Morgunblaðið - 22.03.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.03.1994, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 Ótrúlegar breyting- ar og framþróun á skömmum tíma - segir fyrrum heimsmeistari í dansi, Trine Dehli Morgublaðið/Golli Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir, margfaldir Islands- meistarar í dansi. ___________Pans________________ Jóhann Gunnar Arnarsson Laugardaginn 19. mars var haldin í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ íslandsmeistarakeppni í 10 dönsum, með ftjálsri aðferð. Keppnin var haldin af Dansráði íslands, að venju, og fór hún mjög vel fram. Keppendur, sem voru uppundir 100, dönsuðu þar af mikilli list og leikni eins og vera ber á slíkum degi. Fjölmenni var samankomið í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ síðastliðinn laugardag, en þar stóð Dansráð Islands fyrir 10 dansa keppni, með frjálsri aðferð. I 10 dansa keppni sem þessari er keppt annars vegar í standard-dönsum og hinsvegar í suður-amerískum döns- um. Stigahæstu pörin úr báðum greinunum samanlögðum eru pörin sem hljóta verðlaun. Alls var keppt í fimm flokkum; 12-13 ára, 14-15 ára, 16-18 ára, 19 ára og eldri og loks í flokki at- vinnumanna. Flokkamir voru mis- íjölmennir en alls voru keppendur í fijálsu keppninni upp undir 100. Áð venju hófst keppnin á inn- marsi og þá setti forseti Dansráðs Islands, Heiðar Ástvaldsson, keppn- ina. Að setningarathöfn lokinni var sýnt dansatriði frá World Class og kom það skemmtilega á óvart. Sjálf keppnin hófst á því að keppt var í flokki 14-15 ára. Þetta var fjölmennasti hópurinn og því við hæfi að þau hæfu keppnina. Dans- inn hjá þeim var sérlega fallegur og skemmtilegur á að horfa. Mér fannst þó tónlistin í þessum flokki ekki nógu kraftmikil, sérstaklega í jive-inu sem a.m.k. virkaði allt of hægt, en ekki er neitt við keppend- ur að sakast í þeim efnum. Næstur á dagskránni var flokkur 12-13 ára. Að mínu mati var þar á ferðinni jafnasti hópurinn og var keppnin þar því hörðust. Þama vora líka á ferðinni ein efnilegustu dans- pör sem við íslendingar eigum. Að öðram flokkum ólöstuðum var þessi skemmtilegastur á að horfa og e.t.v. sá flokkur sem sýnt hefur hvað mesta framför á undanfömum misserum. Og enn hélt keppnin áfram og þá var komið að flokki 16-18 ára. Þar kenndi margra skemmtilegra grasa, innlendra og aðfluttra! Þama vora á ferðinni þrautreyndir dansar- ar sem hafa verið í fremstu röð í gegnum árin, þó svo að þau séu ekki mörg. Mér þótti sérstaklega gaman að sjá hve vel „systkina- danspör“ ganga vel upp, en þau era nú sífellt algengari bæði á inn- lendri og erlendri grandu. Það sem e.t.v. er skemmtilegast í þessum flokki er að þau vora tvö! Einnig var þama erlendur dansari, sem er nýlunda í íslenskri keppni, og setti hann og daman hans svo sannar- lega góðan og mikinn svip á keppn- ina. í flokki para 19 ára og eldri kepptu einungis 3 pör. Þrátt fyrir hve pörin vora fá var beðið eftir þessum flokki með eftirvæntingu, því þama voru á ferðinni einir af okkar bestu dönsuram til margra ára, með nýja dansfélaga. í vetur hefur borið nokkuð á því að dansar- ar era að skipta um félaga og aðr- ir að byija aftur eftir nokkra hvfld, það er e.t.v. mest áberandi í þessum flokki og virðast þær breytingar hafa verið til góðs í flestum tilvik- um. Hér var heldur ekkert gefið eftir og dansað af fullum krafti. Stoit íslenskra dansara, atvinnu- mennimir, vora síðastir í röðinni að venju. Þar vora einnig 3 pör; Haukur Ragnarsson og Esther Inga Níelsdóttir, Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Amgrímsdóttir og Ragnar Sverrisson og Unnur Berglind Guð- mundsdóttir. Þau sýndu öll frábær- an dans og öraggan. Það sem e.t.v er skemmtilegast með atvinnupörin er hvað þau era öll ólík en góð á ^ÓNÍUHLJOMS VEITflv tlflSKÓLflblÓI LflUQfiepfKímn 26. nm Kl. 14.30 simi Níu ára sonur trúðsins tekur þátt í tónleikunum tvfiðasala á skrifstofu hljómsvffltaririnar í Háskólabíói alla virka daga kl. 9 - 17 o^Við innganginn við upphaf tónleikanna. SiriFÓMÍl HLJ0MSVEITIM Systkinin Ami Þ. Eyþórsson og Erla S. Eyþórsdóttir fóru á kostum og stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki 16-18 ára. sinn máta. Oft er, þar sem um lítið samfélag er að ræða, að allir steyp- ast í sama mót, en svo er ekki í þessu tilviki, sem betur fer. Eftir fyrrihluta keppninnar var höfð eins dans keppni, með grann- aðferð (basic). Þar voru á ferðinni mun fleiri flokkar