Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 52
tfguitMjiptq t
1 V/SA
L
RAFRÆNT
ÞJÓNUSTUKORT
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Þróunarnefnd um
aðstoð við Palestínu
Tíu milljón-
ir til stofn-
unar verk-
fræðistofu
a Gaza
Njarðvíkingar
komnir í úrslit
NJARÐVÍKINGAR sigruðu
íslandsmeistarana úr Kefla-
vík, 91:98, í þriðja og síðasta
leik liðanna í undanúrslitum
um íslandsmeistaratitilinn.
Leikurinn var hraður og
spennandi og uppselt var í
íþróttahúsið í Keflavík. Njarð-
víkingar mæta Grindvíkingum
eða Skagamönnum í úrslitum,
en þeir mætast í Grindavík í
kvöld. Hér má sjá Rondey
Robinson og Val Ingimundar-
son, þjálfara Njarðvíkur,
fagna að leikslokum, en þeir
léku báðir mjög vel í gær-
kvöldi.
Sjá bls. 51.
Morgunblaðið/Þorkell
NEFND sem stofnuð var á
vegum ríkisstjórnarinnar
um aðstoð við Palestínu í
,— kjölfar sjálfstjórnar Palest-
ínumanna á Gaza-svæðinu
hefur ákveðið að veita allt
að 10 milljónum króna til
þess verkefnis að koma á
stofn verkfræðistofu á Gaza-
svæðinu í eigu þriggja ís-
lenskra verkfræðistofa og
Palestínumanna. Nefndin
auglýsti á sínum tíma eftir
hugmyndum að verkefnum
_ í Palestínu. og sögn Þrastar
Ólafssonar formanns nefnd-
arinnar bárust 12 ábending-
ar sem nú er verið að fara
yfir með viðkomandi aðilum,
en aðeins hefur verið tekin
ákvörðun um fjárveitingu í
þessu eina tilfelli.
íslensku verkfræðistofumar
sem um ræðir eru Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen, Verkfræði-
stofa Stefáns Ólafssonar og Fjar-
hitun. Að sögn Viðars Ólafssonar
forstjóra Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen er í augsýn samkomu-
lag við Palestínumenn um stofnun
r—- verkfræðistofu á Gaza-svæðinu,
sem síðan ætlar að taka þátt í
samkeppni um verkefni á sviði
uppbyggingar á sjálfstjórnarsvæð-
inu, en þau verða á vegum bæjar-
félaga og alþjóðastofnana. Á
páskadag heldur Viðar ásamt
Kristjáni Sigurbjarnasyni verk-
fræðingi hjá VST til Gaza-svæðis-
ins til að vinna að stofnun verk-
fræðistofunnar.
Hæstiréttur dæmir ríkinu í vil í prófmáli gegn Félagi vatnsvirkja
900 milljóna greiðslur til
hluthafa SV skattskyldar
HÆSTIRÉTTUR kvað upp dóm í gær í máli íslenska ríkisins gegn
Félagi vatnsvirkja, rikinu i vil. Fyrsta krafa ríkisvaldsins var tekin til
greina, og Félagi vatnsvirkja gert að greiða rúmlega 68 þúsund krónur
í tekjuskatt með dráttarvöxtum frá 1. desember 1991, og úrskurður
rikisskattanefndar frá því í janúar 1992 felldur úr gildi. Um prófmál
var að ræða og sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í samtali
við Morgunblaðið, að dómurinn hefði í för með sér að hluthafar í Sam-
einuðum verktökum, sem Félag vatnsvirkja á 7% hlutafjár i, þurfi að
greiða tekjuskatt af 900 milljónurn króna sem þeir greiddu sér í jan-
úar 1992 eftir að hafa hækkað hlutafé um sömu upphæð með útgáfu
jöfnunarhlutabréfa og lækkað síðan jafnharðan. Greiðslurnar voru skatt-
lagðar frá upphafi og nemur álagningin á fjórðu hundruð milljón króna.
Friðrik sagði, að dómur Hæsta-
réttar væri sigur fyrir ríkisvaldið,
e.t.v. ekki fullnaðarsigur, en „sigur
að lang stærstu leyti. Hann staðfest-
ir að við höfðum rétt fyrir okkur frá
upphafi," segir Friðrik.
Forsaga málsins er sú, að hluthaf-
ar SV hækkuðu hlutafé fyrirtækisins
um 105 milljónir króna með útgáfu
jöfnunarhlutabréfa árið 1990, lækk-
uðu síðan hlutafé samstundis um 95
milljónir og afhentu hluthöfum þá
upphæð sem skattfijálsa greiðslu.
Ríkisskattstjóri hafði heimilað út-
gáfu upp að 103 milljónum króna
og krafðist þess að hluthafar greiddu
skatt af 2 milljónum króna. Úrskurð-
ur ríkisskattanefndar í janúar 1992
hnekkti álagningu ríkisskattstjóra. Á
grundvelli úrskurðarins var hlutafé
í SV hækkað að nýju með útgáfu
jöfnunarhlutabréfa og lækkað jafn-
harðan, og 900 milljónir króna
greiddar út til hluthafa, skattfijálst
samkvæmt úrskurði nefndarinnar.
Til að hnekkja úrskurði ríkisskatta-
nefndar höfðaði ríkið mál. Dómur
féll Félagi vatnsvirkja í vil í héraðs-
dómi og áfrýjaði ríkisvaldið með
þeim árangri sem dómur Hæstarétt-
ar leiðir í ljós.
