Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
15
Skólaskáklið
ÍSLENSKA liðið sem keppti á norræna skólaskákmótinu í Finnlandi um helgina.
Norræn skólaskák í Finnlandi
Island vann í 2 aldursflokkum
ÍSLENSKIR keppendur urðu
efstir í tveimur aldursflokkuin
í einstaklingskeppni í norrænni
skólaskák sem lauk í Espoo í
Finnlandi á sunnudag. Þá fékk
íslenska liðið flesta vinninga á
mótinu samanlagt.
Mótið fór fram í Espoo í Finn-
landi og var keppt í fimm aldurs-
flokkum. í yngsta flokki 10 ára
og yngri sigraði Sigurður Páll
Steindórsson örugglega og fékk
5.5 vinninga af 6 mögulegum og
Hjalti Rúnar Ómarsson varð í 5.
sæti með 3 vinninga. í flokki 11-12
ára vann Bragi Þorfinnsson sigur
en hann fékk 4,5 vinninga. Berg-
steinn Einarsson varð 5. með 3,5
vinninga. í flokki 13-14 ára varð
Jón V. Gunnarsson í 2. sæti með
3.5 vinning og Matthías Kjeld varð
í 5. sæti með sama vinningafjölda.
í flokki 15-16 ára varp Helgi Áss
Grétarsson í 3. sæti með 4,5 vinn-
inga og Arnar E. Gunnarsson varð
í 7. sæti með 3 vinninga. I flokki
17-20 ára varð Magnús Örn Úlf-
arsson í 4. sæti með 4 vinninga
og Sigurbjörn Björnsson í 7. sæti
með 3 vinninga.
íslenska liðið fékk alls 38 vinn-
inga en næstir komu Svíar og
Danir með 31 vinning.
Borg'arkringlan stækkar
ÞESSA dagana er verið að und-
irbúa opnun á allsérstæðri versl-
unareiningu sem fengið hefur
nafnið Þorpið. Þorpið verður opn-
að föstudaginn 4. mars kl. 12 og
í tilefni þess verður boðið upp á
frítt sælgæti fyrir börnin auk
skemmtiatriða.
Þorpið samanstendur af 25 litlum
verslunum sem bjóða upp á ýmsan
varning á mjög góðu verði í nýstár-
legu umhverfi. Þorpið er þannig
byggt upp að gengið verður eftir
einni götu með litlum verslunum til
beggja handa. Hefur liver verslun
smá bæjarhlut og nafn sem tengist
þekktum verslunum sem hér voru
fyrr á öldinni.
í fréttatilkynningu frá Borgar-
kringlunni segir: „Kapp verður lagt
á að bjóða upp á góðar vörur á lægsta
verði sem gerist, enda er allur til-
kostnaður í lágmarki með sameigin-
legum styrk allra sem standa að
rekstri Þorpsins. Meðal þess sem
boðið verður upp á í Þorpinu er antik-
húsgögn, gjafavara, fatnaður á alla
aldurshópa, geisladiskar, verkfæri,
sælgæti o.fl. allt á frábæru verði.“
Opið verður alla virka daga frá
kl. 12-18.30 og laugardaga frá kl.
10-16.
■ GRIKKLANDSVINAFÉ-
LAGIÐ Hellas heldur fræðslu-
fund fimmtudaginn 3. mars kl.
20.30 í Kornhlöðunni við
Bankastræti. Þar heldur Inga
Huld Hákonardóttir sagnfræð-
ingur erindi sem hún nefnir: Frá
Bakkynjum til Búbúlínu og
verður þar sitthvað sagt af heter-
um og húsmæðrum í Grikklandi
hinu forna, þátttöku kvenna í
launhelgum hátíðum og einnig
verður hugsað að skjaldmeyjum
og öðrum kvenskörungum í fortíð
og nútíð. Að erindinu loknu gefst
tækifæri til fyrirspuma og um-
ræðna.
Breyting á hundahaldi
Leitað verður umsagna
FRÉTT Morgunblaðsins um
breytingar á reglum um hunda-
hald í Reykjavík, var röng að
því leyti að reglurnar hafa ekki
hlotið endanlegt samþykki borg-
aryfirvalda. Áður en til þess
kemur verður borgarstjórn að
fjalla um breytingatillöguna í
tvígang, að sögn Gunnars Eydal
skrifstofustjóra borgarstjórnar.
Samþykkt borgarráðs nær til
þess að leitað verði umsagna
Hundaræktarfélags íslands, Lög-
reglustjórans í Reykjavík og dýra-
lækna Dýraspítala Watsons um
bann við fjórum tegundum hunda,
Dobermann, Rottweiler, Pit bull
terrier og Japanees Akit, innan
borgarmarkanna áður en fjallað er
um tillöguna í borgarstjórn.
FUJTNINGSMIÐUJNIN HF
FLYTUR 0G FLYTUR 0G FLYTUR