Morgunblaðið - 22.03.1994, Side 24

Morgunblaðið - 22.03.1994, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 Samningafundir Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál Ottast ný þorskastríð og lögleysu á úthöfunum Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGIR eru nú uggandi um það innan veggja Sameinuðu þjóð- anna að ríkisstjórnir muni grípa til hervalds til að verja fiskimið sín ágangi erlendra sjómanna. Sagði dagblaðið The New York Times á sunnudag að menn „óttuðust. . . afturhvarf til þorska- stríða áttunda áratugarins þegar uppi voru 16 meiriháttar fiskveiði- deilur, þar á meðal árekstrar milli breskra togara og íslenskra varð- skipa.“ • • 7. Reuter Hammgjusom BIENVENIDA Sokolow, sem áður var lafði Buck, kyssir núverandi eiginmann sinn, listaverkasalann Nicholas Sokolow, í gær. Vísar ásökunum um njósnir á bug London. Daily Telegraph, Reuter. LAFÐI Bienvenida Buck, sem nú mun reyndar heita Bienvenida Sokolow, neitaði um helgina að hafa njósnað fyrir íraka en hún stóð í leynilegu ástarsambandi við Sir Peter Harding, forseta breska herráðsins. Sagði hann af sér er það komst upp um fyrri helgi. í síðustu viku var hafist handa að nýju við gerð alþjóðlegs sátt- mála til bjargar fiskistofnum sem teljast í hættu staddir. Takist ekki samningar er óttast að stjórnlaus sókn í stofnana muni ríða þeim að fullu og þær þjóðir sem aftra vilja slíku til vemdar sjávarútvegi sín- um muni „taka lögin í sínar hend- ur“ , svo aftur sé vitnað í The New York Times. í grein blaðsins er haft eftir Fréttaskýrendur segja, að úrslit- in hafí endurspeglað aðstæður í Slésvík-Holstein og séu því ekki ávísun á þingkosningamar í október en þeir em þó sammála um, að græningjar séu að sækja í sig veðr- ið á ný. Jafnaðarmenn og kristileg- ir demókratar töpuðu fylgi, fengu 39,5% og 37,5%, en græningjar fóm upp í 10,3%. Frjálsir demó- Satya Nandan, stjórnarerindreka frá Fijdi-eyjum og stjómanda samningaviðræðnanna, að um væri að ræða „fjölda sennilegra átaka- svæða.“ Hafréttarsáttmáli SÞ, sem undirritaður var í desember árið 1982, batt í raun enda á þær físk- veiðideilur sen sett höfðu svip sinn á áratuginn þar á undan. í greininni er rakið að ýmsar þjóðir hafí þanið út lögsögu sína kratar hröpuðu hins vegar í 4,4%. Kristilegir demókratar hafa bmgðist við úrslitunum með því að vara við alvarlegum afleiðingum af efnahagsstefnu græningja. Kristi- legir leggja áherslu á, að þeir vilji halda áfram samstarfínu við fijálsa demókrata og vona að það verði til að styrkja samstarfsflokkinn. síðan, þar á meðal Argentína og Chile. Aðrir, þar á meðal Kanada- menn og Rússar, hafí lýst yfír því að þeir myndu gera hvað sem er til að binda enda á það sem þeir telji ólöglegar veiðar. Rússar hafi hrakið brott erlenda togara úr Okhotskahafí í janúar og kveðið upp tímabundið bann við ufsaveiðum. Pólveijar, Suður- Kóreumenn, Japanar og Kínveijar hafi vefengt réttmæti bannsins. Brian Tobin, sjávarútvegsmála- ráðherra Kanada, sagði í ræðu að helstu fískimiðin undan austur- strönd Kanada myndu breytast í „eyðimörk“ án harkalegra að- gerða. Tobin hefur látið kanadíska varnarmálaráðuneytið búa til áætl- un um að láta sjóherinn grípa í taumana og yrðu evrópsk skip, sem veiddu undir flaggi Panama, Honduras og Belize fyrir barðinu á kanadískum herskipum, að sögn bandaríska dagblaðsins. Einnig er nefnt að „mikil spenna ríkir í Barentshafí þar sem Norð- menn hafa sakað