Morgunblaðið - 22.03.1994, Page 12

Morgunblaðið - 22.03.1994, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 Kammersveit Reykjavíkur Tónlist Jón Asgeirsson Kammersveit Reykjavíkur rifj- ar upp liðna tíð með endurflutn- ingi nokkurra þeirra verka, sem flutt hafa verið á 20 ára starfs- ferli hljómsveitarinnar. Á tónleik- um sveitarinnar í Áskirkju sl. sunnudag voru flutt þrjú verk, strengjasextett í B-dúr op. 18 eftir Brahms, serenaða eftir Cas- ella og oktett fyrir blásara, eftir Stravinskí sem Bemhard Wilkin- son stjómaði. í fyrsta verkinu léku Sigrún Eðvaldsdóttir og Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Ásdís Valdimarsdóttir og Svava Bernharðsdóttir á lágfiðlu en sellóleikaramir voru Bryndís Halla Gylfadóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir. Strengjasextettinn í B-dúr er glæsileg tónsmíð og var nokkuð vel leikin en í heild með helst til of þmngnu tóntaki. Mýkri tónmyndun á betur við í kammer- tónlist og þá ekki síst í Brahms, þó tónvefurinn hjá honum sé oft nokkuð þéttur í sér. Sé lðgð mik- il áhersla á sterka tónmyndun, vilja tóngæðin oftlega minnka, þegar veikt er- leikið, eins og í söng, þegar tónninn missir „stuðninginn". Þetta mátti heyra í smákafla í „scherzóinu". í heild var flutningurinn kraftmikill og þmnginn skapfestu, en minna staldrað við fíngerðari þætti verksins, sem öðmm þræði var sérgrein Brahms. Serenaða fyrir klarinett, fagott, trompett, fíðlu og selló var flutt af Einari Jóhannessyni á klari- nett, Rúnari Vilbergssyni á fag- ott, Eiríki Erni Pálssyni á tromp- ett, Rut á fíðlu og Ingu Rós á selló. Serenaðan er glaðlegt verk í sex þáttum og var ágætlega flutt, sérstaklega fallegasti þáttur verksins, sem nefnist Næturljóð. Tónleikunum lauk með oktett fyrir blásara eftir Stravinskí og þar léku Hallfríður Ólafsdóttir á flautu, Einar á klarinett, Haf- steinn Guðmundsson og Rúnar á fagott, Eiríkur og Ásgeir H. Stein- grímsson á trompett og Oddur Björnsson og Sigurður Þorbergs- son á básúnu. Stjórnandi var Bernhard Wilkinson. Það er margt sameiginlegt með serenöðu Casella og oktettinum eftir Stravinskí, þó ólíkt meiri reisn sé yfír tónsmíð þess síðar- nefnda enn bæði verkin em í ný- klassískum stíl. Oktettinn var fmmfluttur 1923 og kom eins og reiðarslag yfír hlustendur, því flestir höfðu búist við áframhaldi frá Vorblóti, þar sem lögð væri áhersla á nýfmm- stæða tónlist. Aaron Copland var á þessum tónleikum og ritaði síð- ar: „Stravinskí setur þarna fram nýalþjóðlega hugmynd að tón- máli, byggðu á klassískum form- um, kontrapunktískum rithætti og leitar stefrænna heimilda í tón- list frá öllum tímum, sem hann svo vinnur úr á sinn sérstæða máta.“ Með oktettinum yfirgefur Stra- vinskí raunsæi og fmmstæð við- horf en leggur áherslu á, að tón- list eigi að vera hlutlæg, rökföst í gerð og óháð allri tilfinninga- semi. Þetta kallaði á glæsilegan flutning og það tókst félögunum mjög vel, þó síðari tíma uppfærsl- ur beri oft sterka tilhneigingu til að mýkja tónmál meistarans, eins og kom fram í tilbrigðaþættinum, sem var sérlega vel leikinn. í síð- asta þættinum hefði mátt leggja meiri áherslu á mótórískan kraft verksins. í heild voru þetta skemmtilegir tónleikar og þegar athuguð er tónverkaskrá Kamm- ersveitarinnar sl. 20 ár er hreint ótrúlegt hversu mikið hefur verið flutt af góðri tónlist frá öllum tím- um. Píanódúett Tvíleikstónleikar á píanó, er Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Jerzy Tosik-Warszawiak stóðu fyrir, voru haldnir sl. föstudag í Hafnarborg. Á efnisskránni voru verk eftir Schubert, Milhaud, Lutoslawskí, Debussy, Mozart og samvinnuverkefni fyrir tvo Arm- ena Arutiunian og Babadzanian. Tónleikarnir hófust á Fantas- íu, op. 103 eftir Schubert, sem er samin 1828, fyrir „fjórhent á eitt píanó“. Fantasían er meðal bestu verka af þessari gerð og býr yfir margvíslegum blæbrigð- um og meðal annars bregður þar fyrir fúgu í síðari hluta verksins, enda mun Schubert hafa verið búinn að panta tíma í kontra- punkti hjá Simon Sechter, þeim sama er kenndi Bruckner. Fant- asían er í raun sónata í ijórum þáttum, Allegro-Largo- Scherso/tríó — Finale, og var verkið gefið út af Diabelli, ári eftir að Schubert dó en hann mun hafa leikið verkið ásamt Franz Lachner, þó hann væri þá orðinn mjög lasburða. Um „ástarstefið“ í hæga þættinum, sagði Schu- bert, að þegar hann hlýddi á Paganini leika annan þáttinn (Adagio) í konsert sínum, op. 7, hafi hann heyrt engil syngja með Kórskólatónleikar Kórskólakór Langholtskirkju og Unglingakór Selfosskirkju, ásamt kammersveit, undir stjórn Jóns Stefánssonar og Glúms Gylfasonar, stóðu fyrir glæsileg- um tónleikum í Langholtskirkju. Báðir kóramir og hver fyrir sig, fluttu ýmis tónverk, bæði innlend og erlend en á seinni hluta tónleik- anna sameinuðust þeir í flutningi á Gloríu eftir Vivaldi, í skólaút- færslu eftir Louis Piccierri. Það er auðheyrt að kirkjan er farin að líta til með æsku landsins á fleiri sviðum en aðeins með beinni þátttöku í messuhaldi. Lík- ast til er kórsöngur ekki aðeins góð skemmtan, heldur og góð þjálfun fyrir unga fólkið og víst er að framkoma þeirra á þessum tónleikum, bendir til þess, að þama sé að finna framtíð í góðu fólki, sem agar tilfinningar sínar við fallega iðju, mitt í öllu glamri og ljótleikadýrkun samtíðarinnar. Tónleikarnir hófust á Inn- göngustefí eftir Egil Hovland, sem allir kórarnir sungu og þar eftir var sungin sálmaperlan, Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjömsson og þá Máríuversið fagra eftir Pál Isólfsson. Síðan skiptust kórarnir á að syngja án undirleiks, bæði íslensk lög og brot úr tónverkum eftir Mend- elssohn, Kodaly, Palestrína, Bach og Hándel. Af íslenskum lögum er rétt að nefna, Til þín, Drottinn eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, Sálmalag úr grallaranum, í útsetningu eftir Glúm Gylfason og Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thor- oddsen, í umritun Smára Ólason- ar. Öll lögin voru mjög vel sungin og auðheyrt að hér hafði verið æft vel. Til samstarfs í tónlistar- uppeldi barnanna hafði Jón Stef- ánsson sér til halds og trausts Signýju Sæmundsdóttur óperu- söngkonu og Helgu Björg Svans- dóttur tónmenntakennara. Með Glúmi Gylfasyni á Selfossi er að- stoðarstjórnandi Stefán Þorleifs- son tónmenntakennari. Aðalviðfangsefni tónleikanna var svo Gloria eftir Vivaldi, í skó- laútfærslu eftir Louis Piccierri. Söngur barnanna var hreint út sagt frábær og reis hæst í Quon- iam tu solus og lokakórnum, Cum Santo spiritu. Einsöngur bam- anna var gæddur þokka, þó sér- staklega sé rétt að geta láns- söngvara úr Kór Langholtskirkju, sem líklega heitir Valgerður Guð- rún Guðnadóttir. Hún söng mjög vel dúett með Friðu Björgu Leifs- dóttur og síðar einsöng í Domine Deus, þar sem Daði Kolbeinsson lék einnig mjög fallegan einleik. Þijár stúlkur, Ásdís Kristinsdóttir, Christa Aikins og Lovísa Árna- dóttir sungu einsöng í Domine Deus og altaríuna Qui sedes. Söngur kóranna markar nokk- ur tímamót og nú má búast við því, að kirkjan sjái sig eiga þar nokkru hlutverki að gegna, sem varðar söngþjálfun unga fólksins, bæði til uppeldis og þjálfunar á sviði tónlistar, til að gegna störf- um í kirkjum landsins. og þaðan sé þetta fallega stef komið. Alfred Einstein segir þessa sögu sanna vera. Fantasían var vel leikin og sama má segja um næsta verk, sem var Scaramouche Suite, eftir Milhaud. í Grobbarasvítunni, sem er í þremur þáttum, er leikið með kátínuna, dapurleikann og eins í sönnum trúðsleik, þá er ærslast í lokin. Margt var vel gert en undir lokin var flutningurinn helst til of einhliða sterkur. Þriðja verkið voru „Paganíni tilbrigðin“ eftir Lutoslawskí, glæsilegt verk, sem var ágætlega leikið og fyrir margra hluta sak- ir mest reisn yfir og auðheyrt, að þar lék allt á lukkuhjólum fyrir Tosik-Waraszawiak. Minna bragð var að lítilli svítu, fyrir „fjórhent píanó“, eftir Debussy, sem hann samdi 1889 og þá ekki búinn að ná valdi á þeim stíl, sem hann varð síðar þekktur fyrir. Sónata eftir Mozart K. 448, hefði mátt vera lokaverk tónleik- anna, því þar er á ferðinni langt verk, sem gerir miklar kröfur til leikni og léttleika. Þrátt fyrir smá slys var heildarsvipur verksins góður en síðasta verkinu, sem er Armensk svíta, hefði mátt