954, Stígssonar, f. 1832, Stígssonar Jónssonar, allir bændur á Horni. Sigrún ólst upp í stóram systkina- hópi og frændgarði í Sléttuhreppi, þar sem böm nutu farskólakennslu, sem bar ekki minni árangur en þann, að þar fengu þjóðkunnir rithöfundar undirstöðumenntun sína og eins Jak- obína og Fríða Sigurðardætur. Jak- obína og Sigrún voru skólasystur og ríkti mikil vinátta milli alls þessa fólks. Á Homi ríkti myndarbragur, þar sem bjargræðið var sótt jöfnum höndum á bjargið og út íyrir landsteinana sem og í almennan búskap. Matföng vora nóg en fjármunir að öðru leyti eftir vilja forsjónarinnar. Systkinahópurinn á Homi var: Har- aldur, f. 1914, Bergmundur, f. 1915, Sigrún, f. 1919, Amór, f. 1922, Re- bekka, f. 1923, Anna, f. 1925, Helga, f. 1926, Guðný, f. 1928, dáin 1972, og Stígur, f. 1930. Breyttir lífshættir í landinu lágu til þess að þessi mannvænlegi hópur tvístraðist og Hom fór í eyði, en góð ættartengsl meðal frændfólks valda því, að enn er gamla bænum haldið í góðu horfí og minningin um glaða æskutíð þannig ræktuð og viðhaldið. Eftir tvítugs aldur lá leið Sigrúnar hingað á höfuðborgarsvæðið þar sem hún vann ýmis störf. Árið 1945 gift- ist hún Herði Davíðssyni, fyrrv. raf- virkjameistara hjá Flugmálastjórn. Böm þeirra era: Harpa, f. 1946, hús- freyja, útskrifuð úr verslunarskóla, menntaskóla og iðnskóla, maki Gunn- ar Gunnarsson skrifstofumaður, Gígja, f. 1949, húsfreyja, gagnfræð- ingur, maki Gylfi Guðmundsson versl- unarmaður, og Andrea Sigrún, f. 1968, sagnfræðingur, við kennslu- fræðinám í HÍ. Bamaböm þeirra eru fímm, þijú af þeim í háskólanámi. Upp úr 1955 byggðu þau hjónin tvíbýlishús á Víghólastíg 5 í Kópavogi í samvinnu við bróðurson Harðar, Benedikt Davíðsson, núverandi for- seta ASÍ, og Guðnýju, systur Sigrún- ar, og sköpuðu sér þar reglusamt og menningarlegt heimili. Þar hafa þau búið við velsæld og mikla lífsham- ingju, þótt stundum hafa reynt á þol- rif Sigrúnar vegna magasjúkdóms. Þrátt fyrir oft og tíðum lélega heilsu, vann Sigrún í allmörg ár utan heimil- is við verslunarstörf. Við leiðarlok kveðjum við systkini og mágkonur Harðar Sigrúnu okkar með ástkærri þökk fyrir liðna tíð með innilegri hluttekningu í sorg Harðar, dætra þeirra og venslafólks .hennar. Sigurjón og Andrés Davíðssynir. í fáeinum línum langar mig að minnast tengdamóður minnar, Sig- rúnar Kristjönu Stígsdóttur, sem andaðist 19. febrúar sl. á 75 ára aldursári. Sigrún var fædd og uppal- in á Horni í Sléttuhreppi og var af þeirri kynslóð sem síðast óx þar úr grasi áður en byggð lagðist af. Af þeim þáttum sem umhverfið og aðstæður á Horni mótuðu hana í æsku þóttu mér mest áberandi lítil- lætið sem ætíð einkenndi hana og ekki síður sú þrauteigja sem þessi lágvaxna kona bjó yfír. Sigrún var róleg í fasi, dagfarsprúð og jafnlynd. Hún gat, ef því var að skipta, verið nokkuð ákveðin, stund- um þqösk og varð henni þá ekki hnikað. Hún var hlýleg í viðmóti, gestrisin í meira lagi og hlúði vel að sínum. Hún naut trausts og virðingar sam- ferðamanna sinna eins og títt er um þá sem hégómalausir era. