Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 5

Morgunblaðið - 22.03.1994, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 5 Kona og tvö börn fundust heil á húfí Tveir menn í hrakn- ingum í Bláfjöllum BJÖRGUNARSVEITIR leituðu aðfaranótt mánudags konu og tveggja barna sem farið var að óttast um þegar ekkert spurðist til hennar eftir að hún lagði af stað frá Hafnarfirði til Kjóavalla. Þau fundust siðan heil á húfi snemma í gærmorgun í Kaldár- seli. Um klukkan 8.30 mánudags- morgun heyrði Hjálparsveit skáta í Garðabæ neyðarkalli frá neyðar- skýli í Bláfjöllum og þegar hún mætti á staðinn fann hún tvo menn sem fest höfðu bíl sinn á veginum og leitað athvarfs í skýlinu. Að sögn Stefáns Braga Bjarnason- ar, svæðisstjóra björgunarsveitanna, lagði konan af stað frá Hafnarfírði um kl. 17.30 á sunnudag og ætlaði upp á Kjóavelli. Þegar hún haðfið ekki skilað sér tveim tímum seinna fóru ættingjar hennar að óttast um hana og skipulögðu leit. Ættingjarnir keyrðu alla vegi á svæðinu og könn- uðu aðrar leiðir. Þegar það bar ekki árangur gerðu þeir lögreglu viðvart, sem kallaði út Björgunarsveitina Spora í Hafnarfirði um hálftíma eftir miðnætti. Stefán segir að klukkutíma síðar hafí þetta verið talið það alvar- legt mál að svæðisstjórn björgunars- veitann^ var kölluð út. Leitarsvæðið var stórt og náði frá Krisuvíkuraf- ieggjaranum upp að Rauðavatni. Konan var á Subaru-bifreið og með tvo drengi með sér, eins og fimm ára. Hún festi bifreiðina í skafli á veginum rétt hjá Kaldárseli og Stefán segir að þá hafi enn verið bjart og ekkert verið að veðri. Um kl. 22 hafi síðan skollið á vitlaust veður og hún þá séð þann kost vænstan aðjara í húsið. Engin upphitun er þar og eng- ar vistir. Stefán segir að konan hafí brugð- ist rétt við aðstæðunum, hún hafi ekki farið langt frá bílnum auk þess hefðu hún og börnin verið mjög vel útbúin. Leitin í fyrrinótt gekk vel, þrátt fyrir að veður hafi verið mjög slæmt fram eftir nóttu, mikill skafrenning- ur, nánast ekkert skyggni og leitar- svæðið erfítt yfírferðar. Klukkan ijögur í nótt fór svo að blotna og skafrennignurinn hætti. Gekk illa að ná sambandi með talstöðinni Þórður Kjartansson var annar tveggja sem lentu í hrakningum uppi í Bláfjöllum. Hann sagði að hann og Ásbjörn Grétarsson, hefðu ætlað í smábíltúr og keyrt frá Hafnarfirði í átt til skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Þeir festu bílinn um kl. 17.30 og ákváðu að ganga í átt til skíðasvæðis- ins. Þórður segir að þeir hafi vitað af neyðarskýlinu en ekki verið vissir hvort þeir væru á réttri leið. Þeir hafi síðan séð skýlið eftir um 20 mínútna göngu. Hann segir að þeir hafi strax reynt að ná sambandi í gegnum talstöð sem þar var en einhverra hluta vegna hafi það ekki gengið. Þeir hafi síðan ákveðið að fara aftur í bílinn og haft með sér skóflu. Ekki hafi tekist að moka bílinn út og þeir því gripið til þess ráðs að sofa í bílnum. Mikill skafrenningur var um nótt- ina og hlóðst snjór upp beggja vegna bílsins og í gærmorgun þegar birti þurftu þeir Þórður og Árni að skríða út um hliðarrúðu bílsins. Þeir fóru aftur í neyðarskýlið og náðu þá loks sambandi við björgunarsveitina sem sótti þá um klukkan 10.30 í gær- morgun. Hörður Már Harðarson, formaður Hjálparsveitar skáta í Garðabæ sagði að liðsmaður sveitar- innar hefði heyrt neyðarkall félag- anna um klukkan 8.30 í gærmorgun. í fyrstu hafí ekki verið Ijóst hvaðan kallið kom en þeir ákveðið að senda könnunarhóp upp í neyðarskýlið og þar hafi mennirnir fundist. Þeir hafi verið kaldir og hraktir, enda ekki búnir fyrir slíkar hrakningar. LÆKNAR GETA SPARAÐ 200-300 MILLJÓNIR KRONAí LYFJAKOSTNAÐI ÁÞESSUARI. VONANDI GERA ÞEIRÞAÐ! Heildarkostnaður við lyfjanotkun á íslandi á árinu 1993 var u.þ.b. 5,1 milljarður króna. Þetta er há fjárhæð. Ekkert bendir til annars en að útkoman verði jafnvel hærri á þessu ári. Þegar sama virka lyfjaefnið er skráð undir mismunandi lyfjaheitum, frá mismunandi framleiðendum, eru þau lyf köiluð SAMHEITALYF. Þetta eru lyf sömu tegundar, samskonar lyf. Þau eru ekki aðeins markaðssett hvert undir sínu heiti, heldur eru þau einnig í ólíkum umbúðum. LyTin eru engu að síður talin jafngild (bio-equivalent) af heilbrigðisyfirvöldum, enda gerðar til þeirra nákvæmlega sömu gæðakröfur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samheitalyf geta verið á afar mismunandi verði og stundum er sá munur margfaldur. Ef læknar ávísa ætíð á samheitalyf með því að merkja (R) í stað (S) við lyfjaheiti, þegar mögulegt er, má ætla að þessi upphæð verði mun lægri en hér að framan greinir, eða sem nemur 200-300 milljónum króna. Þetta sýnir okkur, hve miklu skiptir fyrir íslenska sjúklinga og þjóðarbú að skynsamlega sé staðið að ávísun lyfja í landinu. Læknar, sjúklingar, almenningur, tökum höndum saman, lækkum lyfjakostnaðinn! Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heilbrigðisþjónustu. Merki læknir bókstafinn (§) við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn (S) við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. HEILBRIGÐIS' OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.