Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 VIÐSKIPn AIVINNULÍF Hlutafélög Hlutabréf Pharmaco skráð á OTM Hagnaður fyrirtækisins reyndist 24,4 milljónir á sl. ári HLUTABRÉF í Pharmaco hf. hafa verið skráð á Ogna tilboðs- markaðnum og áttu fyrstu viðskiptin sér stað i gær. I framhaldi af skráningu bréfanna hefur ársreikningur Pharmaco nú í fyrsta sinn verið gerður opinber en leynd hefur hvílt yfir upplýsingum um rekstur og stöðu fyrirtækisins allar götur frá stofnun þess árið 1956. í ársreikningi Parmaco-samsteyp- unnar fyrir árið. 1993 sem lagður var fram á aðalfundi fyrirtækisins sl. laugardag kemur fram að hagn- aður var alls 24,4 milljónir saman- borið við 29 milljóna hagnað árið 1992 og 95 milljóna hagnað árið 1991. Gert er ráð fyrir að hagnað- ur verði um 70 milljónir á þessu ári. Pharmaco hf. annast sem kunn- ugt er innflutning og heildsölu á lyfjum, snyrtivörum, hjúkrunar- vörum og skyldum vörum ásamt rekstri fasteigna, dótturfyrirtækja, rannsóknarstofu og skyldrar þjón- ustu. Nam velta fyrirtækisins alls um tveim milljörðum króna á sl. ári. Á árinu 1993 störfuðu að meðaltali 92 starfsmenn hjá sam- stæðunni. í árslok var hlutafé 63,5 milljónir og ijöldi hluthafa 103. Eigið fé samstæðunnar var 556 milljónir og innra virði hlutabréfa því8,7. Á undanförnum 2-3 árum hefur Pharmaco fest kaup á nokkrum hlutafélögum til að ná skattahag- ræði og að hluta til færa út kvíarn- ar í atvinnurekstri. Félagið hefur t.d. á leigu rekstur laxeldisstöðvar- innar íslandslax í Grindavík en ákveðið hefur verið að hætta þeim rekstri í byijun næsta árs. Á aðalfundi félagsins sl. laugar- dag voru kjörin í stjórn þau Krist- inn Gunnarsson, lyfsali, Erna Kristjánsdóttir, lyfjafræðingur, Borgþór Pétursson, framkvæmda- stjóri, Matthías Ingibergsson, lyf- sali, og Sindri Sindrason, fram- kvæmdastjóri. Fyrirtæki Úr reikningum PHARMACO hf. © _ REKSTRARREIKNINGUR (þús. kr.) 1992 1993 Rekstrartekjur 1.889.984 2.008.765 Rekstrargjöld 1.805.579 1.935.089 Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda 84.405 73.677 Hagnaður ársins 29.584 24.448 EIGNIR Veltufjármunir 907.614 887.704 Fastafjármunir 585.009 583.784 Eignir samtals: 1.492.623 1.471.488 SKULDIR Skammtímaskuldir 517.220 495.669 Langtímaskuldir 445.458 419.689 Skuldir alls: 962.678 915.358 Eigið fé alls 529.945 556.130 Skuldir og eigið fé samtals: 1.492.623 1.471.488 SJÓÐSTREYMI Veltufé frá rekstri 35.833 68.604 íslensk hönnun °9 hondverk Tap Landsvirkjunar tæpir 5,4 milljarðar á tveimur árum Pjármagnskostnaður jókst um 1,3 milljarða í fyrra vegna gengislækkunar krónunnar á sama tíma og tekjur af raforkusölu til stóriðju drógust saman TAP Landsvirkjunar nam alls um 3.250 milljónum króna á sl. ári og er þetta annað árið í röð sem taprekstur er hjá fyrirtækinu. Árið 1992 nam heildartapið um 2.119 milljónum. Þessa slæmu afkomu má einkum rekja til gengistaps vegna lækkunar á raungengi krón- unnar. Munar mest um 6% gengisfellingu krónunnar í nóvember 1992 og 7,5% gengisfellingu í lok júní 1993, en sú síðarnefnda hækk- aði fjármagnskostnað fyrirtækisins um 1.300 milljónir. Önnur meg- inástæða taprekstrarins er aukinn kostnaður vegna tilkomu Blöndu- virkjunar, en rekstrarkostnaður virkjunarinnar nam alls um 1.500 milljónum án þess að tekjur hafi aukist að ráði á móti. Hefur raf- magnssala til almenningsveitna aukist mun minna á undanförnum árum en gera mátti ráð fyrir samkvæmt orkuspám, að sögn Hall- dórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. fækkunar stöðugilda. Á þessu ári er gert ráð fyrir því að rekstrarafkoman batni veruiega frá síðasta ári þótt áfram verði um taprekstur að ræða. Gert er ráð fyr- ir að tapið á þessu ári nemi um 805 milljónum en að greiðsluafkoman verði hagstæð um 1.045 milljónir. Þær forsendur liggja að baki þessari áætlun að raungengi haldist óbreytt, verðlag stöðugt og raunvaxtakostn- aður verði um 5% á árinu 1994. í árslok var eigið fé Landsvirkj- unar 27.159 milljónir eða 33,4% af heildareign sem nam 81.232 millj- ónum. Skuldir námu hins vegar 54.073 milljónum, en þar af voru langtímaskuldir 52.718 milljónir. Hefur eigið fé lækkað um 14 millj- ónir frá árinu 1992. Endurmat eigna umfram verðbreytingatekjur hækk- aði eignirnar um 3.236 milljónir, en