Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
Tillögnr að úrbótum fyrir hjólreiðameim lagðar fram í borgarráði
Stofnbrautir, vegvísa-
kerfi og umferðarljós
STOFNBRAUTAKERFI fyrir hjólreiðar, samræmt vegvísakerfi og
umferðarljós fyrir hjóireiðafólk eru meðal hugmynda nefndar, sem
skipuð var 4. janúar síðastliðinn, til að gera tillögur til úrbóta fyrir
hjólreiðamenn í Reykjavík. Nefndin hefur lagt tillögur sínar fyrir
borgarráð en í henni áttu sæti Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og Þór Jakobsson veðurfræð-
ingur.
Borgarráð hefur þegar samþykkt
tillögu um hjólreiðadag í maí ár
hvert á vegum Reykjavíkurborgar
og er undirbúningur hans og skipu-
lagning vel á veg komin. Tillögur
nefndarinnar í fela meðal annars í
sér þá hugmynd að búið verði til
stofnbrautakefi fyrir hjólreiðar inn-
an þriggja ára. Þannig verði tryggt
að hægt sé að komast á milli hverfa
og að stórum vinnustöðum á hjóli.
Einnig verði hafið samstarf við ná-
grannasveitarfélög um skipulagn-
ingu stofnbrautakerfis fyrir hjólreið-
ar. Lagt er til í framhaldi af þessu
að sett verði upp samræmt vegvísa-
kerfi fyrir hjólreiða- og göngustíga
og gefið út sérstakt hjólreiðakort og
leiðabók fyrir hjólreiðamenn á ís-
lensku, Norðurlandamáli og ensku.
Nefndin leggur einnig til að sett
verði upp umferðarljós fyrir hjól-
reiðafólk og að séð verði fyrir þörfum
hjólandi við skipulag og hönnun
nýrra borgarhluta og hverfa í landi
Reykjavíkurborgar.
Sérstaklega er vikið að gamla
bænum og lagt til að fundnar verði
leiðir til þess að auðvelda notkun
hjóla þar, til dæmis með því að út-
búnar verði og merktar sérstakar
reinar fyrir hjólreiðamenn þar sem
því verður við komið í götustæðinu.
Til athugunar' er að fórna bílastæð-
um, í vissum tilfellum, fyrir hjól-
reiðabrautir og hjólagrindur og þar
með ýta undir aukna notkun bíla-
geymsluhúsa. Einnig er lagt til að
stígar og gangstéttir sem fyrir hendi
eru verði lagfærðar þannig að auð-
veldara verði að hjóla á þeim. Geng-
ið verði frá brúnum gangstétta
þannig að auðveldara verði að fara
um á hjóli. Fláar í vegköntum verði
að minnsta kosti jafn breiðir og
göngu- og hjóireiðabrautir og sam-
ráð verði haft við Sjálfsbjörgu og
Blindrafélagið um hæð og frágang
gangstéttarbrúna. Loks má geta
þeirrar tillögu að gera slysakort svo-
kallað þar sem fram komi hvar hjól-
reiðamenn hafi orðið fyrir slysi og
hversu alvarleg þau hafi verið. Einn-
ig verði gerð könnun á hjólaeign
skólabama, notku þeirra á hjólum
og kortlagðar leiðir sem þau hjóla um.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 30. MARZ
YFiRLIT: Á Qraenlandshafi er 962ja millibara haegt minnkandi en kyrrstœð lægð og
önnur álfka skammt norðaustur af landinu og þokast hún norður. Austur af Ný-
fundnalandi er ört vaxandi lægð sem hreyfist austnorðaustur.
SPÁ: Vaxandi austlæg ótt, kominn stormur með rigningu við suðurströndina en
annars hægari vindur. Hlýnandi veður um land allt, fyrst um um sunnanvert land-
ið. Rigning eða slydda um sunnan- og suðaustanvert landið.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Austan- og norðaustanátt, viðast kaldi
eða stinningskaldi en allhvasst á Vestfjörðum. Purrt og vfða léttskýjað suðvestan-
og vestanlands en annars skýjað. Skúrir um austan- og norðaustanvert landið en
slydduél norðvestanlands. Hiti 0 til 5 stig.
HORFUR Á LAUGARDAG: Vestan kaldi og skúrir um sunnanvert landiö en aust-
an- og norðaustankaldi og skúrir eða slydduél um noröanvert landið. Hiti 0 til 5 stig.
o & é ■A m Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heii fjóður er 2 vindstíg..
r r r * r * * * * • JL. * 10° Hitastig
r r r r r * * r r * r * * * * * V V V V Súld \
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka '
FÆRÐA VEGUM:
(Kf. I7.30ígær)
Það er góö færð á öllum helstu þjóðvegum landsins, ef frá er talin hálka viða é
helðum í öllum landshlutum.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og í grænni
Ifnu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
híti veður
Akureyri 3 skýjað
Reykjavfk 1 snjóél á síð. klst.
Bergen 6 skýjað
Helsinki 2 8kýjað
Kaupmannahöfn 11 skýjað
Narssarssuaq +11 hálfskýjað
Nuuk +14 heíðskírt
Oslé 6 skýjað
Stokkhólmur 2 rigning
Þórshöfn 2 haglél
Algarve 19 skýjað
Amsterdam 13 léttskýjað
Barceiona 19 léttskýjað
Berlín 13 skúrásíð.klst.
Chicago +1 skýjað
Feneyjar 15 léttskýjað
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 8 skýjað
Hamborg 12 skúr
London 14 Eéttskýjað
LosAngeles 13 þokumóða
Lúxemborg 12 skúr
Madríd 20 heiðskírt
Malaga 18 skýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Montreal +1 skýjað
New York 4 rigning
Orlando 15 rign. á sið. kist.
