Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
HÖGNI HREKKVÍSI
Með
morgnnkaffínu
Hér er áhugaverð auglýsing.
Aðstoðarmaður í landbúnað-
armálum óskast. Viðskipta-
fræðimenntun með skatta-
endurskoðun sem sérgrein er
nauðsynleg.
Prófa þú. Ég fæ hann ekki
tii að segja orð.
BRÉF HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Um tilkall til STEF-gjalda
Frá Jóhanni Guðna Reynissyni:
Einhvern tímann sagði skynugur
náungi að skáld ættu ekki lengur
tilkall til skynjunar og túlkunar
verka sinna eftir að þau væru búin
að láta skáldverk sín frá sér til al-
mannabrúks. í tímans rás hafa túlk-
unarform skálda aukið kyn sitt í
mikilli sífellu og alltaf eru að bætast
í hópinn nýjar aðferðir sem njóta
mismikils skilnings og fá því misgóð-
ar undirtektir meðal alþýðu manna.
Þessi endurbætta og margaukna
flóra listforma hefur gert það að
verkum að hver og einn listamaður
þarf að taka virkari þátt í barátt-
unni um athygli neytenda en áður.
Tónlistarmenn hafa nú riðið á
vaðið í kapphlaupinu um arðinn.
Þeir vilja að neytendur borgi brúsann
hvar sem þeir hyggjast bergja á
honum. Jú, það er svo sem gott og
blessað svo langt sem það nær. Ef
fólk sem vill spila tónlist sem það
hefur á tilskilinn hátt greitt fram-
leiðandanum, þ.m.t. listamanninum,
fyrir með peningum má gera ráð
fyrir að þeir telji að notkun sé heim-
il að vild. En hér kann listneytendur
að reka í vörðurnar þegar þeir eiga
að borga listamönnunum á nýjan
leik vegna þess að einhver annar
gæti heyrt tónlistina Iíka. Má gera
ráð fyrir að þeir sem þannig vildu
annars skemmta til dæmis viðskipta-
vinum sínum rétti í staðinn að þeim
tímarit sem gjarnan eiga heima á
svipuðum slóðum og hér um ræðir
og má nefna hárgreiðslustofur sem
dæmi.
Nú mætti gera ráð fyrir að útgef-
endur tímarita þættust hafa himin
höndum tekið því með fordæmi tón-
listarmanna mætti rukka hvern og
einn lesanda um lesgjald (sbr. STEF-
gjald) vegna þess að þarna er verið
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
að neyta hugverka á opinberum vett-
vangi. Nei, ekki er hárgreiðslustofu-
eigandinn tilbúinn til þess enda bú-
inn að greiða blaðamönnum og út-
gefendum laun að sínu leyti með
andvirði kaupverðs tímaritsins.
Sama gildir um dagblöð.
Nú eru góð ráð dýr. Viðskiptavin-
urinn sem kemur einfaldlega til að
láta klippa sig verður bara að virða
fyrir sér málverkin á veggnum með-
an hár hans er skert. Mætti ætla
að það væri í lagi en líkt og tónlistar-
maður og blaðamaður kemur nú list-
málari að máli við hárgreiðandanna
og vill að hann greiði fyrir notkun
almennings á listaverkum hans. Hér
hlýtur nefnilega að gilda sama meg-
inforsenda: Að neysla á opinberri
list, hveiju nafni sem hún nefnist,
sé gjaldtæk.
Þessu er ekki saman að jafna!
gætu tónlistarmenn nú hrópað í ör-
væntingu sinni _ en þá er spurt:
Hveiju munar? Úr kassa á vegg er
hljóðbylgjum endurvarpað. Innan
Frá Ástu R. Jóhannesdóttur:
Vegna villandi upplýsinga sem
fram koma í bréfí sem birtist í dálki
ykkar 16. mars sl. um þær breyting-
ar sem urðu á sjúkratryggingunum
um áramótin þegar ný almanna-
tryggingalög og samningurinn um
EES gengu í gildi, er nauðsynlegt
að eftirfarandi komi fram um málið.
Nú þurfa menn að hafa átt lög-
heimili á íslandi í 6 mánuði áður en
þeir öðlast sjúkratryggingu. Þetta
þýðir að þeir sem flytja lögheimili
sitt hingað frá landi utan EES-svæð-
isins þurfa að bíða í 6 mánuði eftir
að verða sjúkratryggðir. Þeir þurfa
þann tíma að greiða fullt verð fyrir
allan sjúkrakostnað, s.s. sjúkrahús-
vist, lyf, læknishjálp, heilsugæslu,
rannsóknir og röntgengreiningu.
Það er full ástæða til að allir kynni
sér þessa breytingu. Þeim sem ekki
eru sjúkratryggðir samkvæmt lög-
utn er bent á að kaupa sér sjúkra-
tryggingu hjá tryggingafélagi, vilji
þeir komast hjá því að greiða heil-
brigðisþjónustu (sjúkrakostnað) að
fullu.
Þeir sem flytja frá EES-landi hafi
ramma á vegg og af blaðsíðu er ljósi
endurvarpað. Við hvert þessara end-
urvarpa er hugverki dreift til allra
þeirra sem heyra vilja eða sjá. I
framangreindum fáránleika er fólgið
inntakskorn þessa ritlings.