sleppa, því þar er á ferðinni held- ur ófrumlegur samsetningur, sem gerði heldur ekki að bæta neinu við fyrir flytjendur. Það er margt gott að segja um samleik Ingibjargar og Tosik- Warszawiak, þó ekki væri ávallt jafnræði með þeim, einkum þar sem hún atti kapp við hrynskerpu Pólveijans. Hvað sem þessu líð- ur, voru þetta góðir tónleikar, vel framfærðir og að undanteknu síðasta verkinu, góð samleiks- tónlist fyrir píanó. vikum stirðnar hún upp í skraut- legri mósaik, sem ekki beint hent- ar viðfangsefninu. I nokkrum verkum tekst þó vel til, og Guðni hefur náð góðu jafn- vægi í heildina. „Hver mun lúta í lægra haldi“ (nr. 8) er góð ábending um fáránleik hinnar stöðugu baráttu sem mennirnir há innbyrðis á öskuhaugum jarð- lífsins; þar kemur að spilaborgin hrynur, allt rennur úr í sandinn (nr. 2). Það er nöturleg framtíð- arsýn, sem stundum blasir við í þessum myndum, og því eðlilegt að spurt sé „Mun okkar hlutur brenna við?“ (nr. 10). Af sýningunni er ljóst, að Guðna Harðarson skortir skólun í myndlistinni, einkum hvað varð- ar áherslur í myndbyggingu. Hug- myndir hans og sýn á umhverfis- mál eru hins vegar verðug við- fangsefni, og í ljósi þess að Guðni hefur að mestu búið erlendis um langt skeið, er íhugunarefni hversu litlu hérlendir myndlistar- menn hafa látið sig umhverfismál skifta um langt árabil. Ýmis teikn eru þó á lofti um að það sé að breytast. Sýning Guðna Harðarsonar, „Þegar öllu er á botninn hvolft“ í Gallerí Borg við Austurvöll stendur til þriðjudagsins 22. mars. Guðni Harðarson Myndlist Eiríkur Þorláksson Umhverfismál urðu fyrst mál málanna á síðasta áratug, þó ýmsir hafí orðið til þess að benda mun fyrr á þær hættur sem steðj- uðu að öllu jarðlífí vegna þeirrar gegndarlausu sóunar sem mann- kynið hefur löngum tamið sér þar sem gögn og gæði jarðarinnar eru annars vegar. Þessi sóun hefur komið aftan að mönnum í formi stöðugt vaxandi mengunar, þverr- andi auðlinda og hreinlega útrým- ingu ýmissa tegunda úr þeirri fánu og flóru lífs, sem byggir jörð- ina. Listafólk hefur hin síðari ár tekið að fást við umhverfismál, og hér hefur þess helst gætt með þeirri auknu áherslu sem má finna í verkum íslenskra listamanna á landið sjálft, eðli þess og sér- stöðu. Færri hafa hins vegar orð- ið til að íjalla svo nokkru nemi í verkum sínum um mengun, nátt- úruvemd eða umhverfísmál í víð- ari samhengi. Nú stendur yfir í Gallerí Borg við Austurvöll myndlistarsýning, sem tengist umræðu um umhverf- ismál og hlotið hefur yfírskriftina „Þegar öllu er á botninn hvoIft“. Hér getur að líta verk eftir Guðna Harðarson, sem er sjálfmenntaður í myndlistinni, en á að baki mennt- un og starfsferil, sem kann að hafa gefíð honum sérstakt tæki- færi til að nálgast viðfangsefni tengd umhverfísmálum. _ Guðni nam líffræði við Háskóla íslands og lauk síðan doktorsnámi í jarð- vegsörverufræði, og hefur unnið um langt árabil við þróunarstörf á sviði matvælaframleiðslu í þró- unarlöndunum á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna. Þessi ferill hefur greinilega litað þá myndlist, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Myndir Guðna eru unnar með akrýl á striga, og sýna í fáum orðum hinn ofhlaðna heim nútím- ans, sem er nærri að sligast und- an sjálfum sér. Flest verkin eru byggð upp á svörtum grunni, og eru á mörkum ofhlæðis tættra ímynda, sem eru að sprengja utan ímyndirnar lagðar hver ofan á aðra, þannig að efsta lagið er aðeins unnið með ljósum línum, líkt og hraunbúar Kjarvals; hér hentar þessi aðferð vel, og eykur fjölbreytileik myndanna. Veikleiki listamannsins í þess- um málverkum liggur hins vegar í myndbyggingunni; oft nær týn- ist hún í því kraðaki ímynda sem flæðir um flötinn, og í öðrum til- Guðni Harðarson. af sér rammann; þessi „fylling" er í góðu samræmi við það sem heimurinn býður upp á, eins og allir þeir sem hafa kynnst erlend- um stórborgum eða fjölmennum þjóðum vita vel. Guðni notar fáa og sterka liti, og fjörlegt línuspil í fletinum; um sumt minnir þessi myndgerð á verk Tryggva Olafssonar frá fyrri tíð. í mörgum verkanna eru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.