Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
41
, ,ísland, sækjum það heim“
Frá írísi Ingvarsdóttur:
Að opna augun, horfa og skoða,
finna ilm, hlusta, snerta, taka þátt
í vinnu eða leikjum, að ferðast.
Hvernig getur þú komið upplifun
þinni í myndverk? Hvemig getur
þú sýnt landið þitt í mynd? Uppá-
haldsstaðinn á ógleymanlegri
stundu, minningu úr ferðalagi fjöl-
skyldunnar í grenjandi rigningu á
Dyrhólaey, þrumandi stuð á Þjóð-
hátíð í Vestmannaeyjum eða næt-
urvöku lengsta sólarganginn í
Grímsey. Hvemig er hægt að
myndgera ýmsa þekkta staði á
landinu á hugmyndaríkan hátt, eða
að lýsa jeppaferð á jökul, hestaferð
um hálendið, veiði í ám og vötnum.
Eða geturðu sýnt fólkið við vinnu
sína, að byggja hús; hreinsun bæj-
anna um sumarið og fólk að vinna
fiskinn. Eða hvaða myndefni er
hægt að finna í íslandssögunni,
þjóðsögum og ljóðum?
Ýmsir listamenn hafa gert landið
og fólkið að viðfangsefni sínu og
fengið aðra til að taka eftir um-
hverfi sínu á nýjan hátt.
Nú er farið af stað eitt stærsta
myndlistarverkefni bama og ungl-
inga í gmnn- og framhaldsskólum
landsins. Tilefnið er að samgöngu-
ráðuneytið er að undirbúa átak í
ferðamálum á Íslandi sem ber heit-
ið „íslandsferð Qölskyldunnar",
undir slagorðunum „ísland, sækj-
um það heim“ og er markmiðið að
auka ferðalög íslendinga um eigið
land. Áhersla er lögð á alla þá §öl-
breyttu möguleika, sem bjóðast til
skemmtilegrar dægradvalar á ís-
landi; að kenna íslendingum enn
frekar að ferðast um landið, njóta
þess og hvetja fjölskyldur til að
kynna sér sögu og menningu þjóð-
arinnar. Tilefni átaksins er 50 ára
lýðveldisafmæli þjóðarinnar og al-
þjóðlegt „ár fjölskyldunnar“.
Starfshópur á vegum samgöngu-
ráðuneytisins óskað eftir samstarfi
við FÍMK, Félag íslenskra myndlist-
arkennara, um að fá börn og ungl-
inga á aldrinum 6 ára til 20 ára
til að taka þátt í verkefninu og er
því ætlað að endurspegla þá fjöl-
breytni sem Isiand býður upp á sem
ferðamannaland. Hvernig sjá og tjá
böm og unglingar náttúrana, at-
burði og atvinnulíf þjóðarinnar?
Hvemig tengja þau það sögu okkar
og menningararfí?
Verkefnið er viðamikið og verður
úrval myndverka sent frá hverjum
skóla. Verkin verða lögð fyrir dóm-
nefnd skipaða fulltrúum frá Félagi
íslenskra myndlistarkennara, Sam-
bandi íslenskra myndlistarmanna
og frá samgönguráðuneytinu.
Verkin verða að hafa borist dóm-
nefndinni fyrir 15. apríl nk.
Öll verk verða send aftur til eig-
enda sinna.
Valdar verða 122 myndir á far-
andsýningu sem opnuð verður í
Ráðhúsi Reykjavíkur á listahátíð
27. maí 1994.
Vemdári sýningarinnar er Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands, og
er það mikill heiður fyrir alla þá
sem starfa að verkefninu.
Þessi sýning verður síðan á ferð
um landið í sumar. Vonast er til
að önnur myndverk verði til sýnis
í hveiju bæjar- og sveitarfélagi.
Allir þátttakendur fá viðurkenn-
ingarskjöl. Þeir sem fá myndverk
sín valin á farandsýninguna fá sér-
stök verðlaun. Þátttakendum er
skipt í fjóra aldursflokka og verða
veitt þijú aðalverðlaun í hveijum
flokki. Ifyrstu verðlaun verða Mac-
intosh-tölvur af nýjustu gerð frá
Apple-umboðinu, önnur verðlaun
verða íjallareiðhjól frá Eminum og
þriðju verðlaun verða mýndlistar-
vömr frá Pennanum. Auk þess
verða veitt ýmis aukaverðlaun.
