Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 2. MARZ 1994
Tæknifundur Alþjóðahvalveiðiráðsins
Bann við hvalveið-
um við Suðurheim-
skaut ekki samþykkt
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
TILLAGA Frakka og íra um að banna hvalveiðar við Suðurheim-
skaut í háifa öld hlaut ekki nægan stuðning á fundi tækninefndar
Alþjóðahvalveiðiráðsins á Norfolk-eyju til að tryggja samþykki henn-
ar á aðalfundi ráðsins í Mexíkó í maí.
Fimm daga fundi um tillöguna
lauk í fyrri viku og þótti þá ljóst
að sögn bandarísku fréttastofunnar
Associated Press að helstu and-
stæðingar hennar, Japanar og
Norðmenn, gætu safnað nægu fylgi
til að fella hana í vor.
Tillagan nýtur reyndar fylgis
meirihluta aðildarríkja hvalveiði-
ráðsins en % atkvæða þarf til að
hún verði samþykkt.
Japanar héldu því fram að
hrefnustofninn væri orðinn það stór
að óhætt væri að veiða tvö til fjög-
ur þúsund dýr á ári og færðu að
auki rök að því að hrefnuveiðar á
svæðinu myndu tryggja viðgang
steypireyðinnar, sem telst í útrým-
ingarhættu.
Fulltrúar 26 þjóða sátu fundinn
á áströlsku eynni Norfolk og gátu
þeir ekki komist að niðurstöðu.
Friðunarsinnar vísuðu rökum Jap-
ana á bug og sögðu að um leið og
veiðar á einni tegund væru leyfðar
væri ógemingur að koma í veg fyr-
ir að aðrar yrðu veiddar í leyfis-
leysi. En þeir gátu ekki sæst á
ýmis tæknileg atriði, eins og hvar
hið friðaða svæði ætti að hefjast,
þótt þeir styddu tillöguna.
Að mati hvalveiðiráðsins eru nú
aðeins um 500 steypireyðar á suð-
urhveli jarðar og 4.000 steypireyðar
á hnattkúlunni allri. Talið er að
stofnstærð hrefnunnar sé um
760.000.
Reuter
Embættistaka Finnlandsforseta
MARRTI Ahtisaari sór embættiseið Finnlandsforseta í gær. Honum á hægri hönd stendur Mauno
Koivisto, fráfarandi forseti, en Riitta Voskuainen, þingforseti er honum á vinstri hönd.
Martti Ahtisaari sver embættiseið Finnlandsforseta
Reuter
Hebron. Reuter.
ÍSRAELAR ákváðu að láta um
500 palestínska fanga lausa í
gær en Frelsissamtök Palest-
ínumanna (PLO) sögðu að það
væri ekki nóg til að bjarga frið-
arviðræðunum.
Átök blossuðu upp víða á her-
numdu svæðunum í gær, fjórða
daginn í röð eftir að landnemi
myrti 43 múslima á bænafundi á
föstudag. Fjöldamorðið kynti undir
einum mestu átökum í 27 áru sögu
hernáms Israela á svæðinu og
varð til þess að friðarviðræðum
ísraela og Palestínumanna var
frestað.
Slakað var á útgöngubanni sem
náði til tveggja milljóna Palestínu-
manna en Ehud Barak, forseti
herráðsins í ísrael, sagði að herinn
byggist við öldu árása af hálfu
Palestínumanna sem ekki væri
hægt að koma algjörlega í veg
fyrir.
Talsmenn PLO sögðu að ísrael-
ar gætu aðeins sefað reiði íbúanna
á hernumdu svæðunum með því
að leysa þúsundir palestínskra
fanga úr haldi þegar í stað. Þeir
kröfðust þess einnig að allir gyð-
ingar búsettir á hernumdu svæð-
unum, alls um 120.000 manns,
yrðu afvopnaðir. Lögreglumála-
Stefnan í efnahagsmál-
um vakti mesta athygli
Helsinki. Reuter.
MARTTI Ahtisaari tók við embætti forseta Finnlands í gær af
Mauno Koivisto, sem setið hefur í embætti í tvö sex ára kjörtíma-
bil. Kom Ahtisaari nokkuð á óvart með ákveðnum pólitískum yfír-
lýsingum í stefnuræðu sinni. Lagði hann mikla áherslu á rétt
þeirra sem minna mega sín og sagði að ekki mætti draga úr fé-
lagslegu öryggi þegar æ fleiri landsmenn lenda í fjárhagsþrenging-
um. Hann kvaðst einnig vera meðmæltur nánari tengslum við
Evrópu, það myndi ýta undir öryggi og velferð Finnlands. Skömmu
eftir þessa ræðu tilkynnu embættismenn Evrópusambandsins að
Finnar myndu undirrita aðildarsamning að sambandinu síðar um
daginn.
Laus úr prísundinni
PALESTÍNUMAÐUR, sem var látinn laus úr fangelsi í gær, myndar
sigurmerki með fingrunum í rútu á leið til heimabæjar síns á Vestur-
bakka Jórdanar.
Atök á hernumdum svæðum Israela
Um 500 palestínsk-
um föngum sleppt
ráðherra ísraels, Moshe Shahal,
sagði hins vegar að vopn yrðu
aðeins tekin af um hundrað
manns, félögum í Kach, herskárri
hreyfingu landnema gyðinga.
Ahtisaaris bíða erfiðar
ákvarðanir í utanríkismálum og
mesta efnahagslægð sem verið hef-
ur í landinu frá því að það hlaut
sjálfstæði frá Rússum árið 1917.
