Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 Stúdentakjallarinn Yaka í minningu Charles Bukowskis VAKA í minningu Charles Bukowskis verður haldin í Stúd- entakjallaranum við Hringbraut í kvöld, miðvikudagskvöld 30. mars, kl. 20.30. Verk eftir Bukowski verða á dag- skránni og einnig verða flutt frum- samin ljóð og textar. Fram koma m.a. Þorri Jóhannsson, Jón Proppé, Bragi Ólafsson o.fl. Allir eru vel- komnir og er aðgangur ókeypis. Dagskráin stendur fram á nótt. Einbýlishús á Hellu Til sölu er mjög gott tvílyft einbýlishús á einum besta stað á Hellu. Fagurt útsýni. Fannberg sf., Þrúðvangi 18, Hellu, sími 98-75028. Barrholt - Mosfellsbæ Af sérstökum ástæðum er þetta hús til sölu. Er í dag þrjár íbúðir. Mikið áhv. Verð 13,3 millj. Opið hús skír- dag, 31/3, og laugard. 2/4 milli kl. 14 og 16. Sjón er sögu ríkari. Húsafell, Bátar & búnaður, fasteigna- og skipasala, s. 18000,622554, fax 26726 Flúðasel 88 í þessu fallega húsi við Flúðasel getur þú gert góð kaup í dag. Hér er 100 fm íbúð ásamt íbúðarherb. á jarðhæð á „ýktu verði“ kr. 5,9 millj. Lyklar og nánari uppl. á Hóli. Veghús - Grafarvogi í dag bjóðum við uppá sérdeilis glæsilega 2ja herb. íbúð í vönduðu fjölbýli. Innréttingar og gólfefni í sérflokki. Þvottahús og geymsla innan íbúðar. Sólstofa og suður- garður. Hvers getur þú frekar óskað þér? Áhv. gömlu byggsjlánin 5,1 millj. Verð 7,0 millj. og fljót nú. Um leið og við óskum landsmönnum gieðilegra páska og þökkum móttök- urnar það sem af er árinu, viljum við minna á opnun- artíma okkar laugardaginn 2. apríl kl. 10-15. Jafnframt minnum við á glæsilega aug- lýsingu okkar í máli og myndum í sem kemur út f dag V hÓLl FASTEIGNASALA ® 10090 SKIPHOLTI50B, 2. hæðt.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. m Metsölublad á hverjum degi! Jón Gunnar Árnason ________Myndlist_______________ Eiríkur Þorláksson Nú stendur yfír í Listasafni ís- lands yfírlitssýning á verkum og ævistarfi Jóns Gunnars Arnasonar myndhöggvara, sem hlotið hefur yfirskriftina „Hugarorka og Sól- stafir". Sýningin er eitt stærsta verkefni Listasafnsins á þessu ári og hefur verið lengi í undirbún- ingj, og hennar því beðið með nokkurri eftirvæntingu. í stuttu máli má segja að af- raksturinn sé vel eftirvæntingar- innar virði; hér eru saman komin tæplega fjörutíu listaverk sem spanna feril listamannsins frá 1960 til 1987, og samtímis hefur verið gefin út vegleg sýningar- skrá, þar sem ævi Jóns Gunnars er rakin, og listsköpun hans og viðhorf krufin í nokkrum athyglis- verðum ritgerðum. Hér er listunnendum þannig boðinn mikill efniviður til að fræð- ast af. Þeir sem þekkja verk Jóns Gunnars fyrir sjá hér ýmis kunn- ustu verk hans, sem eru enn jafn ögrandi og þau voru í upphafi; hinir, sem hafa aðeins kynnst verkum og sögu listamannsins með brotakenndum hætti hingað til, fá nú tækifæri til að öðlast nokkra heildarmynd af einum skeleggasta listamanni okkar á síðari hluta aldarinnar. Sýningarskráin er veigamikill hluti þeirrar heildarmyndar, sem yfirlitssýningin gefur af Jóni Gunnari. Hún hefur m.a. að geyma greinar um listamanninn auk nokkurra hugleiðinga hans sjálfs og skrár yfir helstu æviatriði, sýn- ingar og heimildir um líf hans og störf; í sumu því síðastnefnda eru talin með lítilvæg atriði, sem þó fylla upp í lífsmynstur listamanns- ins. Greinahöfundar nálgast við- fangsefni sitt á mismunandi hátt. Guðmundur Páll Ólafsson minnist persónulegra kynna og þá einkum samveru þeirra, samvinnu og drauma um uppbyggingu í Flatey á Breiðafirði á áttunda áratugn- um; þeir draumar