á móti lækkar eigið fé um tap ársins að fjárhæð 3.250 milljónir. PYRIT GULLSMIÐJA ÖNNU MARIU Vesturgata 3, sími 20376 DU PONT bflalakk notað fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Ákvörðun um byggingu og tíma- setningu Blönduvirkjunar byggðist á sínum tíma á orkuspá frár árinu 1981. í þeirri spá var gert ráð fyrir að rafmagnssalan til almennings- veitna á árinu 1993 yrði um 600 GWst meiri en raun varð á, sem hefði þýtt um 1.500 milijóna króna hærri tekjur. Er þá miðað við meðal- verð til almenningsveitna á árinu 1993, sem var 2,44 kr. á kWst, en það hefur lækkað að raungildi um 41,5% frá árinu 1984, þegar það varð hæst í sögu fyrirtækisins. Það jók á rekstrartapið á árinu 1993 að álverð hefur verið í sögu- legu lágmarki undanfarið og vegna viðmiðunar við álverðið var orku- verðið til ÍSAL mjög lágt. Þar við bættist að til að forða íslenska járn- blendifélaginu hf. frá rekstrarstöðv- un vegna fjárhagserfiðleika þurfti Landsvirkjun að veita því sérstakan afslátt af rafmagnsverðinu sem gild- ir til árins 1997. Þrátt fyrir óhagstæða rekstraraf- BOÐEIND Austurströnd 12 Sínti 612061 • Fax 612081 komu á árinu 1993 var greiðsluaf- koma Landsvirkjunar jákvæð um 871 milljón og var af þeirri fjárhæð varið 312 milljónum til afborgana lána en 559 milljónum til fjárfest- inga. Ef Landsvirkjun hefði á árinu 1993 búið við fjármagnskostnað sem svar- aði til meðalraunvaxta síðustu fimm ára hefði rekstrarafkoman orðið 1.930 milljónum betri en raun varð á. Þessu til viðbótar hefði rekstraraf- koman batnað um 226 milljónir ef orkuverðið til ÍSAL hefði verið 15 Bandaríkjamill á kWst sem er meðal- verðið til ISAL sl. 10 ár, í stað 12,5 mill. Þá hafði afsláttur til íslenska járnblendifélagsins í för með sér um 132 milljóna króna lakari afkomu. Með afslættinum til Jámblendifélags- ins var meðalverðið 1993 7,3 mill á kWst í stað 11,1 Bandaríkjamills. Samtals hefði því rekstrarafkoman batnað um 2.288 milljónir króna ef allt þetta hefði gengið eftir og rekstr- artapið því orðið 962 milljónir í stað 3.250 milljóna. Leitast við að draga úr gengisáhættu Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun leitast við að draga úr gengisáhættu og lækka vaxta- kostnað fyrirtækisins með breyting- um á samsetningu gjaldmiðla í lang- tímaskuldum fyrirtækisins. Á árinu skiluðu skuldbreytingar um 800 milljóna króna lækkun á skuldum. Þá hefur almennur rekstrarkostnað- ur verið skorinn niður og lækkaði launakostnaður um 35 milljónir á sl. ári vegna minni yfirvinnu og Flug Atlanta með 127 * Islendinga í Saudi Arabíu UM FIMMTÍU íslendingar halda til Saudi-Arabíu á skírdag þar sem þeir verða við störf í sumar á vegum flugfélagsins Atlanta. Munu 127 íslendingar starfa þar í sumar, að sögn Arngríms Jóhannsson- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en alls verða 228 manns á veg- um Atlanta þar. Atlanta verður með þijár Boeing 747 breiðþotur í Saudi Arabíu í leiguflugi fyrir Saudi Arabian Airlines. Arngrímur segir að þetta sé ein- hver aukning á fólki frá í fyrra en þá hafi heildarfjöldinn verið 196 manns. Að mestum hluta eru þetta sömu íslendingarnir og þá segir hann og verkefnið verðum með svipuðu sniði. Fyrst verði farið í pílagrímaflug, síðan taki kennara- flugin við og loks venjulegt áætlun- arflug. Fyrsta flugvélin kemur hingað til lands í dag og flýgur til Dyflinn- ar á írlandi og Alicante á Spáni með farþega Samvinnuferða- Landssýnar á skírdag. Með þeirri vél fara einnig íslendingarnir fimm- tíu. Seinni breiðþotan kemur til Keflavíkur á föstudaginn langa til að ná í varahluti, tæki og a,nnan búnað áður en hún heldur suður. Flugfélagið hefur starfrækt eina breiðþotu í Saudi-Arabíu í vetur og hafa um 40-50 manns starfað þar, meirihlutinn íslendingar. Þarf að uppfylla viss skilyrði Auk þeirra íslendinga sem starfa í Saudi Arabíu koma reyndir starfs- menn frá frá Svíþjóð, Kanada og Ástralíu. Arngrímur segir að fyrir- tækið þurfi að uppfylla viss skilyrði samkvæmt samningi félagsins við Saudi Arabian Airlines. Hluti starfsfólksins þarf að hafa reynslu og getað talað arabísku, tyrknesku eða indverska málið urdu og séu yfirleitt einn til tveir þeirra um borð, í hvert:skipti., f„ i , , ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.