Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
Betri ríkisrekstur
Samningsstjórnun - markmiðasetning og mat á árangri
Fjármálaráðherra boðar til ráðstefnu um breytt vinnu-
brögð innan ríkiskerfisins, sem eiga að auka skilvirkni
og bæta þjónustu. Þau eru þáttur í stefnu fiármálaráð-
herra um nýskipan í ríkisrekstri.
Breytt vinnubrögð geta m.a. falið í sér að gerður er þjónustu-
samningur á milli ráðuneytis og stofnunar þar sem tilgreint
er hvaða þjónustu stofnun „selji" ráðuneyti. Samningsstjórnun
krefst skýrra markmiða um starfsemina, möguleika til að
mæla árangur og um leið aukins sjálfstæðis stofnana.
Ráðstefnan verður miðvikudaginn 23. mars nk. í sal 3
í Háskólabíói og hefst kl. 14.00. Ráðstefnan er opin öllum.
DAGSKRÁ:
Ráðstefnustjóri: Inga Jóna ÞórÖardóttir, viöskiptafrœðingur.
14.00 Ráðstefnan sett.
Friðrik Sophusson, fjármálaráðharra.
14.15 Hvað er samingsstjórnun?
Haukur Ingibergsson, deildarstjóri í Hagsýslu ríkisins.
14.35 Samningastjórnun frá sjónarhóli fagráðuneytis.
Þorkell Helgason, ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytis.
14.45 Samningsstjórnun frá sjónarhóli ríkisstofnunar.
Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar
fiskiðnaöarins.
15.00 KAFFIHLÉ
15.20 Tengsl gæðastjórnunar og samningsstjórnunar.
Haukur Alfreðsson, rekstrarverkfrœðingur.
15.35 Setning markmiða í ríkisrekstri og mat á árangri.
Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjórisamgönguráðuneytis.
15.45 Almennar umræður.
16.15 Viðbrögð úr ólíkum áttum.
Svanbjörg Thoroddsen, hagfræðingur hjá rekstrarráðgjöf
VSÓ og Hjálmar Árnason, skólameistari Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
16.30 Ráðstefnuslit
Fjármálaráðuneytið, í samráði við Aðgerðarannsókna-
félagið, Gæðastjórnunarfélagið, Hagræðingarfélagið
og Stjórnunarfélag íslands.
¦ FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ -
Málþing um
samkeppnisútboð
og val ráðgjafa
Fjármálaráðuneytið og Framkvæmdasýslan, í samstarfi
við Félag ráðgjafarverkfræðinga og Arkitektafélag
íslands, gangast fyrir málþingi um Samkeppnisútboð og
val ráðgjafa í Borgartúni 6, föstudaginn 25. mars 1994
kl. 14.00-16.30.
Dagskrá þingsins verður sem hér segir:
1. Friðrik Sophusson, fjarmálaráðherra setur málþingið.
2. Útboðsstefna ríkisins og kaup á þjónustu. Þórhallur
Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu.
3. Ríkið byggir - sjónarmið arkitekta. Ormar Þór
Guðmundsson, formaður Arkitektafélags íslands.
4. Stefna FRV í útboðsmálum. Runólfur Maack, formaður
Félags ráðgjafarverkfradðinga.
5. Kostir samkeppnisútboða við val ráðgjafa. Steindór
Cuðmundsson forstöðumaður Framkvæmdasýslu
ríkisins.
6. Samantekt. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu, Arni Björn Jónasson, verkfræðingur
og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt.
Ráðstefnustjóri verður /óhann Már Maríusson,
aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
All/ir sem áhuga hafa á þessum málum eru velkomnir.
þátttöku skal tilkynna til Framkvæmdasýslunnar í síma
(91) 62 36 66 fyrir 24. mars n.k.
Staðreyndir um
sæstreng -1
eftir Jón
Bergmundsson
Á hátíðarstundu er gjarnan talað
um að auðlindir landsins séu fólgn-
ar í íbúum þess, fiskinum í sjónum
og orkunni í fallvötnum og iðrum
landsins. Þessar auðlindir skila þó
ekki neinu nema þær séu nýttar
og nú er svo komið að dregið hefur
úr fiskveiðum vegna ofveiði síðustu
ára. Öðru máli gegnir um orkulind-
irnar, en aðeins hafa verið nýtt um
10% af þeim orkulindum sem hag-
kvæmar eru til raforkuframleiðslu.