brustu öðru fremur fyrir tómlæti og skort á framsýni meðal ráðandi afla í eynni. Auður Ólafsdóttir fjallar um hlutverk rýmisins í verkum Jóns Gunnars, og bendir á að í rýmis- kennd verka hans megi greina ákveðin þrep í listsköpun hans; í fyrstu er áhorfandanum boðið að vera þátttakandi í verkunum, síð- an ógna þau honum ef hann kem- ur of nærri, og loks telur Auður að í seinustu verkum sínum sé Jón Gunnar að leita eftir ákveðnu jafn- vægi milli mannsins og hins ytri alheims með því að setja orkuna sem sameinar allt í öndvegi. Aðalsteinn Ingólfsson og Einar Guðmundsson fjalla báðir um þátt hreyfílistar í verkum listamanns- ins, einkum á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Aðalsteinn nefnir þar til hlut Dieters Roth í að kynna Jóni Gunnari erlenda samtímalist, en Einar telur að áhuga Jóns Gunnars á hreyfilist, sem náði hámarki í verkinu „Blómið“ (1967), megi öðru fremur rekja til kynna hans af þýska listahópn- um ZERO, sem var einkar áber- andi í evrópskri myndlist fyrri hluta sjöunda áratugarins; áhrif Flúxus, sem mjög hefur verið hampað hér á landi, hafi aðeins komið til síðar. Er fróðlegt að bera þessar tvær greinar saman. Ólafur Gíslason blaðamaður og listgagnrýnandi skrifar athyglis- verðustu greinina í skránni, en þar leitast hann við að setja list Jóns Gunnars í sögulegt og heimspeki- legt samhengi. Hann bendir á að Jón Gunnar hafi aðspurður ávallt skilgreint sig sem pólitískan lista- mann, og telur að óánægja hans með þá stöðnun, sem hér ríkti í lista- og menningarlífi lengst af sjöunda áratugnum hafi átt sinn þátt í að list hans varð ákaflega ögrandi og jafnvel árásargjörn, einkum þar sem Jóni Gunnari fannst maðurinn vera að leika sér með fjöregg lífsins og tilverunnar. Síðar hafi listamaðurinn hins veg- ar leitast við að tengjast kröftum alheimsins á táknrænan hátt í verkum sínum, og telur Ólafur sig þar finna trúarlegan samhljóm við kenningar heimspekings og list- fræðings, sem Jón Gunnar hefur örugglega aldrei heyrt nefndan. Þarna er verið að seilast nokkur langt í heimspekilegum vangavelt- um; aðrar tilvísanir væru nærtæk- ari, t.d. í hugmyndir Dr. Helga Pjeturs, sem Jón Gunnar þekkti. í mörgum viðtölum (m.a. í sjón- varpsviðtali sem Jón Óttar Ragn- arsson tók við hann 1987, og hægt er að sjá í fyrirlestrasal Listasafnsins) hefur komið skýrt fram að það sem heillaði Jón Gunnar framar öllu var orkan í öllum sínum myndum; lífsorkan, orka málmsins sem nota má bæði til góðs og ills, orka sólarinnar, sem fæðir af sér allt líf jarðarinn- ar. Orðið trú hefur afar þrönga (kristilega) merkingu í hugum flestra Islendinga, og undirritaður telur hana með öllu ónothæfa til að skilgreina þau viðhorf sem end- urspeglast í verkum þessa lista- manns, sem vildi ekki einu sinni láta prest tala yfir sér dauðum. Hér er einfaldlega of þröngt mark- aður básinn. Uppsetning sýningarinnar tekst að flestu leyti með ágætum, og hefur eðli verkanna verið látið ráða miklu um niðurskipan þeirra. í stærsta sal safnsins hefur verið komið fyrir nokkrum helstu vegg- myndum Jóns Gunnars, og njóta „Spenna“ (1970) og „Blórnið" (1967) sín einna best. - Einnig er gaman að sjá hér verkið „RTS- 17/Homo Technicus“ (1969) sem Búnaðarbanki íslands var neyddur til að selja frá sér fyrir aðeins sextán árum að kröfu þröngsýns stjórnmálamanns; umburðarleysið er þannig oft nær okkur en við viljum viðurkenna. Þrátt fyrir mörg ágæt verk nær þessi salur ekki að skapa sterka heildarmynd, einkum þegar borið er saman við hina salina. í sal 4 verður sýningargesturinn fyrir stöðugum