Islendinga um að seilast inn á sín þorskveiðimið“. „Ef þjóðir fara að taka sér ein- hliða lögsögu á alþjóðlegum haf- svæðum mun opnast [stór] brestur í Hafréttarsáttmálann," sagði Nandan, stjórnandi viðræðnanna, sem vonast er til að leiði af sér nýjan sáttmála, reistan á þeim fýrri, til gildistöku í nóvember. „Um leið og sá sáttmáli brestur tekur frumskógarlögmálið við á ný. Þetta snýst um miklu meira en sjávarútvegsmál." Breska stjómin lætur nú kanna hvort samband Sir Peters og lafði Bienvenidu hafí skaðað breska ör- yggishagsmuni. Á sama tíma og samband þeirra átti sér stað hafði hún sem starfa að vera fylgdarkona arabískra kaupsýslumanna á ferð í London og er sögð hafa m.a. átt vingott við bróðurson Saddams Husseins íraksforseta. í viðtali við blaðið News of the World á sunnudag neitaði lafði Bi- envenida að. hún hefði stundað njósnir. „Ég væri slakur njósnari sakir lausmælgi og óvarkárni,“ sagði hún. Breskir embættismenn telja litlar sem engar líkur á því að Sir Peter hafí sagt henni af leyndarmálum. Lagði Bienvenida lýsir ástarsam- bandi þeirra Sir Peters í viðtalinu sl. sunnudag. Af lýsingum af dæma hefur það verið hömlulaust og seg- ist lafðin hafa orðið þunguð eftir Sir Peter en gengist undir fóstur- eyðingu sem hún hafí aldrei sagt honum frá. Þingkosningarnar í Slésvík-Holstein Græningjar í sókn Bonn. Reuter. FLOKKUR græningja eða umhverfisverndarmanna var óumdeildur sigurvegari kosninganna í Slésvík-Holstein í Þýskalandi um helgina en stóru flokkarnir, jafnaðarmenn og kristilegir demókratar, töpuðu nokkru fylgi. Flokkur frjálsra demókrata beið sinn þriðja ósigur í röð og fylgi við hægriöfgamenn reyndist lítið sem ekkert. Itarleg úttekt í The Economistá stöðu fiskveiða í heiminum Harmleikurinn á heimshöfunum Verið er að eyðileggja fiskstofnana með ríkisstyrktri rányrkju. Lausnin felst meðal annars 1 því að krefjast gjalds fyrir aðganginn að sameiginlegri auðlind OFVEIÐI og rányrkja eru að eyðileggja fiskimiðin um allan heim. Af þeim 200 svæðum, sem FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, fylgist með, eru næstum öll fullnýtt og þriðjungurinn er alvarlega rányrktur. Eru þau síðastnefndu næst- um öll í þróuðu ríkjunum, sem ættu þó að hafa þekkingu og fjár- hagslegt bolmagn til að halda uppi virkri fiskveiðistjórn. Ofveið- inni fylgir svo aftur gífurleg sóun þar sem verið er að eltast við allt of fáa og smáa fiska á allt of mörgum og stórum skipum. Um þetta er fjallað í nýjasta hefti vikuritsins The Economist en þar segir, að vandann megi að miklu leyti rekja til niður- greiðslna og styrkja í sjávarútvegi, ríkisstjórnir hafi beinlínis borgað sjómönnuih fyrir að eyðileggja auðlindina. Lausnin felist hins vegar í því meðal annars að snúa dæminu við, að láta þá sem sækja í þennan sameiginlega sjóð greiða fyrir aðganginn. Mikill vöxtur hljóp í fískveiðar eftir síðara stríð enda kom þá til ný tækni, sem gerði kleift að stór- auka aflann á heimamiðum og sækja hann einnig á fjarlæg mið. Á 20 árum þrefaldaðist heimsafl- inn og fór í 60 miiljónir tonna en á áttunda og níunda áratugnum fór að draga úr aukningunni. 