Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 13 Olöf og Edda á tón- leikum í Operunni ÓLÖF Kolbrún Harðardóttir sópran og Edda Erlendsdóttir píanó- leikari koma fram á tónleikum Styrktarfélags íslensku óperunnar nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. A efnisskránni verða Liederkreis nr. 39 eftir Robert Schumann og sönglög eftir Pjotr Tsjaikovskíj og Sergei Rakhmaninoff. Tónleikarnir verða haldnir í íslensku óperunni. Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópr- an þarf vart að kynna. Á undan- fömum árum hefur hún sungið mörg helstu sópranhlutverkin í sýningum íslensku óperunnar, nú síðast hlutverk Tatjönu í óperunni Évgení Ónegín. Að auki hefur hún tekið þátt í flutningi á margvís- legri annarri tónlist, m.a. kirkju- tónlist. Edda Erlendsdóttir píanóleikari hefur verið búsett í Frakklandi um margra ára skeið. Hún hefur verið 5 fremstu röð íslenskra píanóleik- ara um langt árabil og margoft komið fram sem einleikari á ein- leikstónleikum eða með sinfóníu- hljómsveit, jafnt á íslandi sem er- lendis. Edda er frumkvöðull að sumartónleikum á Kirkjubæjar- klaustri, en þar komu þær Ölöf einmitt fyrst fram saman í flutn- ingi ljóðasöngs fyrir nokkrum árum. MENNING/LISTIR Myndlist Verk eftir Gunnar S. Magnússon Opnuð hefur verið myndlistarsýn- ing Gunnars S. Magnússonar í Sýn- ingarsalnum á Hverfísgötu 6, Reykja- vík. Á sýningunni er fjöldi verka, flest ný, en einnig eldri verk. Gunnar S. er fæddur í Skeijafirði í Reykjavík 1930. Að loknu námi í Myndlistaskólanum í Reykjavík var hann við framhaldsnám í Listaskól- anum í Ósló (Statens kunstakademi) 1949-1952. Síðar var hann við mynd- listarnám í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu og í Hollandi. Gunnar S. kenndi myndlist við Myndlistaskólann og Æfmgadeild Kennaraskóla íslands. Árið 1957 beitti Gunnar S. sér fyrir stofnun Sýningarsalarins á Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík og var einn af forstöðu- mönnum hans. Gunnar S. hélt sína fyrstu opinberu sýningu með Félagi íslenskra frístundamálara vorið 1947. Fyrstu einkasýninguna hélt hann í Ásmundarsal við Freyjugötu 1949 og aðra sama ár á Akureyri. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Verk eftir hann eru meðal annars í eigu Listasafns íslands. Sýningin var opnuð 19. mars og er opin alla daga kl. 14-19. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 27. mars. Eitt verka Gunnars S., Aero. Rætt um Jón Gunnar í nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b sýna 24 myndlistarmenn verk til heiðurs Jóni Gunnari Ámasyni (1931-1989). Af þessu tilefni verður umræðu- kvöld í kvöld þriðjudaginn 22. mars kl. 20.30, þar sem Guðbergur Bergs- son mun lesa úr óbirtum ijóðabálki um Jón Gunnar og Ólafur Gíslason listfræðingur leggja út af ritgerð sinni; Ferðin að hliði sólarinnar - leið Jóns Gunnars frá óreiðu Dionysosar að kosmískri reglu Apollós". Einnig verður rætt um Súm-hreyfinguna, sögulegt samhengi og samtímatengsl. Sýningin er opin dalega frá kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 27. mars. '94 árgerðin af Elantra er enn veglegri og öflugri en áður. Bíllinn er búinn 1,8 lítra og 126 hestafla vél sem skilar bílnum góðri snerpu hvort sem gírkassinn er beinskiptur eða sjálfskiptur. Elantra er 4,36 m á lengd og 1,7 m á breidd. liimm mn m mmm # vökva og veltistýri 4 rafdrifnar rúður samlæsing # rafdrifnir speglar i tölvustýrt útvarp og segulband # 4 hátalarar HYunoni ...til framtídar ÁRMÚLA Verð frd 1.345.000 kr. ELANTRA glæsilegur bíll á góðu verði s -U Ð U-R-t A N P S B-H A U T 2 2 GLÆSILEG AMERISK RUM ilOl DESIGNSInc.' I rúmunum eru hinar vönduðu amerísku Sfjringmair dýnur sem kírópraktorar mæla með. Þær eru byggðar upp eftir MULTILASTIC PLUS kerfinu, sem tryggir jafnan stuðning og beinan hrygg í svefni. @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.