Raforkunotkun á íslandi er með því
mesta sem þekkist í heiminum á
íbúa og fyrirsjáanleg aukning lítil
án þess að til komi nýr stórnotandi
orku. Til að gefa hugmynd um þær
stærðir sem um er að ræða má
nefna a.ð með núverandi vaxtar-
hraða raforkunotkunar tæki það 80
ár að nýta næstu 10% orkulindanna
án nýrrar stórnotkunar. Af þessu
má sjá að íslendingar hafa töluvert
svigrúm til uppbyggihgar nýrrar
stóriðju og útflutnings raforku án
þess að það komi niður á möguleik-
um landsmanna á raforku til al-
mennra þarfa.
Að undanförnu hafa birst ýmsar
blaðagreinar um raforkuútflutning
um sæstreng ásamt umfjöllun í ljós-
vakamiðlum. Sumt af því sem fram
hefur komið er ekki í^samræmi við
þá þekkingu sem fyrir hendi er í
dag og því mun ég reyna að upp-
lýsa nokkuð um þær tæknilegu for-
sendur sem eru fyrir slíkum útflutn-
ingi. Ég mun skipta greininni í þrjá
hluta, í fyrsta hlutanum sem hér
fer á eftir er fjallað um þróun und-
anfarinna áratuga og það sem er
að gerast í dag. I öðrum hluta verð-
ur fjallað um sæstrenginn sjálfan
og endabúnað hans. í þriðja hlutan-
um verður fjallað um truflanir á
rekstri sæstrengs og prkutöp vegna
útflutnings raforku. í greinum sem
þessum er einungis hægt að drepa
á fáein atriði, en það er von mín
að þessi skrif verði til að varpa ljósi
á stöðu málsins í dag.
Það sem gerir sæstreng frá ís-
landi frábrugðinn öðrum sæ-
strengslögnum milli landa er' eink-
um þrennt, vegalengdin, hámarks-
dýpi á leiðinni og sú staðreynd að
um er að ræða opið úthaf. Til norð-
urhluta Bretlandseyja eru um 950-
1.100 km eftir lendingarstað, en
um 1.800 km til meginlandsins,
Þýskalands eða Hollands. Há-
marksdýpi er um 1.000 m á kafla
milli Færeyja og Bretlands, en ann-
ars 6-700 m milli íslands og Bret-
landseyja. Dýpi í Norðursjónum er
um eða innan við 100 m.
Sæstrengur milli íslands og Bret-
lands eða meginlands Evrópu yrði
jafnstraumsstrengur þar sem ekki
er hægt að flytja háspennta raforka
meira en nokkra tugi km með rið-
straumsstrengjum, en riðstraumur
er alla jafna notaður í raforkukerf-
um nútímans. Því þarf að breyta
riðstraum í jafnstraum í sendienda,
í þessu tilviki á íslandi, og síðan
jafnstraumnum í riðstraum í mót-
tökuenda og er það gert í svokölluð-
um umriðilsstöðvum.
Eina gerð strengja sem kemur
til greina yfir svo langa vegalengd
er með olíugegndreyptri pappírsein-
angrun og mun því umfjöllun tak-
markast við slíka strengi.
Þróun sæstrengslagna
Frá því fyrsti jafnstraums sæ-
strengurinn var tekinn í rekstur
milli meginlands Svíþjóðar og Got-
lands árið 1954 hefur flutningsgeta
slíkra strengja farið sífellt vaxandi.
Flutningsgetuna má auka með
tvennum hætti, annars vegar með
því að hækka rekstrarspennuna og
Jón Bergmundsson
„Sumt af því sem fram
hefur komið er ekki í
samræmi við þá þekk-
ingu sem fyrir hendi er
í dag og því mun ég
reyna að upplýsa nokk-
uð um þær tæknilegu
forsendur sem eru fyrir
slíkum útflutningi."
hins vegar með því að auka þver-
mál leiðarans í strengnum og þar
með leyfilegan rekstrarstraum.
Báðir þessir þættir hafa stuðlað að
vaxandi flutningsgetu strengja sem
fr'am kemur í töflu 1.
Sæstrengslagnir næsta
áratuginn
Á allra næstu mánuðurn er búist
við útboði á streng milli ítalíu og
Grikklands, en með honum tengist
raforkukerfi Grikklands öðrum
löndum Evrópubandalagsins. Und-
irbúningur og rannsóknir vegna
strengsins hafa staðið undanfarin
ár. Hámarksdýpi milli Ítalíu og
Grikklands er um 1.000 m og því
mjög áhugavert fyrir íslendinga að
fylgjast með hvernig til tekst.