árásum, þar sem egg- vopn einkenna flest verkin, hvort sem um er að ræða skrautlega og fjölbreytta hnífa (sem mætti lík- lega skoða betur en gert hefur verið samanborið við myndlist sem tengist vísindaskáldskap, sem Jón Gunnar hafði mikinn áhuga á), „Egó“ (1969), sem verndar lífs- vökvann með hvössum hnífsblöð- um, eða „Leikfang fyrir fullorðna" (1972), sem er nöturleg áminning um kvalalosta mannsins. Hið sorg- lega er að það verk, jafnt sem „Leik fyrir tvo stjórnmálamenn..." eiga enn í dag fullt erindi við áhorfendur, og ádeilan er enn jafn þörf, þó ögrunin hafi dofnað. Loks ber þar að nefna efsta salinn, sem oft hefur reynst erfið- ur fyrir uppsetningar sýninga; hann hefur sennilega sjaldan notið sín jafn vel sem umgjörð listaverka sem að þessu sinni. Þarna eru saman komin nokkur helstu verk Jóns Gunnars sem snúa að afli alheimsins; „Sólvagninn“ (1978), „Sólbörur" (1978), „Sólstafir" (1981-2) og „Cosmos“ (1982) - auk líkana af himnafleyjum eins og „Sólfari“ (1986), sem nú stend- ur í stækkaðri mynd við norður- strönd Reykjavíkur og bíður flug- taks. Að vera eitt með umhverf- inu, endurspegla orku þess og verða hluti af henni - íslenskur listamaður hefur sennilega aldrei komist nær slíkum markmiðum en Jón Gunnar gerði í ýmsum bestu verkum sínum síðasta ára- tug starfsævi sinnar. Fyrir tíu árum hélt Jón Gunnar sýningu í Nýlistasafninu_ í tilefni Listahátíðar í Reykjavík. í sýning- DAGBÓK BÚSTAÐASÓKN. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13.30. SILFURLÍNAN - sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga milli kl. 16 og 18. BÓKSALA Félags kaþólskra leikmanna er opin að Hávallagötu 14 kl. 17-18. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA. Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 10-12. 10-12 ára starf í safnaðar- heimili í dag kl. 17. DÓMKIRKJAN: Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur frá kl. 12. Léttur hádegisverður á kirkjulofti á eftir. Opið hús í safnaðarheimili í dag kl. 13.30-16.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Opið hús fyrir foreldra ungra barna á morg- un, fimmtudag, kl. 10-12. Kvöld- bænir með lestri Passíusálma kl. 18. HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyr- irbænir í dag kl. 18. Kirkjukvöld kl. 20.30. Efni: Ný íslensk trúar- ljóð. Flytjandi: dr. Njörður P. Njarð- vík. Einsöngvarar syngja ásamt kór kirkjunnar. Vera Gulázsiova leikur á orgel og sembal. Organisti og stjómandi: Pavel Manasek. LANGHOLTSKIRKJA. Aft- ansöngur kl. 18. NESKIRKJA: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altar- isganga, fyrirbænir. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimili. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmu- morgunn í fyrramálið kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 16. Starf 10-12 ára (TTT) í dag kl. 17. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrðar- stund kl. 12 á hádegi. Tónlist, altar- isganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Unglingastarf (Ten-Sing) í kvöld kl. 20. FELLA- og Hólakirkja: Helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30. Um- sjón sr. Ragnhildur Hjaltadóttir. HJALLAKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára börn TTT í dag kl. 17-19. KÁRSNESSÓKN. Mömmumorg- unn í dag kl. 9.30-12 í safnaðar- heimilinu. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.15-19. VEGIJRINN, kristið samfélag, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Biblíu- lestur sr. Halldórs S. Gröndal í dag kl. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.