Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
5
Fann ekki
bílinnsinn
ÖKUMAÐUR varð að leita að-
stoðar lögreglu síðdegis á mánu-
dag, þar sem hann hafði gleymt
hvar hann lagði bíl sinum.
Maðurinn kom til lögreglu um
kl. 18 og sagði sínar farir ekki
sléttar. Hann hafði brugðið sér í
miðbæinn, en verið í þungum þönk-
um og þegar erindi hans lauk hafði
hann gleymt hvar hann lagði bíln-
um.
Lögreglan varð við beiðni
mannsins um að svipast um eftir
bíl hans og fannst hann skömmu
síðar.
♦ ♦ ♦--
Þeyst um í
Þingholtum
LÖGREGLU þykir ökumenn
fara heldur geyst um Þingholt-
in, en þar er þétt byggð og
þröngar götur. 18 voru stöðvað-
ir þar fyrir of hraðan akstur á
mánudag.
í Þingholtunum er 30 km há-
markshraði, en lögreglan stöðvaði
ökumenn sem fóru þar um á tvö-
falt meiri hraða. Líklegt er að lög-
reglan hafi nánar gætur á hraða
ökutækja um þennan bæjarhluta á
næstunni.
----♦ ♦-♦--
Agimtist
teiknibólur
LÖGREGLAN handtók búðar-
þjóf í Hagkaupum í gær. Hann
varð uppvís að því að stela
teiknibólum.
Lögreglan þarf alloft að hafa
afskipti af búðarþjófum og ekki
eru það ávallt dýrustu hlutir sem
þeir sækjast eftir, líkt og sannaðist
í þessu dæmi.
----♦.♦-♦--
Suður-Afríka
Vegabréfs-
áritun óþörf
STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku
hafa nú ákveðið að krefjast ekki
lengur vegabréfsáritunar fyrir
islenzka rikisborga, sem koma
í stuttar heimsóknir til landsins.
Vegabréfsáritunar hefur verið
þörf í langan tíma.
Jón Reynir Magnússon, ræðis-
maður Suður-Afríku á íslandi, seg-
ir að afnám vegabréfsáritunar nái
til styttri ferða, skemmti- og við-
skiptaferða, en áritunar verði
áfram þörf, ætli menn sé að stunda
nám eða vinnu þarna syðra. Þá
þurfi blaðamenn, sem þangað ætla
í efnisöflun, á vegabréfsáritun að
halda.
----» ■♦ ♦-
Gæsin er
komin
Miðhúsum.
Svo virðist sem farfuglar séu
orðnir eitthvað ruglaðir í ríminu.
Fréttaritari sá sl. mánudag tvær
gæsir á túninu á Reykhólum. Hann
frétti þá að þrjár gæsir hefðu ver-
ið hér á ferð nokkra undanfarna
daga. Innanverður Breiðafjörður
hefur oftast verið þakinn lagnaðar-
ís um þetta leyti en nú er flæðiland-
ið allt autt.
1 O O % ÁBYRGÐ
Opið laugardaga kl. 10:00 - 17:00
Það getur verið töluverð áhætta að kaupa notaðan bíl. Þú getur auðveldlega sannreynt að útlit bílsins sé í lagi en fæstir
hafa getu né aðstöðu til að sannreyna hvað leynist undir yfirborðinu. Þess vegna býður Brimborg hf. SEX mánaða
ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bflum í eigu Brimborgar. Allir notaðir bflar af þessum tegundum eru yfirfarnir af
þjónustumiðstöð Brimborgar og þar er allt lagfært sem er í ólagi áður en bflarnir eru seldir. Þannig er öryggi þitt tryggt.
Ábyrgðin gildir til sex mánaða eða að 7500 km. og allt er í ábyrgð nema yfirbygging bílsins. faxafeni 8 • sími fi-6SSS70
- Sveinn.