Útgáfajöfnunarhluta-
bréfa ógild
Hæstiréttur taldi annan kröfulið
ríkisins ekki samrýmanlegan fyrsta
kröfulið og vísaði honum frá. í öðrum
kröfulið var krafist viðurkenningar
á að 103 milljónirnar hafi allar verið
skattskyldar, eða 7% af þeirri upp-
hæð í samræmi við hlut félags
Vatnsvirkja, og til vara að þær 95
milljónir sem greiddar voru út til
hluthafa hafí verið skattskyldar. Ein
af málsástæðum ríkisins var sú, að
ekki hafí verið lagalegur grundvöllur
fyrir útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þar
sem hvorki hlutafjáraukningin né
hlutafjárlækkunin var tilkynnt ti!
hlutafélagaskrár og hlutabréfin aldr-
ei gefín út. Hæstiréttur féllst á þetta
sjónarmið og segir í dóminum, að
„samkvæmt skýrum ákvæðum
hlutafélagalaga var því ákvörðun
aðalfundar Sameinaðra verktaka hf.
um útgáfu skattfijálsra jöfnun-
arhlutabréfa ógild svo og ákvörðun
um lækkun hlutafjárins." Einnig
segir í dómi Hæstaréttar, að heimild
Sameinaðra verktaka til endurmats
stofnfjár í íslenskum aðalverktökum,
miðað við lög frá 1978, hafí verið
fallin úr gildi árið 1990 þegar SV
lét endurmeta eignir, og ekki hafí
verið heimild til að endurmeta stofnfé
SV í Islenskum aðalverktökum.
Viðræður um möguleika til að taka yfir leitar- og björgunarsveit varnarliðsins
Tilboð með nokkrum kost-
um væntanlegl á næstunni
BANDARÍSK stjórnvöld hafa reifað við íslensk stjórnvöld hugmyndir
um hvaða möguleikar eru fyrir hendi á því að Islendingar taki yfir
björgunar- og leitarþjónustu þyrlusveitarinnar á Keflavíkurflugvelli
og er þess vænst að formlegt tilboð þar að lútandi berist næstu daga.
Þetta staðfesti Gunnar Pálsson, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins og formaður starfshóps ríkisstjórnarinnar til að
kanna möguleika á að íslendingar taki yfir hlutverk þyrlubjörgunar-
sveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi. Auk utanríkisráðuneytisins eiga fulltrúar forsætis-, dóms-
mála- og fjármálaráðuneytisins sæti í starfshópnum.
Gunnar sagði að það tilboð sem
væri væntanlegt væri sveigjanlegt
og fæli í sér nokkra kosti. Um væri
áð ræða möguleika á kaupum, leigu
eða jafnvel kaupleigu á notuðum eldri
eða nýrri þyrlum eftir atvikum og
þær upplýsingar sem við hefðum
fengið um verð bentu til þess að
þau væru hagkvæm og gætu orðið
grundvöllur frekari samningavið-
ræðna. Þessir kostir fælu einnig í
sér þjálfun áhafna þyrlanna og
varahluti til reksturs þeirra. Gunn-
ar tók fram að ríkisstjórnin hefði
enn ekki tekið ákvörðun um hvort
gengið yrði til formlegra samninga-
viðræðna.
Fyrsta skrefið
Aðspurður sagði Gunnar að þetta
væri hluti af athugunum og undir-
búningi að hugsanlegri yfirtöku ís-
lendinga á hlutverki leitar- og björg-
unarsveitarinnar á Keflavíkurflug-
velli, en núverandi varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, William Perry,
hefði rætt þann möguleika á fundi
hérlendis með Jóni Baldvini Hannib-
alssyni, utanríkisráðherra, í byrjun
janúar. Þá hefði komið fram að
Bandaríkjamenn teldu æskilegt að
íslendingar könnuðu í samráði við
Bandaríkjamenn möguleika á að yfír-
taka þyrlubjörgunarsveit vamarliðs-
ins og þetta væri fyrsta skrefið í
athugun á þeim möguleika. Forsend-
an fyrir því að samningar gætu tek-
ist væri að þær þyrlur sem yrðu stað-
settar hér yrðu að geta sinnt nauð-
synlegum verkefnum við þær að-
stæður sem hér ríktu.
Aðspurður sagði Gunnar að það
væri ekki hlutverk starfshópsins að
meta það hvort þetta gæti komið í
stað kaupa á þyrlu fyrir Landhelgis-
gæsluna. Það væri hlutverk stjórn-
málamannanna að taka ákvörðun um
það.
F ramkvæmdastj óri
Þörungaverksmiðju
41 sækir
umstarfið
FJÖRUTÍU og einn sótti um
stöðu framkvæmdastjóra Þör-
ungaverksmiðjunnar á Reyk-
hólum að sögn Jóns Birgis
Jónssonar verkfræðings sem
sæti á i sljórn verksmiðjunnar
fyrir hönd Byggðastofnunar.
Núverandi framkvæmdastjóri
lætur af störfum 1. maí.
Jón Birgir vildi ekki skýra frá
því hveijir umsækjendurnir
væru en sagði ljóst að valið stæði
milli margra góðra manna, eins
og komist var að orði. Páll Ág-
úst Ásgeirsson framkvæmda-
stjóri lætur af störfum 1. maí
næstkomandi og sagði Jón Birg-
ir að ekki væri ljóst hvernær nýi
framkvæmdastjórinn hæfi störf,
réðist það af því hvenær sá sem
yrði fyrir valinu hefði tök á því.