1989 komst sjávaraflinn í 86 milljónir tonna og síðan hefur verið að draga úr honum. Það er þó ekki þannig, að aflaaukningin hafí stöðvast við hámarksafrakstursgetu stofnanna; sérfræðingar FAO telja, að henni hafi verið náð áratugum fyrr. Þótt aflinn hafi aukist, hef ur fiskurinn stöðugt farið smækk- andi og þegar einn stofninn hryn- ur, er bara leitað í annan, sem ekki var litið við áður. Sjómenn eru nú að koma með úr Norður- sjónum lýsing, sem þeir hefðu fuss- að yfir fyrir 20 árum og þrátt fyr- ir alla sóknina og alla tæknina, er aflamagnið það sama og var á áttunda áratugnum. Ofvöxtur í fiskiðnaði Þetta ástand á eftir að versna mikið. Fiskiðnaðurinn hefur vaxið helmingi hraðar en heimsaflinn og svarið við því hefur verið að sækja í stofna, sem enn hafa ekki verið eyðilagðir, í þriðja heiminum. Það hefur þegar haft og mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar vegna þess, að fátæka fólkið í heiminum, tveir þriðju mannkynsins, fá 40% eggjahvítuefna úr físki. Ofveiðin hefnir sín alltaf því að hún leiðir til þess, að aflinn minnk- ar, fiskurinn smækkar og tilkostn- aðurinn við veiðarnar verður miklu meiri en aflaverðmætið. Ef skyn- samlega væri að veiðunum staðið, væri hins vegar hægt að taka sama verðmæta aflann ár eftir ár. Of- veiðin hefur líka aðrar afleiðingar, sem ekki blasa alltaf við augum. Þegar miklar breytingar verða á Alaskaufsanum ausið upp TVEGGJA poka troll tekið inn á bandaríska verksmiðjuskipinu Ocean Rover. Það er fullt af Alaskaufsa en fyrir aðeins nokkrum árum var hann gjöful- asta fisktegund í heimi. Nú hefur ofveiði og minni kvótar valdið gjaldþroti margra útgerða. stærð fiskstofnanna, riðlast um leið annað jafnvægi í vistkerfi sjáv- arins. Gróskan, sem áður var, hverfur. Fiskiskipaflotar ríku þjóðanna hafa gengið svo nærri fiskstofnun- um, að þótt íslendingar og Evrópu- sambandið, ESB, skæru flotann niður um 40% og Norðmenn um tvo þriðju, gæti aflinn samt verið jafn mikill og nú. Ofveiðin hefur í för með sér gíf- urlega sóun. í Bandaríkjunum hef- ur verið reiknað út, að fengju stofnarnir tækifæri til að jafna sig, myndi aflaverðmætið aukast um helming og í ESB er áætlað, að það gæti aukist um allt að 180 milljörðum ísl. kr. 40 mínútna vertíð! Þorskafli við norðvesturströnd Ameríku komst í 800.000 tonn 1968 en 1992, þegar ekki var talið óhætt að veiða meira en 50.000 tonn, lokaði Kanadastjóm á veið- arnar. Hrygningarstofn þorsks í Norðursjó var aðeins 66.000 tonn 1990, þriðjungur af því sem talið var óhætt, og lúðuveiðin við Al- aska, sem áður stóð í fjóra mán- uði, stendur nú í tvo sólarhringa. Síldveiði til hrognatöku við Alaska er nú opin í 40 mínútur á ári. Sjómenn, sem kalla má síð- ustu fulltrúa safnara- og veiði- mannaþjóðfélaga fyrri alda, taka það, sem þeir geta tekið, en samt er ekki rétt að áfellast þá. Þeir, sem bera sökina, eru þeir, sem hafa lögsögu yfír fiskiskipaflotan- um og hafa tekið að sér að gæta fiskstofnanna: Ríkisstjórnirnar. Aðeins 10% af heimsaflanum eru tekin á alþjóðlegu hafsvæði, hin 90% innan 200 mílna fískveiðilög- sögu einstakra ríkja. Ofveiðin þýð- ir einfaldiega, að ríkisstjórnirnar eru að eyðileggja auðlindir þegna sinna. Margar ríkisstjórnir leggja mik- ið á sig við eyðileggingarstarfið. Japanir, Norðmenn og Sovétríkin fyrrverandi hafa dælt peningum í fiskiðnaðinn og ESB jók framlög til sjávarútvegsins úr 5,8 milljörð- um ísl. kr. 1983 í 42 milljarða 1990. Þegar franskir sjómenn, sem eru að eltast við smáfiskinn með gífurlegum tilkostnaði, gripu til mótmæla var það strax ráðið að auka niðurgreiðslurnar og vanda Spánveija vill ESB leysa með því að krefjast veiðiheimilda fyrir þá við Noreg. í stað þess að vemda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.