Af öðrum strengjum sem eru í
undirbúningi máe nefna streng frá
Danmörku til austurhluta Þýska-
lands og hugmyndir Norðmanna um
raforkuútflutnings til Þýskalands
og Englands. Norðmenn gerðu á
síðasta ári tvo samninga við Þjóð-
verja um raforkuútflutning. Annar
samningurinn var milli nokkurra
rafveitna í Noregi og Preussen
Elektra í Þýskalandi og verður raf-
orka flutt fyrstu árin eftir Skager-
rak strengjunum til Danmerkur og
þaðan eftir danska raforkukerfinu
til Þýskalands. Um aldamótin er
síðan ráðgert að leggja streng milli
Noregs og Þýskalands. Hinn samn-
ingurinn var gerður milli annars
rafveituhóps í Noregi og rafveitunn-
ar í Hamborg um lagningu strengs
innan fárra ára frá Noregi til Ham-
borgar, en norsk yfirvöld sam-
þykktu ekki samninginn þar sem
þau töldu orkuverðið ekki nógu
hátt til lengri tíma litið. Norðmenn
hafa einnig verið að kanna mögu-
leika á orkuflutningi til Englands
og Hollands. Strengir frá Noregi
yrðu um 550 km til Þýskalands eða
Hollands, en um 700 km til Eng-
lands.
Við undirbúning að gerð orku-
flutningsmannvirkja þarf að huga
að mörgum þáttum sem áhrif hafa
á hönnun. Taka þarf tillit til þess
orkukerfis sem fyrir er og mark-
T«fl« 1 Yfirlityfir jafnstraums sacslrengi. Strengir með gegndrcyptri napplrseinanKrun
Heiti Tenging Rekstrar-apenna Flutnings-getsl hverjum streng I-joldi srrengja og lengd Mesta dýpi Ar ' |
kV MW fj xkm m
Qotland I Svlþjóö-Gotland IS0 30 1 X 100 160 1954
Ermasund 1 Frakkland-England 100 80 - 2x51 60 1961
Konti Skanl Svfþjóð-Danmork 285 250 1 X87 80 1965
Sacoi SardUua-Korslka-ltalla 21» 200 2x119 500 1967
Vancouver I Út 1 Vancouver eyju 260 312 2x31 200 1968
Skagcrrak Iftll Noregur-Danmork 250 250 2x125 530 1976
Gotland II Svlþjóð-Golland 130 160 1 x 100 160 1983
Ermasund II Frakkland-England 270 250 8x50 55 1986
Golland III Svíþjóð-Golland 150 160 1 X 100 160 1987
Kotlti Skan II Svlþjðð-Danmðrk 285 300 1x64 80 1988
Fcnno Skan Svfþjoð-Finnland 400 500 1 X200 117 1989
CookStrait Nýja Sjalend, milli S-ogN-eyju 350 500 2x40 260 1991
Konti Skan III Svlþjóo-Danmörk 285 300 1x64 80 1991
Skagerrak III Noregur-Danmörk 350 500 1 Xl27 550 1993
Baltic Svlþjóð-Þyskaland 450 600 1 X250 112 1994
Sá strengur sem síðast kom í
rekstur er þriðji strengurinn milli
Noregs og Danmerkur, Skagerrak
III, en hann kom í rekstur í nóvem-
ber á síðasta ári. Um er að ræða
350 kV streng með 500 MW flutn-
ingsgetu, en ákvörðun á rekstrar-
spennu réðist af fyrirliggjandi jafn-
straums loftiínum í Danmörku.frá
landtaki strengsins norðvestan Ála-
borgar að endastöð nálægt Viborg
á Jótlandi.
Framleiðsla sæstrengs milli suð-
urodda Svíþjóðar og Löbeck í
Þýskalandi (Baltic strengur) er í
fullum gangi og mun hann verða
lagður nú í sumar. Þessi strengur
er fyrir 450 kV rekstrarspennu og
600 MW flutning og verður lengsti
sæstrengur til þessa, 250 km.
miða með framkvæmdinni. Lagning
sæstrengja er engin undantekning,
flutningsgeta og rekstrarspenna
þeirra takmarkast stundum af því
kerfi sem fyrir er, en í öðrum tilvik-
um er stefnt á eins mikla flutnings-
getu og talið er unnt að ná með
hagkvæmum hætti. í töflu 1 má
sjá áhrif beggja atriða, spennuval
á Cook Strait, Konti Skan III og
Skagerrak III strengjunum réðist
af því kerfi sem fyrir var, en við
Fenno Skan og Baltic strengina var
stefnt að því að hámarka flutnings-
getuna.
Höfundur er
rafmagnsverkfræðingur, sem
unnið hefur að athugunum á
útflutnipgi raforku um sæstreng.