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir órofa velvild og vináttu gegnum árin. Við eigum minninguna um kæran vin sem nú er kvaddur. Gunnar Gunnarsson. Mig langar í fáum orðum að minn- ast ömmu minnar, elsku ömmu í Kópó, sem nú hefur kvatt þennan heim. Það er erfitt að skilja að hún sé farin, að í næstu heimsókn á Víghóla- stíginn verði hún ekki þar, með opinn faðminn að taka á móti mér. Þegar ég hugsa til hennar rifjast upp ótal atvik og stundir sem við áttum saman, allt frá því ég var sex ára gömul og við gerðum saman morgunleikfimi og til síðasta hausts, þegar hún las yfir mér, hveiju ég ætti að passa mig á í útlöndum. Fyrstu ár ævi minnar bjuggum við mamma hjá afa og ömmu og ætíð síðan hefur heimili þeirra verið eins og mitt eigið. Þangað hef ég alltaf getað leitað, hvort sem mig hefur vantað gistingu, félagsskap eða bara eitthvað í svanginn. Amma hafði líka alltaf tíma til að hlusta. Hversu smá- vægileg eða snúin sem vandamálin voru, hlustaði amma af athygli og stappaði síðan í mig stálinu. Eftir smá spjall við ömmu var allt yfirstígan- legt, hún gaf mér það besta sem hugsast getur, sjálfstraust. Síðastliðið vor útskrifaðist Andrea, yngsta dóttir afa og ömmu, úr Há- skólanum. Ég var svo lánsöm að eiga þennan dag með þeim og hann gleym- ist seint, því sjaldan eða aldrei hef ég séð ömmu eins stolta og káta og einmitt þennan dag. Hún ljómaði öll þegar hún trúði okkur fyrir því að helst hefði hún viljað standa upp og klappa og kalla bravó þegar Andrea gekk fram á sviðið og tók við skírtein- inu. Við bamabömin hennar ömmu eram ekki mörg: Herdís, Gauti, ég, Hjalti og Helga Rún, en hún var einn- ig amma margra annarra barna, bæði innan fjölskyldunnar og utan, svo við eram ófá sem syrgjum hana í dag. I janúar síðastliðnum var amma orðin mikið veik. Það var mér því erfitt að kveðja hana á sjúkrahúsinu vitandi, að líklegast yrði þetta okkar síðasta samverustund. Þegar ég fékk svo skilaboðin um að hringja heim, vissi ég samstundis hvað hafði gerst, amma var dáin. En líf okkar hinna heldur áfram og við geymum fallega minningu um yndislega konu sem gaf okkur svo margt. Elsku íjölskylda mín, afí og Andrea, ég vildi að ég gæti verið hjá ykkur núna, hugur minn er allur hjá ykkur. Guð blessi ykkur öll. Hildur. „Þegar herra Guð var búinn að skapa allt, þá var hann alveg búinn að taka til, þá getur maður hvílst. Þess vegna er hvíldin lang-lang- lang- stærsta kraftaverkið af- öllum. Að vera dáinn er að hvílast, þegar maður er dáinn getur maður stoppað og lit- ið til baka og séð, allt greinilega, áður en maður fer lengra." (Úr Önnu- bók.) Þegar við nú lítum til baka streyma minningarnar fram, þær eru ekki all- ar greinilegar og renna sumar saman á ýmsa vegu. Fyrst leiðir þurftu að skiljast að, er okkur samferðamönn- um Sigrúnar Stígsdóttur, sem borin er til grafar í dag, bæði ljúft og skylt í söknuði okkar að kveðja hana með örfáum fátæklegum orðum. Það er að vísu svo þegar náinn vinur og velgerðamaður fellur frá, verður manni orða vant, því hvernig er hægt að skrifa væntumþykju með blýanti á blað. Hér verður ekki rakin nein ævisaga Sigrúnar, heldur aðeins staldrað við það sem fyrst kemur í hugann og er okkur dýrmætast, öll sú andlega og Iíkamlega næring sem þrjár kynslóðir hafa notið í áranna rás í sambýli við Göggu, Hödda og stelpurnar kemst alls ekki fyrir í svona greinarstúf. í hátt í fimm áratugi lágu leiðir Sigrúnar og okkar fólks mjög náið saman. Við deildum saman íbúð á fyrstu búskaparáranum og síðan fyr- ir nær fjórum áratugum byggðu fjöl- skyldur okkar saman lítið tvíbýlishús, sem hvoratveggja hafa búið í allar götur síðan, nema hvað börn beggja hafa flogið úr hreiðranum eftir því sem þau hafa þroskast og vaxið og stofnað sín heimili sjálf. Þegar Guðný, sem var systir Sigrúnar, lést, langt um aldur fram, fyrir röskum tuttugu árum, má segja að Sigrún hafí að miklu leyti gengið börnunum á neðri hæðinni á Víghólastíg 5 í móður stað. Með þeim systrum Guðnýju og Sigrúnu hafði allt frá bernsku þeirra verið mjög kært og ekki