Morgunblaðið - 22.03.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
7
Mokveiði á Dohrnbanka
Kofri fyllti sig á
tveimur döerum
ísafirði. ^ *
RÆKJUVEIÐISKIPIÐ Kofri kom til Súðavíkur á sunnudag með
fullfermi af rækju, eftir fimm daga túr. Aflann fékk skipið á pörtum
úr tveim dögum á Dohrnbanka. Að sögn skipstjórans, Jónasar
Hrólfssonar, var mjög góð veiði þegar hægt var að toga, en veður
hamlaði veiðum. Hann sagðist hafa verið með um fimm tonn í hali
eftir eins og hálfs tíma tog í flest skiptin sem hann náði að toga.
Lægsti hlutur skipverja eftir miðunum norður af landinu, eru nú
þennan fimm daga túr eru rúmar . mörg skip komin á Dohrnbankann,
200 þúsund krónur krónur. eða á leið þangað, því bæði er að
Þrátt fyrir góðan afla á rækju- þar fæst stærri og verðmeiri rækja
auk þess sem veiðar þarna eru utan
kvóta. Kofri er ísfiskveiðiskip og
getur því verið takmarkað úti. Þess
vegna fer hann og önnur ísfiskveiði-
skip sjaldan á Dohrnbankann,
vegna þess hve eritt er með veiðar.
í þetta sinn fór þó allt vel og urðu
þeir frá að hverfa með 45 tonn, því
meira komst ekki í skipið.
Mikil vinna hefur verið í rækj-
unni í Súðavík undanfarið og er
unnið yfir 20 tíma á sólarhring á
tveim vöktum. Tvö skip landa rækju
hjá Frosta hf., hitt er Haffari, en
hann kom með fullfermi af miðun-
um norður af landinu í síðustu viku
og fékk 17 tonn í tveim fyrstu höl-
unum á Dohrnbanka fyrr í vikunni,
en þá missti hann trollið, og varð
að fara til Súðavíkur eftir vírum til
að slæða það upp.
Úlfar
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Með fullfermi
Rækjutogarinn Kofri kemur til hafnar í Súðavík með fullfermi af
rækju af Dohrnbanka
*
4i,a«asa*a
<orR!.
Dönsuðu
úr sér hroll-
inneftir
hrakninga
á heiðum
Suðureyri.
GRUNNSKÓLINN á Suðureyri
hélt sína árlegu árshátíð föstu-
daginn 18. mars sl. Elstubekk-
ingum grunnskólanna á Flat-
eyri og Þingeyri var boðið á
árshátíðina sem saman stóð af
leiksýningu og dansleik. Fjöru-
tíu nemendur sóttu súgfirsku
krakkana heim, tuttugu frá
hvorum stað. Komu þeir akandi
kl. 19.30 í góðu veðri yfir
Breiðadals- og Botnsheiðar.
Þegar á leiksýningunni stóð,
tveimur tímum siðar, var skollin
á norðaustan stórhríð.
Flateyringarnir ákváðu þá að
gista á Suðureyri þar sem fregnir
af heiðunum voru ekki góðar.
Þingeyringarnir, sem voru á
tveimur mjög öflugum fjallabílum,
ákváðu að freista þess að komast
yfir heiðarnar áður en þær lokuð-
ust og fóru af stað strax eftir leik-
sýninguna.
Þegar þeir voru komnir að vega-
mótum Botns- og Breiðadalsheiða
varð ekki lengra komist vegna
snjóa og skafrennings.
Ekki tók þá betra við því niður-
koman og skafrenningurinn var
slíkur að þeim tókst ekki að snúa
bifreiðunum við og komast til baka
til Suðureyrar.
Var þá gripið til þess ráðs að
fá bóndann í Botni, Björn Birkis-
son, til þess að fara á dráttarvél
með snjóblásara og hjálpa bílunum
til byggða aftur. Gekk það hægt,
en örugglega, þrátt fyrir vonsku-
veður. Voru þeir komnir aftur til
Suðureyrar kl. 2.00.
Þegar til Suðureyrar var komið
var ákveðið að framlengja dans-
leikinn, svo að krakkarnir gætu
dansað úr sér mesta hrollinn eftir
hrakningana á heiðinni. Á meðan
börnin þeyttust um dansgólfið,
þeyttust velunnarar skólans um
allan bæinn og söfnuðu saman 40
dýnum og svefnpokum svo að allir
þessir óvæntu gestir fengju þokka-
legan nætursvefn.
Gist var síðan í Grunnskólanum
á Suðureyri um nóttina.
Daginn eftir var leitað til Land-
helgisgæslunnar með aðstoð og
brást hún ljúfmannlega við að
vanda og flutti börnin, ásamt
fylgdarliði, til síns heima á Flat-
eyri og Þingeyri með varðskipi.
Að sögn skólastjóra Grunnskól-
ans á Suðureyri, Brynju Blumen-
stein, þótti krökkunum þetta hið
mesta ævintýri, og verður þessi
ferð eflaust lengi í minnum höfð.
Bifreiðir ferðalanganna verða
hins vegar að gista Súgandafjörð
þar til næst verður mokað yfir
heiðar.
- Sturla
(3)
k
Orka 113 kcal*
Orka 473 kJ*
Prótín 4 g*
Kolvetni 21,4 g*
Fita 2,1 g*
Natríum 314 mg*
Kalíum 105 mg*.
A-vítamín 38% (RDS)
Ríbóflavín 27% (RDS)
C-vítamín 25% (RDS)
Cheerios
Jám 58% (RDS)
m
Þíamín 27% (RDS)
Níasín 27% (RDS)
Kalsíum 5% (RDS)
D-vítamín 10% (RDS)
B6-vítamín 25% (RDS)
Fólínsýra 25% (RDS)
FÆÐUHRINGURINN
Það er samhengi á milli mataræðis og heilsu.
Heilsan er dýrmæt og þess vegna er ætíð skynsamlegt að huga að samsetningu
fæðunnar sem við neytum. Cheerios er ríkt af hollustuefnum og inniheldur
sáralítið af sykri og fitu. í hverjum Cheerios „fæðuhring“ er að finna bragð af
góðum, trefjaríkum og hollum mat; fyrir fólk á öllum aldrL