Tónlistarmenn verða líkt og aðrir
hugverkamenn að sætta sig við að
rukka bara einu sinni venjulegt fólk
fyrir að kaupa afurðir þeirra. Hér á
landi hafa nefnilega mjög fáir leyfi
til þess að láta viðskiptamenn borga
mörgum sinnum fyrir sama hlutinn.
Má þar nefna fjölskattlagningu hins
opinbera sem dæmi — en það er
auðvitað allt önnur saga. Tónlistar-
menn verða líkt og aðrir hugverka-
menn að þekkja sinn vitjunartíma
og ætlast ekki til þess af þeim sem
til er höfðað að þeir þurfi ávallt að
hefja seðlaveskið á loft ef framleiðsl-
an nær tilætluðum árangri. Þá er
takmarkinu náð þegar neytandinn
skynjar og túlkar hugverkið.
JÓHANN GUÐNI REYNISSON,
blaðamaður.
staðfestingu, E-104, um tryggingu
sína meðferðis frá landinu sem þeir
flytja frá. Þá verða þeir sjúkra-
tryggðir um leið og þeir flytja lög-
heimili hingað.
Námsmenn sem flytja lögheimili
hingað verða að bíða í 6 mánuði þó
þeir komi frá EES-landi, þar sem
EES-samningurinn tekur ekki til
námsmanna.
Undantekning er námsmenn, sem
búið hafa á Norðurlöndum. Þeir fá
sjúkratrygginguna strax, framvísi
þeir staðfestingu E-104 frá landinu
sem þeir flytja frá. Islenskir náms-
menn erlendis utan Norðurlanda
ættu því að halda lögheimili sínu hér
á landi.
Bæklingur um almannatryggingar
og EES liggur frammi hjá Trygginga-
stofnun, umboðum hennar utan
Reykjavíkur og hjá heilbrigðisstofn-
unum. í honum er að finna helstu
upplýsingar um réttindi hjá Trygg-
ingastofnun samkvæmt samningnum.
ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR
deildarstjóri Félags- og upplýs-
ingadeildar Tryggingastofnunar
.ríkisins.
Breyttar sjúkra
tryggingar
Farsi
Víkyerji skrifar
Um þessar mundir heldur Tón-
skóli Sigursveins upp á 30
ára afmæli sitt með miklum mynd-
arbrag. Frá 10. mars sl. til 26.
mars hafa nemendur skólans haldið
marga tónleika, m.a. í Perlunni,
Langholtskirkju, Norræna húsinu
og í íslensku óperunni. Auk þess
hafa tónleikar verið haldnir á vinnu-
stöðum. Þessi aðferð við að halda
upp á þriggja áratuga starf skól-
ans, að reyna að fara með þá þekk-
ingu sem áunnist hefur út til fólks-
ins, er líklega mjög í anda stofn-
anda han's, Sigursveins D. Kristins-
sonar tónskálds, því í fundargerð
frá stofnfundi skólans hinn 30.
mars 1964 skráir fundarritarinn,
Tryggvi Emilsson, hugsun Sigur-
sveins á þessa leið: „Hann spyr: til
hvers ætlum við okkur að koma upp
skóla og svarar: til þess að brúa
bilið milli lærðra og leikra, til þess
að efla almenna söngmennt og
söng...“ Og síðar stendur: „Þá
fyrst, segir Sigursveinn, verðum við
músíkþjóð, þegar hver maður getur
spilað sína rödd.“ Þessa frásögn sá
Víkverji í kynningarbæklingi Tón-
skólans, sem dreift hefur verið
meðal tónleikagesta skólans.
xxx
Víkverji er þeirrar skoðunar að
afmælishátíð Tónskóla Sigur-
sveins hafi tekist einkar vel og
skemmti hann sér ágæta vel á þeim
tónleikum sem hann sótti. í Lang-
holtskirkju 16. mars sl. var mjög
fjölbreytt og skemmtileg dagskrá,
en hápunktur kvöldsins var að mati
Víkverja lokaatriði tónleikanna
þegar hljómsveit skólans lék fyrsta
þátt Branderborgarkonserts nr. 3,
eftir Bach, undir stjórn skólastjór-
ans Sigursveins Magnússonar.
Yngri nemendur skólans stóðu sig
einnig með ágætum og fannst Vík-
verja mikið til um það hversu ör-
uggir þeir virtust og sviðsvanir,
þótt ekki væru háir í lofti. Sömu
sögu er að segja af tónleikunum í
.Islensku óperunni 24. mars. Of-
ursmá táta, Halla Tryggvadóttir,
opnaði þá tónleika með því að leika
Menúett í G-dúr eftir Bach á fiðlu
og heillaði gesti upp úr skónum.
Það gerðu líka þeir sem léku tónlist
sína á eftir henni. Hápunktur
kvöldsins var svo aftur lokaatriði
tónleikanria, sem að þessu sinni var
flutt af dönskum gestum Tónskóla
Sigursveins, sem var strengjasveit
Tónlistarskólans í Köge, í Dan-
mörkum, og flútti sveitin konsert
fyrir þrjár fiðlur og strengjasveit
eftir Philip Telemann. Víkveiji er
sannfærður um að mikil undirbún-
ingsvinna liggur að baki þessum
hátíðahöldum, bæði af hálfu kenn-
ara skólans og nemenda, en hann
er jafnviss um að ánægjan hjá nem-
endum og kennurum af vel heppn-
uðum hátíðahöldum hafi verið í
réttu hlutfalli við vinnuframlagið.