síður eftir að báðar eignuðust eigin heimili og böm sem einnig urðu þá mjög samrýnd og era enn. Sigrún var ein af þessum hjarta- hlýju hógværa manneskjum, sem í engu mátti vamm sitt vita og leysa vildi hvers manns vanda án hávaða eða eftirgangsmuna. Við fráfall Sig- rúnar er skarð fyrir skildi í mörgu tilliti, en ekki síst fyrir fólkið sem vaxið hefur upp á Víghólastíg 5 og bamabömin þaðan, sem öll sakna nú náins vinar í stað. Það er göfgandi fyrir hvert barn og ungling að eiga að vini og velgerðamanni svo vandað- an aðstandanda sem Sigrún var, til að hafa af skjól og leiðbeiningar. Allt fólkið af neðri hæðinni á Víg- hólastíg 5 vill því nú á þessari kveð- justundu færa fram sínar bestu þakk- ir fyrir allt það sem við höfum notið vegna samvistanna við Sigrúnu á h'fs- leiðinni. Það era ómetanleg gæði fyr- ir fólk, ekki síst unga fólkið, að alast upp við þær aðstæður sem skapast í samneyti eins og því sem við höfum notið með Sigrúnu og hér hefur lítil- lega verið lýst. Við vitum líka öll að besta gjöfín sem Sigrúnu hefði verið færð, væri að mega áfram sjá velfarn- að og gæfu þessara vina sinna. Með ósk um að það gæti ræst, kveðjum við þessa góðu vinkonu okk- ar og velgerðamann, um leið og við færum hennar nánustu aðstandend- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ég horfði í gegnum gluggann á grafhljóðri vetraróttu, og leit eina litla stjörnu þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðutn bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. Og ef til vil sér þar einhver, sem einn í þögninni syrgir, móðurstjömuna mína, sem miðnæturdökkvinn byrgir. Ef til vill sér hana einhver á andvökustundum sárum titra í gegnum gluggann, sem geisla í sorgartárum. (Magnús Ásgeirsson) Benedikt, Guðríður, Viggó, Elfa, Jóna og fjölskyldur. Elsku besta frænka mín! Ég gæti skrifað um þig svo margt, en ég veit að þú hefðir frekar viljað hafa það svona. Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf æska er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H.P.) Þakka þér fyrir allt og Guð blessi Þig; Ég sendi aðstandendum samúð- arkveðju. Elfa Dís. Rannveig Jóns- dottir — Fædd 13. nóvember 1902 Dáin 15. febrúar 1994 Ég kynntist Rannveigu fyrst vorið 1973. Þá var í undirbúningi hjá mér að kvænast dótturdóttur hennar og ætluðum við að athuga hvort ekki væri ráð að setjast að á Vopnafírði svona í tvö ár, á meðan framtíð Vest- mannaeyja var í óvissu vegna eld- gossins það sama ár. Við ákváðum að keyra frá Reykjavík og austur til að kanna aðstæður. Auðvitað var hringt í „ömmu“ og hún beðin að hýsa okkur og samferðamenn, alls fjögur, svo við gætum haft næturgist- ingu á Akureyri. Þá fann ég fyrir opnu heimili, hlýju hjarta og elsku- legu viðmóti sem ég hef æ síðan notið er leið mín hefur legið til Akur- eyrar. Þetta var mín fyrsta heimsókn í höfuðstað Norðurlands og hlýja við- mótið hjá Rannveigu var geisladýrð sólarinnar sem bættist við fegurð bæjarins. Það hefur mikið gildi fyrir landið að eiga einstaklinga sem geyma góða sál. Nú hefur Akureyri misst hlpta af fegurð sinni því Rann- véig'ér'farimburt af landi lifenda en Minnmg dvelur nú í híbýlum himinsins þar sem Jesú Kristur býr okkur stað hvar við getum verið er dauðinn breytir hög- um okkar. Rannveig var fædd á Engimýri í Öxnadal 13. nóvember 1902 en ólst upp á næsta bæ, Hólum. Sá bær er nefndur eftir umhverfínu sem hreif hug Jónasar Hallgrímssonar þjóð- skálds frá Hrauni, gegnt Hólum. Þau áttu æskustöðvarnar: „Þar sem háir hólar, háifan dalinn fylla.