Parfs 16 skýjað
Madeira 17 skýjað
Róm 17 heiðskírt
Vín 11 alskýjað
Washlngton 7 rignlng
Wlnnipeg +11 léttskýjað
/
/ /
/ /
/ /
/ / /
IDAG kl. 12.00
/ / Heimild: Veðurstofa (slands
(Syggt á veðurspá kl. 16.301 gær)
Morgunblaðið/Kristinn
Úrbætur fyrir hjólreiðafólk
NEFNDIN fór hjólandi á fund borgarstjóra til að skila tillögum um
úrbætur fyrir hjólreiðafólk. Talið frá vinstri: Þór Jakobsson veður-
fræðingur, Ingibjörg Guðlaugsdóttir ritari nefndarinnar, Katrín
Fjeldsted borgarfulltrúi og Árni Sigfússon borgarstjóri.
Sektaður fyrir að
hindra opinberan
starfsmann í starfi
LEIGUBÍLSTJÓRI var í gær dæmdur í Hæstarétti til að greiða
30 þúsund króna sekt fyrir að hafa hindrað opinberan starfsmann
framkvæmd starfa sins með
ósannað að hann hefði sparkað
og lýst var í ákæru.
Málavextir eru þeir, að eftirlits-
maður fjármálaráðuneytisins með
ökumælum kom í húsnæði Bif-
reiðastöðvar Hafnarfjarðar þann
11. febrúar í fyrra þeirra erinda
að ræða við leigubílstjórann um
lagfæringu á skráningu bifreiðar
hans, sem var notuð til leiguakst-
urs án þess að vera skráð sem slík.
Eftirlitsmaðurinn gerði erindi sitt
heyrinkunnugt að viðstöddum
nokkrum hópi atvinnubílstjóra og
brást umræddur bílstjóri ókvæða
við. Hann viðurkenndi fyrir dómi
að hafa tekið um öxl eftirlits-
mannsins, leitt hann að dyrum og
ýtt við honum með fæti, en ekki
sparkað í hann. Tvö vitni báru að
ákærði hefði tekið í öxl eftirlits-
mannsins og ýtt honum út, en
aðeins annað vitnið kvað manninn
hafa beitt fæti sínum til þess. Fyr-
ir héraðsdómi réttlætti maðurinn
gjörðir sínar með því, að sér hefði
verið ókunnugt um vanhöld á
hkamlegn valdbeitingu. Þó þótti
á eftir og í starfsmanninn, eins
skráningu bifreiðarinnar og eftir-
litsmanninum hefði borið að ræða
við sig í einrúmi.
Sparkið ósannað
Hæstiréttur sakfelldi manninn
með vísan til 106. greinar hegning-
arlaga, þar sem kveðið er á um
varðhald eða fangelsi allt að 6
árum ef ráðist er með ofbeldi eða
hótunum um ofbeldi á opinberan
starfsmann, þegar hann er að
gegna skyldustarfi sínu. Beita má
sektum ef brot telst smáfellt.
Hæstiréttur taldi ósannað að mað-
urinn hefði sparkað á eftir og í
eftirlitsmanninn og dæmdi hann
til greiðslu 30 þúsund króna sektar
í ríkissjóð, auk greiðslu saksóknar-
launa og málsvarnarlauna, samtals
40 þúsund króna
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Gunnar M. Guðmunds-
son, Garðar Gíslason og Pétur Kr.
Hafstein.
Utanríkisráðherra
farinn til Asíulanda
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heldur áleiðis til
Peking í dag, en þar verður hann gestur varaforsætisráðherra
Kína, sem fer með utanríkismál, og utanríkisráðherra. 1 Kína
mun Jón Baldvin einnig heimsækja borgirnar Nanking og Sjang-
hæ. Að lokinni heimsókninni til Kína heldur utanríkisráðherra
til S-Kóreu og Japan, en að því loknu fer hann til Makaresh þar
sem GATT-samningurinn verður undirritaður um miðjan næsta
mánuð.
Auk þess að eiga viðræður við
gestgjafana í Peking mun Jón Bald-
vin hitta samgönguráðherra Kína,
menntamálaráðherra og viðskipta-
ráðherra, og einnig mun hann
heimsækja landafræðiráðuneytið,
sem fer með jarðhitamál. Að lok-
inni dvölinni í Peking fer utanríkis-
ráðherra til Nanking og Sjanghæ,
en í þeim borgum verður hann
gestur viðkomandi landstjóra.
Þann 6. apríl heldur utanríkis-
ráðherra til Seoul í S-Kóreu, og
þar mun hann hitta forseta a lands-
ins, utanríkisráðherra og viðskipta-
ráðherra. Þann 10. apríl heldur
utanríkisráðherra svo til Tókýó þar
sem hann hittir að máli utanríkis-
ráðherra Japan, varautanríkisráð-
herra og ráðherra viðskipta- og
iðnaðarmála. Þá heimsækir hann
landbúnaðarráðuneytið sem fer
með fiskveiðimálefni, og einnig
fiskmarkaðinn í Tókýó. Einnig
heimsækir hann Innfiutningsstofn-
unina (JETRO) og ræðir jafnframt
við aðila úr viðskiptalífinu.
Að lokinni heimsókninni til
Tókýó 13. aprí heldur Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra til
Marakesh, þar sem haldinn verður
ráðherrafundur og undirritun
GATT-samningsins fer fram, en
hingað til lands er utanríkisráð-
herra væntanlegur 17. apríl.
’V 6j3 •ji’ivl 'ujíkVi/I 000 ö mno'i