Einnig munu verk verða valin til
prentunar á póstkort, veggspjöld,
boli og til greina kemur að gefin
verði út frímerki með myndum af
sýningunni ef þær henta til slíkrar
útgáfu.
Vonast er til að sem flest börn
og unglingar á aldrinum 6-20 ára
taki þáttí verkefninu, einnig þau
sem njóta ekki myndlistarkennslu
en hafa áhuga á að vera með. Þau
ættu að geta komið verkum sínum
á framfæri í gegnum skólana.
Til mikils er að vinna fyrir alla
hlutaðeigandi svo afraksturinn
verði hugmyndarík, Qölbreytt og
metnaðarfull sýning.
ÍRIS INGVARSDÓTTIR
myndlistarkennari.
Pennavinir
SLÓVAKI, 21 árs árs háskólastúd-
ent, með áhuga á íþróttum, ferða-
lögum og tungumálum:
Mirek Kotek,
Raby 94,
53352 St. Hradiste,
Slovakia.
SAUTJÁN ára finnsk stúlka með
áhuga á ferðalögum, íþróttum, tón-
list og safnar frímerkjum og póst-
kortum:
Hanna Granqvist,
Box 7-3,
68550 Oja,
Finland.
TÓLF ára japönsk stúlka með
áhuga á bréfaskriftum, kvikmynd-
um o.fl.:
Akiko Fujimoto,
6-6-1 Yoshimi,
Moriyama Shiga,
524 Japan.
LEIÐRÉTTINGAR
Rangt föðumafn
í grein um keppni í fijálsum dansi
í blaðinu í gær misritaðist nafn
stúlkunnar sem Ienti í 2. sæti í ein-
staklingskeppninni. Hún heitir Mar-
ía Þórðardóttir, ekki Torfadóttir.
Er hún beðin velvirðingar á þessum
mistökum.
Místök í dag-
skrárkynningu
Vegna dagskrárkynningar fyrir
Dagsljós síðastliðinn mánudag skal
tekið fram að Guðni Gunnarsson,
líkamsræktarþjálfari í Los Angeles,
var á sínum tíma starfsmaður æf-
ingastöðvarinnar World Class en
rak ekki fyrirtækið eins og sagt
var. Er beðist velvirðingar á þessm
mistökum.
Gunnur ekki
Gunnar
{ blaðinu í gær var birtur framboðs-
listi Alþýðubandalagsins í Hafnar-
firði fyrir bæjarstjórnarkosningam-
ar í vor. Þau leiðu mistök urðu að
einn frambjóðendanna Gunnur
Baldursdóttir, kennari var nefnd
Gunnar Baldursson. Morgunblaðið
biðst velvirðingar á þessum mistök-
um.
VELVAKANDI
SÖMU MISTÖKIN
ENDURTAKA SIG
Örlygur Pétursson hringdi og
sagði að fyrir mánuði hafi hann
verið að gæta barns sem veikzt
hafi og hafi hann þá hringt í
Læknavaktina. Barnið hafi verið
með heiftarlega barkarbólgu og
hafi hann orðið hræddur og því
hringt í vaktina. Þar fékk hann
þau svör að hann skyldi fara með
bamið út á svalir. Ekki hafi þeim,
er svaraði fundist ástæða til að
læknir liti á bamið, þótt hann
hafi óskað eftir því.
Örlygur sagði að saga sín væri
nánast samhljóða sögu konunnar,
sem birtist í fóstudagsblaði Morg-
unblaðsins á bls. 4. Hann undrað-
ist að sömu mistökin skyldu henda
Læknavaktina aftur í tilfelli
móðurinnar, sem getið var í blað-
inu á föstudag. Hann kvaðst ekki
geta sætt sig við að svörin frá
Læknavaktinni féllu undir „mann-
leg mistök", þegar fólk fengi svo
til sömu móttökumar í svipuðum
tilfellum með nokkurra vikna
millibili. Menn hlytu að freista
þess að koma í veg fyrir mistök,
sem einu sinni hefðu hent og
kæmu sams konar mistök fyrir
aftur, væri eitthvað meira að.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Myndavél tapaðist
Sl. laugardagskvöld 26. tapaðist
fyrir utan Kaplaskjólsveg 29 kl.