en í frjálsu keppn- inni, bæði yngri og eldri, og er það vel. Eins dans keppnin gekk hratt fyrir sig og „rann“ ljúft í alla staði. Það er alltaf gaman að sjá yngstu keppenduma spreyta sig og var það einnig nú sem áður. Þar fírmst mér dansinn einna einlægastur og kepp- endur einna einbeittastir. En í heild var eins dans keppnin skemmtilegt innlegg í skemmtilegan dag. Skipulag keppninnar síðastliðinn laugardag var með nokkru öðra sniði en venjulega hefur verið í 10 dansa keppni hér á landi. Nú var verið að prafukeyra nýtt tölvukerfi við útreikninga stiga, sem Níels Einarsson danskennari hefur hann- að. Það byggist á því, að í raun er bara keppt í einum dansi, þannig að þó par komist einungis áfram í einum dansi, fær það að sýna hann aftur. Og par sem kemst áfram í 4 dönsum af 5 sýnir þá bara þá dansa sem það komst áfram í. Þetta kerfi er gert að erlendri fyrirmynd, en hefur upp á margt nýtt og sniðugt að bjóða. Að sögn Níelsar hyggst hann reyna að flytja kerfíð út, því í því sé margt sem önnur sambæri- Ieg erlend kerfí hafí ekki og á hann von á góðum viðtökum. Dómaramir í keppninni vora ekki af verri endanum. Þeir voru: Trine Dehli frá Noregi, en hún er þrefald- ur heimsmeistari í 10 dönsum og einnig hefur hún unnið heimsmeist- aratitil í suður-amerískum dönsum, sem áhugamaður. í stuttu samtali eftir keppnina sagðist hún hafa verið spennt að koma aftur til ís- lands, því hún hafi komið hingað árið 1985 í keppni sem þá var hald- in hér á landi. Hún viðurkennir að þá hafi sér nú ekki litist á blikuna með íslenskan dans, en framfarim- ar síðan þá séu geysimiklar og undraverðar. Sérstaklega fínnst henni yngstu bömin efnileg og mörg hver mjög svo frgmbærileg á erlendri grundu! Einn dómaranna kom svo frá frændum okkar Dön- um, en það var Ib Lindholm. Hann er hátt skrifaður sem danskennari í Danmörku og rekur þar eigin skóla. Hann hefur sér það til frægð- ar unnið að komast í 5. sæti á heimsmeistaramóti í suður-amer- ískum dönsum og einnig var hann 5 sinnum í danska landsliðinu í dansi, sem er meðal þeirra sterk- ustu á alþjóðlegan mælikvarða. Og síðastan og alls ekki sístan ber að nefna Freddie Boultwood frá Eng- landi. Til fjölda ára hefur hann ver- ið mjög áberandi í breskum dans- heimi og þar af leiðandi „restinni" af heiminum. Hann keppti við góð- an orðstír sem dansari og er nú formaður British Council of Ballro- om Dancing (Dansráðs Bretlands). Að sögn keppnisstjóra, Þorbjarg- ar Þórisdóttur, fór keppnin vel fram í alla staði. Og þó svo að dálítil töf hefði orðið á dagskránni virtist hún ekki hafa komið að sök, þó svo það væri alltaf leiðinlegt þegar það gerðist. Kynnar voru Anna Norðdahl og Margrét Arnþórsdóttir og stóðu þær sig vel, svo og allir starfsmenn keppninnar, sem voru fjöimargir. I heild vár þessi keppni hin skemmtilegasta á að horfa og Dans- ráðinu og íslenskum dönsurum til mikils sóma í alla staði. Áhorfend- ur, sem voru ríflega 1.200, virtust skemmta sér hið besta og hvöttu sitt fólk dyggilega með ýmsu móti. Að danskeppninni lokinni hélt svo hver til síns heima og flestir heldur en ekki glaðir í bragði, eftir vel heppnaðan og skemmtilegan dag. Urslit í 10 dansa keppninni 12-13 ára: 1. Sigursteinn Stefánsson/Elísabet S. Haraldsd. DJK 2. Brynjar Ö. Þorleifsson/Sesselja Sigurðardóttir ND 3. Benedikt Einarsson/Berglind Ingvarsdóttir ND 4. Trausti Eysteinsson/Margrét H. Jónasdóttir DSM 5. Baldur Gunnbjömsson/Ásta S. Snorradóttir DHR 6. Hjörtur Hjartarson/Laufey L Sigurðardóttir ND 14-15 ára: 1. Davíð A. Einarsson/Eygló K. Benediktsdóttir DJK 2. Ólafur M. Sigurðsson/Hiida B. Stcfánsdóttir ND 3. Þorvaldur S. Gunnarss./Berglind Magnúsd. DAH 4. SigurðurG. Sigmarsson/EyrúnMagnúsdóttir DJK 5. Ágúst M. Ágústsson/Sigríður L. Tómasdóttir ND 6. Daníel Traustason/Hrefna R. Jóhannsdóttir DHR 16-18 ára: 1. ÁmiÞ.Eyþórsson/ErlaS.Eyþórsdóttir DJK 2. Scott B. Todd/Jóhanna E. Jónsdóttir DSH 3. Ólafur J. Hansson/Kolbrún Ýr Jónsdóttir DHÁ 4. HalldórÖ. Óskarss./Dagbjört R. Bjamadóttir DJK 5. Einar G. Ingvarsson/Lóa Ingvarsdóttir ND 6. Eggert T. Guðmundss./Guðfinna Bjömsdóttir DJK 19 ára og eldri: 1. Gunnar M. Sverrisson/Anna B. Jónsdóttir DAH 2. Þröstur Jóhannsson/Fjóla R. Þorleifsdóttir ND 3. Magnús Ingimundars./Vala Hermannsdðttir DHÁ Atvinnumenn: 1. Jón Pétur Úlfljótsson/Kara Amgrimsdóttir 2. Haukur Ragnarsson/Esther Inga Níelsdóttir 3. Rapar Sverrisson/Unnur Berglind Guðmundsd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.