Ahtisaari er mikill Evrópusinni
og var ætlunin að aðildarviðræðum
Finna lyki fyrir embættistökuna.
Samningurinn við Evrópusamband-
ið verður á meðal fyrstu mála sem
koma til kasta hans. Þingmenn
komu í þinghúsið nánast beint af
ríkisstjórnarfundi og tóku nýir
fundir við strax að lokinni emb-
ættistökunni, sem fór að venju
fram í þinghúsinu í Helsinki.
Það var hins vegar einkum
innanríkisstefna Ahtisaaris sem
vakti athygli þingmanna og blaða-
manna. Áfskipti Finnlandsforseta
af efnahagsmálum og öðrum inn-
anríkismálum hafa verið afar tak-
mörkuð. Samkvæmt stjórnarskrá
og hefð sér forsetinn aðallega um
samskipti Finna við aðrar þjóðir,
svo og yfirstjórn heraflans. Er
stefna Ahtisaaris því önnur en
Kauvistos, fyrirrennara hans.
Ahtisaari telur alrangt að draga
úr félagslegu öryggi þegar æ fleiri
landsmenn lenda í fjárhagsþreng-
ingum. Þá gagnrýndi hann ríkis-
stjórnina fyrir að gefa í skyn að
aðeins einn valkostur væri fyrir
hendi í efnahagsmálum. Sagði
hann að þjóðin þyrfti að sýna vilja
og hugrekki til að koma með lausn-
ir á atvinnuleysinu.
Hvað utanríkismálin varðar
leggur Ahtisaari áherslu á að við-
halda góðum tengslum við Rúss-
land og sagði í ræðu sinni að koma
yrði í veg fyrir að Evrópa skiptist
í austur- og vesturhluta.
Koivisto gagnrýnir
landbúnaðinn
Mauno Koivisto, fráfarandi Finn-
landsforseti, ávarpaði einnig þing-
heim áður en hann lét af embætti.
Var búist við að ávarpið yrði með
formlegum hætti en sú reyndist
ekki raunin. Gagnrýndi Koivisto
meðal annars landbúnaðarstefnu
þjóðarinnar undanfarinn áratug.
Hann hefur sjaldan eða aldrei tekið
svo sterkt til orða í þessum málum.
Körfuboltaáhugamaður
Martti Oiva Kalevi Ahtisaari er
56 ára. Hann er mikill tónlistarunn-
andi, bregður sér reglulega í sána-
böð og hefur gaman af körfubolta.
Ahtisaari hyggst fara í fleiri heim-
sóknir út á land en forverar hans
en kona hans, Eeva, kveðst ætla
að einbeita sér að því að grenna
eiginmanninn, sem er 127 kíló að
þyngd. Eiga þau hjón einn son.
Ahtisaari á að baki langan feril
í utanríksþjónustunni, var m.a. að-
stoðarframkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna. Hann var frambjóð-
andi Jafnaðarmannaflokksins og
sigraði Elisabethu Rehn, frambjóð-
anda Miðflokksins í kosningunum
en það var í fyrsta sinn sem Finnar
kjósa forseta sinn beinni kosningu.
Kosningar til bæjar- og sveitarstjórna fara fram í Hollandi í dag
Atvinnuleysi og anldn glæpa-
tíðni helstu kosningamálin
Heemstede. Frá Kristínu Waage og Reyni Þ. Finnbogasyni.
KOSNINGAR til bæjar- og sveitarstjórna fara fram í dag, miðviku-
dag, í Hollandi. Aðalkosningamálefnin eru aukin atvinnutækifæri og
bætt öryggi borgaranna. Flokkamir eru allir sammála um að setja
beri þetta á oddinn en þá greinir á um hvernig settu marki skuli náð.
Fyrir skömmu var gerð skoðana-
könnun í 11 stórum borgum og
bæjum til að leiða fram hver væru,
að mati almennings, mikilvægustu
málefnin á þessum stigum stjórn-
sýslunnar. Efst á listanum reyndist
baráttan gegn aukinni glæpatíðni,
þá atvinnumál, umferðarmál og
vegagerð, eiturlyfjavandinn og í
fímmta sæti var krafa um bætt hús-
næði.
Þeir flokkar sem taka þátt í bæj-
ar- og sveitarstjórnarkosningunum
eru sömu rótgrónu flokkarnir og
bjóða fram í þingkosningum en í nær
öllum bæjarfélögum eru flokkar sem
eingöngu beita sér fyrir málefnum
sem snerta eigið sveitarfélag. Fylgi
þessara flokka er oft töluvert.
Þingkosningar í maí
Kosningabaráttan hefur sam-
tvinnast baráttunni fyrir þingkosn-
ingarnar sem fram fara í maí. Þjóð-
málaumræðan hefur því sett mjög
sterkan svip á baráttuna. Barátta
gegn auknu atvinnuleysi er efst á
stefnuskrá allra flokkanna og um
leið vilja þeir minnka hallann á ríkis-
sjóði og lækka skuldir ríkisins til að
ná 3%-mörkum Evrópusambandsins.
I síðustu skoðanakönnun sem
gerð var 22. febrúar reyndist fylgi
stjórnarflokkanna hafa minnkað
töluvert frá því sem var í síðustu
kosningum, 1989. CDA - Kristileg-
ir demókratar - og PvdA - Verka-
mannaflokkurinn - missa 33 af
þeim 103 þingsætum sem þeir hafa.
Búist er við að fylgið fari að mestu
til D66 - Demókrata 66 - VVD -
Ftjálslyndra demókrata - og Gro-