“ Þó svo Jónas hafi verið einni öld á undan Rannveigu. Hinn hlutinn sem fyllti líka dalinn var sögusvið þjóðsagn- anna s.s. „Djáknans á Myrká“ en Myrká var kirkjusóknin í Hörgárdal, næsta dal vestan við. Foreldrar Rannveigar voru sæmd- arhjónin Sigríður Þorsteinsdóttir og Jón Þorsteinsson. Varð þeim fjögurra barna auðið en þau voru Ragnheiður, Þorsteinn, Pái.ni og Rannveig; öll látin. Þegar Rannveig var 22 ára fluttist hún ásamt foreldrum sínum og systkinum til Akureyrar þar sem uppgangur var í atvinnumálum og bylting að eiga. sér stað í athafnalífi íslénðihgai Efláist' hefur ekki hvarfl- að að Rannveigu að í sveit ætti hún ekki afturkvæmt til búsetu. En inni á Akureyrinni kynntist hún manni sínum, Þorsteini Gunnlaugi Halldórs- syni sjómanni. Lengi var Þorsteinn kyndari á Fossunum uns hann réð sig á Kaldbak, fyrsta togara Akur- eyringa. Þorsteinn stundaði sjóinn að sjötugs aldri og vegna þeirra kring- umstæðna lenti heimilishaldið mest á Rannveigu og lét hún sitt ekki eftir liggja. Hún var ekki vön öðra en að vinna og stunda fískvinnslustörfin myrkranna á milli þrátt fyrir stóran bamahóp. Rannveig og Þorsteinn eignuðust saman átta börn, þau eru: Alda, gift Kára Karlssyni pósti, Anna Sigríður, gift Gísla Brynjólfssyni málarameistara, Hreinn, kvæntist Sigurlinu Jónsdóttur, er nú látinn, Ævar, kvæntur Laufeyju Steingríms- dóttur, Laufey, gift Árna Skúlasyni bifvélavirkja, Halldór Valur, giftur Ingibjörgu Hallvarðsdóttur, Sævar og yngst er Jónheiður, gift Þórólfi Yngvarssyni vélvirkja. Það er oft forvitnilegt að virða fyrir sér ævi mannsins þegar ævi- kvöldið er komið eða að maðurinn hefur kvatt þennan heim. Nokkur örlítil atvik sem stóðu yfir fáein augnablik urðu jafnvel til þess að gjörbreyta lífsviðhorfi mannsins til frambúðar. Vegna þrotlausrar. vinnu og harðrar lífsbaráttu varð hún mik- ill verkalýðssinni og vildi ekkert ann- að en réttláta skiptingu arðsins. Stjórnmálin voru hjá henni ákaflega einföld það er „sanngjarnan afrakstur vinnunnar". Henni sveið það sárt að þurfa að leggja ábyrgð heimilisins í hendur dóttur sinnar, Önnu Sigríðar, þá níu ára, á meðan faðirinn var úti á togara og móðirin bundin í físk- vinnslu til að afla heimilinu tekna og sjá þeim öllum farborða. Hún vildi öðruvísi líf fyrir börnin sín. Vonandi verða svona tímar ekki aftur á ís- landi. Hún hafði mikið yndi af að sækja samkomur hjá Hjálpræðishemum og Hvítasunnusöfnuðinum, þessi kröft- ugi frelsisboðskapur átti við hana. Oft var það að þegar hún talaði um Guð og kærleika Jesú Krists með lotningu í röddinni að augun fylltust tárum. Þetta var hennar skjól og skjöldur. Hún sagði mér frá því að eitt sinn hafí einhver óhreinn andi sest að í heimili hennar. Hún fann fyrir ónotum frá honum og sjá hann birtast í íbúðinni. Þá kraup hún á kné við rúm sitt og bað Jesú að hreinsa heimilið með hreinsandi blóði sínu. Það skipti engum togum að hún sá hvernig andinn fjarlægðist hana, minnkaði og hvarf. Aldrei fann hún fyrir þessu oftar. Upp frá því vissi hún uppá hár hver væri hinn sanni frelsari mannanna. Hann var hennar skjól og skjöldur, örugg hjálp í nauð- um. Þorsteinn, eiginmann sinn, missti hún 1972 og Hrein, elsta son sinn, 1979. Þá var Kristur henni einnig öragg hjálp í nauðum. Eg vil þakka Guði fyrir þá gæfu að hafa fengið að tengjast svona göfugri og hreinni sál sem ekki mátti vamm sitt vita né aumt sjá. Blessuð sé minning hennar. Sælir efu dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu því að verk þeirra fylgja þeim. (Opinb. 14:13.) Snorri Oskarsson, Betel, Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.