23.30 Olympus-myndavél með
átekinni filmu. Finnahdi er vin-
samlega beðinn að skila að
minnsta kosti filmunni sem á em
dýrmætar minningar. Síminn er
24293 eftir kl. fjögur. Fundarlaun
í boði.
Lyklakippur töpuðust
UM SEX lyklar á óvenjustómm
lyklakippuhring töpuðust í
Hafnarfirði fyrir u.þ.b. mánuði.
Um helgina tapaði sami aðili Llo-
yd’s skó-lyklakippu með þremur
lyklum í Reykjavík. Finnandi er
vinsamlega beðinn að hringja í
síma 650813.
Skíðapoki tapaðist
SVARTUR og appelsínulitur
Kástle-skíðapoki var tekinn í mis-
gripum fyrir annan úr rútu við
Melaskóla sl. öskudag. í pokanum
vom vönduð skíði og stafir, en í
pokanum sem vantar em stutt
Rossignol skíði og stafir. Eigandi
hinna skíðanna er vinsamlega beð-
inn að hafa samband í síma 14887.
Skotthúfa tapaðist
SKRAUTLEG skotthúfa tapaðist
við Heilsugæslustöð Efra-Breið-
holts í Hraunbergi mánudaginn
21. febrúar sl. Skilvís finnandi
vinsamlega hringi í síma 74076.
Gleraugn töpuðust
GLERAUGU í brúnni umgjörð í
bláu gúmmí/tauhulstri töpuðust á
leiðinni frá Suðurhólum að Hraun-
bergi fyrir rúmri viku. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi samband
í síma 73748.
Húfa tapaðist
SVÖRT lopahúfa með orðinu
„Pervert" framan á tapaðist við
Pizzahúsið á Grensásvegi eða við
leigubílastöðina Hreyfil þar í ná-
grenninu. Skilvís finnandi vinsam-
lega hringi í síma 651065. Fund-
arlaun.
Plastpoki fannst
LÍTILL blár plastpoki merktur
Margaret Astor með mynd af loft-
belg framan á var skilinn eftir i
verslun Hans Petersen, Banka-
stræti fyrir jólin. í pokanum var
slæða. Eigandinn getur vitjað pok-
ans í versluninni.
GÆLUDÝR
Lína er týnd
SMÁVAXIN, kolsvört sjö mánaða
læða, hvarf frá heimili sínu í Breið-
holti 17. febrúar sl. Hún er með
lítinn hvitan blett undir bring-
unni. Hún er ómerkt. Hafi einhver
orðið hennar var er hann vinsam-
lega beðinn að hringja í síma
77552 eða 74239.
Viðtalstími minn verður framvegis
á þriðjudögum á göngudeild
St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði.
Tímapantanir í síma 53888.
Ámi Bjömsson
Sérgr. skurð- og lýtalækningar.
r
I, ÁRANGUR OG AFLEIHNGAR
í kvöld, miðvikudaginn 2. mars kl. 20.30, verður hald-
inn umræðufundur um einkavæðinguna, árangur og
afleiðingar á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2.
Frummælendur:
Friðrik Sóphusson,
fjármálaráðherra.
Ogmundur Jónasson,
formaður BSRB.
Vilhjálmur Egilsson,
alþingismaður.
Steingrímur Sigfússon,
alþingismaður.
Fundarstjóri:
Óli Björn Kárason,
hagfræðingur.
Fundurinn er
öllum opinn.
Landsmálafélagið Vörður.
Samband ungra sjálfstæðismanna.
SPARAÐU
kr. 35.000 á ári!
Ef þú bakar eitt brauð á dag í sjálfvirku EL-GENNEL
brauðvélinni, sparar þú allt að 35.000 krónum á ári og átt
að auki alltaf nýbakað, ilmandi og hollt brauð!
Þú setur vatn, olíu, mjöl og ger I vélina, þrýstir á takka
og hún blandar, hnoðar, lyftir og bakar.
Elnfaldara getur það ekki veriðl
Ný sending komin.
Verð aðeins kr. 27.900 eða
kr. 26.505 stgr.
Þú og þínir eiga aðeins það besta skilið. Sameinaðu
sparnað og hollustu - bakaðu öll brauð
í El-Gennel brauðvélinni!
Einar
Farestveit&Cohf.
Borgartúni 28 “S 622901 og 622900
1 n*«i puM *fctí>
Metsölutíad á hverjum degi!